Hver skipaði undirmáls manninn?

Ekki er ég alveg viss um þetta. Hvers vegna ætti Ögmundur að segja af sér?  Það fór ekki fram hjá neinum, sem hlýddi á makalausar hundakúnstir Ástráðs landskjörstjóra í Kastljósi í gær, að þar fer fullkomlega ábyrgðarlaus maður og raunar tifandi tímasprengja. Hann ber enga virðingu fyrir lögum, hann býr ekki yfir lágmarks rökvísi og er svo sjálfhverfur að undrum sætir.

Hvaða viti borinn maður lætur út úr sér aðra eins vitleysu: þegar lögin mæla fyrir um að kjörkassar skuli vera læstir, þá meina lögin alls ekki að kjörkassar skuli vera læstir því að krakkar gætu opnað þá með skrúfjárni.

Þessi setning ein og sér tekur af öll tvímæli um að maðurinn er gersamlega óhæfur til allra hluta er varða lög og rökskilning. Hver skipaði þennan mann landskjörstjóra? Sá sem það gerði á að taka pokann sinn og það strax, því hann er eðli málsins samkvæmt líka vanhæfur. 


mbl.is Tekur undir kröfur um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/26/astradur_formadur_landskjorstjornar/

Af þessu að dæma sýnist mér nú að Alþingi hafi kosið hann

kv, Reynir Gunnarsson

Reynir Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:48

2 identicon

Reynir Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:49

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Baldur minn, Ástráður hefur augljóslenga ekki djúpan skilning á lögum, þótt hann sé lögfræðimennntaður maður.

Hann veit ekki þá staðreynd, að lögum ber að fara eftir jafnvel þótt menn séu ekki sáttir við þau og skilji ekki alltaf tilgangin með þeim.

Og þeir sem eru í opinberum embættum, þeim ber vitanlega enn ríkari skylda að fara nákvæmlega eftir lögum, ég hélt nú satt best að segja að flestir vissu letta.

Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Baldur minn, ég var ekki að tala um letta í síðustu setningunni, það átti vitanlega að vera þetta.

Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 12:54

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er greinilegt að hann er pólitíkst ráðinn. Gísli Baldur sagði af sér í kjölfar nýrrar stjórnar..Ég sá ekki betur í Kastljósi en að Ástráður væri að missa stjórn á sér!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.2.2011 kl. 12:56

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Reynir Gunnarsson, þá er það væntanlega forsætisráðherra sem ber ábyrgð á gjörðum meirihlutans. Alla vega er á mörkunum að gera Ögmund einan ábyrgan. Ástráður var tifandi tímasprengja. Það er sama hvaða ríkisstjórn hefði setið.....undir hans leiðsögn gátu þessar kosningar ekki annað en farið í handaskolum.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 13:09

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, það hefði mátt halda að hann hefði brutt berserkjasveppi áður en hann gekk í salinn.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 13:10

8 Smámynd: Eygló

Var hann alveg ga ga?  Ég er svo hrædd við hann (hef þó aldrei hitt hann) að ég þori ekki að horfa á hann í sjónvarpi og fletti hratt ef ég sé mynd af honum. Hann kann að vera stakasta ljúfmenni, en ég skelfist svipinn á honum. Fordómar?  Já.

Eygló, 1.2.2011 kl. 13:59

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, alla vega gafst Svandís upp á honum.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 14:05

10 Smámynd: Eygló

Þekki enga Svandísi (þ.e. ef þú yrtir á mig)

Eygló, 1.2.2011 kl. 14:35

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef Ástráður væri skráður Svavarsson en ekki Haraldsson, væri maður alveg viss um að hann væri sonur Svarvars Gestssonar. Ástráður gerði þó rétt í að segja af sér, sem Svavar hefði átt að gera áður en hann skrifaði undir Icesave-samninga-I.

Báðir þessir menn eru hrokagikkir sem ekki eiga að koma nærri opinberri stjórnsýslu.

Úrskurður Hæstaréttar var bæði rökréttur og byggður á skiljanlegum lögum. Ástráður má hafa sína skoðun, en vegna mistaka við kosninguna til Stjórnlagaþingsins ætti hann að hafa vit á að þegja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.2.2011 kl. 15:03

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, jú ég var að svara þér .... hann bjó með Svandísi Svavarsdóttur umhverfismálaráðherra og gat við henni barn en hún sparkaði honum.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 15:11

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Loftur, þessi maður er ekki húsum hæfur og ætti að þegja. Ég fékk eiginlega hálfgerða samúð með vinstri stjórninni þegar ég hlustaði á hann í gær ...... engin stjórn hefði komist vel frá þessu máli með slíkan mann innan borðs.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 15:12

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Til upplýsingar fyrir Eygló og Loft: Maðurinn er ekki sonur, heldur tengdasonur {fyrrverandi) Svavars Gestssonar. Það hljóta að hafa verið leiðinleg fjölskylduboð þar sem saman voru komin Svavar, Svandís og tengdasonurinn öll að ræða marxismann og heimsbyltinguna. Raunar hafði lærimeistari og átrúnaðargoð þessarar fjölskyldu, Lenin, litlar áhyggjur af slíkum smáatriðum, sem að hlýða lögunum, þótt hann væri sjálfur lögfræðingur eins og þessi tengdasonur byltingaraflanna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2011 kl. 15:21

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála Vilhjálmi, mikið hafa þau verið þung hjá þeim fjölskylduboðin.

Vafalaust hafa þau skipst á að lesa upp úr gömlum Kommúnistaritum og innihald þeirra ræt í þaula.

Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 15:37

16 identicon

Hér eru allir sammála.  Þetta er greinilega vondur maður.  Nú svo er hann ljótur lika, ekki húsum hæfur, kann ekkert í lögfræði og ég sé hér að hann á vonda fjölskyldu.  Þetta eru allt helvítis kommúnistar

Brynjar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 16:26

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ástráður er samherji Svavars (og fv. tengdasonur hans) og Ögmundar, var skipaður í þessa stöðu 26.2. 2009 með pólitískri kosningu vinstri aflanna, sem þá voru nýbúin að mynda bráðabirgðastjórn. Svo mætir hann og fer að gera lítið úr Hæstarétti með því að apa upp orð Ögmundar og virðist þar láta svona hálft í hvoru í veðri vaka, að allir þessir dómarar geti hafa verið pólitískt hlutdrægir!

Er hann maður til að setjast í dómarasæti yfir Hæstarétti landsins? Hvað var hann að viðurkenna með því að segja af sér eftir klúðrið? Að hann væri mjög svo hæfur til að fjalla um þessi mál eða hvað?!

Ég á ýmis innlegg um málið á vefsíðu Lýðs Árnasonar læknis.

Hvað meinta fagmennsku Ástráðs Haraldssonar varðar, ættu menn, áður en þeir álykta um hana til fulls, að líta á innskotsgreinina á ÞESSARI vefsíðu minni.

Að endingu: Ástráður er hinn elskulegasti náungi og getur komið ágætlega fyrir, eins og ég kynntist í Þjóðmenningarhúsi á fundi landskjörstjórnar þar, þótt honum hafi ekki tekizt vel upp í þessu í gærkvöldi nema í augum grunnfærra og grunlausra.

Jón Valur Jensson, 1.2.2011 kl. 16:28

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessar ábendingar, Jón Valur.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 16:31

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, þú sérð af athugasemd Jóns Vals að Ástráður fær gott orð af persónulegri viðkynningu, en það er augljóst hvers vegna enginn treystist til þess að bera blak af honum hvað varðar kosningaklúðrið.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 16:32

20 Smámynd: Eygló

Svolítill Gamla testamentisbragur á þessu; Svavar gat Svandísi. Svandís gat svein með Ástráði. Ástráður gat barn við Svandísi. Svo gat Svandís ekki meira. Eða var það Ástráður sem ekki gat?  Var hún með réttu ráði áður en hún byrjaði með ást ráði?

Það sem mér léttir við að vita nú um mægðir, fegðir og fægðir eða hægðir þessarar stórfjölskyldu.

Ég veit ekkert um þetta og eiginlega biðst afsökunar á því að hafa truflað :)

Eygló, 1.2.2011 kl. 17:40

21 identicon

Mjög athyglisverð færsla, sérstaklega í ljósi þessarar á undan, "lögspekingar einir að semja stjórnarskrá", hvað er hann annars menntaður þessi Ástráður? Sveimérþá ég held ég myndi barasta segja seisei jú mikil ósköp, það held ég nú.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:35

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skondinn Spéfugl, það er mikill munur á alvöru lögspekingum á borð við Sigurð Líndal og ótíndum lagatæknum sem að vísu hafa lokið lögfræðiprófi, en einungis lært fræðin að því marki að geta rekið handrukkunar fyrirtæki eða klúðrað kosningum.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 19:20

23 identicon

Mikið rétt kæri B, ég bara velti því fyrir mér hvaða spekingur ætti nú að velja alla lögspekingana til að endurskoða stjornarskrána, það má jú ekki velja vitlausa lögspekinga. Kannski þú getir tekið djobbið að þér B?

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 19:24

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ef þess er óskað.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 19:31

25 identicon

Pólitísk þröngsýni og persónulegt skítkast, + eineltistilburðir hrjá allt of marga hér.  Ástráður var mjög málefnalegur og upplýsandi í viðtalinu og hljótum við að þakka honum það. Hann stóð sig vel miðað við aðstæður. Viðtalið var honum samt augljóslega erfitt því hann gat ekki sagt allt sem honum bjó í brjósti.

Menn virðast miskilja orðið lás og þröngsýnir skilja orðið engöngu sem málmlás með lykli.  Lás þýðir margt annað, ss innsigli, eitthvað lokað, lykkja á kaðli, eitthvað krægt saman, læsa klónum í eitthvað.

Ef umslag er lokað með innsigli er umslagið læst. Sama á við um kjörkassa. Ergo kjörkassinn var læstur með innsigli.   

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:42

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristján, þú ert gullnáma fyrir glæpalýð allra tíma, alltaf tilbúinn að ljúga og sverja rangan eið. Lás er lás og allir vita hvað lás er. Allir vita hvað orðið læstur merkir. Það er engin tilviljun að í öllum kosningum á Íslandi....til þessa .... hafa kjörkassar verið með lás og lásinn verið læstur. Það er fyrst núna að fram stígur forhertur, sjálfhverfur, siðlaus maður sem setur fram nýja og kolranga túlkun á orði sem óþarfi er að túlka því allir vita hvað það merkir. Og innsigli þýðir innsigli. Innsigli þýðir ekki lás.

+

Hafðu það hugfast að alllir harðstjórar hafa haft þúsundir manna á borð við þig í þjónustu sinni til þess að réttlæta glæpina og blekkja lýðinn.

+

Og mundu að lokum að læsa bílnum þínum aldrei framar, teipaðu bara yfir dyrnar. Og læstu heldur aldrei framar útidyrunum heima hjá þér. Teipaðu bara yfir þær. Innsigli er jú lás, ekki satt.

+

Skammastu þín, lygari.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 23:53

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristján, ertu ekki enn með Dyraþjónustuna? Læturðu duga að teipa yfir dyrnar? Segirðu viðskiptavinum þínum að fjarlægja alla lása því jafnvel krakkar gætu skrúfað upp dyrnar með skrúfjárni?

+

Djísös Kræst hvað þessir kommúnistar geta verið óþolandi vitlausir.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 23:57

28 identicon

Halltu ró þinni baldur.

Samkvæmt orðabók er að innsigla sama og að læsa. Einnig er hægt að nota nota svokallaða skrá til að læsa. Hægt er að læsa með fjölmörgum aðferðum.

Í 69 gr. laga um alþingiskosningar stendur.

"Í kjörfundarstofu skal enn fremur vera hæfilega stór atkvæðakassi sem sveitarstjórn leggur til. Atkvæðakassinn skal þannig búinn að ekki sé unnt að ná kjörseðli úr honum án þess að opna hann og þannig að unnt sé að læsa honum. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um stærð og gerð atkvæðakassa."

 Hér stendur að sveitarstjórn leggi til kjörkassan. Var það svo? Nei.  Gerði hæstiréttur athugasemd við að kjörkassinn kæmi ekki frá sveitarstjórn. Nei. 

Hér stendur ekkert um að læsingin skuli vera gerð fyrir lykil. Læsingin getur að sjálfsögðu verið í formi innsiglis.

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 00:54

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já sammála því Kristján, höldum ró okkar. Afsakaðu að ég skyldi hreyta í þig ónotum í gær, þú átt það alls ekki skilið af minni hálfu, en ég varð bara svo vondur þegar þú byrjaðir með þessa hallærislegu útúrsnúninga. Kjörkassar hafa alltaf verið læstir á Íslandi og ef menn ætla að beita fyrir sig orðabókar-hártogunum og breyta frá settum venjum og reglum, þá verða menn fyrst að leita úrskurðar um hvar mörkin skuli liggja. Það var nauða einfalt að hafa kjörkassana læsta. Menn þurftu ekki að fletta upp í orðabókum til þess að finna einhverjar fráleitar túlkanir. Þegar menn beita svoleiðis brögðum eru menn undantekningarlaust á rangri leið.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 09:36

30 identicon

Vel má vera að læsingar með lykli hafi verið á öllum alþingiskjörkössum landsins fram að þessu. Lögin eru hinsvegar ekki skýr í þessum efnum.

Tel rétt að menn meti tilganginn með læsingunni og skoði hvort hætta er á kosningasvindli ef annarsskonar læsing er á kjörkassa. Fram hefur komið að hafi einhver reynt kosningasvindl gagnvart kjörkassanum sæust merki um það m.a. rofið innsigli eða skemmdur kassi. Engu slíku var til að dreifa í þessum kosningum. Kjörkassarnir reyndust gegna hlutverki sínu með príði.

Það þarf einbeittan brotavilja til að sjá að kjörkassarnir hafi ógnað stjórnlagaþingskosningunni.

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:54

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er óþarfi að ræða það frekar, lögin eru sett til þess að þeim sé framfylgt og Ástráður sýndi af sér furðu einbeittan brotavilja þegar hann mölbraut þau hvert af öðru. Þér til gamans fletti ég upp á orðinu "lás" í íslensku orðabókinni og merkingin "innsigli" er hvergi nefnd. "Lás" hefur líka merkinguna "landnót" þannig að næst þegar þið kommalufsurnar reynið kosningasvindl ættuð þið að vefja kjörkassana inn í landnót og reyna að telja almenningi trú um að þar með séu reglur í heiðri hafðar.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 22:01

32 identicon

læsa:  innsigla = læsa bréfi

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 340395

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband