Kempan er á útleið

Björn Bjarnason hittir naglann á höfuðið eins og fyrri daginn. Það er fyrir neðan allar hellur að Alþingi skuli hunsa þá ábyrgð sem á því hvílir að setja þjóðinni stjórnarskrá. Það er fráleitt að efna til einhvers konar annars flokks Alþingis til að vinna það starf.

Framganga Björns í þessu máli er honum og flokknum til sóma - en minnir okkur jafnframt á hvílík kempa er á útleið úr sölum þingsins í næstu kosningum.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur

Ég held að áratuga getuleysi Alþingis til þess að taka stjórnarskrána til rækilegra endurskoðunar kalli á ný vinnubrögð.

Stjórnlagaþingshugmyndin var tilraun til þess að mínu mati. Ég held að Björn hefði átt að slaka á „virðingunni“ og skoða

málið í ljósi sögunnar - sem sýnir getuleysi þingsins. Vonandi verður þetta mál þó til þess að þingið hysji upp um sig og

taki málið föstum tökum.

En svo er önnur spurning: heldur þú að Birni takist að fella Guðlaug Þór af listanum?

Mér sýnist að málið sé sótt af krafti.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.4.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, það er ábyggilega rétt hjá þér að Alþingi er oft furðulega tregt til að taka á málum og laga stjórnarskrá og kosningalöggjöf að nýjum aðstæðum. En mér finnst fráleitt að búa til annað "Alþingi" til þess arna.

Um Guðlaug Þór: það er stórfurðulegt og raunar óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðismenn hafa brugðist við í þessu máli. Það hefði örugglega verið langbest fyrir flokkinn ef Guðlaugur hefði gengið strax úr sæti og jafnframt krafist rannsóknar.

Hefurðu lesið "Morðin í Betlehem" ?

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega furðulegt að það skuli vera sjálfstæðismönnum svona örðugt að skilja svona einfalda vantauststillögu þjóðarinnar á Alþingi.

Eftir 12 ára útlegð í stjórnarandstöðu munu þeir hinsvegar verða farnir að skilja þetta.

En mikið reyndist ég sannspár að það skipti sköpum fyrir þjóðina að Bjarni bæri sigurorð af Kristjáni Þór. Og svo er ég líka ósköp feginn að vera bænheyrður. Ég þakka það nú fyrst og fremst því hve sjaldan ég bið. Það er ekki von að "sá sem á hæstum situr tróninum" nenni að sinna þeim sem einlægt eru að nudda í honum.

En tveir farnir í Reykjavík norður! Þetta er allt að koma.

Verst ef aulunum úr hinum flokkunum fjölgar að sama skapi inni á Alþingi. Reyndar er ég nú ekki vonlaus með Ástþór og Stulla trukk ennþá.

Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er ekki vantrauststillaga þjóðarinnar. Hún kemur hér hvergi nálægt. Er þetta ekki eitthvað upp úr Framsóknarmönnum?

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Umræða um stjórnlagaþing var býsna hávær fyrir 50 árum og beindist ekki síst gegn framsóknarflokknum sem lagði mikið upp úr því að haga stjórnskipan okkar eftir þörfum kaupfélaganna. Búsáhaldabyltingin hafði þetta inni í sínum kröfum og það gæti orðið til þess að ég kysi Borgarahreyfinguna í stað Vg. Reyndar er Vg eini valkosturinn í minum augum til að tryggja að atkvæðið andæfi stóriðjuhryllingnum.(heitir þetta fyrirbæri annars ekki Borgarahreyfingin?)

Ég missti af borgarafundinum í tívíinu. Konan mín sagði mér skellihlægjandi að henni hefði nú eiginlega þótt Ástþór bera af!

Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú ég held þetta heiti Borgarahreyfingin. Mér fannst þetta þungur sjónvarpsþáttur, grunnt á geðvonskunni í frambjóðendum og ljóskurnar önugar - er þetta kannski lægðardragið sem er að ganga yfir höfuðborgarsvæðið?

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 22:11

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vertu nú sanngjarn Baldur, Kata er aldrei leiðinleg og helgi er mælskur. Þá fannst mér Illugi alls ekki svo slappur miðað við aðstæður, þó honum líði áreiðanlega ekki vel. ER þér hins vegar alveg sammála með Þráin auk þess sem hann er bara svo snjall á öðrum sviðum, til að mynda einvher fyndnasti maður sem ég hef lesið er honum hefur best tekist upp.

En þetta eru svo alveg bráðfyndnar línur hjá þér um BB í ljósi þess, að önnur kempa í flokknum og svei mér ekki enn eldri í árum, er alveg ósammála ykkur og merkilegt nokk, alls ekkert á útleið, snillingurinn pétur Blöndal!Hann hangir allavega enn inni samkvæmt könnuninni.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, nr 1. ég hef aldrei sagt að Kata sé leiðinleg, nr. 2: hef aldrei sagt að Helgi sé ekki mælskur.

En þau vöruðust bæði að svara spurningum og það er ekki vegna heimsku - það eru saman tekin ráð og sannaðu til: svona verður þetta það sem eftir er að konsingabaráttunni. (ef baráttu skyldi kalla)

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:22

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SAgði heldur ekki, að þðú hefðir sagt það, en varst kannski pínu svona "neikvó", eins og unglingurinn he´rna segir stundum.

En held að það sé nú rétt lesið hjá þér með með stjórnarliða, enda ekkert skrýtið út af fyrir sig að leggja upp þá leikaðferð að fara gætilega í góðri vinningstöðu. J'on bjarna var þó eitthvað að missa sig karlinn á blogginu, röflandi um einangrun Samfó í Evrópðumálunum, en það kannski kemur ekki að sök.Annars kemur mér þá í hug, að JB er kvæntur kvinnu er Kolkuárnafnið ber, llíklega dóttir eða barnabarn Páls læknis, en varla viltu nú fá hana sem varaformann, hlýtur að vera einvher frænka Jónsspusu frekar?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 340384

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband