Hún lærði ósómann af Ögmundi

Frammíköll voru stunduð á kosningafundum til sveita í gamla daga og þóttu góð skemmtun. Sumir ræðumenn voru snillingar að henda á lofti frammíköllin og ýmist snara þeim til baka eða nota þau til að fleyta ræðunni áfram. Lúðvík Jósepsson þótti góður, svo og Karvel Pálmason. Eiður Guðnason, sá mæti maður, komst aldrei upp á lag með þetta. Hann lét frammíköllin pirra sig. Fólk vill helst ekki pirraða pólitíkusa.

Ég kann ekki að meta frammíköll á Alþingi. Þau eru virðingarleysi við þingið. Arnbjörg á ekki að láta svona. En hún hefur vísast lært þennan ósóma af Ögmundi Jónassyni sem tíðum fær óstöðvandi munnræpu þegar aðrir eru uppi í pontu og láta sér um munn fara eitthvað sem honum mislíkar.


mbl.is Yfirgjammari þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Háttarlag þingmanna Sjálfstæðisflokksins að undanförnu er lélegasta auglýsingaherferð sem ég hef séð í aðdraganda kosninga. Svo sem allt í lagi mín vegna.

Björn Birgisson, 4.4.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert orðinn svo samgróinn falsinu og svínaríinu að þér krossbregður þegar þú sérð heiðarlega þingmenn fylgja sannfæringu sinni.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Björn Birgisson

Falsið og svínaríið er ekki mín megin. Ég styð ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Björn Birgisson, 4.4.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki svona hvumpinn, ég er ekki að ásaka þig um fals og svínarí.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 17:51

5 identicon

það eru álögur á mínu kjördæmi, þar finnst ekki nokkur frambærilegur kjaftur til að kjósa og til að kóróna það lið, er þar inni yfirgjammari þingsins

(IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, því miður ganga þeir ekki á undan með góðu fordæmi en það er þá lágmark að þeir læri mannasiðina af ykkur þatna úti á kjálkanum. Eigum við ekki að sameinast um að fordæma ALLA sem iðka frammíköll á Alþingi? Það er óþolandi ósiður sem þarf að útrýma.

Sigurlaug, það er hund og kattarfúlt að hafa ekki frambærilegt fólk til að kjósa. En þá er bara að berja saman ferskeytlu og skrifa hana á seðilinn.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 18:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefur nú ekki staðið mikið í því fólkinu þarna úr Dalsplássinu við Héraðsvötnin að raða saman nokkrum orðum með rími og höfuðstöfum. Eða Steinsstðakyninu svona yfirleitt.

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 19:03

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steinsstaðakyninu átti það nú að vera.

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 19:04

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Guð blessi þig, Baldur minn, fyrir hvað þú kannt marga mannasiði.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 19:38

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Benedikt minn, reyndar nota ég alls ekki að staðaldri alla þá margvíslegu mannasiði sem ég hef lært um ævina.

Árni, vér bíðum í ofvæni eftir frekari ættfærslu frá frúnni að austan. Það er mikil híbýlaprýði að þeirri góðu konu.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 19:43

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þar sem minnst var á rím og höfuðstafi hér að framan langar mig til að birta vísu til gamans sem ort var um það þegar vísindamenn fundu það út að hægt væri að búa til lyf handa börnum úr hunda
 
Læknarnir bregðast lýðsins vonumlyfin þeir brugga, einskis nýt,í stað þess að segja sjúklingonum

að sitja heima og éta skít.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 19:57

12 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Svona er tæknin!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 19:58

13 identicon

Jahérna maður fer nú hjá sér við allt þetta hrós Takk Baldur minn.

Árni : Mér er svo ferlega illa í ætt skotið að það má nánast kalla mig brottræka úr ættinni þeirri háværu, og þar með Skagafirðinum. Kann ekkert að búa til góðar vísur, þykir vín fremur vont, en er þó að reyna bjarga söngnum og sæki því tíma hjá mér fróðari í þeim fræðum 

En merkilegt er hvað það,  sem kallast gamalt getur átt við nútímann, faðir minn heitinn var heit trúaður sjálfstæðismaður, en var þó ekki alltaf hrifin af sínum mönnum. En þessi vísa passar í dag og eins og þá þegar annar Geir var við völd í þeim flokki.

Æðstu völdin Geir mun gráta 

en gjarnan þarf að semja frið.

Hann ætti því að eftirláta 

öðrum formannsembættið.

En svona í mínu sorgarferli hvað varðar L listann.

Þær eru að kvelja mig áhyggjurnar

mig ýmislegt hrellir í leynum.

Allt er nú farið sem  áður var

ég á ekki samleið með neinum.

Kveðja úr blíðunni fyrir austan.

(IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 20:41

14 Smámynd: Björn Birgisson

Ég get ekki orðið hvumpinn nema ég viti upp á mig einhverja sök. Sem er ekki. Vondir menn misnotuðu (nauðguðu) stefnu Sjálfstæðisflokksins, nýttu sér hana til hins ítrekaðasta, sjálfum sér til framdráttar, með blessun flokksins, sem kaus að líta undan, enda illt í vélindanu. Flestir þessara vondu manna eru Sjálfstæðismenn. Óheppileg tilviljun. Einskær tilviljun. Undarlegt hvað þessir nauðgarar í íslensku fjármálalífi eiga sér marga málsvara, meðal annars í kratabælinu Hafnarfirði.

Björn Birgisson, 4.4.2009 kl. 21:56

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja, gott, nú ertu orðinn sjálfum þér líkur - velkominn aftur!

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 22:43

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurlaug: Þetta var nú ekki svo slæm vísa hjá þér telpa mín og reyndar bara fjandi góð ef miðað er við lýsingu þína á eigin hæfileikum í rímgöldrum.

Baldur: Til að svala forvitni þinni þá veit ég eitthvað um föðurættina. "Frúin að austan er dóttir Gísla Ingólfssonar frá Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi. Ingólfur afi hennar var sonur Daníels pósts á Steinsstöðum sem var líka faðir Þórhalls Daníelssonar kaupmanns á Hornafirði. Söngur er í ættinni og má þar nefna tvö börn Þórhalls. þau Svövu sem var þekkt söngkona og Daníel sem söng m.a. einsöng í laginu "Vor í dal" með Vísi á Siglufirði og oftar hefur verið spilað í útvarpi en tölu verður á komið. Örvar Kristjánsson hamonikkuleikari er dóttursonur Þórhalls. Gísli Ingólfsson faðir "frúarinnar" var snjall hagyrðingur og einnig bróðir hans Friðrik í Laugarhvammi.

Allt þarf greinilega að segja þér Baldur, mikill skelfingar auli ertu!

Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 23:29

17 Smámynd: Björn Birgisson

"Jæja, gott, nú ertu orðinn sjálfum þér líkur - velkominn aftur!"

Ég þakka góðar kveðjur, en bendi á að ég fór ekkert. Kom því ekki til baka.  Öll ferðalög hefjast með einu skrefi. Mín fyrstu skref voru mótuð af föður mínum, Birgi Finnssyni, forseta Alþingis á árunum 1959-1971 og áður af föður hans, Finni Jónssyni, póstmeistara á Ísafirði og síðar dómsmálaráðherra. Rauður þráður er í gegn um líf og starf þessara manna. Jöfnuður og réttlæti. Endalaus barátta gegn bláhernum. Endalaus barátta fyrir rétti almúgamannsins og hans fjölskyldu. Öll erum við af almúgafólki komin og okkur er vissara að gleyma ekki okkar uppruna, hvernig sem okkur vegnar í lífinu.

Hef nú boðið föður mínum, 92ja ára, að dvelja hjá mér um páskana. Spurði hann hvort hann hyggðist kjósa í vor. Hann hélt nú það. Enda fylgist hann með öllum fréttum, bæði á ljósvakanum og í prentmiðlum. Aðspurður sagðist hann í vor kjósa í anda réttlætis og jöfnuðar. Held hann kjósi ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 00:06

18 identicon

Árni með þetta allt á hreinu ekkert hægt að hlaupa í felur fyrir honum enda ekki ástæða til, takk Árni minn

(IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:01

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeim manni er ekki í kot vísað sem hefur þig til að fræða sig, Árni minn, og takk fyrir það. Ég er ekki mjög kunnugur í Skagfirðinga en hef samt alltaf haldið upp á þann kynþátt sem þar dvelur. Sumarið 1970 gekk ég einsamall yfir Kjöl, lagði upp frá Þingvöllum, arkaði frá Hveravöllum niður í Húnavatnssýslu en vildi ekki nátta meðal sauaþjófa og arkaði því um hánótt norður í Varmahlíð og sló þar upp tjaldi. Á leiðinni reið fram á mig skörulegur maður og skipaði mér að koma við á bæ sínum og þiggja veitingar af húsfreyju. Ekki gerði ég það, var snemma feiminn sveinn og lítillátur. En mig minnir að bóndinn héti Sveinn og væri frá Miðhúsum.

Ég þekki betur til austur á Héraði þar sem frúin góða situr á óðali sínu, enda er ég sjálfur ættaður þaðan.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 03:15

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enginn með þessu nafni dettur mér í hug nema Sveinn heitinn á Varmalæk. Þar var risna meiri en hóf var á og gestir sátu þar daglangt og náttlangt við mat og drykk. Þar tóku menn lagið, skáluðu, fóru með vísur og ortu vísur. Hestakaup voru þá íþrótt í Skagafirði og fæstir sem komu ríðandi að Varmalæk riðu sama hesti úr hlaði.

Enn eru dæmi um gleðskap á skagfirskum bæjum, en mikið tapaðist af sérstæðum menningarblæ við brottfall Sveins og Hebbu á Varmalæk. Og þá ekkki síður þegar Björn á Hofsstöðum missti þrek og yfirgaf höfuðból sitt þar sem góðir vinir sátu með honum á "paról" yfir koníaki á síðkvöldum og rifjuðu upp stærstu verk heimsbókmennta með "skýringum" húsbóndans sem hafði allar greinar akademiunnar innbyggðar í sálina. 

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 15:34

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Sveinn á Varmalæk, það var maðurinn. Þeir voru margir saman, svona eins og lítill, skagfirskur herflokkur á Sturlungaöld. Honum féll vel að sjá mig arkandi með byrðarnar yfir hálendið og vildi gera vel við mig. Hann var snöfurmannlegur í allri framgöngu og hafði orð fyrir þeim félögum. Ég held ég myndi þekkja hann á mynd.  Eru til myndir af honum í bókum? Þeir voru á suðurleið og hann vísaði mér beint á húsfreyju. Eftirminnilegur maður.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 340452

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband