Færsluflokkur: Dægurmál
7.4.2009 | 17:39
Framsókn mjakast inn í Samfylkinguna
Sjálfstæðismenn hafa sýnt aðdáunarvert langlundargeð andspænis ofríki og flumbrugangi vinstri flokkanna. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu upp á Framsóknarmenn að svíkja lýðræðið jafn herfilega og þeir hafa gert núna. Þeir makka möglunarlaust með kommaflokkunum og undirrita alla þá vitleysu sem frá þeim kemur. Nú mætti leggja þennan flokk niður - eða mjaka honum inn í Samfylkinguna eins og Ómar Ragnarsson gerði við Íslandshreyfinguna þegar hana þraut örendi.
Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og fleiri Sjálfstæðismenn hafa staðið lýðræðisvaktina af stakri elju. Þeir uppskera þakkir allra góðra Íslendinga fyrir það.
![]() |
Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 15:52
Skötuhjúin leiða okkur í glötun
Leggjum þessi orð á minnið: ég kann ekki skýringu á því. Þessi orð munu bergmála í sölum Alþingis næstu 4 árin og þau munu bergmála í stjórnarráðinu.
Hvorki Steingrímur né Jóhanna hafa hundsvit á fjármálum. Hvorugt þeirra er fært um að stjórna. Þau hafa enga stjórnunarreynslu né heldur menntun til skilja eðli fjármála. Undir stjórn þeirra mun Ísland sökkva æ dýpra niður í skuldir og örvæntingu. Æskan mun flýja landið. Eftir sitja öldungar og öryrkjar. Skötuhjúin fáfróðu eru fær um það eitt að leiða okkur í glötun. Og þau eru þegar byrjuð á því.
![]() |
Kann ekki skýringar á veikingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.4.2009 | 14:14
Hvar eru hraðkvæðu athafnaskáldin?
Það er gott að eiga skáld og vísindamenn, ég tala nú ekki um stórsöngvara og fótboltamenn. En núna ríður á því að þjóðin eigi sér harðduglega athafnamenn. Menn með hugmyndir og kraft til að gera þær að veruleika. Nú á þjóðin líf sitt undir harðfylgi þessara manna.
Hvar sem við sjáum slíkan mann taka til hendi skulum við styðja hann í orði og verki. Okkur er sama hvað hann heitir og hvar hann stendur í pólitík. Við gerum það fyrir börnin okkar og barnabörnin.
Einu sinni bjó Matti Jó til hugtakið athafnaskáld. Nú vantar okkur hraðkvæð athafnaskáld.
![]() |
Rúmlega helmingur ætlar að ráða í ný störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2009 | 14:07
Hetjuleg framganga Sjálfstæðismanna
Hetjuleg framganga Sjálfstæðismanna á lýðræðisvaktinni er farin að skila sér. Tilraun vinstri flokkanna til þess að hunsa rétt þingmanna Sjálfstæðismanna er að fara út um þúfur. Vinstri menn verða að læra sína lexíu: Ísland er lýðræðisríki; í lýðræðisríki stökkva menn ekki á stjórnarskrárbreytingar umræðulaust.
Dæmalaust ofbeldi vinstri flokkanna gefur okkur forsmekk að hegðun þeirra næstu 4 árin. Þeir munu ösla fram eins og drukknir birnir og gera hvert axarskaftið af öðru. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu verður einkum að koma viti fyrir þá og stjórna þannig bak við tjöldin.
![]() |
Koma til móts við Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2009 | 14:00
Hver verða viðbrögð hennar sjálfrar?
![]() |
Vilja viðbrögð frá Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 21:39
Flottir nýliðar fóru á kostum
Sjónvarpsþátturinn frá Vestfjörðum var miklu líflegri en formannaþátturinn á dögunum. Bráðskemmtileg rimma sem nýliðar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks unnu með glæsibrag. Þeir fóru á kostum meðan hinir höltruðu utan vega.
Gunnar Bragi Sveinsson verður þungaviktarmaður í Framsóknarflokknum. Harður nagli, vel upplýstur, rökfastur og skeleggur. Hann var skýr í svörum og afdráttarlaus. Framsóknarflokkurinn er ekki tilbúinn í banaleguna meðan hann hefur á svona fólki að skipa. Og það er gaman að heyra svona menn ræða málin. Maður fræðist af því að heyra þá tala. Hann fær ágætiseinkunn.
Ásbjörn Óttarsson er nýr hjá Sjálfstæðisflokknum og hann er stórkostlegur happafengur. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyrirhittir Sjálfstæðismann sem kann bæði að tala og brosa og getur jafnvel gert hvort tveggja í einu. Ásbjörn er garpslegur í framgöngu, broshýr og skemmtilegur. Andstæðingar hans á pallinum gripu fram í fyrir honum og kommarnir í salnum gerðu að honum aðsúg, en hann tók öllu vel og lét ekki slá sig út af laginu. Það er heilsusamlegt að fá svona mótttökur. Þær eru bara til þess fallnar að herða garpinn unga. Framtíðarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Ágætiseinkunn.
Guðbjartur Hannesson er afar viðkunnanlegur maður og trúlega finnst vinstra fólki notalegt að kjósa hann. Hann hugsar og talar í klisjum eins og vinstri manna er siður. Ber ekkert skynbragð á atvinnulíf og fjármál. Meðaleinkunn.
Um aðra frambjóðendur þarf ekki að fjölyrða. Þeir eiga ekkert erindi á Alþing. Þeir fá allir falleinkunn.
![]() |
Þingfundur hafinn á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 19:15
Við förum líka að skjóta upp rakettum
![]() |
Utanríkisráðherra áhyggjufullur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2009 | 17:48
Skemmtilegt áróðursbragð
![]() |
Ráðherra í víking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 17:20
Ný stétt atvinnu-atvinnuleysingja
Nýlega ræddi sjónvarpsfréttakona við konu úti á landi sem verið hefur á atvinnuleysisbótum í 4 ár. Sjónvarpskonan snökti af meðaumkun. En á þessum 4 árum hafa tugþúsundir útlendinga flykkst til Íslands vegna þess að hér hefur bráðvantað fólk í vinnu. 30 000 útlendingar í vinnu en heimamenn á atvinnuleysisbótum. Halló! Enginn heima?
Við sitjum uppi með hóp atvinnu-atvinnuleysingja. Það þýðir ekkert að þræta fyrir það. Sumir vinna ekki neitt en sumir vinna svart. Langflestir þeirra sem nú misstu atvinnu sína þrá ekkert heitar en að komast aftur í vinnu. Vinnan er lifandi þáttur í sjálfsvirðingu manna. Við tökum þátt, leggjum fram okkar skerf og erum með.
En sumir munu því miður komast upp á lag með að vera á bótum. Þeir vilja ekki fara aftur út á vinnumarkaðinn, vakna eldsnemma á morgnana og koma lúnir heim. Betra að lifa á bótum, hanga heima og horfa á sjónvarpið, fara á kaffihús og knæpur - eða taka leigubíl upp á Akranes og hlusta á Papana, eins og einn atvinnuleysinginn lýsti hér á moggablogginu fyrir nokkrum dögum. Allt eru þetta velþekkt fyrirbæri erlendis og ekki langt síðan frétt birtist um það í blöðunum. Það sama mun gerast hér. Ný stétt atvinnuleysingja eflist með degi hverjum. Og allir kjósa þeir Samfylkingu og Vinstri græna.
![]() |
Færri sækja um laus störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 16:04
Mörður fyrirlítur kjósendur
Er Mörður Árnason alveg úti að aka? Þingmenn vilja fylgjast með framboðsfundum vegna þess að eftir tvær vikur eru haldnar Alþingiskosningar. Þingmenn þurfa að vita hvað er sagt, hverju er lofað og hvað er gert. En Mörður líkir þessum framboðsfundum við fótboltaleik eða saumaklúbb. Mörður leyfir sér að sýna kjósendum úti á landi ótrúlega lítilsvirðingu. Sést nú best hvílík firra það er að keyra þingið alveg fram undir það síðasta. Og sést nú best hvað Mörður Árnason er gjörsamlega veruleikafirrtur þingmaður. Það virðist ekki flögra að honum að til séu menn á Íslandi sem enn þá taka lýðræðið alvarlega.
![]() |
Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 340882
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar