Ungir Samfylkingarmenn prumpa upphátt

Óskaplega lágkúra er þetta hjá stelpukjánanum og því miður í algeru samræmi við allar hennar handartiltektir á almannafæri til þessa. Skrílmennskan, menningarleysið og fruntaskapurinn lekur af hverju orði. Hvað er það í Samfylkingunni sem sogar til sín ómerkilegasta fólk landsins?

Auðvitað skiptir það miklu máli að ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna séu vel skipuð, því þar er grunnur lagður að pólitísku starfi framtíðarinnar. Ungir Sjálfstæðismenn völdu sér nýlega foringja og heitir sá Ólafur Örn Nielsen.

Það vill svo skemmtilega til að ég hef einu sinni hitt Ólaf og lék þá með honum golfhring austur á Hellu. Þetta er kornungur maður, ríflega tvítugur, harðduglegur og vann fyrir sér meðfram náminu sem einskonar tölvugúrú á mogganum. Hann er háttvís, fastur fyrir, hæglátur, vel máli farinn, hugsar öll mál út í æsar, rökvís og hefur skýra og afar skilmerkilega afstöðu. Ekki fóru skoðanir okkar saman í mörgum veigamiklum málum, en ég gladdist mjög að eiga dagstund með svo vel gefnum, háttvísum og vönduðum æskumanni. Allt í fari þessa drengs bar vitni um góðan stofn og gott uppeldi.

Hjá Ólafi fara líka saman atgervin andleg og líkamleg, því hann er tveir metrar á hæð, afrenndur að afli og jafnoki Gunnars á Hlíðarenda að fræknleik. Hann er prúður leikmaður á golfvelli, dræfar firnalangt og járnahöggin eru há, löng og hárnákvæm. Ég beið ósigur en þetta var góður dagur. Megi Drottinn gefa oss fleiri slíka æskumenn og þá þurfum við ekki að kvíða neinu, Íslendingar.


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ummæli þín um að Samfylkingin sogi til sín ómerkilegasta fólk landsins, eru þér ekki samboðin. Ekki er Kjartan Gunnarsson í Samfylkingunni. Ólafur Örn Nielsen er vafalítið flottur strákur. Hann hefur hafið lýðræðið upp í nýjar víddir og hæðir. Fljúgandi lýðræði er hvergi þekkt annars staðar en á Íslandi.

Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hefur nú ekki talist til stórtíðinda á Íslandi að menn skuli ferðast vestur á firði með flugvélum.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Björn Birgisson

Víst. Það er að jafnaði ekki fjallað um flugferðir til Ísafjarðar. Er Kjartan Gunnarsson í Samfylkingunni? Hvar er ómerkilegasta fólkið? Hver er mesti lygamörður samtímans og þar með fremstur íslenskra landráðamanna?

Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einu sinni fyrir margt löngu fór ég með flugvél til Ísafjarðar. Hálf spældur núna að þess skyldi hvergi getið í fjölmiðlum.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Andspilling

Lespísk píkuprump? (sorry ég varð).

Andspilling, 3.10.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áhugavert innlegg, Andspilling. Alltaf gott að fá mismunandi lýsingu á hlutina, það venur okkur af fordómum og þröngsýni.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband