Mörður fyrirlítur kjósendur

Er Mörður Árnason alveg úti að aka? Þingmenn vilja fylgjast með framboðsfundum vegna þess að eftir tvær vikur eru haldnar Alþingiskosningar. Þingmenn þurfa að vita hvað er sagt, hverju er lofað og hvað er gert. En Mörður líkir þessum framboðsfundum við fótboltaleik eða saumaklúbb. Mörður leyfir sér að sýna kjósendum úti á landi ótrúlega lítilsvirðingu. Sést nú best hvílík firra það er að keyra þingið alveg fram undir það síðasta. Og sést nú best hvað Mörður Árnason er gjörsamlega veruleikafirrtur þingmaður. Það virðist ekki flögra að honum að til séu menn á Íslandi sem enn þá taka lýðræðið alvarlega.


mbl.is Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þetta samfylkingarlið vill enga kosningabaráttu af tveimur ástæðum:

1. fjölmiðlar landsins hafa hvítþvegið þá af öllum sökum og allri ábyrgð á vandamálum þjóðarinnar.

2. Þetta lið hefur ekkkert að segja í kosningabaráttu nema eignaupptöku í sjávarútvegi og aukna skatta.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Daði Ólafsson, þú ert nú það vel gefinn maður að þú ættir að stofna bloggsíðu og taka þátt í vitsmunalegum samræðum með okkur. Gaman að sjá þig og komdu sem oftast.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Geta menn ekki fundið út hverju er lofað þótt ekki sé hlaupið til Ísafjarðar? Ég hélt að öllu væri lofað hér fyrir sunnan og loforðin síðan flutt út á land með öllum tiltækum ráðum. Hvar kosningaloforðin eru síðan svikin er annað mál.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.4.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Benedikt, mundu að sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér getur ekki vænst þess að aðrir sýni honum virðingu. Við skulum sýna Alþingi virðingu. Það er hornsteinn samfélags okkar. Eins og málum er háttað eru kommaflokkarnir með fulltingi Framsóknar í óða önn að traðka Alþingi ofan í forarsvaðið. Þeir traðka því á samfélaginu og okkur líka. Þeir traðka á samfélagi framtíðarinnar og næstu kynslóð. Þetta eru ekki par góðir menn, Benedikt minn.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Jón Sigurðsson

Við sem búum í þessu kjördæmi teldum það til bóta að þingmenn fylgist með því sem á okkur brennur. Mér skilst að það séu ekki bara frambjóðendur sem tjái sig í þessari útsendingu heldur líka hinn almenni kjósandi. Það er til fleira fólk í landinu en það sem safnast hefur saman á Austurvelli í vetur og viss er ég um að það hefur eitthvað að segja hinum "háu" alþingismönnum. Halló, halló það eru að koma kosningar líka úti á landi.

Jón Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 16:37

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Sigurðsson, mér finnst full ástæða til þess að þakka þér fyrir þessa athugasemd. Firringin er nefnilega orðin svo ofboðsleg hérna á höfuðborgarsvæðinu eftir saurpokabyltinguna að hér þykir mönnum ekkert fréttnæmt nema það sem gerist undir mótmælaskiltum og múrsteinahríð. Það er gott að þú skulir minna þetta lið á að landsbyggðin hefur líka kosningarétt.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Framsóknarflokkurinn ætlar að eiga sér einhverja lífsvon þarf hann að hefja kosningabaráttu strax.Ég spái því að Framsókn verði búin að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina innan þriggja daga.Þá neyðist Jóhanna til að slita þinginu, því stjórnin nær engum málum fram eftir vantraust.

Sigurgeir Jónsson, 6.4.2009 kl. 16:54

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, valdið er hjá Alþingi og meir en þriðjungur alþingismanna eru í Sjálfstæðisflokknum. Það nær ekki nokkurri átt að hunsa þessa menn. Þeir eru að verja lýðræðið í landinu og þér er fullkunnugt um það.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 17:01

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurgeir, ég held að Framsókn sé búin að missa af lestinni. Sigmundur fékk óskabyr í seglin á fyrsta degi en hann glutraði niður öllu trausti þegar hann skrifaði upp á óútfylltan tékka fyrir Steingrím og Jóhönnu. Þetta er frekar geðslegur maður þótt hann beri trúlega lítið skynbragð á pólitík og ég óska honum alls hins besta. En mun honum endast pólitískur aldur til að bæta fyrir glapræði sitt? Ég er ekki viss um það. Ég er þess fýsandi að Framsókn verði lögð niður formlega og upp af öskunni verði myndaðir tveir flokkar, annar til hægri og hinn til vinstri.

Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 340385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband