Ærulausir blaðamenn eiga að fara

Stór hluti blaðamannastéttarinnar er ekkert annað en ærulausir leigupennar. Það sem gildir um stjórnmálamenn á einnig að gilda um blaðamenn. Stjórnmálamenn sem gerðust þý braskaranna verða að víkja af þingi - sú krafa hefur verið sett fram skýrt og skilmerkilega og henni verða allir að hlíta.

Og fjölmiðlamenn sem um árabil hafa stundað þá iðju að skeina Jóni Ásgeiri og öllu því forherta braskarastóði eiga einnig að víkja og finna sér annan starfa. Þessir fjölmiðlamenn lugu og blekktu þjóðina kerfisbundið, af eindregnum brotavilja, hvar sem þeir komu því við - á Stöð 2, Fréttablaðinu, DV og tímaritageri Jóns Ásgeirs.

Allir sem einn verða þessir menn að hverfa af íslenskum fjölmiðlum. Fyrr er ekki hægt að tala um hreingerningu í samfélaginu. 


mbl.is Fjórir skrifuðu undir reikningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Allir þessir miðlar sem þú nefnir, Baldur eru málsvarar ríkissjórnar Jóhönnu Sig. og stjórnarflokkanna. Farðu varlega drengur;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, sú málsvörn hefur stundum verið áberandi en alls ekki alltaf. Ég hygg að Ólafur Stephensen vilji hafa Fréttablaðið hlutlaust gagnvart flokkapólitík, en blaðið hefur auðvitað þá meginskyldu að hvítskúra Jón Ásgeir og allt hans slekti.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 15:41

3 identicon

Þetta kallast ekki frétt.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 15:42

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er það ekki JÁ þóknanlegt að styðja Jóhönnustjórnina lengur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

JÁ hlýtur að telja sér hagkvæmt að halda kerlingunni sem lengst í stjórnaráðinu. Það er bókstaflega glæpsamlegt hvernig hann fær að halda bæði auði og völdum eftir að hafa kafkeyrt gervallt samfélagið með sukki og óráðsíu. Enginn nema Jóka og Steingrímur hefði látið það líðast.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 15:53

6 Smámynd: Rannveig H

Í dag búum við það ofsalán að hafa rétt-trúaðan MBL ritstjóra, það bjargar því sem bjargað verður. Það ber að lúta höfði og þakka það.

Rannveig H, 27.4.2010 kl. 16:23

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mogginn á að vera hægri sinnað blað. Ég myndi ekki kaupa hann annars.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 16:35

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ljósið í svartnættinu er Mogginn. Lestu Staksteina í dag, Rannveig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 16:46

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, er Davíð kominn úr fríinu? Staksteinar í dag eru með fingraförum snillingsins.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 16:55

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig fellur framtíð leigupenna Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins sem nefnist Agnes Bragadóttir að boðskap þessarar færslu?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 18:06

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur, lífið er að verða eðilegt aftur. Ég sef betur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 18:34

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Agnes Bragadóttir er heiðvirður blaðamaður og hefur aldrei gerst skeinari braskaranna.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 18:37

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilegt að þú skulir segja þetta, Heimir. Ég hef einmitt sofið svo undur vel undanfarnar nætur.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 18:37

14 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég veit að Agnes er ekki skeinari braskaranna. Hún er skeinari Bláhersins og Moggans. Heiðvirð? Látum það liggja á milli hluta. Annars leiðinlegt að gerast gleðispillir í þessu eintali hægri elítunnar um eigið ágæti.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 18:45

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, Agnes varð manna fyrst til þess að gagnrýna einkavæðingu bankanna og hún gerði það tæpitungulaust. Hvers vegna hentar það ekki að minnast þess núna? Agnes er besti blaðamaður landsins og skeinir engum nema sjálfri sér.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 19:04

16 Smámynd: Björn Birgisson

Á yngri árum gaf ég út blað í 14 ár. Á þeim tíma fannst mér ég vera duglegasti og besti blaðamaður landsins, sem ég auðvitað var. Agnes hvað! Stundum var svo mikið að gera að maður var á ferðinni illa .......!

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 19:27

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit, á þeim árum var alsiða að blaðamenn væru illa ..... við störf sín, og á föstudögum síðdegis var öll blaðamannastéttin illa ...... . Þetta breyttist þegar Jónas fór á snúruna. Þá gerðu ritstjórar með sér samkomulag, bönnuðu ..... á vinnustaðnum og hættu að senda fréttamenn á blaðamannafund ef veitt var ..... Nú myndi engin blaðamaður láta sjá sig illa ..... við vinnu sína.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 19:33

18 Smámynd: Björn Birgisson

#16. Stundum var svo mikið að gera að maður var á ferðinni illa ........(skeindur!) Kom aldrei að sök!

Þú ert að tala um sítrónið þeirra Gunnars Birgissonar og Halldórs Jónssonar í Kópavogi, sem hélt þeim gangandi eins og blaðamönnunum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því var tekið að Moggablaðamennirnir drukku alltaf sömu sortina, enda máttu þeir bara hafa eina skoðun.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 19:47

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þannig, varstu með Bæjarins besta eða hvað það nú hét?

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 19:56

20 Smámynd: Björn Birgisson

Bæjarins besta lifir góðu lífi á Ísafirði, án minna afskipta, hvorki fyrr né síðar.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 20:02

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað hét þetta merka málgagn og hvernig var það?

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 20:04

22 Smámynd: Björn Birgisson

Það hét Bæjarbót og var gefið út í Grindavík 1982-1996. Lengst af mánaðarlega, en um skeið hálfs mánaðarlega. Frjálst og óháð blað, sem margir Grindvíkingar sakna enn þann dag í dag og hvetja mig á stundum til að taka upp þráðinn að nýju, sem ég nenni alls ekki, enda breyttir tímar.

Við vorum þrír sem stofnuðum blaðið, en ekki leið á löngu þar til ég hafði hrist hina tvo af mér og stóð lengst af einn að útgáfunni. Þetta var mjög spennandi verkefni og krefjandi. Ég gerði allt. Skrifaði 80% af textanum (alltaf kom eitthvað aðsent), tók allar myndir, braut blaðið um í Makka, safnaði öllum auglýsingum, hannaði þær líka, rukkaði fyrir þær og eyddi svo öllum hagnaðinum í vitleysu!

Skrítið nafn á blaði?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 20:22

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtileg framtakssemi hjá þér og vafalaust hefur þetta verið frábær tími. Gastu nokkuð unnið með þessu?

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 20:27

24 Smámynd: Björn Birgisson

Ósköp lítið. Var bara kennari í fullu starfi, með umboð fyrir Flugleiðir og Úrval, ásamt fleiri ferðaaðilum og Tryggingamiðstöðina.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 20:31

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Synd að þú skyldir búa á Íslandi og vera krati. Í Bandaríkjunum hefðir þú verið dæmigerður Democrat, í Evrópu Liberal. Hér á Íslandi var engin stjórnmálahreyfing fyrir menn eins og þig. Þá taka menn það sem þeir fengu með hafragrautnum heima hjá sér í bernsku.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 20:35

26 Smámynd: Björn Birgisson

Sólarhringurinn á Íslandi er svo langur frá vordögum og fram á haust, og ekki er ástæða til að sofa á meðan bjart er, þegar lífsneistinn og örendið í hjartanu blómstrar og atorkan er ómæld til vinnu og ásta.

Þegar rökkvar og húmar að hausti leggjast birnir á norðurhjara í hýði sitt til hvíldar. Sumir, þessir stóru og þunglamalegu.

Hinir fara á pöbbann, ekki til þess að sofna, sem kemur þó fyrir.

Hafragraut hef ég aldrei getað borðað.

"Synd að þú skyldir búa á Íslandi og vera krati."

Ég hef bara eitt atkvæði, svo hafðu engar áhyggjur minn kæri!

Hvergi vildi ég búa annars staðar en á Íslandi. 

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 21:20

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Klaufalega orðað hjá mér, afsakaðu. Hugsunin var sú að erlendis eru skilgreinir "liberals", frjálslyndir menn, og það er einmitt svo dæmigert að finna þá í svona störfum eins og þú lýsir og oft eru þetta framtakssamir, menntaðir einyrkjar. Hér á Íslandi er eiginlega ekki til neinn kjörflokkur fyrir slíka menn, og það eru auðvitað örlög verri en dauðinn að vera vinstri maður.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 21:24

28 Smámynd: Björn Birgisson

"........ dæmigert að finna þá í svona störfum eins og þú lýsir og oft eru þetta framtakssamir, menntaðir einyrkjar."

Oft er sagt að menntun sé góð, sem hún auðvitað er. Hefur þú, minn kæri, hugleitt þá staðreynd að því hærra sem menntunarstig einstaklings hérlendis er, þeim mun minni líkur eru á að sá hinn sami stofni til fyrirtækis með þeirri áhættu sem því fylgir?

Á ég að nefna nöfn? Þegar bakaradrengurinn frá Ísafirði hætti að nærast á brauðinu hans föður síns, lagðist hann upp í hlýja jötuna og er þar enn. Jórtrandi, þjóð sinni til skammar og umheiminum til athlægis. Nei, best að nefna ekki nöfn!

Staðreyndin er þessi: Með aukinni menntun gerast líkurnar meiri á að einstaklingurinn leiti upp í jötuna góðu, sem alltaf er full af fóðri frá öðrum. Alltaf er betra að jórtra á annarra fóðri en hugsa sjálfstætt og skapa sitt eigið fóður.

Allir helstu frumkvöðlar í atvinnulífi fyrir vestan í gamla daga og í Grindavík, þar sem ég þekki til, eru hetjur með saltblandað blóð í æðum, litla menntun, en endalausa þörf fyrir að sjá sér og sínum farborða og skapa vinnu fyrir sveitungana í leiðinni.

Þar fara hetjur Íslands.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 22:21

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli þetta sé ekki best svona hvað með öðru. Annars man ég eftir því að góðkunningi minn sagði mér fyrir langa löngu að menntaðir menn, til dæmis verkfræðingar, færu yfirleitt ekki út í sjálfstæðan rekstur vegna þess að þeir væru nógu menntaðir til að skilja að það væri vita vonlaust - það þyrfti lítt menntaðan grjótpál til að ráðast í að stofna fyrirtæki og berjast með það í fanginu gegnum fárviðrin.

*

Ég held samt að þetta hafi breyst. Verkfræðingar hafa verið duglegir að stofa fyrirtæki og mörg þeirra hafa sem betur fer náð að dafna.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 22:31

30 Smámynd: Björn Birgisson

Hefur ekki Halldór Jónsson gert það gott hjá Kópavogsbæ? Fréttirnar segja það. Það er svo gott að búa í Kópavogi! Ekki hillir undir verri tíma í þeim bæ með fjármálasnillinginn Ármann Kr. Ólafsson í fararbroddi Bláhersins.

Mundu bara þetta: Ef sjávarútvegurinn er undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar, þá var hann ekki byggður upp af stórmenntuðum einstaklingum. Hann var byggður upp af stórhuga einstaklingum, með saltblandað blóð í æðum.

Svo var hann eyðilagður af heimskum fjármálaspekúlöntum og spilltum stjórnmálamönnum af hægri væng stjórnmálanna.

Árni Gunnarsson, ertu þarna?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 22:51

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég ætla rétt að vona að Halldór Jónsson, sá góði drengur, hafi það gott, hvar sem hann er niður kominn á jarðkringlunni.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 23:40

32 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þegar Sigmundur Ernir hætti á Stöð2 sagðist hann vera nú "frjáls undan oki auðjöfranna". Segir það ekki eitthvað. Svo gerðist hann þingmaður og hefur ekki mér vitanlega haft hátt um gagnrýni á sinn fyrri vinnuveitanda. Sjáið til. Þetta er bara eitt dæmi.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 23:49

33 Smámynd: Björn Birgisson

Muggi, hvað viltu að Sigmundur Ernir segi umfram það sem hann sagði?

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 00:04

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann á vitaskuld að drekka sig haugafullan, hnita hringa með hægri hendi og segja allan sannleikann um okið sem hann bjó undir um langt árbil og hvernig það lýsti sér.

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 00:11

35 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, ég var að spyrja Mugga vin okkar. En takk fyrir tilburðina!

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 00:22

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

:)

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 00:23

37 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Fyrst minnst er á Sigmund Erni og fjölmiðlamenn þá er skylt að benda á þetta (smellið á tengil):

http://magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/1038529/

Magnús Þór Hafsteinsson, 28.4.2010 kl. 14:07

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, þetta blogg Magnúsar um Sigmund Erni er klassískt.

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 14:16

39 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Hafið þið tekið eftir því hve lítið fer fyrir honum og fjölmörgum öðrum þingmönnum þessa dagana? Af hverju skyldi það nú vera?

Magnús Þór Hafsteinsson, 28.4.2010 kl. 16:30

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Golfvellirnir opna flestir núna í byrjun maí og þá verður Sigmundur Ernir aftur sýnilegur.

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 16:33

41 Smámynd: Björn Birgisson

Það er mér algjörlega hulin ráðgáta til hvers Sigmundur Ernir er á þingi. Þá sjaldan ég hef séð til hans í púlti, er hann eins og arfaslakur leikari að leika lélegan þingmann.

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 19:41

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Væri ekki nær að spyrja hvað þið vinstri menn voruð að hugsa þegar þið kusuð hann? Það er alveg hægt að skilja afstöðu Sigmundar - búinn að missa þrælsembættið hjá Jóni Ásgeiri og vantaði starf.

*

Sigmundur Ernir er að vísu glær í gegn en þó ekki verstur vinstri manna. Hin dapurlega staðreynd er einfaldlega sú að Samfylkingin er ekki stjórntæk vegna þess hvað áhöfnin er léleg.

*

Eitthvað hlýtur flokkurinn að gera í næstu kosningum. Varla viljið þið kommarnir hafa ástandið svona. Stalín hefði látið hengja ykkur alla.

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 20:03

43 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vinna óskast sem leigupenni. Tek hæsta tilboði í að þvæla og rugla í fólki á bloggi, blöðum og í sjónvarpsumræðum. Vinsamlegast sendið allar upplýsingar um málstað, hvern á að styðja og á móti hverjum á að tala eða skrifa. Málefnið skiptir engu máli. Má vera um pólitík, trúarbrögð, eða sekt eða sakleysi hjá hverjum sem er. Venjuleg rök eru ódýrust, að blanda hálfsannleika og sannleika saman, og færa það fram sem hinn eina sanna sannleika er á mínutugjaldi, enn að staðhæfa hreinan uppspuna og fá fólk til að trúa því er á sérgjaldi og prósentum af fjárhagslegum ávinnig. Vanir menn. Geymið auglýsingunna....

Óskar Arnórsson, 28.4.2010 kl. 20:23

44 Smámynd: Björn Birgisson

"Hin dapurlega staðreynd er einfaldlega sú að Samfylkingin er ekki stjórntæk vegna þess hvað áhöfnin er léleg."

Gildir líka um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Því miður.

Ég hef aldrei kosið Sigmund Erni til nokkurs hlutar.

Eitthvað hlýtur flokkurinn að gera í næstu kosningum. Varla viljið þið sjallarnir hafa ástandið svona. Hitler hefði látið hengja ykkur alla.

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 20:29

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli hann hefði nú ekki notað gasklefana, bölvaður melurinn. En áhöfn Sjálfstæðisflokksins er slæm af öðrum ástæðum......

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 21:22

46 Smámynd: Björn Birgisson

..... sem eru? Varla ferðu að bera við fégræðgi og spillingu.

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 21:37

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef Ísland á einhvern tíma að komast út úr skugga bankakreppunnar verðum við að byrja með hreint borð. Ég er ekkert endilega að væna menn um spillingu eða fégræðgi. Menn geta haft margt sér til ágætis en verið óheppilegur kostur í pólitík.

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 21:39

48 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er rétt hjá Baldi. Íhaldið verður að skipta um áhöfn á skútunni. Samfylkingin reyndar líka.

Magnús Þór Hafsteinsson, 28.4.2010 kl. 21:57

49 Smámynd: Björn Birgisson

Svar Baldurs er loðið og bendir til þess að hann sé í, eða að fara í pólitík sjálfur. Magnús, rétt er það að skipta þarf um fólk í brúnni og svo mun verða gert við fyrsta tækifæri. Það er borðliggjandi. Farðu varlega í gælum þínum við Baldur. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Gefðu honum reglulega gott drag í afturendann og klappaðu síðan á vanga hans með fölskum iðrunarsvip. Þá finnst honum þú flottur. Honum leiðist öll ládeyða. Ég er margoft búinn að sparka í hann og hann í mig og núorðið finnst okkur finnst okkur það bara gaman. Gættu þín á karlinum, sem mærir þig nú til þingmennsku á nýjan leik. Hann mun aldrei kjósa þig.

Björn Birgisson, 28.4.2010 kl. 22:25

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe það er nú ekki auðvelt verk að kjósa mann sem er ekki í framboði. Ég styð öll framboð sem eru hægra megin við miðju og vinna gegn vinstri landfarssóttinni. Hins vegar get ég aðeins kosið einn flokk í kjörklefanum og reikna með að það verði Sjálfstæðisflokkurinn. Ég er þó ekki kvæntur honum og hika ekki við að krossa við annan flokk ef ég tel það farsælla fyrir þjóðina, enda hef ég gert það áður með gullfallegri samvisku.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 09:47

51 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég er ekki í framboði og ekki í neinum flokk. Enginn þeirra sem nú eru á sviðinu hugnast mér eins og málin standa í dag. Það þarf að stofna nýjan flokk hér á landi en ég geri það ekki einn. En með góðum kjarna af harðsnúnu liði þá væri það alveg hægt og gæti meira að segja orðið mjög gaman.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.4.2010 kl. 10:59

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er full þörf á nýjum alvöru stjórnmálaflokki og frekar tveim en einum. Þú ert ábyggilega maður til þess að standa í slíkum þjóðþrifaverkum, vel menntaður, lífsreyndur, harðduglegur og á allra besta aldri. Harður slagur í baráttupólitík hentar ekki reynslulausum mélkisum. Við Bjössi í Neðstakaupstað munum fylgjast með þér og minnast þín í bænum okkar.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 11:23

53 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Takk fyrir það Baldur. Þá er bara að setjast niður og semja stefnuskrá og fara svo af stað. Einhver verður víst að taka frumkvæðið.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.4.2010 kl. 16:32

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir segja það sem stunda kapphlaup með sleðahunda, að forystuhundurinn skipti mestu máli!

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 16:36

55 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús, ein tillaga fyrir stefnuskrá nýja flokksins.

A) Stefnt skal að stórlækkuðu verði á rauðvíni til þeirra sem eru 55 ára og eldri, enda sannað að það hjálpar til við blóðrásar líffærin og dregur þannig úr sjúkdómahættu.

B) Til að mæta tekjutapi vegna liðs A skal stefnt að því að þrefalda virðisaukaskatt á gosdrykkjum og snakki, með sérstöku aukaálagi á Pepsí Max og Maarud snakk.

Svo þarf auðvitað eitthvað að minnast á kvótamálin, kjördæmamál og fleira, en það skiptir miklu minna máli.

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 17:42

56 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús, önnur tillaga. Ekkert vera að minnast á kristilegt lýðræði í nýju stefnuskránni. Prestastefnan var að sturta því niður og hefur þvegið hendur sínar af því upp úr köldu vígðu vatni. Amen.

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 17:54

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe gamli hundur, ég læt eins og ég sjái ekki # 55, B-lið. En fyrst þú nefnir stefnuskrá - það er ansi mikilvægt plagg og kannski sérstaklega fyrir nýja flokka. Það verður gaman að sjá hvað Magnús gerir í þeim efnum. Vona bara að hann sníði ekki flokknum sínum of þröngan stakk eins og raunin varð með Frjálslynda flokkinn.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 18:06

58 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, í hvaða kjördæmi býr Magnús, sem greinilega er að verða nýjasta Idolið þitt? Nær væri kannski að spyrja hann beint, en kannski er hann orðinn þreyttur á þér og síðunni þinni afhuga, sem mér finnst reyndar ólíklegt. Nú eða svo upptekinn við skriftir að enginn tími gefst til að sinna okkur smáfuglunum!

Talandi um stefnuskrár. Þær eiga að vera stuttar og hnitmiðaðar og taka á fáum meginmálum og kjörnir fulltrúar fylgja þeim síðan eftir af festu. Stefnuskrár mega ekki þykjast hafa skoðun eða lausnir á öllum málum. Stefnuskrár mega aldrei múlbinda fulltrúa sína, nema að vissu lágmarki. Vissu lágmarki, sjáðu. Frelsi kjörinna fulltrúa verður að vera meira en frelsi kvæntra manna til að fara á kvennafar. Og omvent auðvitað, segir jafnaðarmaðurinn!

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 18:33

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, Magnús er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á grásleppu og hákarli og veiðir hval á sumrum. Ég er ánægður með strákfjandann, þetta er hress gaur og tæpitungulaus.

*

Frjálslyndi flokkurinn var því miður stofnaður á sínum tíma utan um beiskju eins manns og galt þess alla tíð. Hann lagði að mínum dómi ofuráherslu á eitt mál - kvótamálið - og galt einnig fyrir það. En sennilega hefur þessi flokkur haft ýmislegt nýtilegt til málanna að leggja þótt ekki hlyti hann náð fyrir augliti kjósenda.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 18:50

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, hvers vegna ferðu ekki á síðuna hans....hann er með marga áhugaverða pistla sem eru skyldulesning, einkum fyrir þá sem hafa áhuga á sjávarútvegi.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 18:51

61 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Öllum velkomið að kíkja á mig. Ég er á www.magnsuthor.blog.is - heimasíðan mín er á www.magnusthor.is og svo er maður líka á Facebook og Twitter.

Magnús Þór Hafsteinsson, 30.4.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 340462

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband