Látið gamlingjann sigla sinn sjó

Engin spurning að Polanski braut af sér en stúlkan hefur margbeðið um að málið verði látið niður falla og ef það er rétt, sem ýjað er að í þessari frétt, að hann hafi þegar greitt henni skaðabæturnar, sem er rúmlega hálf milljón dollara, þá er farsælast fyrir alla að láta gamlingjann sigla sinn sjó. En er hægt að koma einhverju tauti við Bandaríkjamenn? Þeir létu eins og vitleysingar í máli Bobby Fischers og það er eins og þessari voldugu þjóð sé stundum fyrirmunað að láta skynsemina ráða.
mbl.is Polanski sveik Geimer um hálfa milljón dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já látið karlgreyið vera. Hann er búin að líða mikla sorg sjálfur þó það sé auðvitað rétt sem þú segir að hann hafi brotið af sér. Ég mun aldrei gleyma þeim harmleik þegar konan hans var drepin langt gengin á leið..Minna hefur orðið til að skekkja menn.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.10.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Skynsemin er ekki öllum gefin...

Sigurður Hrellir, 3.10.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er alltaf vont fyrir menn að missa betri helminginn og það svona vofeiflega. Ætli hann hafi ekki verið hálf ruglaður um tíma? Svo má ekki gleyma því að hann átti skelfilega bernsku undir byssukjöftum nasista. Þetta afsakar ekki hegðun hans - en kannski útskýrir hana.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bobb? kexruglaður, en það virðist heilla þjóðina sem er að sjálfsögðu kexrugluð.

Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur djúpur að vanda. Hyldjúpur.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldur, sumir glæpir fyrnast ekki. Það er enn verið að framselja böðlana sem frömdu illvirki sín á gyðingum og öðrum "óæskilegum" hópum fyrir hartnær sjötíu árum síðan. Polanski nauðgaði 13 ára stúlkubarni, hann játaði fyrir dómi að hafa dópað hana upp og á netinu liggur framburður stúlkunnar fyrir dómi og það er ófögur lýsing.

Nafna mín Sverrisdóttir skrifar góða grein um málið í Sunnudags Moggann, þar sem hún tekur á glæpnum en lætur aukaatriðin lönd og leið. Það er óþarfi að blanda Bobby Fischer inn í þessa umræðu, hann braut gegn bandarískum lögum. Framsal Polanskis byggir á því að barnanauðgun er lögbrot í öllum hinum vestræna heimi. Bobby Fishcher braut ekki gegn íslenskum lögum.

Hvað varðar fyrirgefningu stúlkunnar eða ósk um að málið sé látið niður falla kemur réttarkerfinu ekki við. Það er ekki að framfylgja vilja fórnarlambsins, það er að framfylgja lögunum, sem er allt önnur Ella.

Er ekki sagt að réttvísin eigi a vera blind.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2009 kl. 20:43

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að öðru leiti, gaman að sjá þig aftur hér á blogginu.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2009 kl. 20:45

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk sömuleiðis, Ragnhildur. Röksemdir þínar eru skotheldar eins og þín er vísavon. Menn eiga ekki að haga sér svona. Ég tel samt að hann hafi nú þegar tekið út allmikla refsingu og hafi hann greitt umsamdar skaðabætur er komið nóg. Svo verður mér hugsað til allra þeirra mæðra og feðra sem eitra líf barna sinna og hljóta aldrei neina refsingu en það er vitaskuld önnur saga.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfull.....Ég er bara sammála þér þarna Baldur..

hilmar jónsson, 3.10.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þetta er OK svona einu sinni, en gerðu það ekki að vana að vera sammála mér, það væri leiðinlegt fyrir okkur báða.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 21:31

11 Smámynd: hilmar  jónsson

he he...

hilmar jónsson, 3.10.2009 kl. 21:34

12 Smámynd: Arkadiusz Glod

Ragnhildur, Polanski hefur aldrei sagst hafa gefið henni lyf, þvert á móti hefur hann alltaf haldið fram sakleysi sínu. Þar að auki lét ákæruvaldið kærurnar varðandi lyfjagjöfina falla niður (auk allra kæra utan nauðgunarinnar) þegar Polanski viðurkenndi ólöglegt samráð við stúlkuna, hann hefur þó alltaf haldið fram sakleysi sínu og sagt allt hafi farið fram að vilja hins meinta fórnarlambs. Hann játaði á sig brotið bæði vegna þess að gefið var í skyn að hann þyrfti ekki að sitja lengi inni og auk þess vildi hann gera ALLT til þess að forðast annað eins fjölmiðlafár og upphófst strax eftir morðið á ófrískri eiginkonu hans og tveimur nánum vinum. Strax eftir morðin birtu fjölmiðlar ófagrar og algjörlega ósannar sögur um að Tate (eiginkona hans) og þessir vinir hans sem voru myrtir væru öll ívafin svarta galdra og stunduðu sífellar orgíur og það var algengur tónn meðal blaðanna að þau hefðu kallað morðin yfirsjálfasig með afbrigðilegu líferni, auðvitað hætti það allt þegar í ljós kom hverjir morðingjarnir voru en skaðinn var engu að síður gerður og Polanski fékk aldrei afsöknarbeiðni. Þannig Polanski vissi sem sagt vel hvernig fjölmiðlarnir þarna ytra störfuðu.

Hann var látinn sitja geðrannsókn inn í fangelsi, þar sat hann í 42 daga og gerðu allir málsaðilar sterklega ráð fyrir því að eftir rannsóknina yrði hann setur á skilorð afganginn af dómnum (eitthvað sem dómarinn í málinu hafði sterklega gefið í skyn). Hins vegar snerist dómaranum allt í einu hugur og sagði að Polanski myndi sitja lengur inni og að dómarinn ætlaði að fá Polanski sendan úr landi (eitthvað sem hann hafði í raun ekkert með að segja). Þannig Polanski hugsaði mér sér hver tilgangurinn væri, dómarinn hefði greinilega eitthvað á móti honum og hann yrði hvort sem er sendur úr landi.

Auðvitað er enginn hafinn yfir lögin en það er mjög skrýtið að það sé verið að handtaka hann núna. Þeir hafa haft fjölmörg tækifæri til að handataka hann síðastliðinn 31 ár og það er hreinlega kvikindisskapur af þeirra hálfu að bíða þar til nú þegar hann er orðinn 76 ára, á tvö börn og allir sem þessu máli tengjast hafa löngu náð sáttum. Það er það sem fólk er ekki ánægt með.

Arkadiusz Glod, 4.10.2009 kl. 01:06

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arkadiusz Glod, þú virðist vita talsvert um þetta mál - vissi Polanski að hún var aðeins 13 ára? Anjelica Houston var í húsinu þegar þessi atburður gerðist og henni kom stelpan þannig fyrir sjónir að hún væri fremur fúllyndisleg og einhvers staðar milli táningsaldurs og tuttugu og fimm ára, það væri erfitt að sjá á henni hve gömul hún væri.

En ég endurtek fyrri afstöðu: fullorðnir karlmenn eiga að láta stelpustrýturnar í friði og snúa sér að þeim gömlu enda eru þær langbestar.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 01:23

14 Smámynd: Arkadiusz Glod

Já hann vissi það, en hann tekur það fram að rétt eins og í lýsingunni að ofan þá leit hún út fyrir að vera allt annað en 13 ára. Ég er einungis að segja hans hlið á málinu (eins og hann lýsir atvikinu í sjálfsævisögu sinni) þar sem fólk virðist almennt mjög illa upplýst um þetta má og er umfjöllun þess almennt mjög einhliða. Einnig viðurkenndi stelpan fyrir dómi að hún hefði áður stundað kynlíf, drukkið áfengi og innbyrt quaaludde (sama efni og hún segir Polanski hafa gefið sér) allt fyrir umræddan atburð. Auðvitað afsakar það ekkert það sem Polanski gerði en sumt fólk heldur að Polanski hafa hreinlega rifið einhvern blásaklausan krakka beint af leikskólanum.




Arkadiusz Glod, 4.10.2009 kl. 02:05

15 identicon

Fullorðinn larlmaður sem nauðgar þrettán ára stelpu hefur engar afsakanir fram að bera. Hann nauðgaði þrettán ára stelpu, hana væri ekki búið að ferma á Íslandi. Og þó að stelpan hafi áður stundað kynlíf og drukkið áfengi þá nauðgaði Polanski henni ekkert minna fyrir það.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 09:15

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Arkadiusz Glod, um að gera að kynna sér málsatvik fyrst maður hefur aðgang að svona fróðleiksbrunni eins og þú ert.

Júlíus, það virðist augljóst af öllum frásögnum að Polanski nauðgaði ekki stelpunni. Það væri útúrsnúningur, orðhengilsháttur og fölsun að kalla framferði hans nauðgun. En ólöglegt var það og hann hefur hlotið ansi harða refsingu fyrir.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 09:22

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Arkadiusz Glod, ég hélt að umræðan væri komin á hærra plan en það að kenna fórnarlambinu um glæpinn. En sumt breytist víst aldrei.

Það fór afar málefnaleg umræða um þetta mál fram á BBC í síðustu viku, þar sem einstaklingar sem komu að málinu upplýstu um efnisatrið þess og "fólk út í bæ" fékk að segja sína skoðun. Einhverjir héldu því fram, líkt og Baldur o.fl., að fyrirgefning fælist í fjarlægð í tíma. Rök þeirra voru tilfinningalegs eðlis og í sumum tilfellum tengd einstaklingnum (listamanninum). Enginn á að vera ofar lögunum. Þau eiga að verja samfélagsþegnana, vera almenn og fólk á að geta treyst þeim.

Það er rangt hjá þér Arkadiusz Glod, að dómarinn hafi skipt um skoðun. Mál Polanskis, eins og við erum að upplifa það í dag, snýst um að dómurinn hefur aldrei verið upp kveðinn og því getur enginn sagt fyrirfram hvað í honum felst. Dómur Polanskys byggir á viðhorfum sem þá ríktu.

Viðhorf til þessara mála voru mildari á áttunda áratugnum en þau eru í dag.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2009 kl. 09:54

18 Smámynd: Arkadiusz Glod

Ég var ekki að kenna meintu fórnarlambi um neitt. Eins og ég segi þá er ég að tjá mig um hlið Polanski á málinu og bakgrunnur þess  sem ásakar hlýtur að hafa eitthvað að segja um trúverðuleika. Til dæmis það að hún hafi áður innbyrt nákvæmlega sama efnið og hún segir Polanski hafa dópað sig upp af og hefur því ekki því ekki verið erfitt fyrir hana að lýsa áhrif þess og innihaldi. Ekkert okkar var á staðnum og veit hvernig þetta allt fór fram, staðreyndin er samt sú að Polanski var upphaflega ákærður fyrir 6 atriði og í orð gegn orði máli þar sem alltaf er hætta á að hann fengi þungan dóm og standandi frami fyrir löngu dómsmáli og álíka umfjöllun og upphófst eftir Manson morðin (umfjöllun sem hann hefði hreinlega ekki lifað af að ganga í gegnum aftur) svo hann játaði eitt ákæruatriðið fyrir ólöglegt samráð og var hinum atriðunum sleppt. 25% þeirra sem voru sakfelldir fyrir statuory rape á þessum í Los Angeles County sátu ekkert inni og tóku allt út á skilorði  og jafnvel þótt hann þyrfti að sitja inni var ólíklegt (skv. fyrri dómum) að honum yrði vísað úr landi, eitthvað sem honum fannst gríðarlega mikilvægt.

Þar sem stúlkan var 3 vikum frá því að vera 14 ára þegar meint nauðgun fór fram þurfti hann skv. California lögum að sæta geðrannsókn til að finna út hvort hann væri brenglaður kynferðisafbrotamaður. Að lokinni skoðun hjá tveimur geðlæknum, nokkrum ítarlegum viðtölum við Polanski og viðtölum við móður meints fórnarlambs þá ályktaði skilorðsfulltrúinn að Polanski ætti að fara á skilorð og ekki sitja neitt inni. Dómarinn Rittenband sagðist hins vegar ætla að sjá til þess að Polanski sæti eitthvað inni og hann fyrirskipaði að hann yrði látinn sitja ítarlegri geðrannsókn á bakvið lás og slá og gaf sterklega til kynna að það yrði hans eina afplánun. Að 42 daga geðrannsókn lokinni í fangelsi þá gerðu allir málsaðilar ráð fyrir því að Polanski færi á skilorð en þá var skyndilega annað hljóð í dómaranum og hann sagði að Polanski þyrfti að sitja meira inni og auk þess ætlaði hann að fá Polanski sendan úr landi. 16 september árið 1977 sagði dómarinn við lögmann Polanski inn á skrifstofu hjá sér að Polanski þyrfti ekki að sitja lengur inni en tímann sem geðrannsóknin tæki, af hverju þú segir þetta aldrei hafa gerst veit ég ekki. Eftir að Polanski var búinn að sitja af sér 42 daga og kom út þá tilkynnti dómarinn að skýrslan sem hann hefði fengið í hendurnar frá skilorðsfulltrúanum (og mældi með skilorðsbundnum dóm) væri algjör rusl og hann ætlaði að sjá til að Polanski yrði aftur settur inn í steininn og vísað úr landi. Það er einmitt af þessum forsendum sem Polanski hefur reynt að fá málið niðurfellt og við smá "googlun" rakst ég á þetta:

 Some articles note that Polanski wants the charges against him dropped because the judge engaged in misconduct. What's that about?
In 1977, Polanski agreed to plead guilty to unlawful sexual intercourse. The presiding judge, Laurence Rittenband, was to decide Polanski's sentence after reviewing a report from the Probation Department and holding a hearing with attorneys for each side. All parties expected Polanski to get only probation.

According to a recent documentary, Los Angeles Deputy District Attorney David Wells, who was not involved in the case, intervened with Rittenband. Wells thought Polanski was being cavalier about the charges against him and should serve time for his misdeed. (Wells showed the judge photographs of Polanski partying in Munich with his arms around two young women who Wells claimed were underage.) Rittenband seemed to be convinced and suggested to Polanski's attorneys that he would send the director to prison and order him deported. At that time, Polanski fled.

While Wells was not himself an attorney of record in the case, he was a lawyer for one of the parties—the state of California. The California Code of Judicial Ethics (PDF) forbids judges to engage in ex parte communications—discussions where only one side is represented.

There is no question that Rittenband violated the ethics code. The question of whether his conversations with Wells are sufficient grounds for dismissal of the charges against Polanski is an open question."

Í eins ógeðslegum málum og þessum þá er það vaninn að umræðan sé algjörlega einhliða og sjónarhorn þess sem ásakað er fær aldrei að koma í ljós. Þetta mál var og er orð gegn orði og væri því skrýtið að taka frásögn Polanski á þessu ekki með í reikninginn. Það eru margir þættir sem spila inn í (t.d. að dómarinn leiddist víst alls ekki að tala um mál Polanski meðal vina sinna í Hollywood og af frásögnum að dæma þá var honum greinilega í mikilli nöp við Polanski, auk þess að Anjelica Houston samþykkti ekki að bera vitni fyrr en ákærur á hendur hennar fyrir fíknefnavörslu voru felldar niður, var hún að segja sannleikann eða það sem ákæruvaldið vildi heyra til þess að ákærurnar á hendur henni yrði felldar niður?)  og mér finnst ekkert óeðlilegt að Polanski fái að njóta einhvers vafa.

Arkadiusz Glod, 4.10.2009 kl. 19:32

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arkadiusz bendir hér á afar mikilvæga staðreynd: almennt hlusta menn of lítið á ákærða í svona málum. Ég vil minna á heimsþekkt dæmi frá Frakklandi, unglingsstúlka kærði föður sinn fyrir kynferðisafbrot gegn sér, hann var handtekinn og fyrirfór sér í fangaklefanum; stúlkan viðurkenndi þá að allt væri þetta uppspuni, hún vildi bara ná sér niðri á honum vegna þess að hann hafði bannað henni að fara út að sukka kvöld eitt. Ég vil líka benda á að nú gengur sú saga fjöllunum hærra að nýlega hafi alveg samskonar atburður gerst hér á Íslandi - stúlkan kærði stjúpföður sinn, hann framdi sjálfsmorð og hún hefur síðan gortað af því að hafa logið þessu upp á hann. Ótrúlegt? Ekki svo mjög í ljósi annarra glæpaverka þessarar stúlku.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 19:53

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Prófum einfaldleikann, meintur glæpur er útrunninn, meint fórnarlamb biður zjálf griða fyrir meintann gjörandann.

Er betrun einhver í refzíngunni ?

Steingrímur Helgason, 4.10.2009 kl. 23:27

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verður yfirleitt nokkur maður betri af því að sæta betrunarvist?

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 23:44

22 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þið eruð meiri bullukollarnir

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 00:26

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er kalt á Bjargi?

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 00:28

24 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Aldrei kalt um Bjargfrúna, hún er Íslensk í gegn.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 00:32

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hér í Hafnarfirði er kalt en fagurt. Og fólkið er fátækt og gott

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 00:36

26 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Fátækur og góður er mikill kostur hvers manns á þessum tímum.  Sælt er að vera fátækur, elsku Dísa mín.....

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 340385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband