21.4.2009 | 10:25
Ill tíðindi - og góð
Stóra fréttin í þessari könnun er auðvitað fylgi Borgarahreyfingarinnar. Verði þetta niðurstaðan fá þeir 4 menn á þing. Eru það góð tíðindi eða slæm? Sitt lítið af hvoru myndi ég halda.
Það sem ég hef séð til frambjóðenda flokksins lofar ekki góðu, nema hvað Valgeir Skagfjörð fékk ágæta útkomu. Þeir eru almennt ómálefnalegir, þekkja lítið til landsmála, hafa ekki nennt að setja sig inn í eitt eða neitt, hunsa fyrirspurnir og hneigjast til palladóma og drembilætis. Það verður ekki geðslegt að hafa þetta fólk á þingi.
Á hinn bóginn er það mikið gleðiefni að nýr og gersamlega peningalaus flokkur skuli yfirleitt eiga möguleika á því að koma manni á þing. Það gefur fyrirheit um aðhald og pólitíska fjölbreytni. Vonum bara að þssi nýi flokkur reki af sér slyðruorðið þegar á hólminn er komið.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgarahreyfingin virðist vera sá valkostur sem margir óánægðir Sjálfstæðismenn ætla að halla sér að. Og VG auðvitað, undarlegt sem það nú er.
Björn Birgisson, 21.4.2009 kl. 10:57
Ég þekki sjálfur gallharðan Sjálfstæðismann sem ætlar að kjósa VG.
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 11:35
Eins og málum er komið skiptir engu hver situr á þingi.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.4.2009 kl. 11:39
Ertu viss um það Benax? Hvað ef Borgarahreyfingin fengi hreinan meirihluta?
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 11:47
Ég veit ekki einu sinni hvað Borgarahreyfingin er.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.4.2009 kl. 12:02
Þú þarft ekki að vita það, Benax. Hvað ef 32 stykki Þráinn Bertelsson sætu á næsta þingi?
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 12:04
Þetta er nú ekki alveg sangjörn gagnrýni hjá þér á Borgaraflokkinn.
Vissulega tala þau öðruvisi en fulltrúar gömlu flokkanna sem hafa þjálfað sig upp í innihaldslitlu málskrúði lofa öllu fögru og hafa sjaldan þurft að standa við stóru orðin.
Þarna er þó fólk sem er beintengt við alþýðuna og kemur til umræðunnar með hreint borð. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gömlu aðferðirna hafa algjörlega brugðiðst og til verður að koma ný hugsun, ný nálgun og fólk sem þorir að höggva á hnútinn-horfa út fyrir rammann
Guðmundur Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 12:32
Er ekki nóg fyrir Þráin að vera á heiðurslaunalistamannalistanum?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.4.2009 kl. 13:25
Guðmundur, ég hef enga trú á því að frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar séu eitthvað beintengdir við alþýðuna en frambjóðendur annarra flokka. Held reyndar að pólitíkusar hitti yfirleitt fleiri alþýðumenn en margir aðrir. Svo er auðvitað spurningin: hver er alþýðumaður og hver ekki? Hætti Pétur sjómaður að vera alþýðumaður þegar hann fór á þing?
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 13:34
Benax, hann er þá kominn í þá fyndnu stöðu að vera á margföldum ofurlaunum og þar með gjörspilltur að eigin sögn.
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 13:34
Baldur!
Ert þú ekki búinn að átta þig á þeirri óumflýjanlegu staðreynd , að allir gallharðir sjálfstæðir menn eru fyrir löngu farnir úr Siðgæðisf(l)okknum ?
En getur þú sagt mér eitt , hún Þorgerður K G er núna alltaf að auglýsa , mér fynnst vanta hjá henni að auglýsa sætaferðir til Kína , kostaðar af ofurstyrkjum , getum við verið sammála um þetta lítilræði . ;)
Eitt annað O flokkurinn var góður 1971 , og O ið stendur enn fyrir sínu , sem og Þráinn og hanns skrif og myndir , tek ofan fyrir Þráni .
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.