Jóhanna sparkar í kettina

Í sögulegu samhengi er töluvert til í þessum ummælum Steingríms Sigfússonar. Þetta vissu þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson á sínum tíma, nema hvað þeir átu ekki hrútspunga saman heldur slokuðu í sig guðaveigar af bestu lyst ...... og þegar Þorsteinn Pálsson vildi heldur fara heim til Ingibjargar en drekka með þeim var honum sparkað út úr stjórninni. 

En Steingrímur Sigfússon veit líka að brigslyrði Jóhönnu eru hol að innan og hafa enga merkingu. Hún er bara að leiða athyglina frá sínum eigin vandræðum ...... liðin eru tvö ár í ríkisstjórn, hún hefur engu markverðu áorkað en eftir hana liggur slóði mistaka, spillingar, klúðurs, illvilja og heimsku.

Jóhanna sér að öllu er lokið en sparkar í villikettina í von um að ýlfrin í þeim dragi til sín athyglina frá hennar eigin vesöld.

Ekki eru nú stjórnarhættirnir stórmannlegir. 


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mogginn á sinn fyrirsjáanlega hátt að reyna að skapa sundurlyndi milli stjórnarflokkanna. Þetta er svo hallærislega augljóst.

hilmar jónsson, 30.1.2011 kl. 13:21

2 identicon

"...en eftir hana liggur slóði mistaka, spillingar, klúðurs, illvilja og heimsku."

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Baldur minn, þínir lesendur eru margir hverjir tryggir stuðningsmenn Jóhönnu, mig langar að benda þeim á örlítið sannleikskorn, sem ætti að fá hugsandi menn í aðdáendahópi hennar til að staldra við og endurskoða sína afstöðu.

Í ræðu sinni segir hún að GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafi metið stöðuna hér á landi á þann veg, að Ísland sé til fyrirmyndar og komið úr skammarkróknum sem við vorum í meðan íhaldið ríkti hér á landi.

Staðreyndir hafa sjaldan verið henni ofarlega í huga, en á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að árið 2001 vorum við það ríki í Evrópu sem spilling var hvað minnst, smkv. mati stofnunarinnar, árið 2006 var okkur hrósað fyrir löggjöf er varðaði fjármál stjórnmálaflokka.

Samt verður það að viðurkennast að sjálfstæðismenn voru ekki nógu aktífir við að fylgja eftir ýmsum fyrirmælum er vörðuðu viðbrögð við mútugreiðslum, GRECO hefur lengi gagnrýnt stjórnvöl fyrir það.

Það geta allir nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins og þeir sem finna eitthvað alvöru hrós í henni, þeim skal bent á að þjálfa sig í lesskilningi, það má örugglega finna einhvern góðan grunnskólakennara til aðstoðar við það verkefni.

Í skýrslunni segir m.a.; "Í ljósi framangreinds er það niðurstaða GRECO að hin afar takmarkaða fylgni við tilmæli nefndarinnar sé í heildina óviðunandi".

Ég á bágt með að sjá hrós falið í þessum orðum, en þeir höfðu bent á það í skýrslunni eftir að ofangreint var ritað, að einum tilmælum af fimmtán hafi verið framfylgt með viðunandi hætti.

Ef þessi skýrsla er hrós í hennar huga, þá þætti mér gaman að vita hvað hún telur vera skammir.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 13:31

4 identicon

Ætli rauðu djöflarnir taki ekki Frakkana á eftir

Krímer (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:54

5 identicon

æ æ æææ Hilmar.

Alltaf í vörn fyrir Samfylkinguna.

Ertu ekki sjálfur orðinn þreyttur á því ? svona í alvöru ?

maður getur ekki annað en dáðst af þessu klóri þínu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 14:02

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er Hilmar alltaf í vörn fyrir Samfylkinguna? Er ekki síðuhaldari hér alltaf í vörn fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Eru ekki allir í vörn fyrir eitthvað? Ekkert athugavert við að spila varnarleikinn fast og af einurð. Þeir sem gleyma varnarleiknum tapa alltaf.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 14:22

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér ekur Birgir utan vega ef svo má að orði komast og athygli vert að Björn (sérlegur verndari Jóhönnu og Sf) sér ekki ástæðu til að leiðrétta það. En ef grannt er skoðað þá er sterk fylgni milli innkomu Hilmars á bloggsíður og gagnrýni á Steingrím Joð. Ég myndi segja að fylgnin sé marktæk.

Ragnhildur Kolka, 30.1.2011 kl. 14:35

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ragnhildur, ég taldi mig leiðrétta utanvegaakstur Birgis með þessari spurningu: "Er Hilmar alltaf í vörn fyrir Samfylkinguna?"

Suma þarf kannski alltaf að mata á öllu með teskeið!

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 14:41

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er gagnleg ábending hjá tavaritsj Birni Birgissyni:

+

"Eru ekki allir í vörn fyrir eitthvað? Ekkert athugavert við að spila varnarleikinn fast og af einurð. Þeir sem gleyma varnarleiknum tapa alltaf."

+

Það er nokkuð til í þessu hjá honum. Sá böggull fylgir þó hinu ísfirska skammrifi að gjörðir vinstri flokkanna eru orðnar svo gersamlega á skjön við allt sem eðlilegt getur talist, að sennilega ættu þeir mætu menn Hilmar og Björn að skipta um hross og fá sér annað föruneyti.

Baldur Hermannsson, 30.1.2011 kl. 15:18

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ólíkt oftast hafast að
íhald, kjána kæra
Jóka stjórnlynd stundar það
í Steingríms slátr' að hræra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2011 kl. 15:28

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vissulega er hægt að taka undir það sem Björn segir, en ég er feginn því að vera í liði sem á auðveldara með að verja sinn málstað.

Ekki myndi ég vilja vera undir alagi því sem fylgir því að reyna að verja Jóhönnu, það er eintóm varnarbarátta og enginn tækifæri til að sækja fram, nema að benda á eitthvað úr fortíðinni, en þá er af nógu að taka hjá sjálfstæðismönnum líka.

Ég skal viðurkenna það, að haustið 2008 var ógurlega erfitt að verja það að vera sjálfstæðismaður, en með það tókst þó með herkjum.

En ég er ansi hræddur um að liðsmenn Samfylkingar eigi í enn harðari baráttu en ég þó átti haustið 2008.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 16:26

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En mér þæti vænt um að fá viðbrögð Samfylkarliðsins við athugasemd númer 3. hjá mér, hún er rökstuud með traustum heimildum sem fengnar eru úr ræðu Jóhönnu og skýrslu GRECO sem er stofnun er fylgist með spillingu í Evrópu.

Hvaða vörn er hægt að beita í því máli?

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 16:28

13 identicon

Ég vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:44

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er eindreginn talsmaður gagnsæis og heiðarleika, þess vegna hef ég í mörg ár beðið eftir að vinstri menn kæmu með haldbær rök máli sínu til stuðnings, en það hefur ekki ennþá gerst.

Þegar ég hef komið með skjalfestar heimildir máli mínu til stuðnings í deilum mínum við félaga mína um borð, sem hallast til vinstri og krafist hins sama af þeim, þá segja þeir alltaf að ég sé hálfviti, sem er reyndar ekki svo slæmt og hlaupa aftur í stakkageymslu til að reykja. Svo koma þeir til baka og fara að segja mér skemmtilegar sögur, til að ég fari nú ekki að koma með fleiri óþægilegar staðreyndir. Það virkar alltaf á mig og þeir vita það, þeir eru nefnilega fjandi skemmtilegir þrátt fyrir allt.

Einu rökin sem ég hef lesið hjá vinstri mönnum hér í bloggheimum er að Davíð sé glæpamaður og hafi sett landið á hausinn, án þess að rökstyðja það neitt frekar, einnig koma þeir með hina ýmsu fullyrðingar sem oftast eru innistæðulausar.

Nú kem ég með staðreyndir þess efnis að þeirra höfuðleiðtogi hafi logið blákalt að flokksmönnum sínum og að lygin hafi verið birt á opinberum vettvangi.

Þá eru þeir steinþagnaðir og varnarlausir Baldur minn, en ef að þeir kæmu með einhver sambærileg dæmi er varða sjálfstæðismenn, þá myndi ég annað hvort koma með mótrök studd heimildum eða viðurkenna að .þeir hafi gert mistök.

Einnig hef ég margoft lofað því að hætta að gagnrýna vinstri stjórnina ef einhver getur sýnt fram á að eitthvað í þeirra tillögum sé betur fallið til verðmætasköpunar en tillögur sjálfstæðismanna.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 18:03

15 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, ég get ekki tekið áskorun þinni varðandi GRECO til Samfylkingarstuðningsmanna. Í fyrsta lagi af því ég er ekki í Samfylkingunni. Í öðru lagi af því að ég hef ekkert kynnt mér mælingar GRECO. Í þriðja lagi af því að svona mælingar eru ekkert annað en lélegur brandari.

Annað.

Ég sakna þess örlítið af hafa ekki fengið innlit og athugasemd frá þér á færslu mína, sem ég nefndi:

Hætt við að Samfylkingin uppskeri meiri aðhlátur en skemmtiatriðin sem hún býður upp á

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 18:26

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var að vísa til ummæla Jóhönnu, en hún sagði skýrsluna fela í sér hrós til hennar ríkisstjórnar en lét þess jafnframt getið að fyrri ríkisstjórn hafi setið í skammarkróknum.

Upplýsingar er varða niðurstöðu stofnunarinnar á vef Stjórnarráðsins benda til hins gagnstæða, þannig að Jóhann talaði ekki sannleikanum samkvæmt.

Ég er að elda ljúffengan mat fyrir fjölskylduna akkúrat núna, en ég lofa að kíkja á færsluna þína um leið og tími gefst.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 18:32

17 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar Baldur Hermannsson notar orðið  tavaritsj um mig, finn ég til stolts og þakklætis. Enginn er betri á þessu Moggabloggi en síðuhöfundur hér. Sama hve vitlausan hann gerir sig í skrifum sínum. Takk tavaritsj Baldur.

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 01:03

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heiður þeim sem heiður ber, Bjössi minn í Neðri Kaupstað.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 09:25

19 Smámynd: Björn Birgisson

Heiður karlmannsins er bundinn því sem fólk hugsar, en heiður konunnar því sem fólk segir. - Immanuel Kant

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 17:31

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, þá spyr ég nú eins og einn gamall vinur minn fyrir margt löngu: "Heiður, er það ekki eitthvað sem maður þiggur af öðrum.....og þar af leiðandi einskis virði?".

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 17:47

21 Smámynd: Björn Birgisson

Áttu þá við Fálkaorðurnar biskupsins? Sem dæmi kannski!

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 18:19

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörkugott dæmi, tavaritsj. Nasdrovje.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 19:00

23 identicon

Það á kannski að fara að spá í innyfli í bakherbergjum?

Solveig (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:18

24 Smámynd: Björn Birgisson

 Nastrovje, tavaritsj Baldur. Nastrovje!

feb 01
P Cloudy
P Cloudy 18°
12°

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 20:36

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvur fjárinn, er mannskrattinn kominn til sólarlanda??????

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 20:40

26 Smámynd: Björn Birgisson

Hugurinn ber mann hálfa leið, tavaritsj Baldur. Nema þú kallir paradísina Grindavík sólarland!

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 20:50

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommon það eru engin 18° í Grindavík. Ekki nema inni í stofu hjá þér kannski.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 21:56

28 Smámynd: Björn Birgisson

Stofuhitinn hér er um 20 gráður. Gerðu eitt svolítið sniðugt. Stofnaðu gestabók á blogginu þínu. Þar getum við sagt hvorum öðrum leyndarmál, án þess að vera með þjóðina andandi í hálsmálið. Hún er bæði svo leiðinleg og andlaus. Alla vega 30% hennar! Algjörlega öfugt við okkur, Hilmar og Árna og fáeina aðra öðlinga. Gerðu þetta og byrjaðu nú ekkert væl um vankunnáttu á tölvusviðinu. Do it tavaritsj Baldur.

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 22:17

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gestabók......? Til hvers eru þess háttar apparöt?

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 22:22

30 Smámynd: Björn Birgisson

Til að skrifa í leyndarmál, þursinn þinn. Hlýddu! Bara einu sinni!

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 22:34

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

En email ..... til hvers eru þau?

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340348

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband