Hamingjudagur blaðamennskunnar

Þetta er hárrétt ákvörðun hjá Þóru - fyrsta rétta ákvörðun hennar í langan tíma. Ég fylgdist oft með fréttum hennar hér áður fyrr og blöskraði hve lélegur fréttamaður hún var, ónákvæm, hlutdræg, ófyrirleitin og oftsinnis skorti hana greinilega skilning á því sem hún fjallaði um.

Blaðamennska er skemmtilegur starfsvettvangur fyrir gáfað, glaðsinna fólk sem hefur yndi af því að koma víða við og setja sig inn í  fjölbreytilega málaflokka. Blaðamenn og allir sem á fjölmiðlun starfa hafa í rauninni geysileg völd, því þeim er í lófa lagið að stýra umræðu samfélagsins og setja á hana litblæ sinn.

Þess vegna er lífsnauðsyn að í þetta starf veljist gott fólk og heiðarlegt. Íslendingar vilja hreinsa til í pólitíkinni en það er jafn brýnt að hreinsa til í blaðamennskunni. Óheiðarlegt fólk sem tottað hefur Bónus-spenann og glatað þannig starfsærunni verður að fara og finna sér annan vettvang.

Ég óska íslenskum blaðamönnum til hamingju með daginn. 


mbl.is Þóra Kristín hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þóra Kristín er með þeim öflugustu,fréttamönnum sem þjóðin á.Þóra þorir að segja hlutina einsog þeir eru,og hingað til hefur hún ekki látið neinn ritstýra sinni sannfæringu.

Númi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 11:49

2 identicon

Sammála Núma.

Það er sorglegt að hver sem er geti bloggað einhvern skítleik inn á opinberar vefsíður eins og þessi bloggari virðist gera. Í guðanna bænum reyndu að grafa upp einhverjar heilasellur áður en þú lætur svona færslur frá þér.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:05

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einræðis- og ritskoðunarárátta Ragnheiðar skín af hverju orði. Þarna sér maður hyskið hennar Þóru.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 12:08

4 identicon

Þú verður að fyrirgefa, en hvernig í ósköpunum lastu einhverja einræðistilburði út úr þessari einföldu bón minni um að þú talaðir eins og þú hefðir einhverja greindarvísitölu?

Þú kallaðir Þóru Kristínu óheiðarlega manneskju sem tottað hefði bónusspenann. Mér fannst það frámunalega heimskulegt og sagði það. Þú verður þá bara að sýna svipaða ritstjórnartilburði og blokka komment ef þér líkar það ekki.

Ég vil frekar vera hluti af hyski Þóru Kristínar en þínu hyski. Sorrí.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:28

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú já, það er þá svona - þú ert læs en hefur ekki greindarvítölu sauðkindar, Ragnheiður. Ég hef aldrei kallað Þóru Kristínu óheiðarlega og ég hef aldrei sagt að hún hafi tottað Bónus-spenann. Þú slærð saman tveim mismunandi klausum og býrð til úr þeim eina. Það slær greinilega öllu saman í heilanum á þér. Mikill bjáni ertu, vesalings kona.

En ég vil ítreka: krafa dagsins er sú að hreinsað verði til í stjórnmálunum. En fjölmiðlar eru réttilega kallaðir 4. valdið og það þarf líka að hreinsa til þar. Og svo þyrfti líka að hreinsa rækilega til í heilanum á þessari Ragnheiði en það er önnur saga.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 14:42

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hér kemur frásögn af heiðarlegri blaðakonu og vægast sagt umdeilanlegri ritstjórnarstefnu, sem ekki er fjölmiðlun í landinu til framdráttar á nokkurn hátt. Tekið af Vísi.

"Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins.

„Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna"."

Vísir.is er með meira um málið.

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 14:54

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er með ólíkindum að stelpan hafi hætt vegna einnar fyrirsagnar sem þar að auki er augljóslega skynsamleg og rétt. Eitthvað fleira hlýtur að hanga á spýtunni. Mogginn hefur nú vikum saman fjallað um efni skýrslunnar, þar á meðal stjórnmálamanna og embættismanna. Ég er hæstánægður með frammistöðu Moggans og borga mánaðargjaldið glaður í bragði. Svona eiga dagblöð að vera.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 15:06

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Ok sem konungr fann, at honum þótti milils um vert, mælti hann: "Litlu verðr Vöggr feginn."

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 15:24

9 identicon

Ja hérna, hitti ég á auman blett með því að minnast á greindarvísitölu þína? Aumingja kallinn!

Svona til að útskýra betur fyrir þá greindarskertu hérna:

Fréttin, sem þú hengir þessa sorglegu afsökun fyrir bloggfærslu á, fjallar um Þóru Kristínu. Í færslunni talarðu (eftir að hafa rægt Þóru) um blaðamenn sem totta bónusspenann eins og þú orðar það svo smekklega. Er ekki eðlilegt að draga þá ályktun að þú sért aftur að tala um Þóru Kristínu?

Það er gott að þú ert ánægður með moggann. Einhvers staðar verða undirlægjur Skrímsladeildarinnar að fá sinn daglega skammt.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:24

10 Smámynd: Björn Birgisson

Það er afskaplega dapurlegt að fylgjast með vel greindu og vel gefnu fólki ásaka hvert annað um lága greindarvísitölu. Hvað sagði ekki skáldið: Örlítið hærra plan, takk!

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 15:32

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skammastu þín Ragnheiður, ég er að tala um blaðamennsku almennt. Ég hef engan áhuga á þessari Þóru fyrir utan það sem ég hef þegar skrifað og það segir sína sögu að blaðamenn skuli losa sig við hana úr formannsembættinu. Hún er búin að verða stéttinni margsinnis til háborinnar skammar og blaðamenn vita að þeir þurfa að endurreisa virðingu sína.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 16:18

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gat nú verið að lordinn í Neðstakaupstað sæi færi til að líkja sjálfum sér við Nóbelsskáldið.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 16:19

13 Smámynd: Björn Birgisson

Margt fólk fylgir eftirfarandi lífsreglu: Getir þú ekki sagt neitt gott um einhvern mann, þá lát oss heyra það strax!

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 16:27

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get sagt margt gott um þig þannig að ég gleymi þessari reglu eins og skot.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 16:31

15 identicon

Skammast mín fyrir hvað? Að lesa fréttir og bloggfærslur þeim tengdar? Að reyna að skilja af hverju fullorðnir menn stunda heimskuleg skrif á netinu? Að kommenta á fyrrnefnd skrif? Ég sé ekkert skammarvert í neinu af þessu. Ég benti einfaldlega á að það sem þú skrifaðir væri beinlínis rangt og að svona rógsskrif væru heimskuleg og ættu ekki rétt á sér. Þú ættir frekar að skammast þín fyrir að tala illa um fólk sem ekki er hér til að svara fyrir sig. Ég leyfi mér að efast um að þú myndir segja það sem þú sagðir um Þóru Kristínu upp í opið geðið á henni.

Ég biðst forláts ef þér eða fleirum blöskrar svona,  Björn.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:32

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Meira hvað ein kerling getur þvaðrað. Þú átt að hundskammast þín fyrir útúrsnúninga, lygar og rangfærslur. Þú ættir líka að koma fram undir fullu nafni fyrst þú ert að ausa úr þér óhróðrinum í stað þess að vega úr launsátri. Og það sem ég hef nú sagt um Þóru hef ég allt sagt áður. Það er mikil landhreinsun að þeim kvenmanni.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 16:39

17 identicon

Úff. Er ég að vega eitthvað sérstaklega að þér? Er eitthvað rangt við það sem ég hef sagt hér?

Ert þú ekki höfundur þessarar færslu sem nefnir Þóru Kristínu á nafn? Talar færslan ekki um hana sem m.a ófyrileitna, lélegan fréttamann, hlutdræga og fleira? Hefurðu eitthvað á bak við þessar fullyrðingar? Talaðir þú ekki í næstu málsgrein um blaðamenn sem tottað hafa bónusspenann (sama hvort þú meintir Þóru eða aðra)?

Þú mátt röfla eins og þú vilt um mig; kalla mig bjána og kerlingu, segja að það þurfi að hreinsa til í hausnum hjá mér og fleira til. Það lýsir best þínu eigin innræti og breytir því ekki að þú hefur ekkert málefnalegt að leggja til.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:51

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þvert á móti, ef þú værir ekki svona vitlaus hefðirðu tekið eftir því að ég tók sérstaklega fram, að ég hef fylgst með fréttum Þóru og dreg ályktun mína af þeim. Til dæmis man ég eftir sjónvarpsþætti þar sem hún og annar fréttamaður ræddu um tiltekið málefni; Þóra fór rangt með, annaðhvort sneri hún vísvitandi út úr eða þá að hún skildi ekki málavexti; þegar hinn fréttamaðurinn leiðrétti hana og benti á staðreyndirnar hefði Þóra átt að samþykkja leiðréttinguna og jafnvel biðjast forláts, en mér er enn í minni af hvílíku steigurlæti hún tuddaðist áfram og hunsaði algerlega réttmæta ábendingu. Þóra hafði nákvæmlega engan áhuga á staðreyndum og sanngirni, hún vildi bara róta í málum eins og mannýgur tarfur.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 17:18

19 identicon

Vert að rifja það upp að Þóra Kristín líkti eitt sinn forsætisráðherra Íslands við hund í frétt hér á mbl.is og hefur það eflaust kætt Núma og Ragnheiði óskaplega, á meðan siðuðu fólki blöskraði.

HB (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:29

20 identicon

Það er skondið að ég hafi allt aðra mynd af títtræddri blaðakonu en þú.

Mér finnst Þóra Krístin vera skemmtileg, heiðarleg og réttsýn í fréttaflutningi sínum og fleiri virðast vera sammála mér í því þar sem hún hefur hlotið verðlaun fyrir fréttir sínar.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:40

21 identicon

Nei hættið þið nú alveg! Líkti forsætisráðherra við hund?

Þú meinar væntanlega að hún sagði frá því að blindrahundur hefði fylgt alþingismanni einum inn á þing. Í sömu frétt var minnst á Geir H. Haarde í allt öðru samhengi.

Einhver þarf að rifja upp ísl103 og lexíuna um hvað líking er.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:43

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

HB, já þetta dæmi sýnir í hnotskurn innræti hennar. Það var alveg óhjákvæmilegt fyrir blaðamenn að fleygja henni fyrir borð. Þeir eiga mikið verk fyrir höndum til þess að laga æru stéttarinnar og þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum. En ég hef trú á blaðamönnum. Í þeim hópi er margt vel gefið, skemmtilegt fólk og ég vona að þeim gangi vel að taka til hjá sér.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 18:01

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnheiður, það er engin furða þótt þér falli vel við Þóru því þið eruð nákvæmlega eins, sama ruglið á ykkur báðum og sami tranturinn.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 18:02

24 identicon

Takk fyrir hrósið :)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 20:55

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekkert að þakka, Ragnheiður. Þú ert velkomin hingað á síðuna hvenær sem er til þess að læra guðsorð og góða siði. Þú hefur augsýnilega farið á mis við tilsögn í mannasiðum þegar þú varst ung og einhvern veginn hefur líf þitt æxlast þannig að þér hefur ekki fundist ómaksins vert að temja þér réttsýni og hófstillingu í samskiptum við annað fólk. Ég er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til þess að kenna þér fágun og háttvísi, því einhver verður að taka að sér það erfiða hlutverk að ala upp skrílinn.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 21:14

26 identicon

Ragnheiður,þú stendur þig vel. Baldur þú ert nú meiri steypustjórinn,eða það eru menn kallaðir í minni sveit,er hringsnúast í hringi líkt og þú gerir nánast í hverri færslu er þú ritar,,,,en það er þrælgaman að þér,svona fýri  er nauðsynlegur og gaman að hafa þig á blogginu.

Númi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:32

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Númi og sömuleiðis, það verða alltaf sprellfjörugar samræður þegar þú guðar á gluggann til að rífa kjaft.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband