Ný stétt atvinnu-atvinnuleysingja

Nýlega ræddi sjónvarpsfréttakona við konu úti á landi sem verið hefur á atvinnuleysisbótum í 4 ár. Sjónvarpskonan snökti af meðaumkun. En á þessum 4 árum hafa tugþúsundir útlendinga flykkst til Íslands vegna þess að hér hefur bráðvantað fólk í vinnu. 30 000 útlendingar í vinnu en heimamenn á atvinnuleysisbótum. Halló! Enginn heima?

Við sitjum uppi með hóp atvinnu-atvinnuleysingja. Það þýðir ekkert að þræta fyrir það. Sumir vinna ekki neitt en sumir vinna svart. Langflestir þeirra sem nú misstu atvinnu sína þrá ekkert heitar en að komast aftur í vinnu. Vinnan er lifandi þáttur í sjálfsvirðingu manna. Við tökum þátt, leggjum fram okkar skerf og erum með.

En sumir munu því miður komast upp á lag með að vera á bótum. Þeir vilja ekki fara aftur út á vinnumarkaðinn, vakna eldsnemma á morgnana og koma lúnir heim. Betra að lifa á bótum, hanga heima og horfa á sjónvarpið, fara á kaffihús og knæpur - eða taka leigubíl upp á Akranes og hlusta á Papana, eins og einn atvinnuleysinginn lýsti hér á moggablogginu fyrir nokkrum dögum. Allt eru þetta velþekkt fyrirbæri erlendis og ekki langt síðan frétt birtist um það í blöðunum. Það sama mun gerast hér. Ný stétt atvinnuleysingja eflist með degi hverjum. Og allir kjósa þeir Samfylkingu og Vinstri græna.

 


mbl.is Færri sækja um laus störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held að vandamálið sé líka að launatakstar eru stundum lægri en atvinnuleysisbætur.

Offari, 6.4.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert að halda, þetta er alveg tvímælalaust ein meginorsökin.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fyrirbrigði virðist vera nánast í öllum löndum, þetta með taxta og atvinnuleysisbætur, ég skil þetta ekki.

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég treysti á þig Finnur. Þú lagar þetta þegar við verðum búin að koma þér í stjórnarráðið.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hef sótt um hjá að meðaltali 5 fyrirtækjum á dag að undarförnu að ekkert gengur nýjasta svarið sem annsi mörg fyrirtækji eru farin að nota er því miður  þú ert ekki fjölskyldu maður ráðum ekki einhleypa menn því miður .

Og hafði samband við eittfyrirtæki utana af landi og fekk að vita að ekki væru ráðnir utbæjarmenn svo ef þið vitið um starf þar sem utanbæjarmaður sem er einhleypur getur fengið vinnu þá endilega láta vita 

Jón Rúnar Ipsen, 6.4.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, Vonandi reisa menn 2-3 álver á næstu árum. Álver eru engin kraftaverkalausn en þau skapa urmul starfa og hafa sín margfeldisáhrif. Þau myndu snúa mótornum í gang og væntanlega kemur hitt á eftir. Einhvern veginn fórum við að fyrir einkavæðinguna.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Álver eru fín. Styð byggingu þeirra. Þau eru sögð menga, en hvaða atvinnuvegur gerir það ekki? Hvað skyldi okkar sjávarútvegur menga mikið með olíubrennslunni sinni og öllu því drullusulli sem fer í hafið frá skipunum okkar?

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 18:38

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég vil samt ekki hafa þau fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Þegar kommarnir í Hafnarfirði ætluðu að láta álverið þenja sig upp í trýnið á mér, þá sagði ég nei - og það varð engin stækkun. Við felldum hana í kosningum.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:44

9 Smámynd: Björn Birgisson

Það voru heimskulegustu kosningaúrslit í samanlagðri Íslandssögunni. Auðvitað var Straumsvíkurverið staðsett of nálægt byggðinni í upphafi. En það var þarna og átti að fá að stækka - og það verður stækkað í framtíðinni. Sannaðu til.

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 18:57

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég dáist að undraverðum hæfileika þínum til að hafa rangt fyrir þér í hverju einasta máli sem þú tjáir þig um.

1. Það var ekki um neitt annað að ræða en að kjósa gegn stækkun. Ég sem er gallharðir álverssinni gerði það án þess að hika.

2. Álverið var ekki of nálægt byggð í upphafi.

3. Mistökin sem kommarnir gerðu - þrátt fyrir margendurteknar viðvaranir - voru þau að þeir færðu byggðina  alltof nálægt álverinu. Þessir menn hafa aldrei getað hugsað meir en einn leik í einu.

Kommar eiga að hjala á kaffihúsum, öskra í mótmælagöngum og skrifa níðpistla. Þeir eiga ekki að koma nálægt stjórnun.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 19:06

11 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég undrast þann hæfileika þinn að snúa öllu á hvolf, gegn betri vitund. Hef þó lúmskt gaman af því. Ég hef oft rangt fyrir mér, takk fyrir að benda mér á það. Er aldeilis ekki einn um það. Ef þú vilt endilega niðurlægja viðmælendur þína, þá er skömmin þín. Íhaldsdurgur, það ert þú, með lepp fyrir báðum augum. Blindum þó, pólítiskt. Leppanna ekki þörf.

1. Þú sveikst alþýðuna og skoðanabræður þína í Hafnarfirði í álversmálinu með atkvæði þínu. Skammastu þín fyrir það. Sviftir margan góðan manninn mögulegri vinnu og tókst miklar tekjur frá þínum frábæra Hafnarfirði. Skammastu þín, íhaldsbulla!

2. Auðvitað var Straumsvíkurverið of nálægt byggð í upphafi. Hugsun manna um mengun var engin á þeim tíma þegar álverið var reist.

3. Að færa byggðina nær álverinu voru mistök bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Mér er andskotans sama hvaða meirihluti ykkar ber ábyrgð á Því. Jafnaðarmenn eða þið fasistarnir. Greindarvísitalan í Hafnfirskum stjórnmálum er og verður til skoðunar hjá þar til bærum stofnunum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Reyndar skipta nokkur hundruð metrar engu máli í þessu sambandi.

4. "Kommar eiga að hjala á kaffihúsum, öskra í mótmælagöngum og skrifa níðpistla. Þeir eiga ekki að koma nálægt stjórnun"

Dásamlega málefnalegt.  Fasistar eiga að að halda kjafti og vera ekki að þvælast fyrir almennilegu fólki, sem reynir að lifa og byggja upp gott samfélag á rústum auðhyggju, græðgi og fasisma. Taktu þér tak Baldur!

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 22:01

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég verð alltaf jafn gáttaður á undraverðum hæfileika þínum til að koma mér í gott skap með djöfulskap orðkynnginnar. En þú ert náttúrulega komin út af vestfirsku galdrahyski og enn ekki alveg laus við brunalyktina.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:07

13 Smámynd: Björn Birgisson

Reyki KOOL sígarettur. Vörumerki mitt.  Brenna í lungun og nefið. Brunalyktin er mér í blóð borin. Ég lifi fyrir brenndar sálir, þar sem auðvaldið kveikti eldana. Veit að ég er meingallað eintak af manneskju. En ég elska pólitíska andstæðinga mína, ekki alla þó. Mér finnst foráttu kjaftháttur, meinfyndni og hótfyndni teljast til dyggða. Sýna lífsmark. Stattu þig í þínu, þótt staðan sé slæm.  Áfram Baldur!  

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 22:32

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er lán fyrir okkur báða að við erum ólíkir menn, Bjössi minn. En reyktirðu aldrei Camel? Það gerði ég á mínum veltidögum. Þegar ég var til sjós reykti ég Marlborough því þær voru lengri; lærði af kvikmyndum að hafa rettuna lafandi í kjaftvikinu; notaði stubbinn til að kveikja í næstu. Ég hef alltaf verið rola en það gerði ekkert til, mér leið eins og ég væri sériffinn í High Noon.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 22:42

15 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að þú ert hægt og bítandi að taka hausinn út úr rassgatinu á þér. Camel, án filters, var mitt val um tíma. Síðan kom Páll, fyrrum rektor, mér upp á einhvern belgískan óþverra, viðbjóðslega sterkan, en dásamlegan sinn hátt. Hætti svo í 20 ár. Nú er það KOOL í anda karaktersins!  Veit að þú ert rola, en þinn tími mun koma!

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 22:54

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einkennilegt orðfæri. Þú talar til mín eins og ég væri njálgur. Kann ekki góðri lukku að stýra.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 23:27

17 Smámynd: Björn Birgisson

Njálgur er ekki pólítískur. Bara dásamlegt eintak lífsins. Við Jafnaðarmenn sjáum alls staðar líf. Í rassgatinu á andstæðingum okkar, í jörðinni, alls staðar. Við hlúum að lífinu hvar sem það birtist. Við blásum meira að segja líf í pólitíska andstæðinga þegar þeirra örendi er þrotið. Við elskum andstæðinga okkar, þurfum á þeim að halda. Þeirra málstaður, veikur og hjáróma sem hann er, er og verður okkur endalaus uppspretta til góðra verka. Án ykkar aumingjanna verður hér aldrei gott samfélag.  

Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 23:59

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe, án okkar hægri manna verður hér aldrei gott samfélag! Loksins urðum við þó sammála. Látum það samt ekki verða að vana.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 00:03

19 Smámynd: Björn Birgisson

Góða nótt gullið  mitt. Elska þig meira en eigin njálg. Sem er töluverð ást.

Björn Birgisson, 7.4.2009 kl. 00:11

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Baldur....

Er ekki í lagi með þig 

Þetta fyllerí sem ég var að lýsa átti sér stað árið 2000 þúsund og er því ekki fjötur fyrir þessu þvaðri sem þú ert að segja. Ég hef verið nánast samfleitt verið í vinnu síðan ég komst inn á atvinnumarkaðinn og myndi með glöðu geði fá vinnu ef mér stæði hún til boða. Það er ekki fótur fyrir því að þú situr uppi með mig því ég borgaði í þennan atvinnuleysissjóð sjálfur og mætti alltaf í mínar vinnur og tilkynnti mig aldrei nokkurn tíman þykistu veikan eða eitthvað þvíumlíkt. Ef mér stendur vinna til boða þigg ég hana og er ég þegar komin með verkefni sem henta betur mínum hæfileikum en að bera póst inn um lúgur. Ég er byrjaður að byggja mína framtíð og get fullvissað þig um það ... að það eru hverfandi líkur á því að þú sitjir UPPI MEÐ MIG. 

Mér finnst þessi heimska þín því aumkunarverð og talandi dæmi um karlmann sem býr í fílabeinsturni. Þú hefur upp á mig hluti sem eru helbert kjaftæði og í raun hrein og klár ærumeiðindi. Mér finnst þetta lýsa það viðurstiggjulegri heimsku að þú ættir að hundskammst þín fyrir hana. Mér finnst þetta þér til háborinnar skammar að halda svona þvaðri fram þar sem 17 þúsund mans eru atvinnulausir um þessi misseri og þú dregur mig fram  sem dæmi um atvinnuleysinga og ferð síðan með rangt mál um mig.

Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að halda mér rútínu utan um mitt líf.  Ég er mikill reglumaður á áfengi rétt eins og karl faðir minn og  t.d núna .....þegar ég er  vaknaður upp langt fyrir allar aldir fer ég t.d ... ekki á BSí heldur til þess að koma mér í prógramm. Ég mun sitja væntanlega næstu 8-12 klukkutímanna að skrifum. Ég er ekki að fara á kaffihús til þess að drekka kaffi og bora í nefið heldur til þess að vinna í verkefnum. Ég er búin að vera mjög aktívur allt þetta atvinnuleysi og í raun það aktívur að þegar ég kem aftur inn á atvinnumarkaðinn kem ég miklu betur undirbúin en nokkurn tíman áður. 

Þegar ég missti vinnuna mína setti ég sjálfum mér afarkosti- Annað hvort mun ég nýta mér þetta atvinnuleysi í eitthvað uppbyggjandi eða fara upp í Byko og fjárfesta í kaðalreipi. Ég kaus fyrri kostinn og ef ég væri sífellt að hundskammast mín að hafa lent í samfélagslegu ástandi sem ég ber ekki ábyrð á þá gæti ég ekki haldið mér í daglegri rútínu. 

AÐ iðnskólinn skuli hafa fjármagað afevegaleiddan nýfrjálshyggjufrosk eins og þig í algjörlega gagnslausa atvinnubótavinnu (iðnskólakennari)  er miklu alvarlegra mál og dýrara fyrir ríkið en að borga mér atvinnuleysisbætur. Ég fer þó ekki með tómar fleipur um fólk heldur fer ég satt og rétt með það sem ég segi.

 Þú værir meiri maður ef þú bæðist afsökunar á þessu aumkunnarverða bloggi þínu og ... reynir svo í framtíðinni að halda þig kannski við eitthvað sem þú hefur vit á ... en ekki ljúga upp á fólk. 

Ef þú getur reddað mér vinnu við mitt hæfi

Baldur Hermansson..

Hringdu þá í mig.  

Ég verð við síman örugglega í allan dag.  



Brynjar Jóhannsson, 7.4.2009 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband