Framsóknarmenn hugsa með innýflunum

Þetta er bæði ánægjuleg könnun og kostuleg. 88% Íslendinga eru ánægðir með líf sitt. Ég er ekki viss um að aðrar þjóðir komist með tærnar þar sem við höfum hælana. Það kemur auðvitað engum á óvart að fýlupokarnir skuli kjósa Vinstri Græna. Sá flokkur var stofnaður af fýlupokum fyrir fýlupoka. Þar hæfir kjafti skel.

Hitt er stórmerkilegt og umhugsunarvert að Framsóknarmenn skuli vera ánægðastir allra. Er það vegna þess að þeir láta ekki hugsjónir eða siðferði flækjast fyrir sér en hugsa mest um eigin hag og líta á pólitík sem meðal til þess eins að bæta stöðuna fyrir sjálfa sig?

Eða er það vegna þess að þeir standa með báða fætur á jörðunni, hugsa með innýflunum og haga lífi sínu eins og gildur bóndi sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu, ætlar sér ekki um of en gætir þess að eiga alltaf fyrningar í hlöðunni?


mbl.is 88% ánægð með líf sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

,,Betri er gildur bóndi í fjósi en sjálfstæðismaður í einkareknum banka!"

Hafðu það gott um helgina.

Kv. M.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 340676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband