Klassasamtal við tavaritsj Ögmund

Opnuviðtal við Ögmund Jónasson, ljósmynd af kalli úti í garði, trjástofnar varpa svörtum skuggum en sólargeislar smjúga milli greina og það blikar á dumbrautt haustlaufið. Kallinn horfir í austur, dagrenningin varpar kaldri birtu yfir karlmannlega ásýnd hans. Góð ljósmynd og þetta er gott viðtal. Ég hef í hávegum menn sem hafa þær gáfur og víðsýni til að bera sem þarf til að sjá stóra samhengið í tilverunni og þótt Ömmi sé stundum full einsýnn pólitíkus fyrir minn smekk, þá stendur lífsskoðun hans traustum fótum og hann leitar sér víða fanga. Það er því fengur að tavaritsj Ögmundi Ivanovitsj og það er öllum skylt að lesa þetta viðtal, hafi menn á annað borð einhvern metnað til að sjá og skilja þær hræringar og öfl sem mestu ráða í framvindu samfélagsins.

Afstaða Ömma til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er eindregin og skýr. Afstaða hans til Icesave er mjög áhugaverð og mótast sýnilega af grundvallarviðhorfum hans í pólitík. En hvar sem menn kunna að standa í þeim efnum hljóta allir að játa að þar hefur hann mikið til síns máls. Ég hvet alla hægri sinnaða menn til að lesa þetta viðtal.


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Næsta stjórn er sem sagt Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur..Hefur ekki oft verið sagt að það sé stutt þarna á milli...hinu megin frá :) En ég er áskrifandi að MBL og er búin að lesa greinina, sammála þér.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikið efast ég um að þessir tveir flokkar geti starfað saman. Það er of langt á milli þótt þeim beri saman og nokkur lykilmál. Mér líkar ekki afstaða VG til atvinnumála. Verst að þeir meina það sem þeir segja, helvískir.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

...um nokkur lykilmál.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já nú nötrar allt hjá okkur á Suðurnesjum vegna þessarar atvinnustefnu..Sveitarfélögin og Verkalýðsfélögin standa fyrir borgarafundi um málin á mánudag.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er hungursneyð og vinstri flokkarnir slíta trosið út úr kjöftunum á smælingjunum. Þessu kom búsáhaldabyltingin til leiðar. Verði mönnum að góðu.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 13:50

6 Smámynd: Björn Birgisson

........  og hægri flokkarnir tróðu alla kjafta fulla af trosi, en skammtarnir reyndust allt of stórir fyrir marga. Nú leggur pestina af þeim yfir landið ........

Björn Birgisson, 7.10.2009 kl. 17:01

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ögmundur er er einn af heiðarlegustu þingmönnum og ráðherrum okkar sögu. En auðvitað er ekki auðvelt að vera allt í einu orðinn einn af ráðamönnum þjóðarinnar og síst af öllu í öllu því umróti sem fylgdi hruninu mikla.

Hins vegar er í pólitíkinni að oft verður að fara samaningaleiðina og slá af hugsjónum sínum. Alædrei er eins mikilvægt og einmitt nú að halda gömlu spillingarflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum frá Stjórnarráðinu. Ef þessir flokkar kæmust að valdastólunum aftur myndi það verða að öllum líkindum að segja upp Evu Joly, saksóknurunum og grafa grunsemdirnar um ábyrgð á fallinu. Er það sem við viljum?

Nú kann svo að fara að goð ykkar Sjálfstæðismanna, Davíð ritstjóri fái innan tíðar stöðu grunaðs manns. Að veita Landsbankanum 100 milljarða án trygginga eða veðs er mjög alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart Seðlabankanum og þar með eiganda hans, þ.e. þjóðinni. Hér er um mjög alvarlegt lagabrot sem fellur beint undir 249. gr. hegningarlaganna um umboðssvik: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi“.
Þessi grein er sett til verndar því, að að menn sem hafa fjárreiður fyrir aðra, noti aðstöðu sína sér eða öðrum til hags, en umbjóðanda sínum til tjóns.

Hann er auk þess hlutdeildarmaður í þessu gríðarlega fjármálasukki, tók e.t.v. ekki beinan þátt í því, en hann vissi mun meira en hann hefur látið uppi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2009 kl. 17:21

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð gerði sitt besta til að bjarga bönkunum, var reyndar sakaður um að hafa ekki ausið í þá enn meiri fjármunum. Þetta var nauðvörn og kannski hefði hún dugað ef Bretar hefðu ekki hjólað í Kaupþing. Sem betur fer er Davíð kominn aftur í pólitíkina svo kannski fer að rofa til hjá okkur.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvað fannst þér um þetta viðtal?

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki búinn að lesa það, Baldur minn góður, var seinn fyrir í morgun. Nú er það komið á þéttskipaða dagskrána.

Björn Birgisson, 7.10.2009 kl. 17:52

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ömmi er frændi okkar allra. Hvernig fara Staksteinar í ykkur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.10.2009 kl. 17:56

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég les Staksteina mér til ómældrar skemmtunar á hverjum degi. Keisarinn er allsber, sagði stráksi - og Staksteinahöfundur hefur undravert lag á því að afhjúpa bjánalegar klisjur kommanna.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 18:10

13 Smámynd: Björn Birgisson

Viðtalið er mjög gott. Fagmannlega spurt og svörin einlæg. Eitt situr þó eftir: Ef VG menn leggjast algjörlega á sveif með Ögmundi hverfur flokkurinn aftur inn í afturhaldsskápinn, sem hann laumaðist út úr í vor. Þá vill enginn fara út að leika með þeim!

Björn Birgisson, 7.10.2009 kl. 18:18

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég hef enga trú á því að VG leggist á sveif með Ömma. Stjórnin hefur rífandi meirihluta í I-málinu, svo framarlega sem íhaldið situr hjá sem mér finnst líklegt að þeir geri.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 18:20

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek reyndar undir með þér - mér finnst þetta viðtal afar fagmannlegt; blaðamaðurinn leggur vitsmunalegar spurningar fyrir Ömma og hann svarar af einlægni. Þetta er ekki eins og alltof mörg þokukennd viðtöl í stílnum: "hvernig tilfinning er það að vera ekki lengur ráðherra?".

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband