Réttu mennirnir sóttu ekki um

Þarna þyrftum við að hafa mann sem er þaulreyndur í fjármálum þjóðarinnar og gerþekkir hreyfikrafta stjórnmálanna. Við eigum tvo slíka menn á Íslandi. Það eru þeir Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson. Hvorugur þeirra sækir um. Við sitjum þá væntanlega uppi með einhverja skólastráka sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, né í saltan mar migið.
mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anderson

hehe... það er rétt! Þetta eru bara einhverjir drengir sem aldrei hafa unnið handtak heldur aðeins lesið bækur og fræðigreinar. Hvaða gagn er að því?

Anderson, 2.4.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki var nú þekking Halldórs Ásgrímssonar og Geirs H. Haarde meiri en svo að þeim tókst næstum því að gera Ísland gjaldþrota.  Ég get ekki séð annað en að meðal umsækjanda séu mjög hæfir menn sem eru ekki neinir skólakrakkar.  Heldur virtir hagfræðingar og má þar nefna Þorvald Gylfason,Má Guðmundsson, Arnór Sighvatsson ofl.  Það eitt að hafa streðað í einhverri erfiðisvinnu gerir menn ekki að góðum Seðlabankastjórum.  Það er góð þekking á fjármálum þjóðar sem skipti öllu máli og hana fá menn með námi og lestri fræðirita.  Það þykir ekki góð latína í dag að gamalreyndur togaraskipstjóri var á sínum tíma settur forstöðumaður í Breiðuvík.  Eigum við kannski að nota sömu vinnubrögð um skipun Seðlabankastjóra.

Jakob Falur Kristinsson, 2.4.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú gildir að ráð til skamms tíma, því að við ætlum að leggja Seðlabanka ríkisins niður sem fyrst.

Það er gott pláss í grafreitnum þar sem hvíla Grænmetisverzlun ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofa ríkisins og Raftækjaverzlun ríkisins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.4.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir Haarde er hagfræðingur og Halldór er líka menntaður í fjármálum. En þessir drengir sem ala aldur sinn í gróðurhúsum háskólanna hafa alltof takmarkaða reynslu og vita of lítið um markaðinn. Arnór Sighvatsson er auðvitað reyndur bankamaður og hefur þar að auki starfað við hlið afburðamanna svo honum ætti að vera treystandi fyrir þessu embætti.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ef ég ætti milljón þá mundi ég leggja hana undir í veðmáli í þá veru að Alþýðubandalagsmaðurinn geðþekki og besti vinur aðal, hefur löngu verið ákveðinn í þessa stöðu.

Eftir allt talið um hvíldar-stöðu fyrir fyrrverandi stjórnmálamenn, þá er óverjandi að skipa fyrrum þingmann  í starfið. Hins vegar verður valið eftir pólitískum línum. Vinstri stjórn mun örugglega velja vinstri mann. Og sá maður verður ekki sóttur í bómullina á Melakleppi, heldur úr "action" í Evrópu.

Flosi Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha. Ég skil..... verður fróðlegt að sjá hvort þú átt kollgátuna. En er þessi maður ekki menntaður í gömlu Alþýðuríkjum kommúnismans?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 21:19

7 identicon

Fullkomlega sammála þér, vantar kannski líka Illuga Gunnarsson?

Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss nei, Illugi er einn af framtíðarleiðtogum okkar í pólitíkinni, hann færir Sjálfstæðisflokknum og pólitíkinni ákveðin frumefni sem enginn annar maður getur gert. Það verður gaman að sjá þegar hann fer að blómstra. Reyndar hefði ég viljað sjá Geir treysta meir á ungviðið í síðustu ríkisstjórn, en hann vildi hafa gömlu skarfana nálægt sér.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 340392

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband