Maðkurinn engdist á önglinum

Höfum eitt á hreinu: enginn viti borinn herforingi myndi ráða skemmtikraftinn Ómar Ragnarsson til þess að hanna vélbyssu  og engin kona myndi ráða hagfræðinginn Þorvald Gylfason til þess að framkvæma fóstureyðingu. Verkfræðingur og læknir eru réttu mennirnir í slík verkefni.

Það er heldur ekki vitglóra í því að sanka saman einhverjum Ómurum og Þorvöldum til þess að semja stjórnarskrá. Til þess fáum við hæfustu lögspekinga landsins og fyrir þeim skal fara Sigurður Líndal að sjálfsögðu.

Vinstri vitleysingarnir í ríkisstjórn eiga nú gullið tækifæri til þess að berja í brestinu svo eftir yrði tekið. Þeir eiga tafarlaust að skipa Sigurð Líndal í stjórnlaganefnd og með honum sex valinkunna lögspekinga. Það er eina...segi og skrifa: eina ....... vitlega aðferðin til þess að semja stjórnarskrá.

En brýnast af öllu er þó að halda frá þessu verki ofurgægsnum á borð við það sem Kastljós kynnti í kvöld.  Mér hefur aldrei líkað þegar veiðimenn þræða ánamaðk upp á öngul og aldrei hef ég séð nokkurn maðk engjast jafn ógurlega og þann sem þarna reyndi að ljúga sig frá hyskninni og dómgreindarleysinu.


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég horfði á hann þá skildi ég af hverju hann er fyrrverandi tengdasonur Svarars "Icesave" Gestssonar. Ekki einu sinni Svavar gæti sætt sig við svona fígúru sem tengdason. Þvílíkt og annað eins. Segi nú ekki meyr.

Með flokkskveðju - Stétt með stétt!

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:08

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pjetur Stefánsson listamaður var með eitursnjalla samlíkingu um þetta efni á Facebook áðan, og hef ég leyfi hans til að birta hana hér:

+

"Góðar línur Baldur, ég er þér hjartanlega sammála þess efnis að lögfræðingar eigi að endurskoða stjórnarskrána. Það er arfavitlaust að láta flaumósa besservissera berja saman stjórnlausan kjaftavaðal og kalla það stjórnarskrá. Því má líkja við að uppreisn yrði á sinfóníutónleikum og pupulinn tæki sviðið meðvaldi, hrekti hljóðfæraleikarana í burtu og færi að spila á hljóðfærin og reyndu að spila eftir nótum án nokkurar kunnáttu. Því miður stjórnlagaþing Jóhönnu gengur ekki upp."

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 22:10

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, þú segir nokkuð..... hef grun um að það hafi verið leiðinlegustu fjölskyldusamkvæmi mannkynssögunnar.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 22:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er augljóst að engin glóra er í því að löggjafarsamkoma landsins sé mönnuð með öðrum en 63 fremstu lögspekingum landisns. 

Og stjórnlagaþingið Þjóðfundurinn 1851 var að sjálfsögðu af algeru glóruleysi kolrangt mannaður með prestum og bændum mestan part.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2011 kl. 22:12

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þarna er ég algerlega ósammála þér Baldur.  Stjórnarskrár eiga að vera samdar af almenningi þótt lögspekingar geti verið þeim innan handar.

Axel Þór Kolbeinsson, 31.1.2011 kl. 22:15

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Ómar, mér finnst nú ekki fallegt af þér að spyrða saman stjórnlaganefnd og löggjafarþing. En hitt er rétt, að sennilega ættu fleiri lögspekingar að sitja á Alþingi. 30-40% gæti verið nærri lagi. En þar þurfa líka að vera menn sem gerþekkja atvinnulífið, því lögin snúa oft að atvinnulífinu .... sjávarútvegur og landbúnaður eru góð dæmi þess. Og þar þyrftu að eiga sæti menn sem gerþekktu menntakerfið, heilbrigðiskerfið osfrv. En stjórnlaganefnd ...... þar ættu einungis að vera lögspekingar.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 22:18

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ómar færi létt með að hanna vélbyssu !

Aðalsteinn Agnarsson, 31.1.2011 kl. 22:34

8 identicon

Vek athygli á að ráðuneyti dómsmála og lögspekinga með alla sína svokallaða lögspekinga, hannaði og sá um þau atriði í framkvæmd kosninganna sem klúðruðust hvað mest, sáum hvernig það fór. Var ekki landskjörstjórn mönnuð af svokölluðum lögspekingum, sáum hvernig það fór.  Þá var hæstiréttur mannaður af svokölluðum lögspekingum, sáum hvernig það fór.  Var ekki Seðlabankinn og bankarnir fullir af svokölluðum lögspekingum, sáum hvernig það fór með þjóðina. Vorum við ekki með forsætisráðherra sem svokallaðan lögspeking, sáum hvernig það fór með þjóðina.

Svokallaðir lögspekingar eru til vandræða, já eins og aðrir.

Þingið á að taka á sig rögg og skipa þessa 25 valinkunnu menn til að endurskoða stjórnarskrána. 

Einfaldast, fljótvirkast, sanngjarnast og ódýrast. 

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 23:10

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stjórnlagaþing átti aldrei að hafa neitt vald, heldur koma með tillögur. Þær verða varla dæmdar fyrirfram sem ómögulegar, bara af því ekki voru "lögspekingar" kosnir til þingsins.... er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:15

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú með lögfræðina eins og önnur svið mannlífsins: margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Við ættum að gera skýran mun á tossum sem fá atvinnubótavinnu í ráðuneytum og landskjörstjórnum og svo afburðamönnum lögfræðinnar á borð við sjálfan Sigurð Líndal. En ef Ástráður landskjörstjóri er verðugt sýnishorn af þeim sem valist hafa til þess að annast þessi mál er ekki von á góðu. Það sannar þá bara að hvaða hálfviti sem vera skal getur lært lögfræði.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:17

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Baldur,

þótt þú teljir sjálfan þig ekkert vit hafa á því hvað skuli standa í stjórnarskrá þýðir það ekki allir séu jafnvitlausir og þú.

Skeggi Skaftason, 31.1.2011 kl. 23:18

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, ég skoðaði hugmyndir þjóðfundar á netinu og hvílík óendanleg steypa .... þá sannfærðist ég endanlega um að stjórnarskrá er ekki á færi fúskaranna, hún er verkefni lögspekinga. Stjórnarskrá er einfaldlega lagaramminn um lögin og við eigum að setja okkar fremstu menn í það verkefni en ekki popúlista.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:19

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skeggi, enginn andmælir þessu enda er það sjálfgerður sili. Það eru heldur ekki allir jafn vitlausir og þú.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:20

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hræddur er ég um að hann Davíð okkar Oddsson hefði verið fljótur að skipa þessa fulltrúa og málið þar með verið leyst.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:22

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, Davíð var forsætisráðherra nálega 12 ár og hann klúðraði aldrei. Vinstri menn gera ekki annað en klúðra. Þeir eru samfellt klúður.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:28

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til þess eru lögspekingarnir... að sníða agnúana af tillögum "amatörana"

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:43

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En ég tek undir orð þeirra sem tala ekki vel um þetta mannkerti í Kastljósinu í kvöld. Björn Bjarnason skrifar mjög góðan bloggpistil um þessa skelfilegu uppákomu, sjá: HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:46

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, er þá ekki ráð að ég taki við einhverjum skuttogaranna þarna fyrir austan og ráði lærðan skiptsjóra mér til ráðgjafar. Sjálfur gætirðu orðið flugstjóri og haft fallega flugfreyju þér til ráðgjafar....þó ekki Jóhönnu. Nei við setjum lögspekinga í það verk að semja lögin um lögin .... en lög um fiskveiðar, bifreiðaakstur og skólamál .... fleiri þurfa að koma að því verki.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:47

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þennan hlekk, Gunnar. Heyrðu, hvernig ferðu annars að því að búa til svona hlekki?

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:50

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pistill Björns Bjarnasonar er að vanda látlaus og hógvær, með smávegis bessaleyfi birti ég hann hér:

"Ástráður Haraldsson, fráfarandi formaður landskjörstjórnar, var ekki sannfærandi í gagnrýni sinni á hæstarétt í Kastljósi kvöldsins. Í þessu máli er það þannig að annað hvort var löglega staðið að framkvæmd stjórnlagaþingkosninganna eða ekki. Hafi ekki verið löglega að kosningunum staðið hlýtur hæstiréttur að ógilda þær þegar leitað er álits hans.

Á ensku er talað um „creeping jurisdicton“ það er þegar lögmætt ástand breytist án þess að nokkur ákveði breytinguna á formbundinn hátt heldur gerist hún vegna þess að eitthvað er látið átölulaust þar til ekki verður til baka snúið.

Svo virðist sem gagnrýnendur dóms hæstaréttar telji eðlilegt að slegið sé af kröfum við framkvæmd kosninga, þar eigi að beita einhverjum öðrum reglum en þeim sem eru lögbundnar. Spyrja má: Hvar á þá að draga mörkin? Í rökræðum um það lenda menn í ógöngum og taka til við að ræða málin á sama hátt og Ástráður Haraldsson þegar hann sagði að börn gætu opnað læstan kjörkassa með skrúfjárni! Á að skilja orð hans þannig að þess vegna sé í lagi að þeir séu opnir?

Örugg framkvæmd lýðræðislegra kosninga er hornsteinn lýðræðis. Að Ögmundur Jónasson telji duga að slá úr og í þegar spurt er um ábyrgð hans á þessu klúðri er fráleitt. Ég er sammála Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann segir að Ögmundur eigi að segja af sér embætti vegna þessa. Ef slíkur atburður hefði gerst á minni vakt í dómsmálaráðuneytinu, hefði ég tekið pokann minn. Ég tala nú ekki um ef ég hefði setið í ríkisstjórn sem strengdi þess heit eftir að rannsóknarskýrslan um bankahrunið birtist að hún ætlaði gera bragarbót við framkvæmd á lögum og stjórnsýslureglum."

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:53

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég afrita slóðina og set í athugasemdina (eða bloggpistilinn), svo geri ég "highlight" yfir slóðina (bláma yfir hana) og skrifa, t.d. : "HÉR" og ýtir svo á stafabilið. Passa bara að ef þú hefur fleiri en eitt orð í tilvísuninni, þá skrifarðu það í einu orði, ýtir svo á stafabilið og ferð svo með bendilinn þangað sem þú vilt hafa bil á milli orða og ýtir á stafabil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:00

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hornsteinar lýðræðisins á Íslandi munu aldrei bera sitt barr eftir þessar skelfilegu kosningar til stjórnlagaþingsins.

En mikið óskaplega munaði litlu að sjálfstæði þjóðarinnar heyrði sögunni til og ekki sé ég fyrir mér hvað yfir okkur hefði getað dunið ef hæstiréttur hefði ekki brugðist svona snöfurlega við.

Árni Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:07

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Gunnar, prófa þetta fljótlega.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 00:10

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, hornsteinn lýðræðisins brást ekki ..... við látum ekki viðgangast að stjórnvöld brjóti lögin. Allir eru jafnir fyrir lögunum.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 00:11

25 identicon

Fjölmörg dæmi er um að hæstiréttur dæmi á skjön við lagatexta. Telji til að mynda þessa eða hina gerðina ígildi formlegrar samþykktar. Þá eru dæmi um að Hæstiréttur fari í manngreinarálit í áfrýjunarleyfum. Hæstiréttur virðist eiga sína vildarvini. Hæstiréttur er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en bankastjórar eða aðrir lögspekingar fyrir hrun. Vegna gagnrýnisleysis hefur valdið stígið dómurum hæstaréttar yfir höfuð og nú hafa þeir úrskurðað flokkspólitískan úrskurð, en þannig úrskurður er siðferðislega marklaus. 

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:12

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Það er þetta með grjótkastið og Björn, Engeying, ekki Ísfirðing.

Björn skipaði reynslulausan mann í embætti hæstaréttardómara, bar því við að maðurinn væri með sérmenntun í Evrópulöggjöf.  Nokkrum dögum síðar játaði þess  maður að hans sérfræðimenntun væri ein þriggja eininga ritgerð sem hann skrifaði í leiðindum síðan við barnapössun á meðan kona hans tók doktor í einhverju við Lundarháskóla, eða eitthvað álíka.

Björn sagði ekki af sér þó hann hefði farið með rangt mál, eða þá sem var öllu alvarlegra, að hann hefði skipað mann i embætti út frá röngum forsendum.

Alvarleiki þessa máls er sá, að svona skipanir veikja tiltrú Hæstaréttar,  og á það var bent á sínum tíma, að þeir tímar gætu komið að þörf væri á Hæstarétti sem væri hafinn yfir allan pólitískan vafa.  Hvað þá að menn drægju í efa faglega hæfni hans.  Minnir að ábendingin hafi komið frá Sigurði Líndal.

Og slíkir  tímar eru í dag Baldur.

Það hafa fleiri klúðrað málum en vinstrimenn.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 00:15

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kristján Sveinbjörnsson, það er marklaust að segja í rökræðum, að "fjölmörg dæmi" um hitt og þetta... en nefna svo engin dæmi.

Þetta með "ígildi formlegrar samþykktar", getur átt við um munnlega samþykkt, t.d. í kaupmálum. Um slíkt er tilgreint í lögum og þarf ekki undirskrift á samningi til að slíkt sé lögfest.

Enginn veikleiki hefur komið í ljós, varðandi dóm Hæstaréttar í "Stjórnlagaþingsmálinu". Lestu dóminn, Ómar Geirsson og lestu pistil Björns Bjarnasonar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:28

28 identicon

Þetta hlýtur að hafa verið öflug Evrópuritgerð í Lundi hjá Ólafi Berki...þar sem Evrópurétturinn allur í H.Í. er 6 einingar.

 Enda var engin þekking á Evrópurétti innan Hæstaréttar áður en Ólafur Börkur tók sæti... og flestum málum sem MDE dæmdi voru Hæstarétti í óhag.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:44

29 Smámynd: Björn Birgisson

Hæstiréttur Íslands, er ekki sumaklúbbur, ekki klúbbur spilafélaga. Hann er þjóðarskömm. Það eitt skiptir máli. Hann gæti kannski gagnast Mubarak vel núna. Við að berja niður lýðræðið. Sendum Hæstarétt Íslands ti Egyptalands. Þar mun hann koma að góðum notum, við miklar vinsældir spilltra manna. En hreint ekki hér á Íslandi.

Björn Birgisson, 1.2.2011 kl. 00:59

30 Smámynd: Björn Birgisson

............til

Björn Birgisson, 1.2.2011 kl. 01:12

31 identicon

Sæll meistari Baldur. Þú ert of harður við maðkinn. Það eru ekki allir sem sleppa jafn vel frá Helga Seljan og Ólafur Johnson gerði. Þú mátt ekki setja Johnson-mælikvarðan á maðkinn.

Magnús Jökull (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 02:06

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver er Ólafur Johnson?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 02:20

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur Johnson = skólastjóri Hraðbrautar. Mörgum þótti hann sleppa vel frá yfirheyrslu Helga Seljan og var þó Helgi hvergi jafn örlátur við hann og skarfinn Ástráð.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 02:50

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar Geirsson, einkunnir segja ekki alla sögu en ég hef alltaf verið á því að í Hæstarétt ætti einvörðungu að skipa menn sem lokið hafa lögfræðiprófi með hárri einkunn. Þannig séð var skipan Ólafs Barkar ekki hyggileg ráðstöfun. En sú skipan hefur engin áhrif á þennan dóm því Ólafur Börkur kom þar hvergi nærri.

+

Dómur Hæstaréttar var kyrfilega rökstuddur og það þarf mikið siðleysi til þess að bera brigður á hann. Aðeins gægsni á borð við Ástráð landskjörstjóra slengja fram staðleysu á borð við: þegar lögin kveða á um að kjörkassi skuli vera læstur, þá meina lögin alls ekki að kjörkassi skuli vera læstur því að krakki með skrúfjárn getur hæglega opnað læstan kjörkassa.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 02:56

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, Hæstiréttur stendur vörð um lýðræðið. Hæstiréttur ver okkur gegn ofríki valdsmanna. Ástráður landkjörstjóri er hins vegar þjóðarskömm og nú skilur maður hvers vegna Svandís varð svona stækur feministi.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 03:00

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur og aðrir góðir menn.

Ég var ekki að tjá mig um dóm Hæstaréttar, legg það ekki í vana minn að deila við dómarann, ekki nema þegar dómarinn dæmir ekki eftir lögum, líkt og hann gerði þegar hann taldi sig hafa vald til að gera nýja gengislánasamninga í stað þeirra sem hann taldi ólöglega.  Það er þannig að ef samningur er ógildur, þá þurfa menn að semja upp á nýtt, þriðji aðili, þó í skikkjum sé hefur ekki vald til þess, samkvæmt lögum í það minnsta.

Reikna samt með að lögfræðin hafi verið traust fyrst fyrstu hróp Samfylkingarinnar voru helví. íhaldið, og þegar það dugði ekki, helv. sægreifarnir.  Hvað sem verður sagt um þessi upphróp, þá koma þau lögfræði ekkert við.

Ég var heldur ekki að tala um einkunnir viðkomandi hæstaréttara dómara, þær voru ekki þær forsendur sem Björn Engeyingur vitnaði í þegar hann rökstuddi val sitt.  Hann vitnaði í meinta sérfræðiþekkingu umsækjandans í Evrópurétti.

Sá rökstuðningur var rangur.

Björn gerir kröfu um afsögn Ögmundar vegna orða sem mættu túlka sem lítilsvirðing á Hæstarétt.  Sjálfur fór hann rangt með á sínum tíma.

Hvort er alvarlegra?????

Og spádómar Sigurðar Líndals um gengisfellingu Hæstaréttar rættust.  

Björn er ágætur eins og hann er en það fer honum vægast sagt illa að klæðast afsagnarfötum Jóhönnu, ef einhver blessun varð af ráðsmennsku hennar í stjórnarráðinu, þá er það að þjóðin er laus við þessar endalausu kröfur um afsagnir.

Svo er Ástráður eins og hann er, óþarfi að skamma hann fyrir það.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 08:15

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Akademiskir ógæfumenn og embættismannadindlar eiga ekki að koma nærri breytingum á stjórnarskrá. Klanið sem kerfið verndar á ekki að drýgja óbreyttu fólki örlög.

Árni Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 09:57

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú kannski óþarfi að kalla þá ógæfumenn þótt þeir hafi lagt stund á lögfræði.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband