Veik útkoma varaformannsins

Þetta er óneitanlega veik útkoma. 80% þegar hún ein sækist eftir starfinu, það er ansi rýr uppskera. Stundum eiga stjórnmálamenn að láta hagsmuni flokksins ganga fyrir sínum eigin. Ég held það hefði verið skynsamlegra af henni að draga sig í hlé núna og leyfa nauðsynlegri, allsherjar endurnýjun að hafa sinn gang. Nú hefur hún truflað þessa endurnýjun. Hvað sem öllum baráttutöktum líður, þá er hún og verður hluti af gamla genginu.
mbl.is Þorgerður Katrín fékk 80,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hm... hvernig getur 80% verið veik útkoma?  Veit að sumum fannst að Kristján Þór hefði frekar átt að bjóða sig fram í varaformanninn. Trúlega voru þeir að kjósa hann þar. Nú er ég ekki sjálfstæðismanneskja og mun aldrei verða en samt...... ´mér finnst 80% bara vera nokkuð gott.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 29.3.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

80% hefði verið gott í keppni við einhvern annan, en það var bara engin keppni, hún var ein um hituna. Mig grunar að hún hafi goldið þess að mönnum fannst hún ekki standa heilshugar við hlið Geirs meðan það var. Hún var alltaf að gjamma eitthvað á skjön við orðræðu hans. Ég vona að hún standi betur við hlið Bjarna. Trúlega reynir ekki svo mjög á þau saman, því ekkert bendir til þess að íhaldið sé á leiðinni í ríkisstjórn að sinni. Við íhaldsmenn þurfum að skreppa í frí, þú veist

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek undir þessi orð þín Baldur, að Þorgerður hefði átt að stíga til hliðar, eins og Geir Haarde og Björn Bjarnason.

Með því að gráta sig inn á landsfulltrúa með tali um persónulega erfiðleika og fullyrðingar um að hún hefði ekki sameiginlegan fjárhag með Kristjáni, tókst henni að framlengja setu sína á stól varaformanns. Sjálfstæðisflokknum er að blæða út og Þorgerður hagar sér eins og fótboltabulla.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Handboltabulla?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:03

5 identicon

Er ekki í lagi með þig? Ef þú sæktir um starf og fengir samþykki 8 af tíu í ráðninganefndinni værirðu ekki nokkuð sáttur? Og.. það voru 3 aðrir búnir að lýsa yfir framboði til varaformanns. Reyndu að fara rétt með staðreyndir.

Steinar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:28

6 identicon

M.a. Loftur sá sem hér ritar að ofan. Loftur hefur grátið er það hans vandamál. Sýnist hann gráta eigin kosningu í varaformanninn sárast ef einhverja ályktun má draga af þessum slúðurkenndu ummælum sem mér finnst makalaust að landsfundarfulltrúi láti frá sér. Kjaftagangur þeirra sem styðja aðra en Þorgerði og Bjarna er makalaus og dæmir sig og þá sam slíkt stunda af gjörðunum en sýnir að umfjöllun Þorgerðar átti rétt á sér.

Steinar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já ansk kellingin að draga sig ekki út úr þessu - nú er hún eins og óhreinindi í tönnunum sem erfitt er að losna við - dapurt að Þorgerðu Katrín eflaust mætasta kona og allt það en að hafa ekki skilning á því að hennar tími er búinn er bara til vansa

Jón Snæbjörnsson, 29.3.2009 kl. 19:37

8 identicon

Sýnist helst að Loftur ætli að berjast á móti en ekki með félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum.

Steinar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:37

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steinar, ef mín eigin störf færu fyrir dómnefnd og aðeins 8 af 10 væru ánægðir en 2 óánægðir, þá myndi ég biðja um fund með þessum 2 og fá að vita hvað þeir væru ósáttir við. Svo skaltu sleppa því að masa um kjaftagang, þetta eru forystumenn flokksins og það er bæði rétt og nauðsynlegt að ræða vandlega um þá.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:41

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Einhverstaðar stendur: "Mistök eru aðeins tækifæri til að byrja skynsamlega aftur"

fyrst þarf kanski að viðurkenna mistök hafi verið gerð - ég er Sjálfstæðismaður og vil  fá að hafa mínar stkoðanir - byggjum á beiddinni ;)

Jón Snæbjörnsson, 29.3.2009 kl. 19:54

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, þú ert rödd skynseminnar!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:58

12 identicon

"Hún var alltaf að gjamma eitthvað á skjön við orðræðu hans. Ég vona að hún standi betur við hlið Bjarna"  - vona að þetta hafi verið djók

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:00

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heiðraða frú Ólöf Ragnars: á langri ævi hef ég tamið mér að fara aldrei með djók eða annað óábyrgt hjaln

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:04

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist Steinar vera á þessu fótboltabullu/handboltabullu-stigi. Stjórnmál eru ekki leikur Steinar, heldur þjóðfélagsleg alvara. Að hrópa eins og Þorgerður gerði, er annað hvort barnaskapur eða heimska. Ég þykist vita að hið fyrra eigi við:

„Koma svo, áfram Ísland. Berjast, berjast berjast,"

Steinar, ég var að setja út á grát Þorgerðar fyrir framan 2000 manna samkomu. Hver var tilgangurinn annar en að heyja sér atkvæði ? Mér finnst svona framkoma ekki viðeigandi og sennilega einsdæmi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 20:13

15 Smámynd: Björn Birgisson

Fjárhagur samrýndra hjóna er sameignlegur. Þéni karlinn vel nýtur hana spúsa þess. Visa vers. Nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins er í þannig stöðu að hún hefði átt að draga sig í hlé. Spillingu bankakerfisins rignir í tengdra manna klof.

Björn Birgisson, 29.3.2009 kl. 22:21

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er auðvitað á mörkum þess að vera réttlátt - en í pólitík má engin skuggi falla á forystusauðina.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 23:16

17 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Samkvæmt fréttinni var hún langt frá því að vera eini frambjóðandi.

Kristján Þór Júlíusson fékk 62 atkvæði, Halldór Gunnarsson 53 atkævði og 98 atkvæði skiptust á milli 25 annara frambjóðenda

Get ekki séð betur en það hafi verið 28 frambjóðendur með henni talinni!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 10:26

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldór, þetta er útúrsnúningur. Formlega séð eru allir landsfundarmenn í framboði. Atkvæði sem ekki voru greidd henni eru mótmælaatkvæði. Ég hefði ekki greitt henni atkvæði af þremur ástæðum: a) við þurftum ótvíræða endurnýjun í forystunni, b) hún stóð ekki nógu vel við hlið fyrri formanns, hún veikti stöðu hans oftlega með yfirlýsingum sínum um EES, c) hún er of tengd bankahruninu - þótt hún sé þar ekki beinn orsakavaldur.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 10:37

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi á, að Netið logar af umræðu um framboð Þorgerðar. Væri ekki skemmtilegra fyrir okkur Sjálfstæðismenn að nota tímann til að senda Samfylkingunni verðskuldaðar sendingar ? Þessi umræða um meintar ávirðingar sannar að Þorgerður hefði átt að draga sig í hlé.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.3.2009 kl. 11:32

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við verðum að vera menn til þess að ræða það sem fram fer í okkar eigin ranni áður en við gagnrýnum aðra. Ég tek það fram að mér finnst hún ekkert alslæm í þessu embætti, það hefði bara verið eðlilegra og betra að fá einhvern annan.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband