Fækkun fyrirtækja oft af hinu góða

Alltaf dapurlegur blær yfir endalokum góðra fyrirtækja. Á hitt verðum við samt að líta að þessu fylgir enginn mannskaði. Þegar eitt fyrirtæki leggur upp laupana færast viðskiptin til annarra í sama geira og þar skapast ný störf. Fækkun fyrirtækja er oft af hinu góða. Á það ber líka að líta að bygginga-umsvif hafa lengi verið allt of mikil á Íslandi og síðustu ár hefur keyrt um þverbak. Við eigum að byggja miklu minna og nýta betur þau mannvirki sem við höfum fyrir. Það gera aðrar þjóðir og farnast vel.
mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stundum segir þú nú eitthvað af viti Baldur. Þú þarft að þróa þá viðleitni af alúð!!!!!!!

Árni Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka þér kærlega fyrir, Árni minn. Það væri þá ekki amalegt að hafa einkaþjálfara af holdlegu kyni séra Árna og andlegu kyni Bólu-Hjálmars!

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 15:12

3 identicon

Þú segir það félagi! En það er ekki hægt að segja að sú stund sem runnin er upp í dag sé eðlileg! Ég held að þú áttir þig ekki á stöðu fyrirtækja í dag.... Legg til að þú kynnir þér það betur.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þröstur, takk fyrir innlitið og athugasemdina. En ertu ekki að gera mér upp skoðanir?

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 16:48

5 identicon

Nei Baldur! Ég get ekki séð það.. Ég er að commenta á bloggið þitt sem mér finnst frekar barnalegt! Þú talar um engan mannskaða og fækkun fyrirtækja af hinu góða! Tæp 18 þúsund atvinnuleysi.....  Og stór og þekkt fyrirtæki bætast við hópinn í hverri viku.... Þú ert bara fyndin félagi! Hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af ástandinu...

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef ALDREI sagt að núverandi ástand sé eðlilegt. Þar gerir þú mér upp skoðun. Fækkun fyrirtækja er tvímælalaust af hinu góða ef mörg eru starfandi í greininni. Ef þú skilur það ekki þá ert það þú sem þarft að setjast aftur á skólabekk. Ég bý í hverfi sem er umkringt hálfbyggðum og tómum húsum - það var byggt alltof, alltof mikið á Íslandi. Byggingageirinn blómgaðist en allt var það á rammfölskum forsendum og nú er það að koma okkur í koll. Fyrirtækjum í þeim geira varð að fækka. Ég tók sérstaklega fram í færslunni að vitaskuld væri það dapurlegt þegar gróin fyrirtæki falla en þetta er bara gangur lífsins og þú ert smákrakki ef þú heldur fram einhverju öðru.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 17:22

7 identicon

Sæll Baldur, Tek undir með Árna að þú þarft að þróa þá viðleitni að segja eitthvað að viti !

Í samkeppnisumhverfi á alltaf sér stað eðlileg endurnýjun en við þessar efnahagslegu hamfarir sem við búum við núna þá eru gjaldþrot fyrirtækja ekki lengur eðlilegur hluti þess umhverfis eins og þú lýsir í þinni færslu.

Störf glatast og laun starfsmanna glatast, mikil verðmæti glatast.  Með gjaldþrotahrinu hleypur af stað hringiða sem dregur hvert fyrirtækið af fætur öðru með sér niður.  Kaupmáttur dregst enn meira saman með tilheyrandi atvinnuleysi, lækkandi fasteignaverði og gjaldþrotahrinu einstaklinga. 

Við megum ekki gleyma því að við búum í samfélagi þar sem við þurfum innlenda eftirspurn eftir vöru og þjónustu.  Ef fyrirtækin og einstaklingar hafa ekki bolmagn til kaupa á vörum og þjónustu þá dregst enn meira saman og erfitt að losna úr þeim vítahring.

Við skulum fremur gráta yfir hverju því gjaldþroti sem á sér stað og halda í vonina með að mjög fljótt verði hægt að sýna fram á að það sé ljós við enda gangsins sem við nú göngum !

Neytandi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:30

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Miðklausan hjá þér, Neytandi  -  "Störf glatast ........ einstaklinga"  -  er ágæt lýsing á afleiðingum "bólu", þegar atvinnulífið hefur verið rekið um árabil á fölskum forsendum, lánum og óraunhæfum væntingum. Þá þarfnast hagkerfið leiðréttingar og sú leiðrétting er í gangi núna.  Þetta er slæmt en ekki alslæmt. Vonandi verður atvinnulífið rekið á sterkari grunni en áður. Vonandi hreinsast þjóðfélagið af því sjúklega gildismati sem reið hér húsum og tryllti mannfólkið.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 18:59

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman hvað þú tekur þessu vel og nægan tíma hef ég til að verða þér innan handar með ráðleggingar um að vanda líferni þitt og pólitískan þenkimáta.

Af séra Árna svip ég ber,

af syndinni oft þó tafinn.

Klerklegur á útlit er

en andinn Bólu- grafinn.

Árni Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakkaðu fyrir syndina Árni minn, án hennar væri lítið varið í að lifa. Vísan er falleg og í henni fólgin talsverð viska. Takk fyrir hana.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband