25.4.2009 | 22:52
Bjarni þarf að hreinsa til í kofanum
Ógurlegasta afhroð Íslandssögunnar er staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn liggur í gólfinu, barinn, marinn og - blár. Það var gott að sjá Bjarna bera sig mannaleg en hann veit vel að flokkurinn liggur marflatur og það sem verra er: hann mun eiga erfitt með að rísa á fætur.
Hvort eru kjósendur að hafna flokknum eða frambjóðendum hans? Ég er hræddur um að í þetta sinn hafi alltof margir mjög veikir frambjóðendur skipað efstu sæti listanna. Of margir frambjóðendur hafa tranað sér fram þegar þeir urðu að víkja með hagsmuni flokksins í huga. Helstu dragbítar flokksins eru eftirfarandi - og þetta fólk verður að draga sig í hlé og það sem fyrst. Ef það dregur sig ekki í hlé verður Bjarni að seilast í vöndinn og reka það úr húsi með hörðu. Kosningarnar veita honum fullt umboð til hreinsana. Gangi hann ekki snarplega til verks nú þegar mun flokkurinn aldrei standa í lappirnar framar.
Árni Johnsen. Dugnaðarmaður og dregur ótvírætt talsvert fylgi í sínu kjördæmi en setur biksvartan smánarflekk á Sjálfstæðisflokkinn.
Þorgerður Katrín. Það var ófyrirleitni og dæmalaus eigingirni að ríghalda í varaformannsembættið nú þegar flokkurinn þurfti svo sárlega á algerri endurnýjun að halda. Fjármálatengslin gera málið enn verra.
Guðlaugur Þór. Hefur náð öllum sínum frama með geysilega sterkri kosningavél. Gengi hans í prófkjörum endurspeglar ekki fylgi hans meðal kjósenda. Hann átti skýlaust að stíga til hliðar eftir að styrkjamálið kom upp.
Illugi. Mikill sómadrengur, stórvel gefinn, fjaðurmagnaður og áhugaverður persónuleiki - en tengsl hans við Glitni eru eins og blýkúla bundin við ökkla flokksins.
Einar K. Maður fortíðarinnar. Ráðherra úr fyrri ríkisstjórn. Hann átti að þekkja sinn vitjunartíma og stíga til hliðar.
Þetta eru frambjóðendur sem verða að fara. Enn meiri hreinsanir verða að fara fram innan flokksins en þetta eru þær sem Bjarni verður fyrst að vinda sér í. Geri hann það ekki á flokkurinn sér engrar viðreisnar von. Þá neyðast fylgjendur hans fyrr eða síðar til þess að stofna annan flokk.
Bjarni: Rétt að byrja vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held ekki að Bjarni sé þess umkominn að breyta neinu hjá ykkur. Því miður.
Hann er ekki sá leiðtogi sem þið voruð að vonast til að gæti rifið upp ykkar auma málstað. Sorry..
hilmar jónsson, 25.4.2009 kl. 22:58
Mikið erum við alltaf sammála bróðir hehe
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:11
Mikið rétt hjá þér félagi, ég veit um marga sem kusu ekki sjálfstæðisflokkinn einmitt vegna þessara frambjóðanda. Vil ég þá helst nefna Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu. Einnig vil ég nefna að málþófið sem þeir héldu uppi síðustu viku á þingi hafi ekki verið þeim til framdráttar. Þannig er það nú bara, því miður.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:55
Ég spyr mig: hefur Bjarni það sem þarf til að stinga út úr hrútakofanum? Það er ekki heiglum hent.
Baldur Hermannsson, 26.4.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.