Gríðarlegt fylgishrun herðir oss og styrkir

Þetta er gríðarlegt fylgishrun hjá Sjálfstæðisflokknum. Á stundu sem þessari staldra menn við og tuldra í skeggið: hver er ég, hvaðan kem ég og hvert er ég að fara?

Meðan við hugsum málið harla gneypir skulum við samt ekki gleyma því að betra er að falla með sæmd en lifa við skömm.

Við minnumst líka hins fornkveðna: það sem eigi grandar oss mun aðeins herða oss og styrkja.


mbl.is VG tvöfaldar fylgið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Því ættum við að vera gneypir? Svona er pólitík... ég held það nú Það verða ekki alltaf jólin hjá þeim sem fara upp núna.  Við förum niður í bili, slökum aðeins á og söfnum krafti - ekkert flóknara en það.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.4.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert í minum huga hetjan á Bjargi!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 16:51

3 identicon

Hó!

Það er val um vinstri eða hægri.

Að kjósa smáflokkana er bara verið að segða "ég hef ekki áhuga á lýðræði".

Framsókn er hvort eð er bara hóra sem selst hæstbjóðenda og kaup á vændi verða ólögleg þannig að þeir eru ÁT.

Frjálslyndir eru orðnir strumpa (litlir og bláir)

Ó-borganlegir eru LEGO (litlir og gulir)

Hvað viltu svo kjósa...kúk eða skít?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:57

4 identicon

Hafa ber í huga að könnun þessi var gerð áður en það uppgötvaðist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið tugi milljóna af FL  Group, og líklega ekki í fyrsta sinn.

Og það er útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í þetta eina sinn þegið mútur. Hvað með alla kvótagreifana??? Hafi kjósendur þessa  flokks vitneskju um þetta hljóta þeir að yfirgefa þennan spillta og hugmyndafræðilega gjaldþrota flokk. Og væri því eðlilegt fyrir svona flokks um 4% fylgi.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Kostaðu huginn at herða" Baldur minn, "sjaldan er ein báran vís nema önnur sé stök" eins og hann Ólafur heitinn var vanur að segja þegar kellíngin datt íða.

Það sagði mér gamall maður sem bjó lengi á Síðunni að þegar áhyggjur hans hefðu verið mestar þá hefði hann rölt út í hagann og fundið sér góðan stað til að hægja sér á til baksins. Og hann sagði það aldrei hafa brugðist að þegar þessu var lokið og hann langt kominn að girða sig þá hefðu veröldin brosað við honum.

Nú er þetta reyndar bannað nema í afskekktum eyðibyggðum er mér sagt.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 16:59

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Óskar, þessi greinargerð mun koma mér að haldi í kjörklefanum!

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 17:01

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þegar ég var unglingur var ég lagður inn á Hvítabandið og skorinn upp við botnlangakasti. Snillingurinn og erkikomminn Þórarinn Guðnason skar. Í næsta rúmi lá vitringur ofan úr Borgarfirði. Hann varð mér ógleymanlegur. Hann vildi helst ekki ganga örna sinna á salernum. Best var að gera sínar náttúrlegu þarfir úti í náttúrunni og róta yfir eins og hundarnir.

Hann hélt dagbók um allt sem gerðist í hálfa öld. Bærinn brann og dagbækurnar brunnu allar. Þar fóru forgörðum ómetanlegar heimildir. Um kvöldið náði hann sér í stílabók og byrjaði á nýrri dagbók.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mundu það nafni að ,,meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér" eins og þú hefur gert að þínum tileinkunarorðum. Kannski sannleikurinn komi með fylgishruninu( sem mætti vera meira).  kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 17:12

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það, kæri nafni, að minna mig á þessi huggunarorð í miðju snjóflóðinu. En eigum við ekki báðir að leita "sannleikans" annars staðar?

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 17:13

10 identicon

Svona svona Baldur. Þetta er verst fyrst og svo smá versnar það..En í einlægni talað? Hvað gerir þig að sjálfstæðismanni?.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:27

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engar nærgöngular spurningar hér Hallgerður mín.

Árni Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú, Árni minn. Hallgerði mun ég ávallt svara, lífs eða liðinn. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem kemst að sumu leyti nálægt því að endurspegla mín eigin viðhorf til samfélagsins. Því fer þó víðs fjarri að ég fylgi stefnu hans í einu eða öllu. Og því fer jafn fjarri að hann komi til móts við megnið af mínum viðhorfum.

Annað sem gerir mig að Sjálfstæðismanni er það sem ég myndi vilja kalla neikvæðar forsendur. Ég er hrikalega ósáttur við svo margt sem vinstri flokkarnir standa fyrir. Ég hef sjálfur þekkt úrvals menn sem voru vinstri sinnaðir - og þeir bestu eru hreinræktaðir kommar - en í heild finnst mér vinstri mennska vera hræðilega skemmandi.

Hallgerður, ég veit að þetta er frekar yfirborðslegt en ef þú vilt frekari svör verð ég að senda þau prívat og persónulega.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 17:38

13 identicon

Ærlegur að vanda. Hvað vill Árni upp á dekk?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:14

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Meistara Árna er ekkert mannlegt óviðkomandi.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 18:16

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú munt vera glímukóngur okkar tíma, Baldur. Hermann hefði ekki átt mikið í þig og þá á ég ekki við föður þinn, því til hans þekki ég ekkert.

Ragnhildur Kolka, 8.4.2009 kl. 18:33

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Ragnhildur, þetta er fallega mælt og uppörvandi á erfiðum tímum.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 18:36

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hallgerður: Af hverju er ekki nóg að spyrja: Hvað gerði þig að sjálfstæðismanni ? Óþarfi að setja inn eitthvað sjálfstæðis, hvers vegna þurfa menn að kenna sig við eitthvað yfirvald höfum við ekki sjálfstæða hugsun. Mér nægir að vera maður :)

Finnur Bárðarson, 8.4.2009 kl. 20:37

18 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Rosalega er gaman að vera sjálfstæðismaður þessa stundina.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.4.2009 kl. 20:50

19 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Maður hefur nú séð það svartara  

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:13

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, það furðulega er að það er hreint ekki leiðinlegt. Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf bestur í andstreymi.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 21:25

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég tek undir með Baldri og Nietzsche: "Það sem ekki drepur þig, gerir þig sterkari". Annars er löngu kominn tími til að hreinsa út úr Sjálfstæðisflokknum allt þetta Evrópusinnaða, pólitískt rétthugsandi, feminista- fjölmenningarsinna- og hómósexúalista- pakk, sem m.a. hefur ráðið Morgunblaðinu um langt skeið. Það á best heima í þeim flokki, sem hefur hæst kjána- hlutfall allra íslenskra stjórnmálaflokka, nefnilega mensévíka armi Alþýðubandalagsins sáluga, sem nú nefnir sig "Samfylkinguna".

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.4.2009 kl. 21:38

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, hraustlega mælt - en aðalhættan er sú að þá yrði enginn eftir.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 21:41

23 identicon

Sæll Baldur

Mig langaði aðeins að fá að skyggnast inn í hugann aðeins meira en kom fram hér að ofan. Vissulega mátt þú hafa þínar skoðanir um hægri stefnu og allt það. En það eru aðrir hægri flokkar til eins og Frjálslyndir og hreyfing sem er þverskurður, þaðan koma menn frá hægri og vinstri eins og Borgarahreyfingin.

Mín spurning er sú.

Plagar það þig ekki í kjörklefanum þegar þú merkir við xD að þú ert að merkja við spillingu, lygar og svik ? Þetta er alveg hreint og beint. Það er ekki lengur hægt að reyna tala sig í kringum það hvað sjálfstæðisflokkurinn er orðinn spilltur. Þeir sem stofnuðu þennan flokk mundu snúa sér í gröfuna ef þeir sæju hvernig komið væri fyrir honum.

Kv. Jóhann

Jóhann Gunnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:19

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann Gunnar, takk fyrir þessa athugasemd. Ég sé að hún er skrifuð af heiðarleika og hreinskilni. Mér leið illa um daginn þegar ég hélt með Manchester United í leiknum gegn Aston Villa - algerlega gegn betri vitund - en ég neyddist til þess út af stöðu Arsenal á stigatöflunni. Ég bý í kjördæmi Bjarna Ben og ég mun kjósa hann með góðri samvisku.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 23:22

25 Smámynd: ThoR-E

...nú er illt í efni Baldur minn.

Eigum við ekki bara að kjósa frjálslynda... hætta þessu rugli bara.

Ég held það.

ThoR-E, 9.4.2009 kl. 15:01

26 Smámynd: kallpungur

What goes down must come up. What goes up must come down. Þannig gerast kaupin á eyrinni. þeir sem hlakka mest yfir hamförum efnahagsins og áhrifum þess á sjálfstæðisflokkinn, verða að gæta þess að Ragnar Reykáss lifir sældarlífi í sál margra Íslendinga og mun eflaust gera það í langan tíma enn. Maður skilur hinvegar ekki kjaftháttinn og þann arga dónaskap sem menn leyfa sér oft (sumir alltaf) á blogginu. Þapð er svosem í lagi að vera reiður en stundu keyrir þetta um þverbak.

kallpungur, 9.4.2009 kl. 16:22

27 identicon

Finnur ég skil þig ekki?..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband