3.4.2009 | 18:31
Nú er skarð fyrir skildi
Það er eftirsjá að Þessu framboði og sérstaklega er eftirsjá að Bjarna Harðarsyni. Hann hafði til að bera alveg sérstakan litblæ sem enginn annar þingmaður hafði. Honum urðu á þau mistök að ganga úr þingsæti eftir meinlausan hrekk við Valgerði Sverrisdóttur. Síðan gerði hann þau mistök að ganga úr Framsóknarflokknum. Hinn sérstaki talandi Bjarna ásamt lúðalegu fasi, ágætum vitsmunum, miklum fróðleik og hlýlegu viðmóti skópu honum lýðhylli hvar sem hann kom. Nú er skarð fyrir skildi.
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þurfum ekki vitsmunaverur á þing. En það sakar ekki að þar séu menn geðbilaðir eða söngelskir.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.4.2009 kl. 18:49
Ég veit ekki. Bjarni er ekkert unglamb lengur. Ég er ekki viss um að hann eigi greiða leið inn í pólitíkina aftur.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 18:49
Benedikt, það er vel hægt að skoða hegðun þingmanna með tilliti til geðheilsu. Ég man bara eftir einum sem sýndi af sér hegðun sem ekki er hægt að kalla eðlilega - það var þegar Steingrímur missti stjórn á sér í pontu. Reyndar mun Árni hafa sparkað í óæðri endann á Össuri á leið niður tröppur - óviðeigandi og ekki geðslegt, en ég hef ekki séð það atvik sjálfur. Einn þingmaður greindist nýlega með heilabilun og viðbrögð samherja hennar benda frekar til að þeir telji þann sjúkdóm hafa laskað dómgreind hennar.
Ég tek eftir því að ótrúlega margir bloggarar eru ósparir á palladóma um geðheilsu annarra. Ég hef í starfi mínu rekist á að miklu, miklu fleiri einstaklingar eiga við þann heilsubrest að rjá, en uppskátt er látið. Og ég hef velt því fyrir mér hvort þessir dómhörðu einstaklingar hér á blogginu séu ekki oft að bregðast þannig við eigin heilsubresti.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 19:00
Heldurðu sem sagt að ég sé hugsanlega geðbilaður án þess að ég geri mér grein fyrir því af því að ég er geðbilaður?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.4.2009 kl. 19:08
Benedikt, þetta á við um okkur alla. Eins og frægur læknir sagði: sá einn er heilbrigður sem ekki hefur verið rannsakaður nógu ítarlega. Reynsla mín af fólki - jafnt ungu sem fullorðnu - sem á við þennan hræðilega sjúkdóm að stríða, er þess valdandi að mér líkar illa þegar menn hafa hann í flimtingum og klína honum á fólk sem ekki er þeim að skapi.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 19:23
Hvað á ég nú að kjósa, verð ég nú að skila auðum kjörseðli aftur
(IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 20:58
Þakka þér fyrir, Baldur minn, að benda mér á villu míns vegar. Við sjálfstæðismenn þurfum að draga marga djöfla þessa dagana en síst af öllu vil ég vera bendlaður við það að níðast á veiku fólki.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.4.2009 kl. 21:22
"Einn þingmaður greindist nýlega með heilabilun og viðbrögð samherja hennar benda frekar til að þeir telji þann sjúkdóm hafa laskað dómgreind hennar."
Þetta er lágkúrulegasta setning umræðunnar til þessa, framsett nú á vordögum og af nógu er þó að taka. Svona talar bara heilafúið fólk, eða stjórnmálalega blint, fullt af heift.
Ingibjörg Sólrún greindist með æxli, ekki heilabilun. Hennar hugsun er enn all nokkru skýrari en margra annarra. Geir H. Haarde veiktist líka, fær hann sömu útreið? Hann ákvað að stíga til hliðar, eins og Sólrún, vegna veikinda sinna.
Baldur, taktu þig saman í andlitinu og biddu alla alvöru Íslendinga og bloggara afsökunar á þessum óviðeigandi orðum þínum. Vertu maður að meiri.
Björn Birgisson, 3.4.2009 kl. 21:49
Sigurlaug, ég veit alveg hvernig þér líður. Það er enginn sjórnmálaflokkur ÞINN flokkur. Þú ert eins og kona sem er ástar þurfi en finnur ekki þann eina rétta hvernig sem hún leitar. Það er svo ægilega sárt að hafa engan til að elska. Ætli maður hafi nú ekki legið ófáar næturnar aleinn í myrkrinu og kjökrað ofan í koddann. Held ég þekki það. Ég vona svo innilega að þú finnir einhvern góðan og heiðvirðan flokk til að kjósa.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 21:49
Björn, frá hvaða plánetu kemur þú eiginlega? Þetta eru bara staðreyndir sem lengi hafa legið fyrir og það er hreinræktaður aumingjaskapur að geta ekki rætt þær eins og hverjar aðrar pólitískar staðreyndir. Æxli í heila er heilabilun og ekkert annað. Og viðbrögð samherja hennar voru alveg uppi á borðinu og birtust í öllum fréttum. Hugsaðu áður en þú talar.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 21:52
Sigurbjörg, ég efast um að þessi sjónvarpsþáttur hafi haft nokkur umtalsverð áhrif á hug kjósenda. Það var enginn afgerandi sigurvegari og aðeins tveir áberandi taparar - Ástþór og Þór - en þeir hafa engu að tapa hvort eð er. Það var deyfð yfir þessum þætti og mér segir svo hugur að þannig verði öll kosningabaráttan.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 21:54
Baldur, hugsa þú áður en þú skrifar. Pólitískar staðreyndir? Oj bara.
"Æxli í heila er heilabilun og ekkert annað"
Hvern í andskotanum telur þú þig vera? Lækni með sérþekkingu á starfsemi heilans? Hefur ekki margt fólk fengið fulla bót meina sinna, þrátt fyrir að hafa greinst með æxli við heila, eða í vélindanu, eða einhvers staðar annars staðar? Taktu þér tak, brjóttu odd af oflæti þínu og sýndu þá sanngirni og skynsemi sem vissulega býr í þér, í meira magni en í mörgum mönnum sem ég þekki. Þarf ég að keyra í Hafnarfjörðinn fagra til að lemja þetta inn í þinn íhaldshaus?
Björn Birgisson, 3.4.2009 kl. 22:42
Björn, já þú þarft þess og gleymdu ekki hafnaboltakylfunni. Það getur verið að þið í Grindavík hugsið með vélindanu en venjulegt fólk hugsar með heilanum. Æxli í vélinda skerðir væntanlega starfsþrótt en ætti ekki að bitna á dómgreindinni. Æxli í heila er miklu alvarlegra mál. Vafalaust geta margir sloppið með dómgreindina óskerta eða lítt skerta en þar sem mannfólkið (ekki Grindvíkingar) hugsar með heilanum er viðbúið að hugarstarfssemin skaðist af. Það þarf ekki lækni til að skilja þetta. Það skilja þetta allir sem vita hvar hugsunin fer fram.
Sjálfur legg ég nákvæmlega engan dóm á ástand Sollu og hef ekki áhuga á því, en mér þykir ólíklegt að samherjar hennar hafi hrint henni fyrir björgin að tilefnislausu. Og ráðslag hennar og einræðistilburðir áður en hún var hrakin burt segja óneitanlega vissa sögu.
Það er rétt og skylt að ræða heilsufar æðstu stjórnenda af fullri einurð og forðast hræsni og yfirdrepsskap. Ameríkanar ræddu af fullri einurð um Alzheimer Ronalds Reagan á sínum tíma. Hann var augsýnilega orðinn illa skertur þegar yfirheyrslur í Iran-Contra málinu fóru fram. Menn héldu fyrst að "I don´t recall" væri fyrirsláttur en svo sáu menn hvar hundurinn lá grafinn.
Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 22:54
Ósköp lagðirðu mikið á þig við þennan texta. Þakka góð orð til Grindvíkinga, en minni í leiðinni á alla Hafnarfjarðarbrandarana! Var reyndar með fjögur járn í huga. Ég hef sagt minn hug varðandi pólítík og veikindi, en fæ ekkert nema skæting til baka. Það er þitt vandamál. Átta mig vel á því að það er sárt að tapa 25 þúsund atkvæðum. Eigum við ekki bara að skrifa það á liðleskjuna Geir H. Haarde og vélindað hans?
Björn Birgisson, 3.4.2009 kl. 23:11
Baldur: Góð líking hjá þér, veit þó ekki alveg hvort ég tek undir hana. En datt í hug setning sem ágætur maður sagði mér þegar ég lá veik á heimavistarskóla hér fyrir allnokkrum árum, eitthvað hafði þessi maður misskilið veikindi mín, hann hélt ég væri í ástarsorg og vildi hugga mig Silla mín sagði hann...... þú verður að vita að við karlmenn erum eins og strætó.... því þó þú missir af einum getur þú alltaf verið viss um að annar kemur .
Ég ætla því að vona að leið L haldi áfram að aka og ég tek því næsta vagn hjá þeim.
(IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:59
Sammála þessu Baldur, nema því að það hafi verið mistök að ganga úr Framsóknarflokknum. Fæ ekki betur séð en það hafi verið manndómsbragur.
Sigurður Þórðarson, 4.4.2009 kl. 09:54
Sigurlaug og Sigurður, nú reynir á hvort Bjarni Harðar er maður eða köttur. Ef hann er maður, þá er ferli hans lokið, punktur og basta. Ef hann er köttur, þá á hann 9 líf og kemur aftur á sviðið, skrollandi og skemmtilegur.
Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 09:58
Hreyfingin stendur ekki og fellur með Bjarna, þó við viljum endilega hafa hann. L-listi fullveldissinna deyr aldrei.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.4.2009 kl. 13:57
Axel Þór, gott er að heyra. Vonandi tekst ykkur að móta flokkinn til fulls fyrir þarnæstu kosningar, afla ykkur meðmælenda og frambjóðenda. Tíminn sem þið höfðuð núna var alltof naumur. Reyndar hafði ég skrifað í visku minni að betra væri að kjósa í haust til þess að ný framboð fengju tíma til að skipuleggja sig. Nú sit ég og dáist að eigin visku.
Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 14:25
Ég get nú alveg dáðst af þeirri visku með þér
(IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 15:35
Æ Sigurlaug hvað það er nú notalegt að fá svona hugljúft hrós ofan í allar skammirnar
Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 16:09
Baldur ! Dáist að eigin visku , , , ?
Viskustykkið vitlaust er
vissulega hlaðið ,
það mun ekki líka þér
þetta set á blaðið ;)
Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 18:11
hahahahaha, jú einmitt þetta líkar mér! Guðlaun.
Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 18:13
Bon appetit ;)
Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.