Pólitískur rétttrúnaður

Svona virkar hinn pólitíski rétttrúnaður. Bráðum rennur sá dapurlegi dagur að manni leyfist ekki einu sinni að halla orði á KR-inga. Þetta er einfaldlega alltof langt gengið. Mannkynið þarf einhvern veginn að vinda ofan af þessari flækju.

Hitt finnst mér þó merkilegra sem fram kemur í fréttinni, að Verkamannaflokkurinn ætlar að banna manninum að bjóða sig fram í nafni hans. Hvað sem mönnum kann að finnast um pólitískan rétttrúnað, er þetta mikilvægt atriði og þetta þyrftu íslenskir stjórnmálaflokkar að taka upp hið snarasta.

Fram til þessa hafa prófkjörsmaskínurnar ráðið öllu um framboðslista flokkanna. Það er ill ráðstöfun og er án efa stærsta orsök þeirrar úrkynjunar sem orðið hefur á Alþingi. Flokkarnir verða að skapa sér reglur og skilmála, vísa á dyr einstaklingum sem smána flokkinn og stefnu hans, og laða til sín á listana betri frambjóðendur.


mbl.is Kynlífsgort kom frambjóðanda í koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að allir geti tekið heils hugar undir þetta. Síðasta málsgreinin segir allt sem segja þarf.

Finnur Bárðarson, 26.4.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Rannveig H

Mér finnst nú allt í lagi að halla á KR inga. Það er vonandi að flokkum takist að siðvæða sig, á það ekki að heita umbótanefnd hjá SF og siðanefnd hjá Framsókn. Ekki veit ég hvað Sjálfstæðisflokkur ætlar að gera,kannski telja þeir sig ekkert þurfa að gera. Það er mesta sjokkið hvað stjórnmálamenn eru í bullandi afneitun á að allt sukkið og ekki skemmir það fyrir þeim að eiga góða að til að taka undir og verja ósóman.

Rannveig H, 26.4.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Promotor Fidei

Þá vantreysti ég einmitt frekar þeim stjórnmálamanni sem ekki er hægt að finna neitt á.

Maður sem hefur lifað alla sína ævi án þess að stíga eitt einasta feilspor, að því er virðist -hefur örugglega óhreinasta mjölið í pokahorninu.

Promotor Fidei, 26.4.2010 kl. 16:20

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta eru nú engin feilspor Fidel, þetta eru heljarstökk.

Finnur Bárðarson, 26.4.2010 kl. 16:30

5 Smámynd: Björn Birgisson

Alveg er ég viss um að prófkjörin, með öllum sínum kostnaði og baráttu við eigin flokksbræður og systur, fæla margan góðan kandidatinn frá þátttöku. Þá situr hratið eitt eftir og þjóðin situr uppi með það.

Björn Birgisson, 26.4.2010 kl. 17:02

6 identicon

Það er nú lítið mál þetta sem hann sagði með blelssuðu  konuna, en að þú getir svo mikið sem hugsað um að halla orði á KR inga er nánast guðlast.  Ég vona að þú ratir aftur á réttu brautina.

ÁFRAM KR........!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 17:08

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvers eigum vér KR-ingar að gjalda?

Ragnhildur Kolka, 26.4.2010 kl. 19:19

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Langt og ægilegt er syndaregistur KR-inga og verstir eru ótal sigrar þeirra gegn liðinu hans séra Friðriks. Forsetinn er ekki lengur sameiningartákn Íslendinga - en við sameinumst gegn KR.

Baldur Hermannsson, 26.4.2010 kl. 22:52

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Promotor Fidei, ég býst við því að allflestir séu þér sammála, en það verður að vera hóf í þessu eins og öðru.

Baldur Hermannsson, 26.4.2010 kl. 22:53

10 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn; - Alþingi hefur aldrei í lýðveldissögunni verið jafn illa skipað og nú.

Kosningar í haust, og ekki seinna en á aðventu!

Magnús Þór Hafsteinsson, 27.4.2010 kl. 00:10

11 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús, varst þú þar til punts um stundarsakir, svona myndarlegur maðurinn, eða til einhvers gagns? Bætti nærvera þín Alþingi okkar Íslendinga? Hverjir eiga að vera þar í stað þeirra sem verma stólana nú?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 00:17

12 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Björn, það verða nú kannski svo sem aðrir að dæma um framistöðu mína þau fjögur ár sem ég sat á þingi.

En ég reyndi hvað ég gat að vera virkur í andófinu gagnvart þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og benti á margt sem betur mátti fara bæði í ræðum, ótal greinum og bloggfærslum og annars staðar á opinberum vettvangi. Ég var mjög virkur á þingi og annars staðar. Þetta er allt til á netinu.

Kannski breytti það ekki miklu, enda var það þannig að meirihlutinn á þingi hlustaði bara ekki á minnihlutann í neinum málum, heldu keyrðu bara áfram eftir sinni línu. Sjálfsagt hefði mér orðið meira áorkað ef ég hefði verið í flokki sem hefði átt aðild að ríkisstjórn. Það segir sig sjálft. En ég reyndi allavega að sporna gegn með ýmsum hætti, er með þokkalega hreina samvisku á eftir. Ég þáði enga styrki og umgekkst ekki það lið sem steypti landinu í glötun, en aflaði mér dýrmætrar reynslu og þekkingar.

Ég tel hiklaust að ég eigi erindi aftur í stjórnmálin og þess vegna inn á þing og þá í stað einhverra þeirra sem þar sitja. Það er augljóst.

Koma tímar, koma ráð í þeim efnum. 

Magnús Þór Hafsteinsson, 27.4.2010 kl. 09:16

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú staðreynd held ég að þingmönnum í stjórnarandstöðu gangi erfiðlega að gera almennilega vart við sig, oft eru þeir með góðar hugmyndir en eins og Magnús segir, þá hlustar enginn. Það er helst að flokksformenn og formenn þingflokka fái að láta ljós sitt skína. Ég man eftir nokkrum málum sem þú varst með Magnús, og þínir menn, og það var margt til í þeim - þið til dæmis vöruðuð við óheftum innflutningi útlends vinnuafls og það hefur því miður sannast að ykkar ábendingar voru þarfar, þótt ekki væru þær virtar sem skyldi.

Að mínum dómi átt þú mikið erindi á Alþingi, Magnús, og vonandi finnur þú einhverja táfestu í þeim efnum innan tíðar. Bíddu samt ekki of lengi, góðurinn!

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 10:11

14 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús, þakka svarið. Þá er það flokkurinn. Þú sast á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn, en framtíð hans er mjög óljós og kannski engin. Á hvaða mið gætir þú hugsað þér að róa?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 10:46

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, meðan Magnús hugsar sig um dettur mér í hug að bæta við athugasemd þína lítilsháttar - hefur ekki Borgarahreyfingin sýnt og sannað að með tilkomu internetsins er miklu handhægara og ódýrara en áður að stofna nýjan stjórnnmálaflokk og koma honum inn á Alþingi?

Borgarahreyfingin kostaði litlu til en náði inn 4 mönnum. Þeir unnu mest á facebook og blogginu. Svona til umhugsunar.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 11:15

16 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér. Netið og Fésið fela í sér ótrúlega möguleika, en á hinn bóginn má spyrja: Verður það þjóðinni til gagns ef upp spretta fjölmargir (nokkrir) örflokkar?

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 11:26

17 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Frjálslyndi flokkurinn er búinn að vera. Sjálfur er ég landlaus í pólitík, hef mínar skoðanir en á ekki heima í neinum flokk.

Magnús Þór Hafsteinsson, 27.4.2010 kl. 11:39

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, mér finnst tvö jafn rétthá sjónarmið togast á. Það er út af fyrir sig lýðræðislegt að leyfa fleiri röddum að hljóma á Alþingi og Dönum hefur svo sem vegnað ágætlega með sína mörgu stjórnmálaflokka.

En mér finnst spor örflokkanna hræða. Kvennalisti, Þjóðvarnarflokkur, Borgaraflokkur, Bandalag Jafnaðarmanna, Frjálslyndir vinstri menn, Frjálslyndi flokkurinn, Borgarahreyfingin - svo nokkrir séu nefndir - hvaða gagn höfðu Íslendingar af þessum flokkum?

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 12:08

19 Smámynd: Björn Birgisson

Því fleiri flokkar sem eiga fulltrúa á þingi, þeim mun meiri eru líkur á minnihlutastjórnum. Margir telja það af hinu góða, því þá getur enginn meirihluti verið að búllíast eins og honum sýnist hverju sinni sbr. feigðarflan Svavars nefndarinnar til London, sælla minninga. Menn verða þá að semja um málin, sem kann að vera seinvirkt, en margir telja það lýðræðislegra.

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 14:29

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þá þurfa menn sennilega að hafa þinghefðir í samræmi við fyrirkomulagið. Hvað gæti minnihlutastjórn á Íslandi setið lengi? Þangað til það hentaði einum stjórnarandstöðuflokknum að hleypa öllu í bál og brand. Kannski hefur danska fyrirkomulagið alið af sér ábyrgari stjórnmálamenn.

Baldur Hermannsson, 27.4.2010 kl. 14:55

21 Smámynd: Björn Birgisson

Drengur! 13 holur í gær, 27 punktar, 6 pör, enginn fugl. Vetrarflatir ennþá. Sumarflatir í næstu viku.

Björn Birgisson, 29.4.2010 kl. 11:47

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

6 pör á 13 holum er hörkufínn árangur, til hamingju með þetta. Nú fer lífshamingjan að brosa við oss golfurum!

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband