Bjarni ber ægishjálm yfir aðra formenn

Bjarni Benediktsson bar ægishjálm yfir keppinauta sína. Hann er eini formaðurinn í íslenskum stjórnmálaflokki sem ber skynbragð á fjármál. Þar sem umræðan snerist nær einvörðungu um fjármál fór ekki hjá því að hann yrði þungamiðjan í hópnum. Tillögur hans allar voru mjög skýrar og afdráttarlausar. Það var áberandi hvernig hinir formennirnir horfðu æ meir til hans eftir því sem leið á þáttinn. Þeir fundu sem var að hann er þeirra öflugastur.

 

Jóhanna var úti á þekju eins og venjulega, veifaði vísifingri eins og kökukefli og fór með staðlausa stafi. Hún var búin að læra sitt hlutverk utan að og leikræn tjáning var óaðfinnanleg. Það er ekkert á henni að græða en hún er heilög Jóhanna, til hennar eru engar kröfur gerðar og það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða þvæla rennur fram af hennar vörum – dýrlingum er ævinlega fyrirgefið.

 

Það er gaman að sjá gamla fólið Steingrím svona innilega hamingjusaman. Geðvonskan og skætingurinn alveg horfinn. Það var þá bara ráðherrastóll sem vantaði undir hann allan þennan tíma sem hann hefur þreytt þjóðina með þvergirðingshætti og reiðiköstum.

 

Sigmundur Davíð er enn þá lítt skrifað blað. Hann kemur greindarlega fyrir sjónir, slær á ýmsa strengi og er ekki fyrirsjáanlegur í tilsvörum. Hann hefur gert afdrifarík mistök strax í byrjun formannstíðar sinnar og óvíst að honum endist pólitískur aldur til að bæta fyrir þau.

 

Guðjón Arnar er vonandi að kyrja sinn svanasöng í pólitík. Engu hefur hann til leiðar komið og að honum verður engin eftirsjá. Þór Saari og Ástþór Magnússon eru báðir gestir úr fjarlægum sólkerfum og verða vonandi ekki í fleiri sjónvarpsþáttum. Nærvera þeirra hefur truflandi áhrif og skaðar bara umræðuna.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst Bjarni spældur eins og egg.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:47

2 identicon

"Bjarni Benediktsson bar ægishjálm yfir keppinauta sína."  Þú hlýtur að vera að grínast 

Ásta B (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, ég legg lítið upp úr þessum eina þætti. Hann var daufur og bragðlítill, engar verulegar sviptingar. Steingrímur var sá eini sem virkilega var í essinu sínu enda er hann langsamlega reyndastur í þessu hlutverki. Bjarni mætti vel slaka á og gefa meira af sér, það getur komið með tímanum.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: ThoR-E

Þú ætlar semsagt að kjósa Frjálslyndaflokkinn? ekki satt?

ThoR-E, 3.4.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, það mun ég ekki gera - ekki frekar en þú sjálfur!

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: ThoR-E

hne hne

ThoR-E, 3.4.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, við Sjálfstæðismenn getum ekki vænst þess að hafa alltaf formann með kynngimagnaða útgeislun. Bjarni þarf að fá tækifæri til að vaxa, en honum mun ekki gefast langur vaxtartími fyrir þessar kosningar. Hann er þekktur að vönduðum vinnubrögðum hvar sem hann tekur til hendi, hugsar allt vel sem hann segir og kynnir sér málavexti. Hann virkar dálítið lokaður en hann er vinsæll meðal þeirra sem þekkja hann og væntanlega lærir hann að opna sig á almannafæri.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er og verður bara einn Davíð. Góða nótt og kveðja til Gunna heppna.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 22:37

9 Smámynd: Eygló

Æi, eitthvað fannst mér þeir illa fyrir kallaðir. Það hlýtur að vera, ef þetta á að vera rjóminn á framboðsflokkunum.  Mér fannst tveir minnst aulalegir (eða kjánalegir)

Ég gat ekki heyrt neinn koma með alvöru lausnir; þeir sögu okkur skilmerkilega hvað væri að, hvað þyrfti að vera öðruvísi - - - en ekki árangursríka aðferð til að ná því marki.

"Tillögur hans allar voru mjög skýrar og afdráttarlausar" segirðu. Ég hef alveg misst af því, enda gleraugun óhrein. Seg þú mér.

Eygló, 3.4.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, ég er nú mest að vísa til þeirra ummæla hans að einhvers staðar verði að byrja á endurreisn atvinnulífsins og það yrði öflug byrjun að kýla á tvö álver. Margfeldisáhrifin munu skila okkur mörg þúsund störfum. Hann talaði líka mjög skýrt og viturlega um skattahækkanir og verðtryggingu. En kannski getur svona þáttur aldrei orðið annað en daufur. Það voru alltof margir þáttakendur, 7 talsins, þar af tveir sem flökkuðu út og suður. Ég kysi að sjá þátt með einungis Bjarna, Jóhönnu, Steingrími og Sigmundi. Það yrði kröftugri þáttur. Svo finnst mér að þáttastjórnendur mættu spyrja um eitthvað fleira en fjármál. Bjarni er sá eini sem hefur reynslu af fjármálum og hann einn ræðir þau af skynsamlegu viti. En pólitík er ekki bara fjármál.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 22:45

11 identicon

Foringjadýrkun ykkar sjálfstæðismanna er einlæg og fölskvalaus Baldur minn: "Bjarni Benediktsson bar ægishjálm yfir keppinauta sína. Hann er eini formaðurinn í íslenskum stjórnmálaflokki sem ber skynbragð á fjármál".

N1 stjórnarformaðurinn og prímus mótór í skuldsettri yfirtöku á olíubraski ber að sjálfsögðu skynbragð á fjármál. Ekki síst þar sem hann er búinn að átta sig á því að hann er orðinn alþingismaður og nýbakaður N1 flokksformaður sjálfstæðisflokksins.

Þingsetan var nefnilega hobbý hjá leiðtoganum framan af ferlinum. Verst að Bjarni blessaður getur ekki haft samráð við hina flokkana á þingi - pólitískt samráð við sjálfstæðisflokkinn virðist ekki vera í tísku þessa dagana.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:07

12 Smámynd: Björn Birgisson

Nennti ekki að horfa á þáttinn. Tek lýsingu þína og deili í hana með 24. Fæ þá út að D listinn hafi bara tapað 1/2 prósenti í kvöld.  Ergo: Bjarni Benediktsson stóð sig þokkalega.

Björn Birgisson, 3.4.2009 kl. 23:28

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Fyrrum stjórnarformaður N1 ásamt því að vera með puttana í öðrum fyrirtækjum(það er og hefur alltaf verið þannig) orðinn formaður X-D segir mér aðeins eitt, sjálfstæðisfólk eru fábjánar upp til hópa.

Sævar Einarsson, 4.4.2009 kl. 00:46

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sævarinn, það er tvímælalaust ávinningur af því að hafa stjórnmálamenn sem gerþekkja fjármál og rekstur. Mér finnst athugasemd þín einkennileg í ljósi þess sem gerst hefur hér á landi. Ég er ekki að segja að allir þingmenn þurfi að vera útfarnir í fjármálum en það er nauðsynlegt að hafa einhverja slíka og einkum gott ef formennirnir vita sínu viti.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 08:50

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Örugglega væri ávinningur í að hafa alla þingmenn menntaða sem hagfræðinga, lækna(bæði dýra og manna), fornleifafræðinga, rafvirkja, lögfræðinga og svo framvegis en það breytir ekki minni skoðun að alþingismenn og einkafyrirtækjarekstur bjóði upp á spillingu, enda þrengist snaran þrengist dag frá degi og svífur spillingin um sali alþingis. Það ætti ekki að koma neinum á óvart hvers vegna rannsóknir hjá sérstökum saksóknara um bankahrunið gangi á hraða snigils og hvað veldur því?

Sævar Einarsson, 4.4.2009 kl. 09:59

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sævarinn, það er lítil eða engin spilling í sölum Alþingis. Vertu ekki svona bölsýnn. Farðu út í sólina og láttu vorvindana leika um þig. Þá fyllist sál þín gleði og þú ferð að hugsa eins og ég.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 10:15

17 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Fólk úr atvinnulífinu....það er fólkið sem við þurfum á að halda.....inn á Alþingi.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.4.2009 kl. 10:26

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sóldís, þú hefur lög að mæla. Þess vegna er ég svo ánægður með framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sumum (ekki öllum) kjördæmum úti á landi. Þar er þetta safaríka, heiðarlega, jarðbundna og vel gefna fólk sem er sprottið upp af alþýðunni og alið upp í atvinnulífi þjóðarinnar. Svoleiðis fólk vantar okkur - það er aldrei of mikið af þessu fólki á þingi.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 10:38

19 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Já Baldur það er hverju orði sannara hjá þér hann bar ægishjálm yfir hina , hann vill endurreisa atvinnulífið í Engey , við flytjum þangað. Tveimur mánuðum fyrir jól sagði ægishjálmurinn þinn að þeim þjóðarleikhússleikurum gæfist ekki tími til , fyrir jól (veit að vísu ekki hvaða jól hann átti við) , til að breyta eftirlaunaósómanum , ójá þetta er formaður sem hefur sko peningavit , ekki hefur Jóhanna það , þessi kerling sem afþakkar ráðherrabíl , að ég tali nú ekki um hvað hún hefur nú verið afburða lélegur heilbrigðisráðherra og nú tekur steininn úr . Nei kjósum heldur yfir okkur enn eina vitleysuna - Mæl þú manna heilastur . Hvenær eigum við að flytja ?

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 15:58

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Baldur eitt enn ; " , , lítil eða engin spilling í sölum alþingis "

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 16:06

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Billegt trix að afþakka ráðherrabíl fyrir kosningar. En væri okkur ekki nær að endurreisa atvinnulífið í Viðey? Setja upp prentsmiðju og stofna klaustur?

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 16:13

22 Smámynd: halkatla

Það gæti semsagt verið kú í framboði fyrir ykkur og þú myndir byrja að baula af miklum móð og lýsa yfir mikilli ánægju með forystu beljuna klassískt!

halkatla, 4.4.2009 kl. 16:15

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Anna Karenína, í gamla daga voru til forystusauðir, samanber jólaferð Fjalla-Bensa hér um árið sem Gunnar Gunnarsson gerði ódauðlega í Aðventu. Feginn skyldi ég jarma með forystusauðnum þeim, man því miður ekki nafnið á honum. Árni man það vísast ef hann skyldi einhvern tíma rausnast til að lesa þetta hjal okkar.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 16:23

24 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Fyrir hvað kosningar var það sem afþakkaði bílinn Baldur , og það var Engey , það er sko ekki N1 vitleysan í Viðey . Vil benda þér á mikla siðbót hjá fv. óráðherra á blogginu hennar Hildi Helgu Sigurðar , engin spilling í þjóðarleikhúsinu , og aldrei verið - kannt þú annann .

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 16:43

25 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Sauðurinn hét - - - , það skiptir ekki máli hvað sauðurinn hér , hann heitir Bjarni , en ef þú villt vita hvað hann hét , þá hét hann Eitill og hundurinn hanns Leó , veit ekki hvað hundurinn heitir í dag , enda eru þeir margir , N1 sauðurinn .

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 16:53

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eitill, Leó, takk fyrir það. Það er ekki Alzheimerinn að hrjá þig!

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 17:52

27 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Annað segir frúin .

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 17:55

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ láttu mig þekkja það Hörður minn.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 18:06

29 identicon

Engeyjarprinsinn!!! Með eða á móti ESB?   svar: Bæði og......

Auka skatta eða ekki?  svar: annaðhvort eða........

Svarið liggur sennilega vel geymt undir "Ægishjálminum" fram yfir kosningar..??!!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 20:19

30 Smámynd: halkatla

Forystusauðir verða sko að hafa eitthvað á milli eyrnanna ;) þá eru þeir flottir.

halkatla, 4.4.2009 kl. 21:11

31 identicon

Og það verður að vera eitthvað annað en eyrnamergur...........

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:33

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stefán, með fullri virðingu fyrir þér og þínum skoðunum - mér finnst ótækt að krefjast þess að allir stjórnmálamenn séu steyptir í eitthvert fyrirfram ákveðið mót. Það eru mýmörg dæmi í sögunni um yfirburða leiðtoga sem voru hægir í fasi, íhugulir, höfðu sig alls ekki í frammi en mæltu allt af viti og stllingu. Bjarni Benediktsson er einn slíkur. Jósef Stalín var annar, alveg frábær leiðtogi - en ekki þó beint lýðræðislegur. Og höfuðsnillingur síðustu aldar - Jónas frá Hriflu - hann var líka í þeirri skúffu.

Ert þú Stefán einn af þeim sem vilja málóða gasprara í pólitíkina? Gasprara sem veifa höndum, taka bakföll, slá sér á lær, hækka raustina, flissa og reiðast á víxl, grípa fram í og öskra? Þá náttúrulega hefurðu Steingrím.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 340364

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband