Kolröng viðbrögð allra

Landskjörstjórn hefði mildað höggið ef hún hefði haft rænu á því að segja af sér strax þegar Hæstiréttur kvað upp vel rökstuddan dóm sinn. En Ástráður ætlaði greinilega að athuga hvort hann kæmist ekki upp með ósómann. Ögmundur á líka að segja af sér og Jóhanna ætti vitaskuld að vera löngu farin. Skylt er að vekja athygli á stórgóðum pistli Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag. Þar stendur meðal annars:

 

"Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings var mikið áfall. Í henni felst að dómsmálaráðherra hafi sniðgengið lagaákvæði um leynilegar kosningar í hagræðingarskyni. Innanríkisráðherra sagði á Alþingi að með þessari afstöðu hefði Hæstiréttur ekki tekið tillit til almannahagsmuna.

Þetta segir þá einu sögu að viðbrögð ráðherra voru meira áfall en ógildingin. Hvarvetna í lýðræðisríkjum hefði sá handhafi framkvæmdavaldsins sem borið hefði stjórnskipulega ábyrgð á svo alvarlegum mistökum tafarlaust þurft að taka afleiðingum þess að hafa ekki risið undir henni. Slík lagaleg og siðferðileg ábyrgð er svo víðsfjarri hugmyndaheimi forsætisráðherra að hann bað Alþingi ekki einu sinni afsökunar.

Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er sérstaklega fundið að því hvernig stjórnendur bankanna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum. Það var nákvæmlega þetta sem dómsmálaráðherra gerði við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna. Til að auðvelda framkvæmd þeirra var gengið á svig við skýr lagafyirmæli og áratuga hefðir sem tryggja eiga leynilegar kosningar. Hagræðingin var metin meir en mannréttindin.

Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórnenda bankanna. Andi laganna um ábyrgð þeirra ætti að gilda. Þegar meirihluti Alþingis fjallar um ákvörðun Hæstaréttar sem eftirlitsaðili með framkvæmdavaldinu túlkar hann lögin um ábyrgð þess með sama hætti eins þröngt og verða má.

Þannig ganga fyrstu viðbrögð meirihluta Alþingis gegn mikilvægustu ábendingunum í siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg. Fullharkalegt má þó telja að krefjast hennar. Skylda hans er hins vegar að sjá til þess að viðkomandi ráðherra axli pólitíska ábyrgð."

 

 

 


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fullkomlega röng röksemdafærsla.

Hver er andi laganna í þessum tveimur tilvikum?

Bankar: Andi laganna er að stjórnendur bankanna beri mikla ábyrgð. Þröng túlkun laganna leysir þá undan ábyrgð. Þetta gagnrýndi rannsóknarskýrslan.

Kosningar: Andi laganna er að kosningar skulu vera lýðræðislegar. Þröng túlkun laganna ógildir kosningarnar þrátt fyrir það að engin sönnun finnist á kosningasvindli sem hefði breytt útkomunni.

Þetta voru ekki ólýðræðislegar kosningar þrátt fyrir nokkra formgalla. Það hefði nægt að áminna kjörstjórn og ráðherra.

Þess vegna var það úrskurður hæstaréttar sem voru vonbrigði fyrir höfunda rannsóknarskýrslunnar og alla Íslendinga. Ekki viðbrögð ráðherra.

Þorsteinn notar réttan grundvöll fyrir gagnrýni (þrönga túlkun laga) á rangan hátt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 15:41

2 Smámynd: Rauða Ljónið

 ,,Landskjörstjórn hefði mildað höggið ef hún hefði haft rænu á því að segja af sér strax þegar Hæstiréttur kvað upp vel rökstuddan dóm sinn."
Ég get ekki séð að  Landskjörstjórn hefði getað mildað höggið þar sem hún átti ekki fyrsta orðið það var ríkisstjórnin á alþingi undir ræðu forsætisráðherra og ósökunum hennar um óheiðaleika dómvaldsins hvort sem er í héraðsdómum eða fyrir hæstarétti.

Því verður Jóhanna að sanna með óyggjandi hætti að sanna það fyrir þjóðinni að allir sýknudómar og vægirdómar sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétt eða héraðsréttum landsins, hvort sem er í fjársvikum svo sem Baugsmálið, sifjaspellum eða öðrum dómum er lúta að kynferðismálum þjófnuðum og öðrum glæpum að menn séu dæmdir saklausir fyrir tilstuðnings Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddsonar og að þeir sem setja í fangelsum landsins séu allir saklausir en einu sakirnar sé að þeir hafi ekki verið stuðningsmenn Davíðs eða íhaldsins og dæmdir í fangavist fyrir þær sakir þjóðin verður að krefjast þess að það veri upplýst.

Kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 29.1.2011 kl. 16:32

3 Smámynd: Björn Birgisson

Af bloggsíðu Sigurðar Grétars Guðmundssonar. Hluti af góðri færslu Sigurðar: 

"En nú er líklega farið að fjúka í marga (vonandi) og ég skal ekki víkjast undan því að rökstyðja það að dómur Hæstaréttar sé fráleitur og hlutdrægur. Dómstólar eiga að vinna eftir gildandi lögum á tvennan hátt: a) gildandi lagabókstaf b) anda gildandi laga. Þarna er sá gullni meðalvegur sem hver dómstóll verður að feta. Í þessum dómi Hæstaréttar er hver smuga fundin til að fara eftir lagabókstafnum en ekki í neinu hirt um að fara eftir anda laganna. Reyndar hefur sá merki lagaprófessor Eiríkur Tómasson bent á (um leið og hann dregur dóm Hæstaréttar í efa) að ef skírskotunin í lög um Alþingiskosningar hefðu ekki verið í lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings hefði Hæstiréttur ekki getað notað þær smugur sem hann fann til að ógilda lögin.

Þá hefði ekki verið hægt að gera athugasemd við pappaveggina, ekki við kjörseðlana, ekki við kjörkassana eða annað sem Hæstiréttur tíndi til."

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 17:12

4 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ég er ekki viss um að það hefði verið nóg að sleppa tilvísun í lög um alþingiskosningar, það segir sig eiginlega sjálft að kosningar eiga að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

Hugsanleg vörn hefði verið ef lagasmiðir Jóku hefðu sett inn ákvæði á borð við: "Framkvæmd kosninga þessara má vera eins og venja er í Zimbabwe og Afghanistan"

Hólmgeir Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 17:39

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn Birgisson, þú leggst óþarflega lágt með því að vitna í bullustrokinn Sigurð Grétar. Eða er kannski fokið í flest skjól hjá þér?

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 17:56

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hólmgeir, það hefur hingað til ekki vaist fyrir Íslendingum að uppfylla settar reglur um kosningar. En þegar Jóhanna Sigurðardóttir sest að völdum er eins og horfið hafi á einu bretti öll virðing fyrir lögum og reglu. Hjá þessari ríkisstjórn lendir allt í handaskolum. Það eina sem hún hefur gert af einhverri skilvirkni árin tvö var þegar hún sigaði lögreglunni á meinlausan, aldraðan öryrkja sem hreyfði andmælum fyrir framan stjórnarráðið.

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 17:58

7 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, ekki veit ég hvor okkar liggur neðar, ég með mína ágætu tilvitnun eða þú með þína fordóma gagnvart Sigurði Grétari og þeirri spurningu sem þú beinir til mín.

En, svona þér að segja, þá þarf ég engin skjól. Ég er sóknarmaður og nenni ekki að híma í skjólum. Þess vegna, meðal annars, er ég ekki á opinberu jötunni.

Er hún ekki aðalskjólið fyrir þá sem bágt eiga með að framfleyta sér með fullnustu eigin hugmynda? Breyta góðri hugmynd í arð og framfærslulífeyri?

Mig grunar það.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 18:21

8 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Já Baldur, það getur orðið ærinn starfi að tilgreina það sem hjörðin hefur klúðrað en ég kalla þig skarpan að finna eitthvað sem leyst hefur verið af röggsemi.

Hér að ofan er eitthvað skrifað um arðsköpun, að vísu skil ég ekki hvað er verið að fara. En þá langar mig að koma á framfæri þeirri hugmynd minni að leiðin út úr kreppu og stöðnun atvinnulífsins sé sú að nýta heimskuna. Ég veit að vísu ekki hvernig það yrði gjört, en sá sem finna myndi leið til að fénýta heimsku yrði flugríkur á skömmum tíma, því af henni eigum við slík kynstur á þessu landi.

Hólmgeir Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 19:03

9 identicon

Dýrafjarðar - Jóhanna mætti hjörð sinni á flokkráðsfundi í dag og gjammaði þar svívirðingar í átt til kattanna í VG og réðist afmynduð af heift á útgerðarfyrirtæki þjóðarinnar, þar sem hún stautaði sig í gegnum ræðu sem búið var að skrifa ofan í hana. Þetta gerir hún til að forðast sjálfsagðar athugasemdir um að henni beri tafarlaust að segja af sér. Ég spái því að fylgi Samfylkingar í næstu Gallup könnun verði vel undir 20 prósentum á landsvísu.

Sigvlaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:19

10 identicon

Góðan daginn.

Það er svolítið merkilegt að sjá hvað sumir hafa hér fram að færa. Samsæriskenningar hafa farið hátt út af þessum dóm undanfarið og menn lagst svo lágt að draga persónu dómaranna inn í málið. Segir það samt ekki allt að allir dómararnir voru sammála? Engin sératkvæði.

Kosningar eiga að vera leynilegar. Var þessi það? Maður Guðrúnar P. var í framboði. Sér enginn neitt athugavert við það? Slíkt var ekki ólöglegt en einn varaþingmaður Vg var í framboði og samkvæmt lögunum um stjórnlagaþing var hann ekki kjörgengur? Hvers vegna að setja lög ef ekki á að fara eftir þeim? Gengur mönnum virkilega svona illa að viðurkenna klúðrið í kringum þetta mál? Kosningarfyrirkomulagið var óskýrt og ekki líkt því sem við höfum átt að venjast og raunar þannig að sumir frambjóðendur áttuðu sig ekki á því. Einn þeirra sagðist eftir kosningarnar ekki hafa áttað sig á að mestu skipti að vera settur í fyrsta sæti.

Ég tek ekkert mark á Eiríki Tómassyni eftir að hann kom nálægt máli hans Edvald Mikson. Wisenthal stofnunin var búin að finna vitni og málið var allt klárt. Þá er Eiríkur settur í málið og kemst að þeirri niðurstöðu að sennilega séu öll vitni dáin og fleira álíka skynsamlegt. Wisenthal stofnunin var búin að vinna málið allt en svo kemur Eiríkur með eitthvað allt annað. Aðrir muna þetta kannski betur en ég. Kannski þú Baldur? Nei, við hlustum ekki á svona menn og raunar skrýtið að HÍ skyldi ekki gera athugasemd við hans niðurstöðu. Í alvöru háskóla hefði frami svona manns ábyggilega verið settur á ís eftir svona vinnu.

Annars er svolítið merkilegt að heyra Jóhönnu tala um að íhaldið vilji ekki endurskoðun stjórnarskrár. Í lögum frá 2007 (held ég frekar en 2008) er tekið fram að auðlindir séu eign þjóðarinnar. Eignarhaldið er því ekkert vandamál. Svo talar hún um að þjóðin vilji endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hún veit ekkert um það, Sf vill það án efa en ef marka má tölur um kjörsókn hafði þjóðin lítinn áhuga á málinu. Sf tókst að ljúga að nokkrum um að hrunið væri stjórnarskránni að kenna og einfaldir og velmeinandi einstaklingar vildu því endilega laga hana til. Sf rökstuddi þó engan vegin þá fullyrðu en það því sleppur sá flokkur oft. Ég fór og kaus en bara til þess að styðja þá sem ekki vildu gera breytingar. Ég vil ekki þetta þing og tel það tíma- og peningasóun en mætti samt á kjörstað. Það sama á ábyggilega við um marga sem bæði kusu og sannanlega um nokkra sem buðu sig fram og tiltóku sérstaklega að þeir vildu ekki breytingar.

Annars finnst mér síðasti hluti færslu Rauða ljónsins ansi góður.

Takk fyrir líflegt blogg Baldur :-)

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:22

11 identicon

@Björn Birgisson:

Þó einkaframtakið sé afar þarft í hverju samfélagi er óþarfi að gera lítið úr þeim sem kjósa að vinna hjá hinu opinbera sinna þar mikilvægum störfum. Hið opinbera er hér mjög stórt í sniðum (raunar of stórt) og því augljóslega með marga í vinnu. Þessi sneið þín til þeirra sem vinna hjá hinum opinbera er afar ósmekkleg.

Eru lögreglumenn, læknar og slökkviliðsmenn (svo örfáar stéttir séu teknar) bara í einhverju skjóli því þessir aðilar geta ekki gert sér mat úr sínum hugmyndum? Er þetta fólk bara annars flokks fólk? Segðu lögreglumönnum þetta þegar þú þarft á hjálp þeirra að halda.

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband