Jóhanna er óvinur æskunnar númer eitt

10 000 námsmenn án vinnu í sumar og verklausa bráðabirgðastjórnin situr og rífst um eitthvert hentistefnufrumvarp sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim að kæta saurpokalýðinn og grjótkastarana. Þessari stjórn var komið á til þess eins að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hvar er sú skjaldborg? Allur vinnutími Jóhönnu fer í einelti og populisma. Í sumar verður æskan látin eigra um göturnar og svelta. Það er algerlega óásættanlegt að lemja niður þetta unga fólk eins og Jóhanna er að gera með sínu pólitíska kökukefli. Hún er óvinur æskunnar númer eitt.


mbl.is Sumarnám kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Aumkunarverð skrif, vægast sagt.

Davíð Löve., 3.4.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aumkunarverð skrif? Kjáni ertu. Þér væri nær að beina aumkun þinni að fórnarlömbum Jóhönnu, þeim þúsundum ungmenna sem eiga í vændum að rápa um götur í öngum sínum vegna þess að gömul valdagírug kona skeytir ekkert um líf þeirra.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 14:46

3 identicon

flott skrif, alveg sammála

Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Jóhann. Great minds think alike.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lesendum til upplýsinga. Ég var að eyða athugasemd frá bloggara þess efnis að ég væri bjáni Íslands númer eitt (sem er trúlega rétt) og síðan bætti hann við óviðeigandi athugasemd um einkalíf Jóhnnu Sigurðardóttur. Þess háttar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessari síðu.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nú ertu að kenna þeim sem eru að reyna að taka til um að gera það ekki nógu vel eða hratt í stað þess að kenna þeim sem skildu allt eftir í rúst. Slíkt er ekki sérlega gagnlegt eða sanngjarnt.

Héðinn Björnsson, 3.4.2009 kl. 15:10

7 identicon

Er hugsanlegt að menntastofnanir okkar hafi ekki fylgst með tækniþróun kennslumála á undanförnum árum, t.d.  netdreifingu fyrirlestra?

Við erum búin að vera í fjárhagslegu hruni nokkuð lengi og fyrirsjáanlegt að framlag ríkisins til menntamála gæti lækkað og umsóknir til menntastofnanna gætu aukist og greinilegt að atvinnumöguleikar námsmanna voru hverfandi. Voru engar "nefndir" skipaðar til að undirbúa viðbrögðin?

Það er marg sannað að  með netdreyfingu fyrirlestra  spara menntastofnanir stórfé og  námsárangur  nmemenda eykst verulega. Virtar menntastofnanir víða um heim hafa nýtt sér þessa tækni. (Sjá t.d google " on line multi media presentation").Þar hefði kannski verið hlutalausn á því neyðarástandi sem íslenskir háskólanemar horfa nú fram á.

Eins og venjulega eru engar upplýsingar eða uppástungur um raunhæfar lausnir á þessum bráða vanda aðgengilegar fyrir almenning. Menntastofnunarnar barma sér, Menntamálaráðherra finnst þetta alvarleg mál . Stúdentar mótmæla af bestu getu.

Vonandi er einhver að gera eitthvað því þetta "reddast ekki" af sjálfu sér.

Agla (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:16

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, Héðinn. Það er góðra gjalda vert að taka til - en bráðabirgðastjórnin er alls ekki að taka til. Hún er að sólunda dýrmætum tíma í einelti og handahófskenndar, óundirbúnar breytingar á stjórnarskránni sem ekkert liggur á að gera. Það er ekki nóg að ég sé sanngjarn - vertu það líka.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 15:18

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála. Við sjálfstæðismenn hefðum reddað þessu á tvöföldum hraða hljóðsins.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.4.2009 kl. 15:20

10 identicon

Þetta vandamál er ekki til staðar í HR, hinum einkarekna háskóla. Maður fær það sem maður borgar fyrir.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:24

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikt, ég veit ekki hve hratt við hefðum reddað þessu, en allar aðgerðir hefðu verið markvissari undir stjórn okkar, það er satt. Ekki er að sjá neinar aðgerðir enn þá af hálfu ríkisstjórnarinnar, hvorki markvissar né ómarkvissar.

Júlía, menn hafa verið alltof linir að taka upp skólagjöld eins og tíðkast víðast hvar. Skólagjöld gera allt nám og kennslu miklu skilvirkari.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 15:31

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi færsla er heldur dapurleg lýsing á viðskilnaði síðustu stjórnar, þar sem Geir H. Haarde dottaði og svaf undir stýri. Námsmenn verða þúsundum saman á kafi í bóklestri í sumar, á fullum námslánum. Í stað "saurpokalýðs og grjótkastara" verður Austurvöllur þakinn glaðlyndum ungmennum við bóklestur innan um blómabreiðurnar. Þetta æskufólk mun minnast Jóhönnu og Katrínar í kvöldbænum sínum, með þakklæti fyrir endurreisnarstarfið.

Björn Birgisson, 3.4.2009 kl. 15:37

13 identicon

Ég hefði talið orsakavalda þessa ástands, getuleysingja Sjálfstæðis og gamla Framsóknarflokks (veit svosem ekki hversu mikið hefur breyst þar til batnaðar), vera óvini æskunnar númer eitt. Stjórnarskrárbreytingarnar eru mikilvægar, meira nú en nokkurn tíman. Sjálfstæðismenn eru orðir verri en þeir sökuðu VG nokkurn tíma um að vera.

Guðmundur Valur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:04

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, viðskilnaðurinn var vissulega dapurlegur en hann hefði orðið mun skárri ef stjórnin hefði fengið að sitja í friði fram á haustið og klára mál eins og Geir ætlaðist fyrir. Hann gerði mikil mistök þegar hann tilkynnti ekki strax með neyðarlögunum að kosningar yrðu eigi síðar en í september 2009.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 16:48

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur Valur, það er ekki spurning að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bera mesta pólitíska ábyrgð á því hvernig fór. En það stendur til að boða til stjórnlagaþings sem kosta mun 2 milljarða og þar á að fara í saumana á stjórnarskránni og væntanlega endurskapa hana frá grunni. Það liggur því nákvæmlega ekkert á þessum breytingum núna.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 340364

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband