15.2.2011 | 14:58
Sorglegustu ummæli dagsins
Þetta eru sorglegustu ummæli dagsins. Maðurinn sem heimtaði þjóðar atkvæðagreiðslur á færibandi þegar hann var í stjórnar andstöðu leggst núna gegn skýlausri réttlætiskröfu þúsundanna. Auðvitað eigum við að kjósa um þennan Icesave-samning. Kannski verður hann samþykktur, annars fer hann bara í dóm.
Svo þegar dómur er fallinn getum við kosið um hvort skynsamlegt sé að una dómnum eða ekki. Þannig getum við kosið um Icesave næstu árin ef svo ber undir og að lokum verður upphæðin orðin hverfandi og gleymist.
Alltaf skal maður finna smá ljóstýru í myrkrinu ef lengi er leitað.
Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2011 | 17:24
Góður dómur yfir hundafólki
Þetta er góður dómur. Margt láta menn flakka á netinu og sumt af því sem sagt er um náungann er miður fallegt, en þessi dómur dregur línuna: menn geta ekki borið sakir á saklaust fólk.
Menn munu áfram kalla hver annan ónefnum ýmiskonar, efast um vitsmuni og andlegt ástand andmælenda sinna, og það verður hver og einn að virða eins og honum sýnist - en ásakanir um ólöglegt athæfi eru beinlínis refsiverðar.
Eitt af því sem þessi dómur mun ekki áorka er að koma vitinu fyrir hundafólkið. Meðal þess er sem ríki einhver stórundarlegur þankagangur, þar sem ómálga, skynlausar skepnur eru manngerðar og þeim ætluð sömu réttindi og mennskum mönnum. Þegar hundur verður fyrir hnjaski ....eða því er upp logið að hann hafi orðið fyrir hnjaski ....... þyrpist hundafólkið saman í einu allsherjar móðursýkiskasti, skjögrar hágrátandi um strætin með logandi kerti og fleytir þeim á stöðuvötnum, hundspottinu til heiðurs.
Þessu afkáralega sálarástandi hundafólks verður að breyta en það verður ekki gert með dómi.
Ummæli dæmd dauð og ómerk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2011 | 14:23
Dýrmætum tíma Hæstaréttar sólundað með kvabbi
Endurupptöku synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2011 | 11:23
Litlu kommahjörtun skjálfa
Svandís Svavarsdóttir krystallar muninn á vinstri viðhorfum og hægri. Vinstri menn líta svo að allt sé bannað nema það sem sérstaklega er tekið fram í lögum að sé leyfilegt. Hægri menn hneigjast fremur til þess að líta svo á að allt sé leyfilegt nema það sem bannað er lögum.
Litlu kommahjörtun skjálfa af unaði þegar þau geta bannað og fyrirboðið. "Það var ekki getið um það í lögum að það væri heimilt að kosta aðalskipulag öðru vísi en úr sveitarsjóði eða skipulagssjóði. Mér fannst óeðlilegt annað en að ég færi eftir laganna bókstaf", segir litla kommastelpan hans pabba síns.
En litla kommastelpan má eiga það að hún gefst ekki upp fyrir lítilræði. Nú minnist hún þess að fulltrúi Landsvirkjunar mætti á skipulagsfund með eldrautt slifsi, og þar sem þess er hvergi getið í lögum að Landsvirkjunarmenn megi ganga með rauð slifsi hlýtur fundurinn að teljast ólögmætur, svo og allt sem hann ályktaði.
Svandís segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2011 | 18:10
Vinstri mönnum ekki treystandi fyrir almannafé
Það er alltaf sama sagan með þessa vinstri menn. Þeirra spillingu eru greinilega engin takmörk sett. Ég man eftir ráðherrum á Norðurlöndum sem notuðu skattfé borgaranna í eigin þágu og voru reknir með skömm samdægurs; var þó um litlar fjárhæðir að ræða.
Bæjarstjóri Kópavogs á að segja af sér tafarlaust en hún bara flissar og segist hafa mislesið ráðningarsamninginn. Þvílík ófyrirleitni. Við Íslendingar ætluðum að skapa Nýtt Ísland reist á grunni heiðarleika, sanngirni og réttsýni ...... en alls staðar eru vinstri menn að grafa undan Nýja Íslandi með sviksemi, stuldum, mislestri, lögbrotum, rangtúlkunum og pukri.
Eru spillingin virkilega svo rótgróin í vinstri mönnum að þeim sé ekki treystandi fyrir almannafé?
Mun ein nota bílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2011 | 11:12
Spilltir foreldrar í Hveragerði
Hveragerði er kannski ekki mikið verri staður en mörg önnur krummaskuð á Íslandi, en þar hefur þó lengi farið orð af unglingavandamálum ýmis konar, dópneyslu, ofbeldi og smáglæpum. Í Hveragerði er hver höndin upp á móti annarri, sundrung í sveitarstjórninni, eilíft kíf og kjaftagangur. Ekkert þrá Hvergerðingar heitar en selja ofan af sér kofana og koma sér burt, en enginn vill kaupa.
Nýlega var þar piltur úr höfuðborginn og brá á það ráð að skokka sér til heilsubótar. Réðist þá að honum hópur unglinga og tók hann einn þeirra og tuktaði hann til. Það hefur alltof lengi verið lenska á Íslandi að umbera skrílslæti barna og unglinga. Frægt er þegar unglingar í Vesturbænum réðust á hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og einn þeirra, sem er af erlendu bergi brotinn, tók einn skálkinn og veitti honum maklega ráðningu. Í stað þess að þakka hljóðfæraleikaranum fyrir síðbúið uppeldi kærðu foreldrarnir og var hann dæmdur til að greiða skaðabætur.
Nú ættu foreldrar í Hveragerði að heiðra skokkarann góða fyrir það uppeldi sem hann veitti börnum þeirra, en sú verður ekki raunin. Þess í stað munu þau kæra hann og krefjast bóta. Spilltir foreldrar eru nefnilega rót vandans. Þeir ala afkvæmi sín upp í agaleysi og magna upp í þeim ruddaskapinn og skilja svo ekki neitt í neinu þegar þau leiðast út í dópneyslu, afbrot og auðnuleysi.
8.2.2011 | 15:22
Með ofbeldi og ólögum skal land byggja
Kjörorð þessara klögugemlinga er: með ofbeldi og ólögum skal land byggja. Hæstiréttur kvað upp hárréttan dóm og studdi hann gildum rökum. Ísland er ekki bananalýðveldi þótt þessir klögu- og kláðagemsar þrái ekkert heitara. Ísland er réttarríki og hér fylgjum við lögum og reglum.
En græðgin, hégómagirndin og athyglissýkin knýr þá til þess að berja á Hæstarétti og níðast á réttarríkinu. Fjöldi manna hefur haldið uppi linnulausum og svívirðilegum árásum á Hæstarétt, snúið út úr, blekkt og afbakað.
Krafa klögugemsanna gegn Hæstarétti er svo hljóðandi: oss hefur tekist bærilega að æsa upp skrílinn gegn yður og yður er því hollast að láta undan svínslegum kröfum vorum, annars munuð þér fá á baukinn.
Það er illa dulin hótun í þessari kröfu og sæmst væri að láta þess menn gjalda hana dýru verði.
Vilja að Hæstiréttur endurskoði ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2011 | 15:47
Geir sló uppgjafartóninn
Geir sló uppgjafartóninn fyrstur manna. Illu heilli hét hann Bretum og Hollendingum ríkisábyrgð á skuldum óreiðumanna erlendis. Hann hefði betur hlýtt ráðum Davíðs Oddssonar: við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Óheilla krákurnar Jóhanna og Steingrímur gerðu illt verra með því að fela Svavari Gestssyni að semja við Breta. Svavar hefur aldrei skilað góðu verki í dagslok og gerði það ekki heldur þarna. Svavar, Steingrímur og Jóhanna hefðu í fíflsku sinni og hégómaskap keyrt íslensku þjóðinna í gjaldþrot ef betri menn hefðu ekki reist rönd við ofræði þeirra.
Bjarni Ben vill nú gefast upp og sennilega gerir hann rétt í því. Við getum ekki unnið þennan slag.
En höfum þó eitt á hreinu: með almennilegan mann í forystu hefði þetta aldrei gerst. Nú þarf hver vinnandi maður á Íslandi að greiða 500 000 krónur fyrir Icesave. Það er þungt högg en við lifum það af.
Geir styður Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2011 | 14:26
Borgum og brosum
Enginn þarf að velkjast í vafa um að Bjarni Ben fylgir sinni ýtrustu sannfæringu og það gera líka þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem með honum ríða í þessari för. Þeir telja að samningaleiðin skili þrátt fyrir allt skárri niðurstöðu en dómstólaleiðin.
Ef allt fer á besta veg munum við sleppa með 50 milljarða. Það gerir 500 000 krónur á hvern vinnandi mann í landinu. Hve háa fjárhæð getur meðalmaður sparað á einu ári ...... ætli það sé meira en þessi hálfa milljón sem nú skal fara í vargakjafta? Ef við skoðum dæmið fjárhagslega má orða það svo að meðal-Íslendingurinn tapi sem svarar einu ári af starfsævinni vegna Icesave. Það er því engin leið að halda því fram að það sé vel sloppið. En kannski er okkur þetta mátulega í rass rekið fyrir glannaskapinn og græðgina.
Hetjulegra væri að neita að borga, standa fast á okkur og láta hart mæta hörðu. Til þess að leggja í slíka orustu þurfum við samstilltan her og snjallan hershöfðingja. En íslenska þjóðin hefur aldrei haft jafn grútmáttlausa og handónýta forystumenn og einmitt núna þegar síst skyldi. Við erum fyrirfram dæmd til þess að tapa hverri einustu orustu sem við heyjum með óheilla viðrinin Jóhönnu og Steingrím í fararbroddi.
Það er enginn vafi á því að hefði Ísland borið gæfu til þess að lúta forystu Davíðs Oddssonar núna væri Icesave löngu horfið út af borðinu og þjóðin komin langleiðina út úr kreppunni. En sá maður er illu heilli fjarri stjórnvöl þjóðar skútunnar og þess vegna eigum við engan kost skárri en þann að borga og brosa.
Lófaklapp í lok ræðu Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2011 | 13:44
Ísland fyrir íslensk gildi
Loksins kom að því. Nú hafa bæði David Cameron og Angela Merkel viðurkennt að fjölmenningarstefnan hefur brugðist. Það er kolrangt að troða saman ólíkum þjóðum, þjóðarbrotum og menningarheimum í einu landi. En fjölmenningarstefnan var knúin áfram af ofríki, ofstopa og pólitískum rétttrúnaði.
Land, ríki og þjóð á að vera heimili velferðar, samhyggju og menningar ....... ekki vígvöllur gerólíkra menningarheima þar sem ríkir glundroði, tortryggni, hatur og beiskja.
Evrópa á að standa vörð um vestræn gildi og vestræna menningu. Og Ísland á að standa vörð um íslensk gildi og íslenska menningu.
Cameron setur spurningarmerki við fjölmenningarsamfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 340773
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar