Bjarni ávinnur sér ekki traust fólksins

Sjálfstæðisflokkurinn er klárlega ekki að spjara sig í vörninni gegn verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Fólkið kemur ekki auga á nægilegan styrk í Sjálfstæðisflokknum til þess að rífa Ísland upp úr vesöldinni. Þeir sem hatast við sterka foringja sjá nú árangurinn af því að hafa tvo handónýta forystumenn í ríkisstjórn. Það er aftur kominn tími á sterka menn í pólitíkinni. Það verður langt þangað til pólitískur flokkur á Íslandi teflir fram jafn slyttislegu fólki og þeim Jóhönnu og Steingrími.

En Bjarni Ben ávinnur sér ekki traust fólksins. Sjálfstæðismenn neyðast til að horfast í augu við þá járngrimmu staðreynd. 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bragð er af þá Baldur finnur...

Já þetta er að verða alkunna og án þess ég hafi mikla samúð með Sjálfstæðisflokknum, þá er ég eiginlega gáttaður á því hvernig þeim datt í hug að Bjarni væri vonarstjarna þeirra. Annað kom í ljós strax á fyrstu 2-3 vikum eftir að Bjarni tók við.

Svei mér þá ef Þorgerður Katrín ( með sína vafasömu fortíð ) myndi ekki spjara sig betur en sá vel greiddi..

hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Icesave verður prófsteinn á getu Bjarna og pólitískt áræði, Baldur.

Gústaf Níelsson, 1.2.2011 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef við lítum tæp 70 ár aftur í tímann þá hefir aldrei verið hrein vinstri stjórn í landinu. Það hefir því aldrei reynt á þetta fyrirkomulag en allar vinsgtri stjórnir í landinu voru með þátttöku Framsóknar sem gerði að ófrávíkjanlegu skilyrði að fá að ráða sem mestu eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Er það ekki reynsluleysi Baldur? Já reynsluleysi að halda um stýrið á þjóðarskútunni?

Framsóknarflokkurinn lét alltaf borga sér og stýrðihann ekki þangað sem mest var eftir að slægjast?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 21:12

4 identicon

Er geta og áræði til staðar? Held að ÞKG sé betri.

Solveig (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:13

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, Þorgerður Katrín er betri í handbolta en þá er líka allt talið.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:17

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Komon Baldur,. Hún er nú líka dugleg við að afla fjárs..

hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 21:19

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf....... Icesave, ESB, kvótinn, skattarnir..... það er svo margt sem er í algeru uppnámi og ég get nú ekki sagt að maður heyri skíran tón frá Bjarna.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, viltu ekki bara fá hana aftur?

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:21

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er nokkuð til í því sem þú segir, en það er ekki Bjarna að kenna. Hann stendur sig prýðilega í mjög erfiðri stöðu. Málið er, að eftir að forsetagrísinn gaf Jóni Ásgeiri leyfi til að ráða til sín flestalla fjölmiðlamenn landsins og borga þeim kaupið sitt, hefur verið í gangi skipuleg haturs- og áróðursherferð gegn Sjálfstæðisflokknum, Davíð, Mogganum og Bjarna. Verkurinn er að allmargir talhlýðnir menn, sem annars mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru farnir að taka mark á róginum. Hvað sagði ekki Göbbels: „Ef þú endurtekur lygina nógu oft, verður hún sannleikur.“

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2011 kl. 21:21

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað er maður búinn að hlusta lengi á vinstra pakkið rausa um foringjadýrkun hægri manna, vegna þess eins að við áttum sterkan foringja en þeir áttu bara lufsur? Nú hafa þeir fengið tvö ár til að spreyta sig og hverju hafa lufsurnar áorkað....það er allt í kalda koli og hver höndin upp á móti annarri. Okkur vantar aftur sterkan mann við stjórnvölinn og við skulum bara vera menn til að viðurkenna að það er bara einn raunverulega sterkur einstaklingur á Alþingi núna, og það er Lilja Mósesdóttir. Við sem erum hægra megin í pólitík verðum að draga upp áttavitann og landabréfið og fara út að leita.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:24

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, satt og rétt, en sterkur leiðtogi mölbrýtur þennan múr haturs og lyga.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 21:25

12 identicon

Ekki vefst BB að vefjast með gáfur og annan vafning. BH, fáir eru skemmtilegri en þú, alltaf spaugsamur. (En okkar á milli, er þér nokkuð alvara með þessu glensi?)

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:05

13 identicon

Svo lengi, BH sem Sjállfstæðisflokkur hefur ekkert annað fram að færa en hagsmunagæslu sjavarútvegs er ekki við því að búast að, ja, svo sem það kann að hljóma ólíklega, almenningur þessa lands flykkist um þennan flokk, hvaða asni sem er nú þar í forsvari. Vandamálið BH er erkki flónið i brúnni, vandamálið er stefnan.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:32

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég mun ekki trúa því Baldur fyrr en ég tek á því, að formaður Sjálfstæðisflokksins eða þingmenn flokksins almennt, láti hrekja sig til þess að ganga í lið með ríkisstjórninni í Icesave málinu. Það yrði nú þokkalegt fordæmi í lögfræðinni ef hægt væri að skuldbinda þjóð til þess að greiða skuldir einkafyrirtækis í útlöndum!! Er fólk ekki með réttu ráði, eða hvað?

Gústaf Níelsson, 1.2.2011 kl. 22:43

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skondinn Spéfugl, það er enginn sérstakur munur á glensi og alvöru. Raddblærinn kannski.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 23:11

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf, munurinn á okkur og Bretum er sá að þeir eiga her en við ekki. Þeir geta komist af án okkar en við höfum ekki ráð á fjandskap þeirra. Þetta er snúið. Þegar forystan er lufsa verður allt snúið og sumt óyfirstíganlegt.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 23:12

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Óttalegur uppgjafartónn er í þér, Baldur minn sæll. Bretar eru alls ekki í sérstaklega sterkri stöðu. Floti þeirra dugði skammt í þorskastríðunum og i þessu máli stöndum við ekki einir. Margir, þar á meðal sjálft aðalmálgagn heimskapítalismans, Financial Times, hafa lýst stuðningi við málstað þjóðarinnar (en ekki ríkisstjórnarinnar). Jóhanna og Steingrímur ganga í í þessu sem öðru erinda útlendinganna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.2.2011 kl. 00:05

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt er það, en hvernig er hægt að leggja í harðan slag með liðónýta forystu?

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 00:18

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef sagt það áður og segi það enn, Dvíð Oddsson á að snúa aftur í stjórnmálin. En það er það sem Jóhanna óttast mest af öllu hjér á jörð. Þess vegna hefur hún lagt á hann hatur og kennir honum um allt sem hún gerir vitlaus ,og er það nú ekki svo fátt!!!

                                      Ég skora á Davið Odsson AÐ koma og hrinsa til.!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.2.2011 kl. 00:18

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig með grasrótina ? hmm

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 00:19

21 Smámynd: Offari

Ég er nú því miður ekki á því að Davíð geti hreinsað til því það hefur verið eitt mikill orku í að bera á hann skítinn svo hann hefur nóg að gera bara við það eitt að hreinsa sjálfan sig svo hann hefur því miður ekki tíma til að skúra annarstaðar.

En Baldur er ekki kominn tími til að fara að finna fylgi Framsóknarflokksins.

Offari, 2.2.2011 kl. 00:26

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margblessaður Baldur, hélt þú hefðir gefist upp á Bloggblaðrinu og hef því ekki kíkt á þig lengi, en var bent á "upprisu" þína!

En ætli kveikjan hjá þér að þessum línum sé ekki nýjasta skoðanakönnunin,upp á 34% af þessum um 52% eða svo er gáfu sig upp sem kjósendur núverandi flokka á þingi?

Bjarni er að ég held um margt ágætisstrákur og hefur útlitið nokk með sér, en húmor, liðleika um leið og já sterka og stílhreina ákveðni, skortir hann auk þess sem ég hef alltaf haft á tilfinningunni, að hann hafi í raun aldrei farið út í pólitíkina að hugsjón eða vegna þess að þetta væri hans takmark í lífinu?!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 00:35

23 identicon

Blessaður Baldur. Takk fyrir skemmtilega síðu. Ég hef mestar áhyggjur af Frjálslynda flokknum. Hann haggast ekki upp á við þrátt fyrir að öll skilirði ættu að vera með honum. Nú er hann með nýjan formann og allt en samt komumst við ekki á stað. Fylgið er horfið og mælist aldrei. Kanski vinnur nýji formaðurinn hann Sigurjón ekki traust fólksins eins og hann Bjarni. Ég bara veit ekki.

Frjálslyndur (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 00:40

24 Smámynd: Viggó Jörgensson

Skv.  skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru Baugsmenn í höfuðstöðvum FL group í Síðumúla, nóttina sem Glitnir var tekinn yfir. 

Þar með húskarlaliði Baugs voru einnig Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson alþingismenn. 

Í hverra þjónustu var núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins þessa nótt?

Þetta truflar örugglega fleiri íhaldsmenn en mig.

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 01:55

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viggo, við þurfum að losna við alla hrunverja af framboðslistum flokksins, svo einfalt er það. Fyrr mun hin glæsilega hreyfing hægri manna á Íslandi ekki ganga heil og óskipt í kosningaslaginn.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 09:29

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frjálslyndur, ég er Facebookvinur Sigurjóns og finnst hann ágætis náungi, en fiskeríið er bara ekki að ganga hjá honum. Guðjón drap flokkinn...... því miður, vil ég segja, því það var margt gott um FF og það er full þörf á fleiri flokkum hægra megin.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 09:30

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, Framsóknarflokkurinn missti fjölina sína þegar SÍS veldið hrundi og kaupfélögin hurfu og samvinnustefnan hvarf af yfirborði jarðar. Hann vantar sérstöðu.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 09:31

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, það er nú með forystuhlutverk eins og tónlistina ...... menn þurfa að hafa ákveðnar náttúrugáfur til að bera. Þegar þær vantar er úr vöndu að ráða.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 09:33

29 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Alveg er það stórmerkilegt að hámenntað maður í bókmenntum skuli ekki lesa sér til, áður en hann tjáir sig um pólitík á opinberum vettvangi.

Ekki skal annað sagt um Mosa, en að hann sé vafalaust hinn vænsti drengur, en þekking hans á pólitík er ekki upp á marga fiska.

Það er nefnilega ásætis aðferð að kynna sér málin, áður en maður fer að tjá sig mikið.

Í aths. nr. 3 segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið öllu þegar þeir voru í samstarfi með vinstri flokkunum, þetta er sögufölsun og ekkert annað, einnig er hætt að tala um einföldum málsins eða hreinlega lygi.

Árið 1944 myndaði sjálfstæðisflokkur ríkisstjórn með Sósíalistum og Alþýðuflokki.

Þá var Ólafur Thors helst gagnrýndur fyrir það, að ganga að öllum kröfum kratanna og sumir sögðu að kratarnir hefðu reynt að ganga langt í sínum eyðslutillögum og vinstri mennsku til að storka Ólafi, en það gekk ekki eftir, Ólafur hlýddi þeim í einu og öllu.

Í þessari stjórnartíð var stórfé eytt í umbætur er varða velferðarkerfið, kratar sögðu að það ætti að verða hið besta í heimi ef ég man rétt. Sagnir herma að það hafi fokið í Ólaf, því honum blöskraði eyðslusemin, hann á að hafa sagt við kratanna þegar þeir nefndu þessa hugmynd; "já en hvernig í andskotanum á ég að vita hvað þið meinið með besta velferðarkerfi?"

Ólafur lét undan öllum þeirra kröfum, ekki í sátt við marga sína flokksmenn, en vinstri mennirnir fengu allt sitt í gegn. Það má glöggt sjá heilmikla vinstrimennsku í verkum "Nýsköpunarstjórnarinnar" sem var fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins.

Svo er hægt að skauta hratt yfir sögu og fara fram til þess tíma þegar Jóhanna varð ráðherra, en þá fékk hún ýmislegt í gegn sem ekki var beinlínis í anda sjálfstæðisstefnunnar eins og t.a.m. að byggja félagsleg húsnæði út um allt land mörgum sveitafélögum til ama.

Vinstri menn eru miklir málafylgjumenn og ansi harðir í að eyða peningum, ef sagan er skoðuð, þá má glöggt sjá að eyðslan hefur verið langt umfram getu þjóðarbúsins. Það var ekki vilji sjálfstæðismanna, því þeir vildu fara hægar í sakirnar, an þess þó að sá ásetningur væri fyrir hendi að alþýðan ætti að lepja dauðann úr skel.

Þegar vinstri stjórnin sem sat árið 1934 setti á fót almannatryggingakerfið samþykktu sjálfstæðismenn það, þótt Thor Thors hafi látið þess getið að þetta væri frekar í dýrari kantinum að hans mati, reyndar samþykkti hann ekki atvinnuleysistryggingar á þessum tíma, enda var hugsunarhátturinn annar þá annar. Hann benti á að menn hefðu bjargað sér hingað til gegn um tímabundið atvinnuleysi sem var alþekkt á þeim tíma, honum fannst óþarfi að bæta meira við eyðsluna.

Ef skoðuð er verðbólgutíðni hér á landi má færa rök fyrir því, að ein af helstu ástæðunum hafi verið sú, að vinstri menn voru allt of eyðsluglaðir og heimtuðu hærra kaup verkalýðnum til handa, heldur en framleiðslan hefur staðið undir.

Ég get vísað í heimildir ef ég fæ einhvern tíma til að leita uppi skruddur á bókasafninu, þ.e.a.s. ef menn telja að ég fari ekki með rétt mál, en ég man þetta allt saman mjög glöggt.

Ég byrjaði nefnilega fyrir þrjátíu árum, þegar ég var farinn að spekúlera í landsmálunum að lesa mér til, öðruvísi finnst mér ekki hægt að mynda mér skoðun á málum.

Ég er ekki eins og flestir vinstri menn, sem koma með stórar, stuttorðar yfirlýsingar sem enginn innistæða er fyrir, slíkt er svartur blettur á umræðunni.

Ég bíð eftir að sá dagur komi, að vinstri menn komi með haldbær rök máli sínu til stuðnings.

Og enn og aftur, sá sem heldur því fram að sjálfstæðismenn hafi alltaf ráðið öllu í samstarfi við vinstri flokkanna er með algera sögufölsun, sem er reyndar ekki óþekkt meðal vinstri manna.

Jú meðan ég man, heimildir fyrir ofangreindum skrifum er m.a. hægt að finna í bók sem mig minnir að heiti "Ísland í aldanna rás" og fjallar hún um tímabilið frá 1900-2000 og er einmitt eftir mann sem hefur ekki talist sjálfstæðismaður hingað til, Illuga Jökulsson.

Eflaust má leiðrétta einhver smáatriði hjá mér, þetta er ritað eftir minni sem eki er óbrigðult hjá mér, en þetta er rétt í meginatriðum.

Mosi minn, lesa fyrst, skrifa svo, var þetta ekki kennt í bókasafnsfræðinni?

Jón Ríkharðsson, 2.2.2011 kl. 10:27

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góður pistill Jón og stórfróðlegur. Þennan pistil þyrfti ég að læra utan að. Ég minni líka á 90% íbúðalánin sem Framsókn nauðgaði inn í stjórnarsáttmálann, gegn vilja Sjálfstæðisflokks. Það var nú ljóta feigðarflanið og íhaldið hefði betur hafnað þeim afarkostum. En skilyrði vinstri flokkanna reynast jafnan  bæði dýr og ófarsæl.

Hvað Mosa varðar þá er hann drengur góður, vel lesinn á þjóðlega vísu, veit margt og er margt vel gefið ...... en hann er algert smábarn í pólitík, því miður. Þar hefur hann þroska á við 5 mánaða hænu og gaggar samkvæmt því. Spurning hvort við ættum að taka að okkur pólitískt uppeldi hans. Það er aldrei of seint að læra.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 11:24

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Baldur, ekki efa ég það, Mosi getur örugglega frætt okkur um ansi margt, en pólitík, hann á að taka 5. mánaða hænurnar til fyrir myndar, þær eru þó allavega ekki að tjá sig um hluti sem þær hafa ekkert vit á.

Ég væri til í að koma með þér í að fræða hann, en ég efast um að hann vilji það.

Menn taka upp hina ýmsu kæki ásamt fáránlegum þráhyggjum sem þeir festast í og vilja ekki komast úr.

Það að telja sjálfum sér trú um að sjálfstæðismenn hafi alltaf ráðið öllu og sett allt á höfuðið, þetta er þráhyggjan sem forystan boðar.

Þú ert víðlesinn maður Baldur minn og fróður, þannig að án þess að hafa uppi mörg orð, þá vil ég biðja þig um að huga að foringjahollustu vinstri manna í gegn um tíðina og viðleitni þeirra til að réttlæta heimskupör leiðtoga sinna.

Af því að ég er sjálfstæðismaður, þá hef ég oft gagnrýnt mína menn svo harkalega, að alla vega tveir líta í aðra átt þegar þeir sjá mig.

Ég skammaðist í þeim bæði fyrir samstarfið við SF vorið 2007 og hellti mér yfir þá þegar gengið var til samstarfs við Ólaf F og hann gerður að borgarstjóra.

Ég hef aldrei réttlætt þennan fíflagang í þeim, þótt ég sé ennþá sjálfstæðismaður.

En vinstri menn, þeir þora ekki að viðurkenna nein mistök, kenna sjálfstæðismönnum um allt vegna þess að þeir eru svo kurteisir og svara sjaldan fyrir sig.

Jón Ríkharðsson, 2.2.2011 kl. 12:53

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er alveg frábær greining, Jón. Ég hef einmitt oft furðað mig á því hvers vegna sagan þekkir engin dæmi um skörulega, vitra og farsæla foringja meðal vinstri manna. Ýmist eru þetta fyllibyttur eða auðnuleysingjar nema hvort tveggja sé. Og rosalega er ég sammála þér um samstarfið við Ólaf F. Það var ljóta uppákoman og skyldi aldrei verið hafa.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 13:14

33 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Til að gæta sanngirni, þá var Lúðvík Jósepsson ansi glúrinn og sá eini sem ég man eftir, sem naut virðingar utan sinna raða. Hann gerði kraftaverk í landhelgisdeilunni, þótt ýmsum hafi fundist hann vera fullharður, en hann náði góðum árangri þar.

Vinstri menn hefðu margt mátt læra af honum í Icesave deilunni, en það er rétt sem þú segir, þetta eru óttalegar rolur þegar á reynir, leiðtogar vinstri manna upp til hópa, þótt þeir geti öskrað sumir ansi hátt.

Ég sakna þess mjög í öllum rökræðum við vinstri menn, þeir geta aldrei stutt sitt mál með neinum dæmum, þeir eru eins og páfagaukar; "helvítis íhaldi, gvuaa", helvítis íhaldið gvuaa", þetta herma þeir hver eftir öðrum.

Ég spurði einn af þessum páfagaukum að því, hvort hann vissi hvað það þýddi að vera íhaldsmaður. Hann viðurkenndi nú að vita það ekki, en hann hafði engan áhuga á að vita það.

Að lokum er ein áskorun á alla vinstri menn sem lesa þessa síðu: nefnið eitt dæmi um verk vinstri stjórna sem leitt hafa til varanlegrar verðmætasköpunar?

Þeir geta örugglega ekki svarað þessari einföldu spurningu rétt, ég efast um að þeir viti nokkuð hvað gerst hefur í pólitík síðustu ára, þótt þeir séu stöðugt að tjá sig um það.

Jón Ríkharðsson, 2.2.2011 kl. 13:30

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lúðvík var vel að sér um sjávarútveg og skörulegur maður, en hann var aldrei foringi vinstri manna. Stalín og Hitler eru einu leiðtogar vinstri manna sem bragð er að en óttalegar skepnur voru þeir nú, greyin.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 13:39

35 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þar erum við 100% sammála Baldur að hrunverjar og kúlulánafólk þarf að komast í endanlegt frí úr stjórnmálum.

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 13:58

36 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón og Baldur. 

Nýjasta bók Þórs Whiteheads;  SOVÉT-ÍSLAND, lýsir því í smáatriðum, sem við vissum fyrir í aðalatriðum,

hvernig íslenskir kommúnistar og síðar sósialistar tóku við beinum fyrirskipunum beint frá Moskvu.  

Steingrímur og Svavar eru ungar úr því hreiðri. 

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:18

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viggo, Bjarni Ben vissi hvað hann söng þegar hann lét hlera þessa fordæmdu landráðamenn. Bjarni Ben var alvöru maður. Okkur vantar fleiri slíka alvöru menn í pólitíkina.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 14:41

38 Smámynd: Viggó Jörgensson

Orð að sönnu. 

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:51

39 identicon

Davíð Oddson er eini leiðtoginn sem við höfum haft í tugi ára.Andstæðingar sjálfstæðisflokksinns óttast hann ennþá svo mikið að þeir eru drulluhræddir við hann og eru enn að ausa í hann skít þó hann sé löngu hættur í pólitík.Bjarni Ben er ónýtur,hann sést varla og sannaði það endanlega með því að taka undir Ice save bullið hjá Óstjórninni.Ég held að eini maðurinn sem getur bjargað sjálfsæðisflokknum,úr því Dabbi kemur ekki,er Björn Bjarnasson.

Casado (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:33

40 identicon

Sæll.

Ég hef lengi sagt að Sjallarnir á þingi séu of linir og nú þegar fréttir berast af stuðningi þeirra við Icesave fæst þetta staðfest í enn eitt skiptið. Ég veit ekki hvað þetta lið er að hugsa en hreinsa verður til í þingmannaliði flokksins og gera þá kröfu að menn sem þar taka sæti fyrir flokkinn séu með sjálfstæðan vilja. Óli Björn er dæmi um mann sem ætti að vera á þingi en ekki Þorgerður, hún á að snúa sér að öðru. Svo er líka fínt að halda því til hafa að Bjarni og Illugi voru að daðra við ESB fyrir nokkrum árum, menn sem gera slíkt skilja lítið í efnahagsmálum (Sf er gott dæmi um þetta enda gerist ekkert á hennar vakt).

Ég hef áður bent á það hjá honum Baldri að Sjallarnir hafa ekki gert neinar athugasemdir við rangfærslur vinstri manna um að hrunið sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er afar lélegt. Slíkar fullyrðingar sýna glögglega hve litla þekkingu á orsökum hrunsins þeir menna hafa enda tekur maður slíka bullukolla ekki alvarlega. Ég held að margir gætu hugsað sér að kjósa flokkinn ef fyrir þeim væri útskýrt að hrunið er Sjálfstæðisflokknum ekki að kenna. Annars ætti kannski að leyfa þeim sem styðja Icesave að borga persónulega, þá kannski breytist afstaða þeirra?

Mér finnst það frekar lélegt hjá Bjarna og félögum að flokkurinn skuli "bara" vera með um 40% fylgi þegar hér er allt í kalda koli. Flestir sem nú sitja á þingi fyrir Sjallana þurfa að pakka saman sínu dóti og gera eitthvað annað - það fólk er búið að gleyma fyrir hverja það vinnur (alveg eins og Jóhanna og Steingrímur).

Helgi (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:13

41 identicon

Þið talið mikið að Davíð sé sterkur leiðtogi.  Þið talið líka mikið um að á valdatíma hans hafi glæpamenn sölsað til sín völdum og auði.  Ákveðið ykkur!  Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Hvort er Davíð sterkur leiðtogi eða drusla sem glutraði öllu úr höndum sér?

núman (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 02:11

42 identicon

Já nú er aumt í koti Sjálfstæðismanna. Baldur og Jón Ríkharðss hafa róast og eru sennilegast í sjokki. Ég tek undir hjá þér''núman,,gott innlegg hjá þér no 41. kveðja Númi.

Númi (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 00:07

43 identicon

BB hefur nú sýnt af sér ábyrga afstöðu til Icesave og er það vel, þessi strákur er vaxandi í mínum huga og húrra fyrir honum. Nú brýtur á, en hann stendur það af sér. Húrra aftur!!

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:01

44 identicon

Sammála Bárði Bringdal, Bjarni er flottur og sýnir ábyrgð og hvað í honum býr, annars er Bárður Bringdal hálfgerður asni, ég þekkti móðurömmu hans og hún var skrítin og tók í nefið, en Bjarni er helvíti góður, já barasta húrra fyrir honum. 

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:05

45 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Númi minn, ég er ekki í neinu sjokki yfir neinu, mér líður prýðilega vel.

Ég er ekki sammála formanni flokksins ef þú ert að fiska eftir því.

Annars líður mér ágætlega þessa daga, ég hef verið upptekinn í ýmsu og lítinn tíma haft til að blogga og setja inn athugasemdir.

En mér þykir vænt um að þú fylgist með okkur Baldri, við fögnum öllum sem sýna okkur vináttu og samúð.

Jón Ríkharðsson, 4.2.2011 kl. 23:22

46 identicon

Spurnig er Jón,þjóðin var búin að segja NEI við Icesave,og auðvitað á það að standa.Það eru fleiri en þú hissa á Bjarna Viðsnúningi Vafningi Umsnúningi Benediktssyni. MOLDríkir menn einsog hann veit ekki hvað það er að eiga ekki fyrir mat eða nauðsynjum fyrir börnin sín. Það þarf að taka KABÚL á Alþingi Íslendinga,algjöra úthreinsun þarf á Alþingi.

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 340403

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband