22.2.2011 | 13:58
Björg er flott kelling
Björg Thorarensen er flott kelling, sjarmerandi og leiftrar af gáfum. Merkilegt hve margir lögfræðingar eru skemmtilegir og sjarmerandi....Björg, Jón Steinar, Brynjar Níelsson, Davíð Oddsson og miklu fleiri.
En það vita færri að Björg er dúndur söngkona. Ég hef hlustað á hana syngja og það var eins og íturvaxinn engill hefði stigið af himnum ofan og tæki lagið með hinum dauðlegu.
Ég tek mikið mark á Björgu og staðnæmist þessa stundina við eftirfarandi ummæli hennar:
"Björg sagði að ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn og niðurstaða dómstólsins yrði á þann veg að á Íslandi hvíldi greiðsluskylda þá lægi fyrir staðfesting á lagalegri skyldu Íslendinga og í framhaldinu þyrftum við að semja við þær þjóðir um hvernig við ættu að greiða kröfuna. Þá þarf að semja um greiðslutíma, vexti og annað. Þá er staða okkar auðvitað talsvert veikari því þá er búið að úrskurða um greiðsluskylduna."
EFTA-dómstólinn líklegastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 08:53
Dáinn, horfinn, harmafregn
Lúkas dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.2.2011 | 12:16
Ragnar veit lengra en nef hans nær.
Við þurfum að halda til haga ummælum sem þessum. Ragnar Hall er maður sem mark er takandi á. Hann benti fyrstur manna á nauðsyn þess að inn í samninginn yrði sett skilyrði sem kæmi í veg fyrir að Icesave skuldbindingar okkur keyrðu ríkið í kaf. Það hefur síðan verið kallað Ragnar Hall skilyrðið.
Nú er ekkert slíkt skilyrði í þessum nýja samningi, en Ragnar Hall virðist þó álíta hann ásættanlegan. Ragnar veit lengra en nef hans nær en ég hlakka til að heyra skoðanir annarra vísdómsmanna.
Hlynntur núverandi samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 21:45
Hver á að skýra kostina tvo?
Það er rétt hjá Lárusi að enginn tekur lengur mark á stjórnmálamönnum hvað þetta mál varðar, og eftir pöpulslega hegðun fréttamanna á Bessastöðum í dag verður erfitt að taka mark á blaðamönnum.
En nú er brýnt að okkar skörpustu heilar leggist á eina sveif og skýri út fyrir okkur kostina tvo: samninginn eða dómstólaleiðina. Ég fyrir mitt leyti hef alls ekki gert upp hug minn. Ég vil fyrst sjá nákvæman, málefnalegan samanburð á þessum tveim kostum og afleiðingum þeirra.
Hverjum er hægt að treysta til að gera slíkan samanburð? Þeir eru: Indefence hópurinn, samninganefndin, Stefán Már og Lárus Blöndal. Vera má að einhvejir fleiri bætist í þennan hóp.
Hverjum er ekki hægt að treysta? Svari því hver sem vill, en ég fyrir mína parta mun ekki trúa orði framar af því sem þau skötuhjúin fordæmdu bera á borð, Jóhanna og Steingrímur. Þeim hefur frá upphafi verið fyrir munað að tala vitrænt um þetta mál og engar líkur til að á því verði nokkur breyting.
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 16:43
Hollenska búrtíkin gjammar
Hollenska búrtíkin gjammar illskulega en staðreyndin er sú að tími samninga er aldrei liðinn. Holland og Bretland eru gömul stórveldi og þarlendir drekka í sig stórmennskuna með móðurmjólkinni. Þeim hnykkir við er þeir minnast þess að nú eru breyttir tímar. Nú gilda alþjóðleg lög sem allir verða að hlíta, jafn vel stóru sepparnir.
Lang best hefði verið að leysa þetta mál með samningum. Ef Ragnar Hall ákvæðið hefði fengið að vera inni er hugsanlegt að þingið hefði samþykkt með enn stærri mun og forsetinn skrifað undir.
Nú er sýnt að skipa verði fót alþjóðlegan dómstól og leysa málið fyrir honum ......... ef ekki með sátt, þá með dómi.
Tími samninga er liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2011 | 15:29
Ólafur hnyklar vöðvana
Forsetinn hnyklaði upphandlegssvöðvana, leit glottandi til Jóhönnu og rak út úr sér tunguna. Hann er maður dagsins, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Hann er áberandi stressaðri en fyrir ári síðan og fréttamenn að sama skapi ágengari. Sumir gerast jafnvel dónskir.
Er þessi synjun okkur til góðs? Í fyrra var ég ekki í vafa um að þjóðin ætti að hafna Svavars-samningnum. Almennt gildir sú regla að þjóðin á að hafna öllu sem frá Svavari Gestssyni kemur, hvort sem það er samningur, dóttir eða tengdasonur.
En staðan er flóknari núna. Atkvæðagreiðslan felur í sér að þjóðin velur á milli samninga og dómstóla. Og nú verða kunnáttumenn að leggja öll spil á borðið, uppræta allar efasemdir svo þjóðin geti af öryggi valið skásta kostinn.
Forsetinn staðfestir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2011 | 12:40
Kellingar karpa
Það er ekki hægt að neita því að spurningin er frekar einkennileg, en nokkur vorkunn er Þorgerði að spyrja vitleysislegra spurninga, því Jóhanna hefur sína eigin hentisemi á öllum hlutum og það er alveg undir hælinn lagt hvort hún tekur mark á samráðshópum eða ekki. Hún kom á fót mikilfenglegum samráðshópi um sjávarútvegsmál, en þegar sá hópur hafði fundað stíft og kannað allt ofan í kjölinn og skilað vönduðu áliti brást kella við hin versta og hafði álit hans að engu.
Ætli meginreglan sé ekki sú að vitlausum kellingum hæfi vitleysislegar spurningar
Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 16:53
Látum fólkið ráða
Getur forsetinn annað en hafnað þessum lögum? Hann hefur í tvígang hafnað lögum sem höfðu sterkan mótbyr með þjóðinni og það á svo sannarlega við um þennan samning. Íslendingar spöruðu 400 milljarða með því að kjósa gegn Svavars-samningnum. Við getum núna valið milli þess að semja eða fara dómstólaleiðina. Það er engan veginn augljóst hvor leiðin yrði auðfarnari.
Er ekki eðlilegt og sjálfsagt að fólkið fái að kjósa í svo geysi mikilsverðu máli?
Ég hygg að forsetinn ætti að hafna þessum lögum og leyfa fólkinu að ráða.
Hvað gerir forsetinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 10:05
Litlu glóparnir sleppa billega
Þetta er þægilegur dómur fyrir litlu glópana sem hugðust gera stjórnarbyltingu. Það væri óðs manns æði af þeirra hálfu að áfrýja til Hæstaréttar því hann getur ekki annað en þyngt dómana, ef eitthvað er. Það eina sem þarna orkar tvímælis er refsing bitvargsins, Andra Leós Lemarquis. Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamlega árás á lögregluþjón nær ekki nokkurri átt. Ég efast ekki um að Héraðsdómur dæmi samkvæmt lögum, en þá þarf að breyta lögunum í þá átt að þyngja verulega refsingar fyrir mótþróa gegn lögreglunni og árásum á lögregluþjóna.
Litlu glóparnir sleppa billega í þetta sinn og vonandi hætta þeir sér ekki lengra út á glæpabrautina.
2 í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2011 | 15:10
Mörður er vondur við konur
Merði Árnasyni er ýmislegt til lista lagt en þó eru honum mislagðar hendur. Hann er góður íslenskumaður en veitti enskuslettunni "sjitt" þegnrétt í tungunni með því að birta hana í Íslensku orðabókinni. Sú ráðstöfun var málfarslegt hermdarverk og honum verður seint fyrirgefið.
Það var gaman að sjá þá leiða saman hesta sína í gamla daga, Mörð og Hannes Hólmstein; báðir ágætlega gefnir og orðsnjallir. Því miður eru engir slíkir þættir sýndir lengur.
En það er ljóður á ráði karlmanna ef þeir eru vondir við konur. Vigdís Hauksdóttir er gullfalleg kona, stórvel gefin, skörugleg og góður Íslendingur. Mörður ræðst að henni eins og mannýgt naut, hnoðast í henni og rekur í hana hornin uns veslings konan hrökklast kjökrandi út úr herberginu og klagar í Ástu.
Það er ekki nóg að biðja fallegu stúlkuna afsökunar. Mörður á að sýna af sér það karlmennsku bragð að segja af sér, hunskast úr nefndinni og láta kurteisari mann taka við formennskunni.
Mörður biður Vigdísi afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 340773
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar