1.1.2011 | 20:26
Landvættirnar skerist í leikinn
Versta ríkisstjórn veraldarsögunnar hefur fylgi þriðjungs þjóðarinnar. Það segir auðvitað vissa sögu um þennan tiltekna þriðjung ....... skynlaus og fyrirlitleg hjarðdýr sem fylgja í blindni sturluðum forystuskepnum beint fram af hengifluginu.
En þessi útkoma segir líka ærna sögu um stjórnarandstöðuna: D og B fá aðeins 47% samanlagt. Það er óheyrilega vond útkoma. Í þessum tveimur flokkum eru margir góðir drengir en þeir hafa ekki traust almennings. Ef kosningar væru eftir viku myndi aulaframboð á borð við Besta flokkinn fá 20%.
Okkur dauðlangar í góða þingmenn og góða stjórnmálaflokka. Við erum ekki ánægð með það sem er í boði. Ég mælist til þess við Landvættirnar að þær skerist í leikinn og sendi okkur betri þingmenn.
![]() |
Ríkisstjórnin með 37% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340833
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baldur, ég vil umorða fyrstu línuna hjá þér. Versti viðskilnaður sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hissa á að allt skuli ekki vera í blússandi uppsveiflu, Baldur ?
Gleðilegt ár..
hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 20:42
Gleðilegt ár Baldur Við skulum vona að landvættirnir leiði þessa blindu sauði frá villu síns vega og vísi þeim á réttu brautina
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:50
En sjáið, svona er "nýja fólkið": Þór Saari heimtaði fram á síðasta dag "lausn" á skuldum heimila sem kostað hefði Ríkið (almenning) minnst 220 milljarða, og sett Ísland - um áratugaskeið - í slíka fátækt og niðurskurðarþörf að margfalt fleiri heimili hefðu farið fram af brúninni. Daginn eftir, er aðgerðir voru kynntar, kvað Saari þær engu breyta því 6 milljarðar lentu á Ríkinu, þe almenningi! Það þótti Margréti í sama flokki nískt af Ríkinu! Þetta er fólk sem greinilega ætti að treysta fyrir fjármálum þjóðarinnar, enda er þetta jú akkúrat það sem Íslendingar í barnaskap sínum trúa á eins og jólasveininn: þe þetta er NÝTT FÓLK. Og þetta (Hreyfingin) er meiraðsegja mestmegnis KONUR, en konur eru jú annar jólasveinn sem þessi bjánaþjóð trúir á.
asdis o. (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:09
hilmar, það er orðið ansi þreytt að skýla sér alltaf á bak við áföll fyrri daga, þið kommarnir verðið að læra að standa á eigin fótum og taka ábyrgð á gerðum ykkar.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:44
Rafn, ég held það væri best að Landvættirnir leyfðu þessum hjarðdýrum að arka fram af hengifluginu en sendu okkur hinum betri leiðtoga.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:45
asdis, Borgarahreyfingin var mynduð af fólki sem kunni ekkert til verka, gat ekki hugsað heila hugsun og var meira og minna sturluð af búsáhaldabyltingunni.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 21:47
Já fyrirgefðu að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að kippa gjaldþroti heillrar þjóðar í liðinn Bladur.
hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 22:00
Þér er fyrirgefið. Þjóðin varð að vísu ekki gjaldþrota...en við skulum ekki vera smámunasamir á þessum fagra nýársdegi. Þjóðin hefði átt að rétta úr kútnum á þessu ári en vegna úrræðaleysis vinstri flokkanna versnaði ástandið ef eitthvað er. Og verra verður það ef við skiptum ekki um stjórn fljótlega.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:02
"Ég mælist til þess við Landvættirnar að þær skerist í leikinn og sendi okkur betri þingmenn."
Ég er til.
Gleðilegt ár gamli fauskur.
Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 22:10
Nú er kominn nýársdagur
nú er vilji Drottins skýr
ört mun þjóðar eflast hagur
aftur þegar Davíð snýr
stormsveipur (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:11
Er það rétt Baldur að þú sér kallaður Orðvar "blandst venner"?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2011 kl. 22:17
Bjössi, gleðilegt ár sömuleiðis. Þér að segja mæti ég nýja árinu með karlmannlegt brjóstið þanið af bjartsýni ..... reikna fastlega með því að forgjöfin lækki úr 10,2 niður í 7,0. Ég verð ótrúlega góður í sumar.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:21
stormsveipur, margir munu taka undir ákall okkar til Landvættanna.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:22
Hef ekki heyrt það, Heimir, en ég mun gera kröfu um það hér eftir.
Baldur Hermannsson, 1.1.2011 kl. 22:22
Ég er mest hræddur um að landvættirnir myndu reka landslýð á haf út og segja, "Landið er fagurt og frítt en fólkið er helvíti skítt", amen.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 23:58
Bárður, þessi hugsun hefur svo sem flögrað að manni.
Baldur Hermannsson, 2.1.2011 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.