Með ofbeldi og ólögum skal land byggja

Kjörorð þessara klögugemlinga er: með ofbeldi og ólögum skal land byggja. Hæstiréttur kvað upp hárréttan dóm og studdi hann gildum rökum. Ísland er ekki bananalýðveldi þótt þessir klögu- og kláðagemsar þrái ekkert heitara. Ísland er réttarríki og hér fylgjum við lögum og reglum.

En græðgin, hégómagirndin og athyglissýkin knýr þá til þess að berja á Hæstarétti og níðast á réttarríkinu. Fjöldi manna hefur haldið uppi linnulausum og svívirðilegum árásum á Hæstarétt, snúið út úr, blekkt og afbakað. 

Krafa klögugemsanna gegn Hæstarétti er svo hljóðandi: oss hefur tekist bærilega að æsa upp skrílinn gegn yður og yður er því hollast að láta undan svínslegum kröfum vorum, annars munuð þér fá á baukinn.

Það er illa dulin hótun í þessari kröfu og sæmst væri að láta þess menn gjalda hana dýru verði. 


mbl.is Vilja að Hæstiréttur endurskoði ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Varla verður á það fallist að þeir sex sem úrskurðuðu kosningarnar ógildar, endurskoði eigin ákvörðun. Á þá að láta þessa þrjá sem ekki komu nálægt úrskurðinum endurskoða þetta? Hefur þá á endanum álit þriggja dómara, meira vægi og fordæmi, en álit þeirra sex er úrskurðuð kosningarnar ógildar, þ.e.a.s. ef að þeir þrír úrskurða á annan hátt?

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.2.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dómur Hæstaréttar er endanlegur. Krafin er borin fram af þeirri ofríkisöldu sem skrumarar hafa magnað í þjóðfélaginu. Stöndum vörð um réttarríkið.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fyrsta grein í nýrri stjórnarskrá skal vera. Hæstiréttur skal dæma eftir áliti þeirra sem hæðst hafa í þjóðfélaginu.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.2.2011 kl. 15:38

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnar hittir naglann á höfuðið.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 15:40

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar má segja að klúður landskjörstjórnar hafi hafist þegar hún samþykkti þessa 522 sem í framboði voru.  Andrés Magnússon, geðlæknir sem var í framboði og náði kjöri, var á þeim tíma er framboðsgögnum var skilað varaþingmaður Vg. í Suðvestur-kjördæmi og er það enn. 

 Andrés var í 5. sæti á lista Vg. í kjördæminu.  Vg. hafa tvo þingmenn í kjördæminu.  Þegar báðir aðalmenn sitja á þingi, þá eru 3. og 4. maður á lista varamenn.  En þegar að annar aðalmaðurinn (Guðfríður Lilja) fer í bareignarleyfi, frá 1. otk 2010 til mars- apríl 2011, þá verður 5. maður á lista flokksins sjálfkrafa varaþingmaður, nema auðvitað að hann segi af sér.  Það hefur hann ekki gert, svo best ég viti.  

 Þá hljóta atkvæði greidd honum alltaf að vera ógild, hvað sem niðurstöðu Hæstaréttar líður.  Enda hafa/höfðu Alþingismenn, sveitastjórnarmenn og varamenn þeirra ekki kjörgengi, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.2.2011 kl. 15:44

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt, lögin voru þverbrotin og óskammfeilnin reið ekki við einteyming.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 15:48

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ragnar á sennilega við: Hæstiréttur skal dæma eftir áliti þeirra sem hæst standa í þjóðfélaginu.

Niðurstöður hr standa eftir eins fölsuð ávísun eftir að Reynir hakkaði þær niður lið fyrir lið..

hilmar jónsson, 8.2.2011 kl. 15:54

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Reynir hélt uppi sama orðhengils hættinum og hinir. Kostulegt þegar allir þykjast bera meira skyn á lögspeki en færustu lögspekingar landsins, þeir sem útvaldir eru til þess að sitja í hinum háa Hæstarétti og skipa lögum.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 16:02

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hægt er að hrekja flesta dóma, t.d. fyrir umferðarlagabrot með rökfræði.  Til dæmis með því, að of hraður akstur eða ölvunarakstur, hafi engan sakað, þar sem enginn varð fyrir ökutækinu á meðan akstrinum stóð.  Af þeim sökum, þá ætti að sleppa því að svipta og sekta þá ökumenn, sem undir þessum kringumstæðum aka, án þess að valda tjóni sé rökfræðinni breytt.

Viðbrögð nokkurra ,,kjörinna" fulltrúa í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar, gerðu þá í raun vanhæfa til setu á þinginu, sökum vanþekkingu á eðli stjórnarskrárinnar.  Ef að fólk hefur alið þá von í brjósti sér, að stjórnlagaþingið myndi með svona almennri grein, eins og fiskveiðiauðlindin sé í þjóðareigu, myndi breyta eitthvað kvótakerfinu, vita greinilega ekki hvað snýr upp og niður í stjórnskipan hér á landi.

 Ísland er, ennþá í það minnsta fullvalda ríki, með fiskveiðilögsögu. Þar af leiðir, þá er fiskurinn í hafinu kringum landið, innan lögsögunnar í eigu þjóðarinnar.  Það er svo hlutverk Alþingis, í umboði þjóðarinnar, að setja lög um nýtingu og afnotarétt auðlindarinnar. 

 Svo má bæta við hér broti af lögum um stjórnlagaþingið, sem taka til viðfangsefna  þess.  Ég vek sérstaka athygli á 7. greininni:

 3. gr. Viðfangsefni.


Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:

   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.

   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.

   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.

   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.

   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.

   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.

   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.2.2011 kl. 16:06

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hæstréttur klúðraði illa Baldur. td rökin fyrir því að hægt sé að rekja kjörseðla standast ekki..

hilmar jónsson, 8.2.2011 kl. 16:07

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var fræðilegur möguleiki á því og það er nóg. Hvort menn gerðu það í þetta sinn er síðan annar handleggur.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 16:09

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, 7. greinin er ærið kostuleg svo ekki sé meira sagt. Hví ekki bæta við 9. grein: Afnám sjálfstæðis og endalok íslenska ríkisins.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 16:11

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast gera líka viðbrögð margra þeirra, er kjöri náðu, vegna úrskurðar Hæstaréttar, þá óhæfa til að fjalla um 4. greinina.

 Þess ber einnig að hafa í huga, að Jóhanna vildi í upphafi hafa niðurstöðu stjórnlagaþingsins bindandi, þar með talið það sem komið hefði út úr 7.greininni.   En það voru víst einhverjir vondir menn sem komu í veg fyrir þau áform hennar, með málþófi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.2.2011 kl. 16:19

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að Gísli Tryggvason skuli fara fyrir þessum hópi er fullkomlega skiljanlegt. Hann hefur ítrekað boðið sig fram innan Framsóknarflokksins en ávalt verið hafnað. Í stjórnlagaþingskosningunum tókst honum loksins að ná kjöri og þá er kosningin gerð ógild. Fúlt ekki satt

Ragnhildur Kolka, 8.2.2011 kl. 16:27

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, Jóhanna er ekki með réttu ráði. Hðun ætlaði í fullri alvöru að færa það vald sem aðeins Alþingi hefur í hendur manna sem kosnir voru af þriðjungi þjóðarinnar. Hennar verður lengi minnst og eigi af góðu.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 16:35

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, getur það talist fullkomlega eðlilegt að Gísli Tryggvason sé að vasast í pólitík og ota sínum tota hvar sem hann kemur því við?

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 16:36

17 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég var í kjörstjórn í mörg ár í sveitahrepp,þá tíðkaðist það að skrifa niður nöfn alla þeirra sem kusu,sem síðan var borið saman við kjörskrá sem annar kjörstjórnarmaður merkti við. Númeraðir atkvæðaseðlar eru út í hött að mínu áliti í leynilegri kosningu. kaus utankjörstaðar þar virtist vera allt í lagi.

Hilmar ég átti nú bara við það sem ég sagði,vona að þú skiljir það.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.2.2011 kl. 16:48

18 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur, Baldur!

Aðalsteinn Agnarsson, 8.2.2011 kl. 17:21

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíddu við Baldur, sveikst þú ekki foringjann þó að haninn hafi ekki galað einu sinni.  Því núverandi formaður sagði einmitt þetta, með ofbeldi skal ná fram kröfum og ólög skulu byggja landið, ekki útskurður réttbæra dómsstóla.

Eiga menn ekki að líta sér nær???

Eða var ég að lesa þig vitlaust í síðustu pistlum???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 17:56

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það gætir ákveðins misskilnings hjá Baldri þegar hann segir að þetta lið hafi verið kosið af þriðjungi þjóðarinnar. Það er alrangt. Um þriðungur mætti vissulega á kjörstað og kaus einhverja af þessum 522. En atkvæði þessa þriðjuns féllu flest dauð. Þorvaldur „þrjú prósent“ Gylfason fékk langmest, eða um þrjú prósent gildra atkvæða kjósenda. Þetta þýðir að um 97% kjósenda kusu Þorvald ekki. Langflestir hinna fengu miklu minna. Þetta þýðir að mikill meirihluti þessa söfnuðar fékk ekki atkvæði um 99% atkvæðisbærra manna í landinu. Rétt skal vera rétt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.2.2011 kl. 18:01

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hæstarétti ber að verja stjórnarskrána með öllum ráðum, stand vörð um virðingu við formsatriðin.

Hér er hægt að gera betur næst, ef raska á stjórnaskránni. Nægur er tíminn. Mikið af bráðkallandi vandamálum hér sem þarf að leysa strax.  

Til dæmis að fá leyfi frá Brussell að loka hér landamærum meðan atvinnuleysið kemst í eðlilegt horf: það er hægt samkvæmt lögum EU.

Júlíus Björnsson, 8.2.2011 kl. 18:40

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldur, ég sagði að það væri fullkomlega skiljanlegt, alls ekki að það væri fullkomlega eðlilegt. Gísli hefur leitað viðurkenningar annarra í of mörg ár til sleppa klónni af þessari einu sem þarna álpaðist upp í hendur hans. Hann ætlar ekki að taka sjénsinn á að "detta út" í næstu kosningu. Ekki frekar en Gylfason.

Nú þegar almenningur er loksins að skilja hvernig talningakerfið virkar er ekki gefið að sömu aðilar komist aftur að og alls ekki í þeirri röð sem þeir lentu síðast. Þorkeli Helgasyni tókst að virkja háskólaelítuna í fyrstu umferð. Engin veit hvernig umferð 2 endar.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2011 kl. 19:03

23 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo má líka benda á það, að með landskjörstjórn ógilti kjörbréf þeirra sem náðu kjöri.  Hvort sem ógildingin hafi verið vegna niðurstöðu Hæstaréttar, sem hún reyndar var, eða einhvers annars, þá hljóta kjörbréfin að vera ógild, þangað til landskjörstjórn gildir þau aftur.............

En vandast þá ekki málið, þar sem landskjörstjórn hefur sagt af sér?

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.2.2011 kl. 19:41

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, nú er skrattanum aldeilis skemmt og mér í leiðinni!En með um það bil allri sanngirni sem safnast hefur fyrir í tímans rás, þá má kannski segja að jú einhvers staðar verði "Grútfúl gamalmenni að grenja úr sér gremjuna" og raunar fleiri til!

Og hví þá ekki hjá grínistanum glaðbeitta, honum Baldri Hermannssyni?!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.2.2011 kl. 20:05

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þetta er víst rétt hjá Villa, klögugemlingarnir hafa ekki nema örfá % þjóðarinnar á bak við sig, sá sem mest fékk .... Þorvaldur Gylfason .... féll 3% gildra atkvæða kjósenda. Stjórnlagaþingið var sirkus og það var þó lán í óláni að kjörstjórnin skyldi vera skipuð hálfvitum sem sáu til þess að allt heila klabbið klúðraðist.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 20:54

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aðalsteinn, þetta er gamalt og gott spakmæli sem þú vitnar til, en þetta spakmæli er engin einstefnugata .... það virkar jafnt í báðar áttir.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 21:05

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, þessir klögugemlingar eru bólgnir af metnaði og sjást ekki fyrir í græðgi sinni, ég held að þolinmæði Íslendinga sé að mestu þorrin .... mundu að einungis 1/3 þjóðarinnar tók þátt í þessum skrípaleik og nú reyna þessir menn að troða sér í gegnum einhverjar lögfræðilegar rottuholur. Reiði fólksins er réttlát.

Baldur Hermannsson, 8.2.2011 kl. 21:08

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svakalega er þetta rosalega leiðinleg umræða um nákvæmlega ekkert...köttur datt í læk á horn í hornafirði í fyrra. Málið er enn í rannsókn og aukafjárveiting er fengin svo menn geti haldið fleiri fundi um málið...bla bla bla...

Með skattaofbeldi og álögum skal land byggja!

Borðleggjandi mál þessara klögugemlinga er: ...með skattaofbeldi og álögum skal land byggja. Hæstiréttur kvaðst reyta hár dómara og nuddaði hann gildum höndum... Ísland er fínt bananaveldi?.. þótt þessir flötu- og fláráðsgemsar þrái bara fleyri apa í stjórn... Ísland er fréttarríki.. og hér fylgjum við með sögum og rugluðum dómum og hverjir fara eftir þeim.

En bræðin, hégómasýkin og athyglisgirndin... hjálpar þeim að berja á Hæstapretti og ríða öllu réttarríkinu í.... Fjöldi manna hefur haldið að línur séu lausar og virðulegar árásir á lægstustétt snúi einhverju við, út úr?, klekkt? og afbakað?, platað? eða????. 

Krafa flugumanna með gemsanna gegn Hæsta Pretti er svo hljóðandi: "Gef oss í dag bærilega æstan skríl, gegn yður og því miður er  yður bara hollast að láta undan kröfum vorum um svín í körfum. Annars verði þér að fara í Ríkisbaukinn og gefa oss meiri mat....

Þetta er vel falið leyndarmál um hótun á þessari kröfu og best væri bara að  menn gjölduðu þessu sem dýrustu verði svo allir verði ánægðir.........meira ruglið!

Sæll Baldur. Mátti til með að laga þennan hundleiðinlega pistil þinn. Má fólk ekki mótmæla hverju sem er? Svakalega er ég fegin að það er ekki þú sem stjórnar þessu landi hérna!

Ertu á móti hampa ritfrelsi, skoðanafrelsi, hugsanafrelsi, mótmæla og lýðræði allskonar? Finnist mér eitthvað vera bull og vilji ég vera ógeðslegur, leiðinlegur og ósanngjarn, þá má ég það ekki?....líka við Hæstarétt? Á að gera Hæstarétt að nýrri prestastétt? "Yðar hæstvirtur, yðar náð, virðulegi herra og frú",....

Annars var Hæstiréttur nýlega að snúa dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í mjög flóknu máli á þann veg sem sýnir að þeir eru í ágætis lagi og vita alveg hvað þeir eru að gera...ef mótmælendum er mótmælt eða þeir stoppaðir af meðan þeir eru ekki að drepa neinn, þá þarf Hæstiréttur að dæma í því líka væntanlega...  

                                                                                                                                                                                                .    .    .    .

                                                                                                                                                                                              .                     .

                                                                                                                                                                                              .                    .

                                                                                                                                                                                               .                  .

                                                                                                                                                                                                 .             .

                                                                                                                                                                                                       .    .

Óskar Arnórsson, 8.2.2011 kl. 21:32

29 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég mæli með því að Óskar verði kosinn á næsta stjórnlagaþing. Þar væri réttur maður á réttum stað.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.2.2011 kl. 21:50

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála Vilhjálmur! Alveg yrði ég frábær í að vera Stjórnlagaþingmaður. Með allt á hreinu og svona skýr maður eins og ég. Við hvaða götu er Stjórnlagaþinghúsið aftur? Ég finn það ekki á google...

Óskar Arnórsson, 9.2.2011 kl. 00:14

31 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Næst kæra þeir til Héraðsdóms og verði þeir ekki ánægðir með niðurstöðunar þar, þá áfrýja þeir til HÆSTARÉTTAR.

Þar með er hálfvitahátturinn orðinn alger.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2011 kl. 11:01

32 identicon

Hvað næst?

Ætlar Hæstiréttur að banna vinstrimönnum að svindla í kosningum?

Annars lýsir unga stúlkan sem náði "kjöri" þessu ágætlega, aðspurð um auglýsingakostnaðinn:

"Ég taldi þetta vera góða fjárfestingu fyrir framtíðina"

Fáir af þessum 101 vinstribloggurum á ólöglega blogglagaþinginu eru líklegir að hafa hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi.

Ekki hafa þeir það, þegar þeir verja óverjanlegir gjörðir þessarar hörmulegu vinstristjórnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 340342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband