8.4.2009 | 21:18
Bjarni Ben er höfði hærri en allur lýður
Um Bjarna Benediktsson mætti segja eins og Sál konung forðum: fyrirmannlegur, fríður og höfði hærri en allur lýður. Hann vex að styrk með degi hverjum og var í sjónvarpsþætti kvöldsins höfði hærri en aðrir sem fyrir svörum sátu. 30 milljón króna styrkurinn frá FL var þungur prófsteinn en Bjarni leysti þá raun með glæsibrag, svaraði af heiðarleika og drengskap og hreinsaði Sjálfstæðisflokkinn algerlega af allri tortryggni hvað þetta mál varðar. Það var áberandi hvað talsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokks urðu flóttalegir þegar þetta mál var rætt og aðspurð hvort þeirra flokkar myndu bregðast við af sama drengskap og Bjarni, fóru þau undan í flæmingi. Bjarni fær 9,0 sem er ágætiseinkunn.
Siv Friðleifsdóttir stendur sig alltaf vel í sjónvarpi, áheyrileg, falleg og aðlaðandi kona, glæsilega klædd og ágætlega máli farin. Hún fær 8,0.
Árni Páll Árnason er einskonar sambland af Mikka ref og pólitískri Freyjukaramellu, sólbrúnn myndarmaður sem þræðir einstigin fimlega og læðist svo lítið ber framhjá öllum keldum. Hann ber ekki ennþá mikið skynbragð á efnahagsmál og Bjarni hankaði hann léttilega á ýmsum óheppilegum rangfærslum. Árni fær 7,0.
Valgeir Skagfjörð er frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar og sá sem mest kom á óvart í kvöld. Hann er gríðarlegur ásýndum, flugmælskur, talar jafnt með munni, höndum og fótum og komist hann á þing má heita að Spaugstofunni verði vel borgið næsta vetur. Hann skortir ennþá grundvallarþekkingu á flestum þeim málum sem Alþingi varðar, en hann er fljótskarpur og yrði vafalaust ekki lengi að tileinka sér hana. Hann fær 6,0.
Falleinkunn kvöldsins neyðist ég til að gefa Guðfríði Lilju sem er efst á lista Vinstri grænna. Það er mér þung raun að hvetja vinstri menn í kjördæminu til að kjósa fremur Samfylkingu en Vinstri græna. Staðreyndin er bara sú að stjórnmálaflokkur getur ekki boðið upp á frambjóðanda sem er fyrirmunað að útskýra stefnu síns eigin flokks en fjasar í staðinn af heift um aðra flokka. Hún skoraði nokkur stig þegar hún greindi frá bókhaldi flokksins en rann strax á rassinn í helgislepjunni þegar hún varð að játa að Vinstri grænir hefðu þegið framlög frá landsþekktum súlukóngi. Því miður - bullandi falleinkunn.
Um aðra þarf ekki að ræða.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér rétt að skila milljónunum til gjaldþrota fyrirtækja?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.4.2009 kl. 21:30
Allt sem kemur Íslandi vel á rétt á sér. En ég er ekki hagfræðingur og kann ekki að meta stöðu fyrirtækja.
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 21:32
Sammála þér, kæra vinkona. Hlustum og lærum!
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 21:39
Að líkja Bjarna Ben við Sál
er býsna hlægilegt.
Hann vantar bæði viljans stál
og vitið nægilegt.
St. Gulliana (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:40
Hann Bjarni bar af ekki spurning Veit ekki hvað hefur komið fyrir fólk að sjá það ekki. Örugglega einhver tölvuvírus sem kommarnir VG hafa sett af stað. Þess vegna er ég alltaf með blá sólgleraugu þegar ég er í tölvunni, til að verja mig sko.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:40
Snjólaug, hvar fást svona gleraugu og hvað kosta þau?
St. Gulliana, hvar í ósköpunum hefur yðar náð alið manninn (eða konuna) ? Gaman að sjá þig aftur og vísan er brilljant.
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 21:43
Góð yfirferð hjá þér Baldur. Það verður að þrýsta á að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn geri það minnsta eins Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert. Mér fannst bæði Árni Páll og Siv fara undan í flæmingi þegar þau voru spurð, sem vekur upp spurningar um hvað munu finnast. Það mætti einnig nálgast þetta úr hinni áttinni, sem er að sömu aðilar og upplýstu um 30 milljóna styrkinn til Sjálfstæðisflokksins upplýsi einnig um styrki til annarra flokka. Hlýtur ekki að vera eðlileg að Rannsóknarnefnd Alþingis taki óeðlilega háa styrki til stjórnmálaflokka til skoðunar, þ.e.a.s. ef hún er ekki þegar byrjuð á því?
Annars sammála því að Bjarni Ben stóð sig best. Það er hins vegar svo mikil andúðarbylgja í þjóðfélaginu gegn Sjálfstæðisflokknum, sem fjölmiðlar og andstæðingar flokksins ala á, að ég óttast að málflutningur Sjálfstæðismanna nái ekki í gegn fyrir öllu lýðskruminu sem er í gangi.
Jón Baldur Lorange, 8.4.2009 kl. 21:55
Í kaupfélaginu í Ólafsfirði
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.4.2009 kl. 22:05
Jón Baldur, við erum í þeirri stöðu að við getum ekki unnið, sama á hverju gengur. Við sýtum það ekki. Þegar Andrea Doria sökk lék hljómsveitin Arrivederci Roma. Við bara gerum það líka.
Snjólaug, ég lít þar inn í sumarfríinu
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 23:18
Að Bjarni Ben hafi verið bestur, þýðir ekki að hann hafi verið góður; hin voru bara arfaslæm, ja, eiginlega hallærisleg. Bjarni ætti að láta af landsföðurleikaraskap, honum sem öllum öðrum fer betur að vera eðlilegur/hann sjálfur.
Fyndið hvað margir koma orði að því hvað hann sé myndarlegur. Það hlýtur að vera matsatriði, fyrir utan það að ég fæ ekki séð að eitthvert Ken-dúkku-viðlíki hafi meira til að bera til að bjarga landi og þjóð, en einhver með óheppilegt útlit.
Til að vera með í fegurðardómunum eða Next Top Model, þá fannst mér áður fyrr að hann liti út eins og sjaldgæf apategund, frekar viðkunnanleg þó; með efra andlit af einum og neðra andlit af öðrum. En EINS OG ÉG sagði, hann gæti alveg unnið fyrir sér, fyrir okkur, ÞRÁTT fyrir það.
Eygló, 8.4.2009 kl. 23:48
Hm..... pólitísk Freyjukaramella. Er svona að reyna að sjá hana fyrir mér. Og það er sko alveg nóg svo ekki bætist við blanda með Mikka ref. Getur varla verið góð blanda. Annars sá ég ekki þáttinn. Því miður, hef ekki þolinmæði í svona. Ég verð svo æst.
Heyri að það er "ekki inn" að vera sjálfstæðismaður í dag. Ætli framsóknarmenn séu ekki bara nokkuð ánægðir að vera lausir við þann titil, svona allavega í bili? Þetta er svona svipað og að það er heldur " ekki inn" að finnast einhverjir þættir á ríkissjónvarpinu góðir, t.d. Júróvision eða Spaugstofan.
En það verður spennandi að sjá útkomuna úr kosningunum.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 8.4.2009 kl. 23:52
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:02
""".......Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.
Já ég er nokkuð viss um að þær hafa margar fengið í hnén þegar þær horfðu og hlýddu á þetta glæsimenni á skjánum.
En er hann ekki bara í svipaðri stöðu og glæsimennið íslenska á Sturlungaöld sem leiddur var berfættur milli kirkna í Rómarborg? Konum í því plássi stóð nú ekki á sama ef ég man rétt. Ég spái nú dálítið langri svona göngu hjá honum Bjarna en vona að flokkurinn sjái honum nú í það minnsta fyrir skóm. Annars finnst mér nú að hann Gulli Þór ætti að standa straum af þeim kotnaði ásamt Geir eftir að upp komst um þetta bévítis óhapp og axarskaft þeirra svarabræðra.
Árni Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 10:09
Er orðið breitt viðhorf í þjóðfélaginu, held að eitthvað sé að potast í jafnréttinu. Það er farið að tala um Bjarna líkt og aðeins karlrembur töluðu um snoppufríðar konur hér ekki alls fyrir löngu. En þetta er skref í rétta átt þótt hallærislegt sé. Bjarni baby
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:22
Bravó Baldur. Bjarni getur ekkert gert að því þó hann sé af Engeyjarætt, sé svona fjallmyndarlegur og fæddur með silfurskeið. Hann getur hinsvegar gert að því að hann er þaulmenntaður og vandaður maður í allri framgöngu, yfirvegaður og kjaftar ekki tómt bull gegn sannfæringu sinni.
Halldór Jónsson, 9.4.2009 kl. 11:10
Það fór nú heldur illa fyrir Sál konungi – gleymdirðu því, Baldur minn? Við skulum vona, Bjarna hins unga og þjóðarinnar vegna, að endalok hans verði ekki eins hrikaleg og fyrsta konungs Ísraelsmanna.
Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 11:18
En tóku menn eftir því, að fyrsta frétt RÚV í hádeginu í dag, var peningamál Sjálfstæðisflokksins. Langur pistill
Að spurt væri, eða upplýst um 45 milljóna styrki Samfylkingar fyrir árið 2006 - ?
Ó,nei. Ekki orð.
Eða hvað Framsókn & V-grænir hlutu í styrki ?
Ekki orð.
Þarna sjáið þið, " Palli er einn í heiminum" !! - Sjálfstæðisflokkurinn !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:06
Við sjallar verðum bara að feisa það að þetta voru mútur. Það þarf að velta við öllum steinum og hreinsa flokkinn. Fyrr náum við ekki vopnum okkar.
Við skulum ekki missa móðinn.
Munum að jafnvel Kommúnistaflokkurinn er ennþá til í Rússlandi.
VíR (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:58
Fjórflokkurinn er eitt spillingarfen. Stærsta spillingin raunar sú að soga út á fjórða hundrað milljónir beint í flokkssjóði úr RÍKISSJÓÐI árlega, já, úr vösum okkar skattborgara. Ég var með enskan gest hjá mér í kvöld, og þar þekkist þetta ekki, að ríkið sé látið standa þannig undir beinum rekstri stjórnmálaflokkanna. Og hann furðaði sig á því, að eftir því sem fleiri þingmenn flokks eru, þeim mun meira fái hann. Þetta er eins og tryggingakerfi eða perpetuum mobile til að geta verið sem lengst við völd. Vitaskuld verk Davíðs og Geirs umfram alla aðra – og nú hrekkur enginn í baklás þegar ég nefni gæðablóðið Geir líka, því að hann ef einhver er lykilmaður í þessu ölu sem við höfum verið að hneykslast á síðustu tvo dagana.
Jón Valur Jensson, 10.4.2009 kl. 00:58
Hjá slíkum gáfumanni sem þér Baldur Hermannson,kemur mér vanmat þitt á Guðfríði Lilju mjög á óvart, þú og fleiri sem tjá sig hér, þekkið greinilega lítið sem ekkert til hennar!Svo er nú alveg frábært, að þú skulir ekki vilja gefa hinni afburðagreindu og eiginlega fjölhæfustu manneskjunni þarna, Kolbrúnu Stefáns, einkun, ég tala nú ekki um vegna þess að henni tókst það sem hinum "fagra nútíma-Sál", tókst ekki, að koma salnum til að hlægja! Hún sem er svo mjög lagleg og ber aldurinn afbragðsvel, en líkt og um "Liljuna blómstrandi", þá virðistu lítið hafa kynnt þér konuna!
Annars er færslan svona nett vitlaus, en það líka allt í lagi, vþí ég minnist þess nefnilega sem Ómar blessaður orti um þig og Illuga um árið eitthvað á þá leið, að "þetta eru messtu meinleysisgrey,/sem meina ekkert hvað þeir segja"
Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2009 kl. 02:52
Svo má skutla þessu fram líka!
Baldurs bráðvel þekkjum,
blaður yfirdregið.
Í HUGARFARSINS HLEKKJUM,
hangir kannski greyið!?
Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2009 kl. 03:06
Bragarbót!
Baldurs bráðvel þekkjum,
blaður, trúa megið.
Í HUGARFARSINS HLEKKJUM,
hangir ennþá greyið!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2009 kl. 03:30
Við Sjálfstæðimenn þurfum að losna við þetta fólk, þs Guðlaug, Þorgerði og alla þá sem stigu á tærnar á Davíð. Þau voru líka alltaf að gæla við Baugsliðið. Það höfum sannir Sjallar ekki þolað. Helst hefði ég viljað sjá Davíð stiga fram og taka flokkinn yfir. Vona samt að hann leiðbeini stráknum í gegnum þennan mikla öldursjó. Við verðum líka að gera greinarmun á góðum peningum og vondum peningum. Góðir peningar væru td styrkir frá útgerðarmönnum. Ef þeir peningar hefðu ekki komið í flokkana þá væri fiskveiðistjórnunarkerfið í hættu. Við búum við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. En vondir menn alltaf haft horn í síðu kerfisins og kennt frjálsa framsalinu um upphafinu að hruni Íslands. Það er bara kjaftæði. Vona að við náum að fela þá peningaslóð, en klárum þetta FL-Baugsmál sem allra fyrst. Þetta voru vondir peningar sem komu frá Baugi, Fl og Baugsbankanum. Ég vona að sérstakur saksóknari okkar nái að sópa verstu málunum undir teppið. Almenningur hefur því miður lítinn skilning á réttu og röngu...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.4.2009 kl. 06:34
En ég átti auðvitað að tala um þáttinn. Þoli ekki þessa frunsu á honum Bjarna. Einnig fer þessi þessi Engeyjar og Viðeyjar stimpill á honum í taugarnar á mér. Helst hefði ég viljað sjá alþýðumanninn Kristján Júlíuss taka við. Hann er eins og Davíð, maður fólksins. Ég óttast að ríki strákurinn nái ekki að rífa flokk allra stétta upp úr öldudalnum. Hann á auðvitað að gera eins og frelsarinn forðum, sem reið á asna inn í Jerúsalem. Hann má ekki sýna allt þetta ríkidæmi, heldur vera maður fólksins. Guðfríður Lilja hefur líka alltaf staðið sig vel, en hún er bara í röngum flokki. Annars myndi ég kjósa hana enginn spurning. Hún fær ágætiseinkunn, enda í stöðugri framför í pólitíkinni og skákinni....
Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.4.2009 kl. 06:48
Nei heyrðu nú kæri vinur, Bjarni stóð sig bara hreint ekki vel. Kannski örlítið betur er þeir allra óreyndustu en fjandin hafi það menn í hans stöðu eiga að gera betur, hann var bara lélegur. Liljan einnig en það er hún alltaf svo það er ekkert nýtt í því. Nýliðarnir sigruðu þetta kvöld, því það er meira en að segja það að stökkva svona beint í djúpu laugina vitandi að allra augu beinast að manni.
Og samfylkingar fulltrúi.... algjörlega úti að aka og var lang lélegastur
(IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:49
25 blogg ! - 25 segi og skrifi! - Hvergi minnst einu orði á " FRJÁLS FRAMLÖG" til Samfylkingarinnar árið 2006 ""
"
Framlögin "frjálsu" námu aðeins 49.874.898.00 árið 2006.
-----------------------------------------------------------
Engin sundurliðun. Ekkert hver eða hverjir gáfu mest!
"Mútur" í spilinu ??
Guð hjálpi okkur , ekki í flokki hennar Sollu og þeirrar heilögu!
Enn - þögn fréttamiðla þessu viðvíkjandi er að verða ærandi !!
Reyndar fékk flokkurinn 2007 í " frjáls" framlög Kr. 38.756.421.00
Samtals 2 ár " aðeins" í "frjálsu" Kr. 83.744.000.00* áttatíu & þrjár milljónir !
Var einhver að hlæja - eða klökkna ??!!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:20
Gaman að fá að sjá þetta álit á Kolbrúnu Stefáns. Þó hón væri ekki í sama liði og ég í Frjálslynda flokknum meðan ég starfaði þar þá fannst mér alltaf nokkuð til hennar koma. Og rétt er það að hún er fjallgreind, hugguleg í útliti og á afar gott með að koma fyrir sig orði. Auk þess sem hún hafði gott vegnesti í góðum málstað.
Árni Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 12:59
Ég get verið sammála þér um Guðfríði Lilju Baldur minn - og Siv Friðleifs er "fín stelpa" eins og ónefndur bæjarstjóri á Seyðisfirði komst að orði.
Hins vegar tek ég eftir að þessi greindarlega greining þín er skrifuð 8. apríl. Nú er runninn upp 10. apríl - föstudagurinn heillangi (fyrir sjáLfstæðisFLokkinn) og þú hefur haft óvenju hljótt um þig. Varðstu nokkuð fyrir áfalli í gær?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:31
Þegið framlög hjá súlukóngi - því miður bullandi falleinkunn ?????????????
Það hefur þá væntanlega verið margfallt meira en 55 milljónirnar . Baldur villt þú ekki fræða mig og aðra um sukkið í VinstriVænum , ekki er því fyrir að fara í Siðferðisf(l)okknum . Koma svo með "sannleikann" . ;) eða kannski :(
Hörður B Hjartarson, 10.4.2009 kl. 15:59
Bjarni er vel upp alin og af góðu fólki komin. Lesum söguna. En þetta blogg þitt elsku hjartans vinurinn minn minnir mig á illa prjónaðan sokk. Það góða við það er að hægt er að rekja hann upp.( Held raunar að þú sért Samfylkingarmaður inn við þetta margfræga bein)..Hvað ertu mörg kíló?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:38
ALERT !
MADDAMAN NEITAR AÐ GEFA UPP KOSNINGASTYRKI !!
Ástæðan ?
Jú, örfáir auðmenn stóðu undir kosningastyrkjunum 2006.
Helstu nöfn?
Finnur Ingólfsson
Ólafur Ólafsson ( Samskip)
Sigurður Einarsson -Kaupþing.
Þessir gáfu tugi milljóna - endurtek tugi milljóna !
Watergate-hneykslið forðum, sem dropi í hafið miðað við ótrúleggt stórsukk Framsóknar !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:49
Baldur ! Hvað er orðið af þér ? Ert þú að safna upp í " sannleikann " ?
Hörður B Hjartarson, 10.4.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.