Sjálfstæðisflokkur í hressandi stálbaði

Enginn Íslendingur hefur tekið formennsku í stjórnmálaflokki við jafn erfiðar aðstæður og Bjarni Benediktsson yngri. Gríðarlegt fylgishrun – og síðan umdeildur fjárstyrkur frá fyrirtækjum.

Höfum strax eitt á hreinu, Sjálfstæðismenn: það var nákvæmlega ekkert að því að þiggja þessa fjárstyrki á sínum tíma. Það var ekki ólöglegt og ekki siðlaust. Lög sem núna gilda um slíka styrki höfðu ekki tekið gildi. Það breytir engu að þau voru í þann mund að taka gildi – sú stund var ekki upp runnin þegar peningarnir bárust. 

Fyrir allnokkrum árum var um það skrifað í fjölmiðlum að gamall maður hefði arfleitt Alþýðubandalagið að húsi sínu. Þetta þótti öllum fagurt. Það er líka fagurt þegar stöndug fyrirtæki styrkja Sjálfstæðisflokkinn.

Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt grunninn að heilbrigðu og öflugu atvinnulífi á Íslandi. Án Sjálfstæðisflokksins væru engin fyrirtæki stöndug í landinu. Hér væri bara örbirgð. Það er ekki nema sjálfsagt að fyrirtæki styrki hann þegar hart er í ári. Gleymum því ekki heldur að á þessum tíma jusu bankar og önnur fyrirtæki milljörðum króna í íþróttir og menningu. 50 milljónir var ekki tiltakanlega há fjárhæð fyrir þessi risafyrirtæki.

Var rangt að þiggja þessa peninga?  Hreint ekki. Það má alveg eins spyrja: hefði Alþýðubandalagið átt að hafna húsi gamla mannsins? Auðvitað var nákvæmlega ekkert rangt við að þiggja þessa peninga. Ef ég á eftir að eignast risafyrirtæki ætla ég að styðja Sjálfstæðisflokkinn um 50 – 100 milljónir króna og ég mun þá taka það óstinnt upp ef hann segir nei takk.

Á Sjálfstæðisflokkurinn að skila þessum peningum? Alls ekki. Hann fékk þá með algerlega heiðarlegum, löglegum og siðsamlegum hætti og það er engin ástæða til að skila þeim. Það getur vel verið að einhverjum þyki betur hæfa að skila þeim, en það mun nákvæmlega engu breyta – hvorki um það sem hefur gerst, né heldur um afstöðu kjósenda í komandi kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn sér fram á ferlegt afhroð eftir tvær vikur. Öll spjót standa á okkur. Engum þykir vænt um okkur. Það vill okkur enginn.  Það verður sett á okkur nálgunarbann í stjórnarráðinu næstu 4 árin. Okkur gefst því góður tími til að endurskipulegga flokkinn og fullgera þá endurnýjum sem nú er vel á veg komin.

Við skulum hverfa til upphafsins og rifja upp til hvers þessi flokkur var stofnaður á sínum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn er í hressandi stálbaði og mun í fyllingu tímans stíga úr því ferskur og endurnærður.  


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Þessi færsla segir ýmislegt um þig og þitt siðferði, það hljómar ekki vel. Auðvitað var löglegt að taka við þessum styrkjum, en að taka við þeim, miðað við hvaða aðstæður ríktu og hvað lá að baki var það gjörsamlega siðlaust.

Geir Guðbrandsson, 11.4.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

geir, þessi athugasemd segir ýmislegt um vitsmuni þína, það hljómar ekki vel.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur og þú sagðir að þú hefðir ekki húmor: "hressandi stálbað"

Kveðja

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Atta boy!

Ragnhildur Kolka, 11.4.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Gleymum því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt grunninn að heilbrigðu og öflugu atvinnulífi á Íslandi". - Afneitun eða veruleikaflótti?

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2009 kl. 18:57

6 identicon

Hélt að þú værir týndur

(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:01

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

......Engum þykir vænt um okkur. Það vill okkur enginn. Það verður sett á okkur nálgunarbann í stjórnarráðinu næstu 4 árin.

Þú ert náttúrlega algjör snillingur Baldur!

"Minn herra á aungvan vin."

Árni Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 19:06

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Án Sjálfstæðisflokksins væru engin fyrirtæki stöndug í landinu. Hér væri bara örbirgð" Hm, hm .................

Gangi þér vel með uppbygginguna, Baldur minn. Það þarf svo margar góðar hendur í rústabjörguninni.

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 19:08

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Baldur og mæltu manna heilastu

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.4.2009 kl. 19:20

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvernig fór leikurinn?

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 19:20

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, seilumst í seðlaveskið og greiðum Íslandi skuld vora

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 19:22

12 Smámynd: Björn Birgisson

Leikurinn? Hef ekki séð neinar fréttir. Sé það í Mogganum á þriðjudaginn og læt þig vita, fyrstan manna!

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 19:47

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sumir fundu páskaegg, aðrir ekki í STÓRLEIK Sjálfstæðisflokksins í þessari einka(reknu)íþrótt sinni, ef þú varst að spyrja um hann!? Gulli greyið fann til dæmis ekkert, sem kannski segir sína sögu!

En innihald færslunnar sýnir og sannar auðvitað hve innihaldsrík vísan góða hans Ómars var og ég vitnaði til í athugasendum við síðustu færslu.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 20:22

14 Smámynd: kallpungur

Heill og sæll Baldur.

Það hefur verið svo gaman að fylgjast með heilagri vandlætingu vistrimanna síðustu sólahringa. Þeir eru bókstaflega froðufellandi af hatri og illsku. Það hlýtur að fara ílla með sálarlíf manna að byrgja inni svona tilfinningar. Því segi ég við þá boggið bloggið bloggið. Meiri skemmtun fyrir mig.

Kveðja Kallpungurinn

kallpungur, 11.4.2009 kl. 20:35

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þessi tilvitnun í Hreggviðsson er orðin eins og hver annar málsháttur.

Svíar eiga málshátt sem mér hefur alltaf fundist eiga heima í Íslendingasögunum: ensam er stark!

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:47

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

kallpungur, okkur er sko ekki alls varnað meðan við getum skemmt öðrum með vesöld okkar.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:48

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug, undanfarin dægur hafa golf, fjölskyldan, vinirnir og Tanga-Tómas átt hug minn allan. Ég er eiginlega hálf hissa á þessari móðursýki kringum styrkveitinguna. Mér finnst Sjálfstæðismenn einna móðursjúkastir. Ætli þeim finnst gott að finna til sektar? Til eru fræg dæmi um slíka menn. Hef heyrt að Graham Greene hafi verið þannig.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:51

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, skilaboðin löngu móttekin. Broken record?

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:51

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Auðvitað hefur þú á réttu að standa að venju. Nú er að safna liði og hætta að gráta alla bændurna.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 20:58

20 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Flokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samrunna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins og var Jón Þórláksson, verkamaður og síðar borgarstjóri Reykjavikur, fyrsti formaður þess þar til 1934 þá tók Ólafur Thors við, síðan kom dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970. Eftir hann var Jóhann Hafstein til 1973, næstur var Geir Hallgrímsson þar til 1983, svo Þórsteinn Pálsson til 1991, svo Davíð Oddson til 2005 og nú er Geir H. Haarde formaður flokksins.

Fyrstu 10 árin var Sjálfstæðisflokkurinn lengst af í stjórnarandstöðu, ef undanskilið er tímabilið frá miðju ári 1932 til miðs árs 1934, þegar flokkurinn tók þátt í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Aðalviðfangsefni hennar var að koma á umbótum á kjördæmaskipan landsins, er var orðin mjög úrelt og óréttlát. Flokkurinn hefur ítrekað síðan barist fyrir umbótum og auknu réttlæti í þeim efnum.

Sjálfstæðisflokkurinn féllst á að taka þátt í ríkisstjórn með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, þjóðstjórninni, undir forsæti Hermanns Jónassonar í aprílmánuði árið 1939. Miklar deilur urðu innan flokksins um myndun stjórnarinnar og þátttöku í henni. Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á kom í ljós að það varð þjóðinni til láns að allir helstu flokkar hennar höfðu sameinast um stjórn landsins. Þá þurfti að taka margar örlagaríkar ákvarðanir, sem mikilsvert var að sem mest eining ríkti um, svo sem er Íslendingar tóku í sínar hendur meðferð konungsvaldsins og utanríkismála við hernám Þjóðverja á Danmörku í aprílmánuði 1940. Upp úr þjóðstjórnarsamstarfinu slitnaði 1942 og Ólafur Thors myndaði fyrstu ríkisstjórnina undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. 

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing landsins sem notið hefur mests fylgis og komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka notið mikils stuðnings í sveitastjórnakosningum eða tæplega 45% meðalfylgi frá stofnun hans og kjörnir fulltrúar hafa látið verulega að sér kveða á þeim vettvangi. Í Reykjavík hafði flokkurinn hreinan meirihluta um áratuga skeið, allt til 1978 og aftur 1982 til 1994.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 21:06

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Benedikt, þetta er ágæt upprifjun.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 21:10

22 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi texti Ben.Ax. minnti mig einna helst á minningargrein. Er þessi birting ekki full snemma á ferðinni? Líkið er svo sannarlega volgt ennþá!

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 21:28

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, dauðinn er alltaf nýtt upphaf, segja þeir í Guðspekifélaginu. Mér líst vel á þetta stálbað Sjálfstæðisflokksins. Við þurftum á því að halda því við vorum orðnir alltof feitir og værukærir. Við munum skunda á Þingvöll og strengja vor heit þegar kallið kemur.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 21:35

24 Smámynd: Björn Birgisson

Verður þetta ekki svolítið langt bað? Er engin hætta á að stálið fari að ryðga? Verður stálbagsinn, þessi sem Davíð var alltaf með í ólinni, með í baðinu, eða hefur hann verið afskrifaður, bæði veikur og vanhæfur?

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 21:53

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta gæti orðið stálbað í samfelld 12 ár. Eftir þann tíma verðum við tárhreinir og búnir að endurheimta sveindóminn.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 22:18

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk sömuleiðis, Dóra litla

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 23:14

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skildi Dóra litla ekkert vera farin að stækka eitthvað?

Sem gamall "Snápur" veit ég að það getur nú verið undir hælin lagt hversu vel "punkturinn nær í gegn". En þetta hér að ofan var nú ritað með jávkæðum huga í þinn garð. Allir eiga jú sínar góðu hliðar, já meira að segja þú!

En Ben.Ax í sínum knappa en kjarnyrta úrdrætti um "Senndauða Sjálfstæðisflokkin", virðist hafa gleymt því að nýr formaður var kjörin um dagin, en það gerir reyndar ekkert til!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.4.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 340287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband