Leið kristnu píslarvottunum svona?

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru ekki öfundsverðir þessa dagana. Þjóðin fussar við þeim. Þeir eru eins og fótboltamenn sem ganga út úr búningsherbergjunum til að hefja seinni hálfleik og staðan er 8 - 0, andstæðingunum í vil.

Leið kristnu píslarvottunum svona þegar þeim var fleygt fyrir ljónin? Ég dáist að þessum mönnum. Þeir eru lítilmagnarnir. Og ég er hreykinn af hugrekki þeirra. Hjarta mitt slær fyrir þá.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Margar samlíkingar hafa verið gerðar í þessum atgangi í vetur en þetta er nú sú alheimskulegasta. Eiginlega svo heimskuleg að  maður er orðlaus! Mikil getur blindni manna verið!

Þorgrímur Gestsson, 14.4.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Báðir megum við líða fyrir kaldhæðnina Baldur minn. Ekki öllum gefið að skilja okkur enda ekki neitt sjálfgefið í því efni fremur en öðrum.

En að spurningunni í seinni málsgreininni: Nei kristnu píslarvottunum leið ekki svona og fyrir því var gild ástæða: Þeir höfðu samvisku og meira að segja góða samvisku. Og í því liggur gæfumunurinn. En hvað sagði nú aftur óforskammaður syndabelgur í Sölku Völku,var það ekki eitthvað í þessa áttina?

"Hvað er það fyrir barnlausan mann að hanga dagstund á krossi ef hann er að þjóna góðum málstað?!

En svo er það nú þetta með málstaðinn!

Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, kannski var samlíkingin miður vel valin vegna þess að kristnu píslarvottarnir gengu eldhressir á móti rándýrunum, vitandi vel að innan skamms tíma sætu þeir skellihlæjandi á himnum, sötrandi rauðvín og skrafandi við vini og vandamenn. En frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að arka á vinnustaði og svara til saka fyrir hluti sem þeir eiga enga aðild að og bera enga ábyrgð á.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gottáðá!

Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 19:28

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott á þá? Ég efast um það. Þetta verður allavega lærdómur sem seint mun gleymast. Og herðir þá sem lifa þetta af!

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 19:51

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Í frumkristni var lögð ofuráhersla á gott siðferði, enda færðu ekki guðfræðing til að skrifa undir þessa færslu (nema að mútað hafi verið mjög vel)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband