Færsluflokkur: Dægurmál

Lærði hann píkupukrið af Jóhönnu?

Jóhanna og Steingrímur eru eins og unglingspíkur sem eru að pukrast með litlu sætu leyndarmálin sín og enginn má heyra. Þau pukruðust með Icesave og ætluðu að láta Alþingi samþykkja upphaflega samninginn með öllum sínum göllum. Þau pukrast með tölvuskeyti og láta ekkert uppskátt um samræður við útlendinga. Þetta er fólkið sem sór við sinn magra orðstír fyrir kosningar að nú yrði allt uppi á borðinu og "hverjum steini flett", eins og einn samfylkingarbjálfinn komst að orði.

Kjósendur Steingríms og Jóhönnu eru þeim fjúkandi reiðir vegna margháttaðra kosningasvika, en Gordon Brown hyggur að öllu og lærir af þeim pukrið.


mbl.is „Kafka" í breska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna rífur kjaft í stað þess að fara

Jóihanna rífur kjaft við Framsóknardrengi meðan allt er í hers höndum á Alþingi. Henni væri nær að fara því hún ræður ekki við starfið. Þessi ríkisstjórn verður að gera upp við sig nú þegar hvort hún gengur að kröfum Breta eða ekki. Auðvitað átti hún að vera búin að því fyrir lifandis löngu því drátturinn skemmir alls staðar fyrir okkur. Ef hún hefur ekki bolmagn til þess að taka ákvörðun verður hún að segja af sér tafarlaust svo að ný ríkisstjórn geti komist að niðurstöðu fyrir 23 október.

Þess eru trúlega engin önnur dæmi í sögu Íslands að ríkisstjórn hafi ekki verið fær um að taka ákvörðun í svo veigamiklu máli. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvort rétt sé að verða við kröfum Breta eða ekki - eða verða við þeim með einhverjum fyrirvörum - en öllu skiptir að ríkisstjórnin afgreiði málið og haldi áfram rekstri þjóðarbúsins.


mbl.is Fullviss að Norðmenn vilji lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsinn verður stöðugt hlægilegri

Þessi farsi verður stöðugt hlægilegri. Litlir Framsóknarstrákar fara í betliför til útlanda, Jóhanna hefur auga með þeim og biður þjóðhöfðingja að taka nú ekki mark á strákunum, því ef það er eitthvað sem Íslendinga vantar ekki, þá er það veglegt lán upp á 2000 milljarða. Nú er ekki eftir neinu að bíða lengur. Þessi kona verður að axla sín skinn, fara úr stjórnarráðinu og njóta eftirlaunanna sem Davíð Oddsson útvegaði henni.
mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er Íslandi til háborinnar skammar

Það gengur ekki lengur að hafa þessa kerlingarálft á stóli forsætisráðherra. Tölvuskilaboð hennar til útlendra þjóðarleiðtoga eru Íslandi til háborinnar skammar. Menn ræða ekki viðskipti á þessum nótum: "Hæ Jens, ég var að frétta frá strákunum í Framsókn að þú ætlir að redda mér um 2000 milljarða. Vá mar! Kemur sér vel í kreppunni. Jens, þú ert langflottastur! Vertu svo vænn að leggja klinkið inn á reikninginnn minn eða bara láttu strákana taka þetta með sér heim til landsins. See ya. Jóhanna."

Hvað sem mönnum kann að þykja um upplausnina í VG þá verður ekki um það deilt að Steingrímur er miklu frambærilegri en Jóhanna og hann hagar sér þar að auki oftast eins og viti borinn maður. Jafnvel Ögmundur kæmi vel til greina. Allt er betra en Jóhanna.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleit ráðstöfun hreint út sagt

Barack er geðugur náungi,  sportlegur þótt hann reyki, broshýr og glaðvær, og það er gaman að hafa svona mann á forsetastóli. Hann er flinkur ræðumaður og sómi að honum hvar sem hann kemur. En verðskuldar hann friðarverðlaun Nóbels? Þetta er hæpin ráðstöfun og er þá vægt til orða tekið. Hann hefur nákvæmlegu engu áorkað enn sem komið er. Hann hefur sent frá sér friðarhljóð til allra átta en það hafa Bandaríkjaforsetar áður gert með litlum árangri. Það er ljóst að norska Nóbelsnefndin er með þessu að verðlauna ræðumennsku og talsmáta en ekki gerðir. Svona hreint út sagt, þá er þetta afleit ráðstöfun.
mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járnmeistarinn ofsóttur af hræsnurum

Það liggur alveg ljóst fyrir að Járnmeistarinn hefur farið ansi frjálslega með peninga skattborgaranna og ekki dregið nein skýr mörk milli sinnar einkaneyslu og rekstur þeirrar stofnunar sem hann setti á laggirnar. En vissu þetta ekki allir fyrir? Var ekki öllum ljóst að Járnmeistarinn er enginn venjulegur framkvæmdastjóri? Hann bjó til athvarf fyrir smæstu systkini okkar og það kom margsinnis fram í fjölmiðlum hvað þessu veslings, auðnulausa fólki leið vel í Byrginu hjá honum. Þó einhver óreiða hafi verið í fjármálunum hjá honum þá finnst mér nær að sakfella þá sem áttu að hafa eftirlit með honum, en gerðu það ekki - svo sem Birki Jón alþingismann og fleiri.

Hvað samneyti Jármeistarans við konur áhrærir, þá er nú fyrst þess að geta að þar voru engar mjallhvítar og flekklausar fermingarstelpur á ferðinni, heldur konur útfarnar í hvers kyns nánum samskiptum við karlmenn, eins og glöggt kom í ljós af framlögðum sönnunargögnum í málinu. Sú sem geisaði hvað harðast gegn honum hefur síðan þráfaldlega verið staðin að hrottalegum ofbeldisverkum.

Það ber vott um hrikalega hræsni og þröngsýni að sækja jafn fast að Járnmeistaranum og raun ber vitni. Þetta er einfaldlega of langt gengið. Nær væri réttarkerfinu að láta sverfa til stáls gegn stórlöxunum sem hrindu þjóðinni fram af bjarginu.


mbl.is Guðmundur í Byrginu ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klassasamtal við tavaritsj Ögmund

Opnuviðtal við Ögmund Jónasson, ljósmynd af kalli úti í garði, trjástofnar varpa svörtum skuggum en sólargeislar smjúga milli greina og það blikar á dumbrautt haustlaufið. Kallinn horfir í austur, dagrenningin varpar kaldri birtu yfir karlmannlega ásýnd hans. Góð ljósmynd og þetta er gott viðtal. Ég hef í hávegum menn sem hafa þær gáfur og víðsýni til að bera sem þarf til að sjá stóra samhengið í tilverunni og þótt Ömmi sé stundum full einsýnn pólitíkus fyrir minn smekk, þá stendur lífsskoðun hans traustum fótum og hann leitar sér víða fanga. Það er því fengur að tavaritsj Ögmundi Ivanovitsj og það er öllum skylt að lesa þetta viðtal, hafi menn á annað borð einhvern metnað til að sjá og skilja þær hræringar og öfl sem mestu ráða í framvindu samfélagsins.

Afstaða Ömma til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er eindregin og skýr. Afstaða hans til Icesave er mjög áhugaverð og mótast sýnilega af grundvallarviðhorfum hans í pólitík. En hvar sem menn kunna að standa í þeim efnum hljóta allir að játa að þar hefur hann mikið til síns máls. Ég hvet alla hægri sinnaða menn til að lesa þetta viðtal.


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur Jóhönnu jaðrar við sturlun

Þetta er rétt hjá Jóhönnu, hún dregur saman helstu staðreyndir á afar skilmerkilegan hátt, og ég myndi klappa fyrir henni ef hún héti ekki Jóhanna Sigurðardóttir. Hún sýnir réttilega fram á hvílíkir fautar Bretar eru, en á sama tíma fer hún til þeirra skríðandi á fjórum fótum, flaðrar upp um þá og grátbiður um aðild að Evrópusambandinu.

Einhver kann að segja að þetta séu tvö óskyld mál en sá maður er annað hvort lygari eða fábjáni. Bretar hafa nefnilega sýnt í verki hvernig á okkur yrði tekið í Evrópusambandinu. Réttur okkar yrði þar nákvæmlega enginn. Þar gildir hnefarétturinn, sá sterki kremur þann litla þegar honum sýnist. Hryðjuverkalögin voru viðvörun sem við skulum aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa. Bretar eru ekki vinaþjóð okkar, þeir eru óvinaþjóð.

Tvískinnungur Jóhönnu jaðrar við sturlun. Svona hegðun mætti búast við af geðklofa en ekki forsætisráðherra. Við höfnum Bretum og öllum þeirra vélum - og við höfnum Jóhönnu.


mbl.is Jóhanna gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur maður Óskar

Trúnaðarbrot er lögbrot, svo einfalt er það. Vinnuveitandi hefur skýlausan rétt til að skoða póst starfsmanna - það hafa fallið dómar í slíkum málum og leikur enginn vafi á þessu. Óskar Magnússon gerir hárrétt í því að klófesta moldvörpur og brotamenn, ef einhverjir eru. Honum ber skylda til þess að standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins.

Vitaskuld munu margir kóa með afbrotamanninum, þó það nú væri, það er landlægur plagsiður á Íslandi. En ef ég þekki Óskar rétt mun hann ekki láta þvaður bullustampa ráða gerðum sínum. Hann er kjarkmikill maður, drenglyndur og réttsýnn. Rétt skal vera rétt eins og hún amma mín var vön að segja og rétturinn er Óskars megin í þessu tilfelli. Flottur maður Óskar.


mbl.is Meint trúnaðarbrot til athugunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona maður á að vera í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð er skemmtilega skörulegur ræðumaður. Það getur vel verið að til séu orðsnjallari menn á Alþingi, til dæmis Þráinn Bertelsson eða Össur Skarphéðinsson, en Sigmundur Davíð er gáfaðri en þeir og kafar miklu dýpra í málflutningi sínum. Hann kemur að hverri umræðu svo skemmtilega ferskur og það er hressandi að hlusta á hann. Hann hefur hæfileika til að sjá nýja fleti og nýja kosti í hverris stöðu. Hann býr yfir skapandi hugsun og svona maður á að vera í ríkisstjórn en ekki utan hennar.
mbl.is Ríkisstjórnin gerir allt öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband