Hún er fórnarlamb hrekkjusvína

Það var sorglegt að lesa þessa frétt. Jóhanna hefði átt að draga sig í hlé og hætta í stjórnmálum eins og hún ætlaði sér. Nú lætur hún þá Össur og Steingrím draga sig á asnaeyrunum út í hverja ófæruna af annarri. Þeir eru lúmskir og skýla sér undir pilsfaldi hennar. Hún er fórnarlamb hrekkjusvína og gerir sér ekki grein fyrir því.


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Velkominn aftur :):):)

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.3.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef eitthvað er sorglegt, þá er það vonlaus staða og örvænting ykkar Sjálfstæðismanna

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Snjólaug

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, hvað er eiginlega svona sorglegt við stöðu Sjálfstæðisflokksins? Við gerum okkur engar vonir um ríkisstjórnarsamstarf en þú þarft ekkert að grenja út af því. Og þessi örvænting sem þú hjalar um - er hún ekki bara til í þínu eigin hjarta?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er sama hvað þú reynir að níða hana Jóhönnu - hún rúlar og valtar yfir ykkur.

Sorry vinur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við völtuðum yfir okkur sjálfir, það þurfti enga Jóhönnu til þess. Núna föllum við niður í 2. deild en komum sterkir til leiks síðar með flott lið og sigurstranglegt.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:00

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Með þennann líka fína formann

Hörður B Hjartarson, 29.3.2009 kl. 20:02

8 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Það er sorglegt hvernig vinstrimenn þessarar þjóðar eru að nota ömurlega fjárhagslega stöðu þjóðarinnar sér til framdráttar. Ég bý erlendis og hef því nánast einungis fylgst með þessu í gegnum fjölmiðla og það sem ég hef séð er skítkast í garð hægri manna og forsíðu yfirlýsingar úr röðum vinstri manna. Ég held að fólk eigi eftir að komast að því að þegar kemur því að það á að fara að gera eitthvað í stöðunni, mun innihaldsleysi sf og vg gera vart við sig.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 29.3.2009 kl. 20:04

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það, Hörður minn. Nú erum við með flokk í rifinni skyrtu og götugum skóm - en flottasta formanninn!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:05

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnþór, það er ekki spurning að fjarvera þín gerir þér kleift að sjá atburðarásina skýrar en margir hér heima. Það er trúlega rétt hjá þér að vinstri menn eiga ekki innstæður fyrir öllum sínum holu gífuryrðum, þeir eru með lélegan mannskap, afdankaða stefnuskrá, gamla og vitlausa formenn, ruglaða og fáfróða stuðningsmenn svo verra getur það varla orðið.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:08

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Þér er farin að förlast sjón Baldur

Hörður B Hjartarson, 29.3.2009 kl. 20:09

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, sú þróun byrjaði fyrir meir en tveim áratugum. Ég var farinn að þreytast við lestur og fór til augnlæknis. Ég fékk mér lesgleraugu en það einkennilega er að núna, 20 árum síðar og rúmlega það, nota ég enn sömu lestrargleraugun svo ekki hefur sjónin versnað mikið síðan Ég sé að þú ert með gleraugu sjálfur á trýninu framanverðu - eru það lesgleraugu?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:13

13 Smámynd: RE

Hún hættir eftir eftir nokkra mánuði.

RE, 29.3.2009 kl. 20:27

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

RE, því er fleygt en ég hef alltaf efast um það. Þeir hafa meiri not af henni með því að láta hana sitja áfram. Í hennar skjóli geta þeir gert nánast hvað sem er, samanber þegar þeir þverbrutu stjórnarskrána og teymdu þennan norska strák inn í Seðlabankann.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:30

15 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Nei ég hef þau til að skrifa vitlaust , já og til að verða fallegri í framan . Það getur verið öruggara að skripla á skötu hvað stafsetninguna varðar er maður skrifar um slíkt stórmenni sem Engeyjarslektissúkkulaðibarnið . Fyrirgefðu þetta var eitthvað vitlaust skrifað

Hörður B Hjartarson, 29.3.2009 kl. 21:04

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, skriplaðu samt varlega á skötunni atarna, Hörður minn.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 21:06

17 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Kannski væri hægt að nota Engey til að kæsa skötu fyrir Skötulák , það kæma þá kannski eitthvað gott úr Engey , annað en Valgerður (;(-O=I

Hörður B Hjartarson, 29.3.2009 kl. 21:11

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er alltaf svo tregur til að meta fólk út frá ættum eins og þú gerir, en kannski ætti ég að byrja á því. Ég hef lesið einhvers staðar að Briem-fólk sé yfirleitt vandað og vel gert og reyndar er það líka mín reynsla af því slekti. Mér finnst áberandi hvað þetta Engeyjar-fólk er yfirleitt svipmikið, kraftmikið, greint og búið sterkum gerðum. Og mundu það nú Hörður, að aldrei áður hef ég metið fólk á þennan hátt en nú verð ég líklega óstöðvandi!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 21:22

19 Smámynd: Björn Birgisson

Við, núlifandi, þekkjum einkum þrjár öfgastefnur í stjórnmálum. Fasismann, kommúnismann og nýfrjálshyggjuna. Nýfrjálshyggjan er verst. Skýri það nánar ef óskir berast um það. 

Björn Birgisson, 29.3.2009 kl. 22:01

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já takk, Herr Kommissar, skýrðu það nánar!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 22:04

21 Smámynd: Björn Birgisson

Dæmi: Í 3000 manna bæjarfélagi, eins og Grindavík, er talin þörf á 10 - 15 nýjum íbúðum árlega. Nýfrjálshyggjan gerði það að verkum að nú standa 60 íbúðir tómar, fullbúnar eða fokheldar.

Offramboð verðfellir eignir allra annarra íbúa í bænum. Sjálfstæðismanna sem annarra. Dæmigerð nýfrjálshyggja.

Dæmi: Bílafloti landsmanna er allt of stór. Samt reyndi nýfrjálshyggjan að stækka hann með endalausum innflutningi. Taktu bara lán kunningi og fáðu þér stærri jeppa! Svona vinnur nýfrjálshyggjan. Henni er andskotans sama um raunverulegar þarfir samfélagsins. Hún beitir sér einkum að eigin gróðamöguleikum. Þjóðarhagur og almenn skynsemi verða algjört aukaatriði. Allt á að vera frjálst. Enginn á að áætla raunverulega þörf á byggingum eða endurnýjunum í bílaflota. Enginn á að telja neitt. Eyddu eigin fé eða sláðu lán.  Þannig er nýfrjálshyggjan í hnotskurn.

Björn Birgisson, 29.3.2009 kl. 22:43

22 Smámynd: Stefanía

Ég held að það sé nokkuð til í þessu með heilaga Jóhönnu, sem einhverra hluta vegna er vinsæl meðal fólksins, þeir skýla sér á bakvið hana karlarnir.

Stefanía, 29.3.2009 kl. 22:49

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, jæja, alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Það furðulega er samt að vinstri menn erlendis virðast vera ívið meiri nýfrjálshyggjumenn en íslenskir hægri menn - þeir eru meira að segja harðari nýfrjálshyggjumenn en Hannes Hólmsteinn. Hér er fræg tilvitnun í ræðu sem Gordon Brown sósíalisti og formaður breska Verkamannaflokksins flutti fyrir nokkrum árum:

The better, and in my opinion the correct, modern model of regulation
– the risk based approach - is based on trust in the responsible
company, the engaged employee and the educated consumer, leading
government to focus its attention where it should: no inspection
without justification, no form filling without justification, and no
information requirements without justification, not just a light touch
but a limited touch.
The new model of regulation can be applied not just to regulation of
environment, health and safety and social standards but is being
applied to other areas vital to the success of British business: to
the regulation of financial services and indeed to the administration
of tax. And more than that, we should not only apply the concept of
risk to the enforcement of regulation, but also to the design and
indeed to the decision as to whether to regulate at all.
Speech by the Rt. Hon. Gordon Brown MP, Chancellor of the Exchequer,
at the CBI Annual Conference in London, 28 November 2005

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 23:22

24 Smámynd: Björn Birgisson

Sorry my friend! Ég er svo lélegur í bulli framandi tungna. Sá þig þó nefna einhvern Hannes Hólmstein. Er hann ekki flottur karl, á sértækum börum erlendis? Nýfrjálshyggjan er dauð, eins og ég sýndi þér fram á með tveimur dæmum.

Björn Birgisson, 29.3.2009 kl. 23:52

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hún er ekki dauð meðan Gordon Brown aðhyllist hana.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 23:55

26 Smámynd: Eygló

Hélt það héti nýsjálfshyggjan

Eygló, 30.3.2009 kl. 00:19

27 Smámynd: Björn Birgisson

Er Gordon Brown þinn maður - eða ertu að nýta þér hann til friðþægingar? Nýfrjálshyggjan er steindauð - sama hvað einhver Gordon Brown segir - ekki trúa öllu sem að utan kemur. Nýfrjálshyggjan er mesta mein samtímans. Hitler og fasmisminn hans og kommúnisminn í kjölfar stríðsins, 39-45,  blikna í samanburðinum. Nánari skýringar í boði ef óskað er eftir þeim.  

Björn Birgisson, 30.3.2009 kl. 00:20

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, þetta snjallyrði myndi ríða sjálfum Hólmsteini að fullu.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 00:25

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, er hún dauð eða sefur hún? Ég segi nú bara eins og hann Svanur vallarstjóri: það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur. Svo þú skalt ekki vera of viss í þinni sök.

Ég vil gjarnan heyra frekari útlistanir því það er gott fyrir öldungsheilann að fræðast. En áður en þú útskýrir máttu fræða mig um annað. Þessi furðulega, steinsteypta bygging á sjávarklöppunum við vesturendann golfvallarins í Grindavík - hvuslags mannvirki er þetta eiginlega? Ég var þarna á ferð um daginn ásamt minni og við urðum höggdofa.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 00:30

30 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að þú færist undan pólítiskri rökræðu. Skil það vel og veiti þér aflausn að hætti Lúthers. Veit ekki almennilega hvað þú átt við með "Þessi furðulega, steinsteypta bygging á sjávarklöppunum", en bendi þér á að þetta svæði var forðum vettvangur mikillar útgerðar og dagssins strits. Landbrot, af völdum ógnanadi  alda Atlantshafsins, hefur verið mikið. Á þessum stað bjuggu forðum nokkur hundruð landar vorir. Út frá stórbýlinu á Stað, sem var kirkjujörð, var urmull hjáleiga. Hafið hefur gleypt margar þeirra. Drottin gaf og drottinn tók. Landbrot hefur verið mikið.

En bestu þakkir fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 30.3.2009 kl. 00:59

31 Smámynd: Steingrímur Helgason

Veitti Lúther aflauzn ?

Núna brázt mín trúarbragðafræði sögn, eða trú á sagnfræði Bjarnar Beinagrindvíkíngz...

Steingrímur Helgason, 30.3.2009 kl. 01:15

32 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hefur lag á að vekja upp hinar ólíklegustu hvatir. Skemmtilegast þykir mér að fylgjast með landtöku "nýfrjálshyggjunnar" í Grindavík. Þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að hrekja hana aftur til sjávar, því presturinn kann bæði bókhald og bænir og jók skuldir bæjarfélagsins aðeins um 100 milljónir til að komast í bæjarstjórastólinn.

Ragnhildur Kolka, 30.3.2009 kl. 09:05

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Zá preztur verður ekki lengi í ónáð því Bjözzi veitir honum aflauzn.......

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 09:37

34 Smámynd: Björn Birgisson

............. að hætti Vatikanzinz kannski .............. !!

Björn Birgisson, 30.3.2009 kl. 09:42

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

... þú meinar kannZki.......

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 09:47

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna fór Eyfirðingurinn með alla umræðuna til fjandanz eins og venjulega. Hvergi orðinn friður fyrir þezzum andzkotans manni.

En svo er nú barasta að misskilja ekki athugasemdina þína við athugasemdina hennar Eyglóar og þú tengir við Hannes H.!

Nú er hann svalur fyrir norðan börnin mín góð. Og þannig verður það þangað til hann breytir til. Því megið þið trúa þó ég sé ekki veðurfræðingur.

Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 12:24

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Zteingrímur á ekki zinn líka. En mér finnst alltaf notalegt að vita af þezzum Norðlendingum í zínum znjóhúzum, arkandi gegnum hríðina, zannir Ízlendingar. En, já, zatt hjá þér gamli, maður verður að gæta tungu zinnar.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 12:32

38 Smámynd: Eygló

Ég leZ aldrei blogg hjá Zetufólki. Fyrirgef þeim Zem nota gömlu z-reglurnar RÉTT!

Farið þið í raZZ og rófu aZZZnarnir ykkar ef þið ætlið að draga dám af raZZálfunum. Þá hætti ég Zwei mjér þaú!

Eygló, 30.3.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband