Færsluflokkur: Dægurmál

Einræðisherra í eyríkinu?

Furðulegur yfirgangur Jóhönnu. Hún virðist ekki skilja hugtakið lýðræði. Hún fjasar um fjóra stjórnmálaflokka en horfir fram hjá þeirri staðreynd að meir en þriðjungur þingmanna er ósáttur við þessi handarbakavinnubrögð og vill faglega meðferð. Heldur Jóhanna að hún sé orðin einhver einræðisherra í eyríkinu?
mbl.is Segir sjálfstæðismenn tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn með viti innan um fáráðlingana

Það berast notaleg hljóð frá þessum manni. Hrunið er afstaðið, segir hann. Kannski á hann við að allt sé hrunið, sem hrunið getur. Hann hefur skýra mynd af því sem gera þarf - en nú er eftir að gera það! Það verður þrautin þyngri og gæti tekið langan tíma. Annars finnst mér gott að vita af þessum manni í ríkisstjórninni. Hann er vel menntaður og veit áreiðanlega hvað hann er að gera. Vonandi verður hann þarna áfram næstu 4 árin. Ekki veitir af að hafa mann með viti innan um alla fáráðlingana.
mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snarklikkaðir eftir 18 ár í andstöðu?

Hvað gengur eiginlega að þessum vinstri mönnum?  Í 18 ár samfleytt lágu þeir í samfelldu málþófi, rausuðu og skömmuðust, lásu upphátt úr Halldóri Laxness, skruppu fram til að míga í miðri ræðu, þvöðruðu vikum saman um allt og ekkert þegar þeim mislíkaði eitthvert ríkisstjórnarfrumvarpið. Nú storma þeir fram í skelfilegri taugaveiklun og ætla sér að berja í gegn með ofbeldi grundvallarbreytingar á stjórnarskránni. Þessum mönnum getur ekki verið sjálfrátt. Er 18 ára seta í stjórnarandstöðu búin að ræna þá vitinu? Ég ætla að vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins verði ekki orðnir svona snarklikkaðir eftir næstu 4 ár í stjórnarandstöðu.


mbl.is Bullandi ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn spjalla, konur pískra

Þessi könnun er örugglega pöntuð, hönnuð og framkvæmd af harðsvíruðum feministum sem aldrei geta litið karlmenn réttu auga. Auðvitað spjalla karlmenn saman, en við erum þá mest að skiptast á faglegum skoðunum sem varða vinnustaðinn okkar, bera saman bækur okkar um mikilvæg mál er varða samfélagið, fræða hver annan um uppgötvanir í vísindum og ræða menningu og listir. Þannig er það á mínum vinnustað og hefur alltaf verið. Konurnar eru víst aðallega að pískra um framhjáhöld, árekstra í einkalífi, hneykslismál fræga fólksins og þar fram eftir götunum. Það finnst þeim gaman.
mbl.is Karlar slúðra meira en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkun fyrirtækja oft af hinu góða

Alltaf dapurlegur blær yfir endalokum góðra fyrirtækja. Á hitt verðum við samt að líta að þessu fylgir enginn mannskaði. Þegar eitt fyrirtæki leggur upp laupana færast viðskiptin til annarra í sama geira og þar skapast ný störf. Fækkun fyrirtækja er oft af hinu góða. Á það ber líka að líta að bygginga-umsvif hafa lengi verið allt of mikil á Íslandi og síðustu ár hefur keyrt um þverbak. Við eigum að byggja miklu minna og nýta betur þau mannvirki sem við höfum fyrir. Það gera aðrar þjóðir og farnast vel.
mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hennar tími mun gleymast fljótt

Það er ótækt að afgreiða svona grundvallarmál í ágreiningi. Fram að þessu höfum við borið gæfu til að standa saman um grundvöll þjóðfélagsins. En ofbeldishneigð þessarar ríkisstjórnar virðast ekki takmörk sett. Jóhanna getur hrósað sigri núna og skrækt yfir landið og miðin: minn tími er loksins kominn! En hún getur ekki skúrað af sér þann smánarblett að hafa keyrt í gegn með ofbeldi mál sem þarfnast umræðu og samstöðu. Yfir nafni þessarar veslings konu mun ávallt hvíla svartur og ljótur skuggi ofbeldis og einræðishneigðar. Hennar tími mun gleymast fljótt.
mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti naglinn í líkkistuna

Ég las á bloggi Jens guðs að Frjálslyndi flokkurinn sé búinn að ganga frá framboðslista sínum í Reykjavík norður. Í fyrsta sæti láta þeir Karl Matthíasson, leiðinlegan kommaklerk sem Samfylkingin er nýbúin að hafna. Ætli þessi pistill Jens sé aprílgabb? Ef ekki, þá er þetta síðasti naglinn í líkkistu Frjálslynda flokksins. Hann er lengi búinn að vera ruslatunna fyrir óvinsæla og duglausa þingmenn sem aðrir flokkar hafa losað sig við. Nú taka þeir enn eina ferðina mann úr flokki sem hefur allt aðra sýn, allt aðra sögu og allt önnur stefnumið. Þetta er pólitísk úrkynjun af verstu gerð. Pólitísk spilling. Svona ráðstöfun upprætir allt sem kalla mætti pólitísk heilindi. Eftir þetta getur enginn maður með sjálfsvirðingu kosið Frjálslynda flokkinn.

Nema Jens guð sé að gabba? Ég held enn í vonina um það.


Dónaskapur í ranni biskups

Ekki efast ég um að bak við þetta ógnvekjandi Drakúlabros býr hlýr og góður drengur. En hvernig er annars ráðningu þjóðkirkjupresta háttað? Það er algerlega óviðunandi að klerkur sem gerst hefur sekur um dónaskap við fermingarbörn fái að snúa aftur til starfa eins og ekkert sé - ég er þá auðvitað ekki að tala um Ólaf Jóhann Borgþórsson heldur kollega hans á Selfossi. Mér fannst það réttlátur dómur í Hæstarétti, sem sýknaði hann af glæpsamlegum verknaði, því dónaskapur og glæpur er ekki það sama. En það gengur ekki að hafa dóna í hempu. Dónar eiga að sinna öðrum störfum þar sem þeir geta klæmst og þuklað án þess að særi. Karl biskup hefur lagt sig í líma við að fullkomna ásýnd hins góðgjarna, guðhrædda manns, en í embætti biskups þarf ákveðinn mann og skörulegan sem ekki lætur dónaskap viðgangast í sínum ranni.
mbl.is Valinn prestur í Seljaprestakalli
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skattahækkanir fara í óráðsíu

Það þýðir ekkert að illskast út af skattahækkunum. Það er kannski ekki beinlínis neyðarástand - en slæmt ástand og við verðum að beita öllum tiltækum ráðum. Verst að vinstri flokkarnir munu ráðstafa þessum skattpeningum í hvers kyns ófrjóa óráðsíu eins og þeirra er vandi. Til dæmis ætla þeir að fjölga listamannalaunum um 33, sem er algerlega forkastanlegt. Það eru nú þegar allt of margir á þessari jötu. Best væri að afnema listamannalaun með öllu. Ef listamaður er einhvers virði munu menn kaupa framleiðslu hans. Þær skattahækkanir sem nú eru í bígerð munu fara að stórum hluta í svona óráðsíu og keyra okkur enn dýpra í fúafenið. Þetta er í raun bara ein tegund spillingar.
mbl.is Skattaákvarðanir um mitt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommarnir eru hlutlausir

Sigmundur Ernir farinn af Stöð 2 og kominn á lista hjá Samfylkingu, Robert Marshall farinn af Stöð 2 og kominn á lista hjá Samfylkingu, Baldur Þórhallsson sem verið hefur allsherjargoði ríkisfjölmiðlanna um árabil þegar stjórnmál eru annars vegar er kominn á lista hjá Samfylkingu.  Kommarnir stýra umræðunni í þjóðfélaginu og þeir hafa gert það lengi. Þeir þræta fyrir það svona til málamynda en staðreyndirnar blasa við. Á íslenskum fjölmiðlum gildir reglan: að vera vinstri sinnaður er að vera hlutlaus. Þess vegna er íslensk fjölmiðlun svo óumræðilega lágkúruleg. Allt sem vinstri menn koma nálægt verður lágkúra.
mbl.is Listar samþykktir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 340882

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband