12.5.2009 | 22:16
Tom Waits móteitur gegn Evróvisjónlágkúrunni
Evróvisjón er auvirðilegasta lágkúra veraldarsögunnar, það vita allir - samt getur maður aldrei á sér setið að horfa og hlusta, því auðvitað vill maður sjá hvernig Íslandi reiðir af. Svona er nú förðurlandsástin og þjóðerniskenndin sanna. Hún teymir mann í glötun ár eftir ár.
Næstu daga er eins og hugurinn sé löðrandi í einhverjum slepjukenndum viðbjóði sem ógerningur er að skola burt. Maður er sokkinn niður í lágkúruna. Það hjálpar að aka á Þingvöll og reika ber að ofan í gjólunni niður Almannagjá en það hrekkur samt ekki til.
Í kvöld - eftir áratuga leit - fann ég loksins móteitur gegn Evróvisjón: Tom Waits. Tröllslegur útilegumannarómurinn drynur í lofti og hrekur burt píkuskrækina, tilgerðina, uppskafningsháttinn.
I plugged 16 shells from a thirty-ought-six
and a Black Crow snuck through
a hole in the sky
so I spent all my buttons on an
old pack mule
and I made me a ladder from
a pawn shop marimba
and I leaned it up against
a dandelion tree.......
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er mitt eftirlæti gegnum árin á allt safnið. Þurfti einmitt móteitur í kvöld eftir alla slepjuna. Hann klikkar ekki
Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 22:26
Who is Waits ?. I only know the dirtyoughtsix.
Halldór Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:30
Finnur klikkar ekki heldur!
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 22:32
Halldór, Tom Waits hefur allt sem Pavarotti hafði ekki.
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 22:32
Það er nú meira hvað menn eru miklir töffarar.
Ég held nú samt að innst inni þykir þér Eurovision skemmtileg.
En það er nú samt vissara að segja að þetta sé lágkúra svo vinirnir stríði þér ekki.
Ekki ósvipað því þegar ungir krakkar segjast ekki leika sér með dótt, enda sé það hallærislegt.
Síðan draga þau dótakassan undan rúminu þegar enginn sér.
Baldvin Mar Smárason, 12.5.2009 kl. 22:35
Baldvin, það er bara þannig að Evróvisjón er keppni og Ísland tekur þátt, sem sagt maður getur ekki skorast undan.
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 22:42
Sigurbjörg, fastir liðir eins og venjulega - maður situr þarna á laugardagskvöldið eins og umskiptingur, þambar Pepsi Max og jórtrar Maaruds og sótbölvar þessu Evrópska glæpahyski sem af ráðnum hug hunsar Ísland ár eftir ár og gefur okkur engin stig.
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 22:44
Evrópa er hálfgerður asni, full af Sjálfstæðismönnum flestra landa. Smekklaus með öllu. Dómnefndin var sem betur fer vel skipuð kunnáttufólki, og fleytti okkur áfram í úrslitin. Þar í situr smekkfólk með kunnáttu í tónlist, kunnáttu í tónlist. Íslenska lagið gerði flesta hljóma hér í kvöld falska. Frábært lag, frábær Jóhanna. Yfirburðaflutningur kvöldsins fellur þremur þjóðum í skaut. Íslandi, Svíþjóð og Bosníu-Herzegovínu. Annað var ekki sæmandi þessari keppni. Óttalegt gaul, hopp og hí. En við erum áfram og nú verðum að klára nýja Tónlistarhúsið! Áfram Ísland!
Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 22:49
Ég get vel trúað því að dómararnir hafi fleytt okkur áfram - en hvernig veistu það? Sagði Sigmar það?
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 22:50
Svo er bara þriðjudagur, sunnan við Straum! Laugardagurinn verður frábær! Jóhanna frábær og fuglar á varpstöðum. Líka á flöt!
Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 22:55
Sykrað kók er auðvitað aðaldrykkurinn en fer ekki vel í mig, þess vegna Pepsí max. En Stafnesbrunnurinn trompar náttúrlega allt því þar er æskulindin!
Baldur Hermannsson, 12.5.2009 kl. 23:16
Baldur, Sigmar segir mér ekkert, hann er flottur strákur. Næmt tóneyra mitt var á vaktinni í kvöld. Tom Waits er flottur. En rimlarokkarinn okkar, Rúnar Þór, er alltaf skrefinu framar. Klikkaður andskoti.
Björn Birgisson, 12.5.2009 kl. 23:17
Þess má geta, að hann Atli Már, sonur Rúnars Þórs, er einmitt markvörður okkar Þórsara hér nyrðra, sem byrjuðu einmitt mótið á að slátra Skagamönnum í fyrsta leik um helgina! Nauðsynlegar upplýsingar fyst Björn fór að blanda RÞ í málið. Nú, eins og Finnur "æstastiaðdáandi" TW getur staðfest, þá er þetta nú ekki alveg hinn eiginlegi stíll hans að syngja svona,tók upp á þessu er hlutfall Whiskey's og annars "gleðilegs" tók kipp hlutfallslega í lífi hans! Söng "venjulega" lengi vel.
En haha, þú gefur vini vórum Jens Guð lítið eftir í lýsingum á viðbjóði sem Evróvision!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 01:19
Óttaleg lágkúra er þetta. Hlustaðu heldur á Wagner. "Útför Sigurðar" "Reið valkyrjunnnar", eða bara "Tannhauser- forleikurinn" hrekur á brott lágkúruna og hreinsar loftið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.5.2009 kl. 12:14
Veit hvað þú ert að fara, Vilhjálmur, en ég vil helst taka Wagner-óperurnar í heilu lagi. Eins og þú veist eru samtök ökumanna í Bandaríkjunum búinn að vara menn við því að spila Wagner þegar þeir aka, það eykur stórlega hættuna á umferðarslysum - sérstaklega eru menn hvattir til þess að leika alls ekki Valkyrjureiðina. Sérfræðingar segja að sá sem hlustar á Wagner fyllist yfirburðatilfinningu og finnist sér allt kleift og ökumenn leyfa sér þá meira og gá ekki að sér.
Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 12:38
Svona getur kreppan slegið menn út af laginu, þeir hæðast að íslensku fjallkonunni sem sýnir veröldinni reisn þessarar niðurlægðu þjóðar en upphefja gerpið Waits. Hvar endar þetta?
Is it true, um allan heim
Íslands gyðjan syngur.
Hjá Baldri dregur drungaseim
drukkinn útlendingur.
St. Gulliana (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 13:14
Snilldarlega ort, St. Gulliana, en mér býður í grun að Íslands gyðjan sé sú sem við viljum vera, en Tom Waits sé eins og við raunverulega erum - tröllsleg norðurhjaragerpi sem héldu að þau gætu lagt undir sig veröldina.
Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 13:41
"Evrópa er asni" segir þú Björn Birgisson. Í hugum margra íslendinga- (vek athygli á að íslendinga með litlum staf er ekki innsláttarvilla)- er Evrópa hinn gullklyfjaði asni sem þá langar til að ríða á inn í Jerúsalem. Í mínum huga er Evrópa rándýr hóra full af rembingi.
En það er eins með söngvakeppnina og klámmyndirnar að enginn segist horfa á hana en flestir hlaupa á sig og verða uppvísir að áhuganum. Ég horfi á þessa söngvakeppni með fyrirlitningarsvip og tíni út úr mér niðurlægjandi og baneitraðar háðsglósur og þrauthugsaðar allan tímann. En ég horfi nú oftast.
Ég er þeirrar skoðunar að þessa keppni komi enginn til með að vinna fyrir okkar stoltu þjóð annar en Hallbjörn Hjartarson. Og fer nú kannski hver að verða síðastur með þá hluti alla.
Árni Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 15:55
Ég er nú viss um að fleiri horfi sér til skemmtunar,, heldur en að það sé einhver pæling á bak við lag og texta,,bara taka jákvæðni á þetta og sleppa sér svolítið................
Res (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:13
Ég geri eins og þú, Árni, glápi á þennan viðbjóð fullur sjálfsfyrirlitningar, gnísti svo tönnum á eftir. En mér finnst gott þegar íslenska lagið fær stig. Ég veit ekki hvers vegna íslendingar (með litlum staf) eru svona uppveðraðir fyrir Evrópu, þessum snobbaða útkjálkalýð sem alls staðar er til vandræða. Við erum útrásarþjóð eins og Ameríkanar og ættum frekar að sækja til þeirra. Verst hvað þeir eru samt vitlausir.
Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 23:34
Ég les heldur bloggið ykkar eins og það er nú uppibyggilegt
Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 21:06
Þér væri nú nær að lesa Gamla Testamentið og Njáls sögu heldur en þann endemis kjaftavaðal sem hér er iðkaður kappsamlega.
Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 22:53
Af hverju ekki Hallgrím Helgason?
Björn Birgisson, 14.5.2009 kl. 23:16
Röng kynslóð.
Baldur Hermannsson, 14.5.2009 kl. 23:18
Hallgrímur er hnyttinn, fyndinn og fundvís á samtímann. Orðsins maður.
Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 00:13
Njóttu hans vel. Ég kýs mér heldur Tolstoj. Tala nú ekki um Singer.
Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 00:26
Singer saumavélina?
Björn Birgisson, 15.5.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.