Glæpanáttúra eða bara siðleysi?

Úti geisa umhleypingar, regnið lemur þök og rúður og við smælingjarnir erum dauðfegnir að hafa þó skjól fyrir þessum hamförum. En við eigum ekkert skjól fyrir þeirri alls herjar vitfirringu sem gripið hefur íslensku ríkisstjórnina. Nokkrir ungir vinstri menn á Alþingi hafa séð sóma sinn í því að biðja okkur fyrirgefningar á því dómadags klúðri sem skók þjóðina á dögunum og kostað hefur 600 milljónir króna. En ríkisstjórnin biður ekki um fyrirgefningu heldur steytir blóðugan hnefann og öskrar í trylltri reiði út yfir samfélagið.

Ríkisstjórnin ætlar að ausa 300 milljónum til viðbótar í tilgangslausan hégóma, stjórnlagaþing sem handbendi Jóhönnu í Háskólanum, Gunnar Helgi, hefur þó lýst sem algerlega áhrifalausu.

Ég velti því fyrir mér hvort vitfirringin eigi sér rætur í venjulega vinstra siðleysi eða er þarna á ferðinni miklu alvarlega fyrirbæri .... hreinræktuð glæpanáttúra?

Getur það talist eðlilegt að svala hégómagirnd sinni á kostnað almennings og fjármagna hana með því að fótum troða sjúklinga og gamalmenni, hrekja vinnandi fólk út í örvæntingu atvinnuleysis og örbirgðar, svelta börn og heilbrigðisstofnanir og skólakerfi.

Ég er ekkert undrandi á ofstækisfullum hártogunum ótíndra vinstri blogghænsna, því söm er þeirra gerð, en ég verð að játa að viðbrögð gamalreyndra marxista og kremlólóga á borð við Hilmar Jónsson og Björn Birgisson hafa komið mér í opna skjöldu.

Þeir verða núna að skoða stöðu sína hér á blogginu og íhuga hvort ekki væri þeim sæmra að fara að dæmi hinna ungu þingmanna sinna og biðja okkur fyrirgefningar.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju biðja dómararnir í Hæstarétti og Óðinn Sigþórsson engan afsökunar? Nú þarf að endurtaka þessa kosningu og ég spyr: Til hvers? Var brotið á rétti einhvers?

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já.

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 14:22

3 identicon

Hæstiréttur braut á rétti þjóðarinnar.

Doddi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fréttablaðið fjallar afar vel um þetta mál í dag....bæði Ólafur ritstjóri og Þorsteinn Pálsson. Leiðari Ólafs er sem hér segir:

+

"Það ætlar að ganga erfiðlega að ná bananalýðveldisstimplinum, sem lesa mátti út úr rannsóknarskýrslu Alþingis, af Íslandi þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Nýjasta framlag stjórnvalda er kosningaklúðrið. Það hefur ekki gerzt í neinu öðru þróuðu lýðræðisríki á Vesturlöndum að almennar kosningar séu úrskurðaðar ógildar af æðsta dómstóli landsins vegna ágalla á framkvæmd þeirra.

Viðbrögð þeirra sem bera ábyrgð á klúðrinu gera svo illt verra. Landskjörstjórnin situr sem fastast og neitar að tjá sig um málið. Innanríkisráðherrann reynir að gera dómstólinn tortryggilegan. Enginn gengst við ábyrgð sinni, enginn biðst afsökunar. Eru þetta viðbrögð sem einkenna þróað vestrænt lýðræðisríki? Það verður að teljast býsna hæpið.

Í öðru máli hagar ríkisstjórnin sér vísvitandi eins og stjórnvöld í þriðjaheimsríki. Það er í Magma-málinu, þar sem stjórnvöld lýsa ítrekað yfir vilja sínum til að „vinda ofan af“ löglega gerðum kaupsamningi erlends fjárfestis um kaup á hlut í íslenzku fyrirtæki. Það hrín ekki á ríkisstjórninni þótt hver nefndin á fætur annarri komist að þeirri niðurstöðu að kaupin séu lögmæt, ekki heldur að umboðsmaður Alþingis geri harðorðar athugasemdir við stjórnsýsluna. Hún fer bara sínu fram.

Furðuleg umræða fór fram um málið á Alþingi í fyrradag, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í fyrsta lagi skýrt fram að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum væru í eigu opinberra aðila (og hvert er þá vandamálið?), lýsti í öðru lagi yfir að eignarnám fyrirtækisins væri ekki á dagskrá og setti í þriðja lagi fram lítt dulbúna hótun um að því úrræði yrði samt beitt, næðist breyting á eignarhaldi HS orku ekki fram eftir öðrum leiðum.

Magma-málið hefur valdið miklu tjóni á orðspori Íslands meðal erlendra fjárfesta og lánastofnana. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku, sagði frá því á fundi í vikunni að erlendir fjárfestar væru farnir að velta fyrir sér kaupum á tryggingu gegn pólitískum upphlaupum líkt og tíðkuðust í ríkjum þar sem stjórnarfar væri óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar.

Slíkar tryggingar eru vissulega seldar. Lloyd’s-tryggingafélagið birtir reglulega greiningu fyrir viðskiptavini sína á pólitískum óstöðugleika víða um heim. Meðal annars metur það hættuna á að eignir fyrirtækja séu teknar eignarnámi. Það segir Lloyd’s að sé tilfellið víða í Afríku, en þó enn frekar víða í Rómönsku Ameríku, í ríkjum á borð við Ekvador, Bólivíu og Venesúela. Þar gegnsýri „fórnarlambamenning“ stjórnmálin, „þar sem alþjóðleg fyrirtæki eru útmáluð sem ræningjar náttúruauðlinda heimamanna“.

Ef fram heldur sem horfir getur Lloyd’s bætt Íslandi, útverði þriðja heimsins í norðri, á listann yfir ríki fórnarlambamenningarinnar. Þá vaknar reyndar sú spurning hvort íslenzkum almenningi standi líka til boða tryggingar gegn pólitísku klúðri, vanhæfni og upphlaupum."

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Vissulega var brotinn réttur á frambjóðendum og kjósendum í þessari kosningu.

1. Röðun á kosningaseðli var í stafróðsröð sem er brot á kosningalögum og þar með brot á rétti.

2. Fulltrúar frambóðenda fengu ekki að vera vistaddir talningu sem er brot á rétti.

3.Kjörstaðir voru ekki skv. kosningarlögum sem er brot á rétti.

4. Fyrirkomulag á fáránlegu sætavægi var mjög illa kynnt og voru mjög margir sem settu fyrsta nafnið á kjörseðli sem þeir ætluðu að kjósa í 1 sæti og svo áfram án tillits til vægis sæta.Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og sjúka sem ekki höfðu getað lesið kosningabókina um hvernig ætti að raða í sæti en kusu eins og þeir hafa alltaf gert. Þetta er brot á rétti.

5. landsbyggðin átti mjög litla möguleika að koma sínum frambjóðendum að vegna lítils vægis hvers svæðis fyrir sig gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Þeirra réttur var brotinn.

Sveinn Páls þessi setning þín kemur sterklega til greina sem vitlausasta bloggsetning ársins.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.1.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn Egill Úlfarsson útskýrir málið fullkomlega og þarf ekki frekari vitna við. En viðbrögð ráðherra, þingmanna og margra þungaviktar bloggara á vinstra væng eru enn þá gersamlega óútskýrð .... og nálega óskiljanleg. Hvað gengur mönnum á borð við Svein Páls eiginlega til með síendurteknum köpuryrðum og útúrsnúningum? Er hann kannski á móti lýðræðinu?

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 14:57

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kjáni spyr:

 

»Af hverju biðja dómararnir í Hæstarétti og Óðinn Sigþórsson engan afsökunar? Nú þarf að endurtaka þessa kosningu og ég spyr: Til hvers? Var brotið á rétti einhvers?«

 

Er hægt að hugsa sér meira skilningsleysi en fólgið er í þessum spurningum kjánans ? Eiga þeir sem kæra lögbrot og fá kæru sína viðurkennda af Hæstarétti að biðjast afsökunar ? Á sjálfur Hæstiréttur að biðjast afsökunar á að fella fullkomlega rökréttan og vel rökstuddan dóm ?

 

Kjánanum dettur auðvitað ekki í hug að þeir sem stóðu fyrir setningu gallaðra laga, eigi að segja sig frá valdastólum. Kjánanum kemur ekki til hugar að framkvæmdavaldið beri neina ábyrgð á mistökum sem þau gera við framkvæmd verka, sem þeim eru falin.

 

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137835/

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2011 kl. 15:08

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Er að lesa bókina Sovét Ísland Óskalandið eftir Þór Whitehead ,ótrúlegar lýsingar studdar heimildum um starf komúnista á íslandi. Því miður eru starfshættir núverandi ríkistjórnar þannig að þær mynna mann um margt á starfshætti þeirra. En þeir komust sem betur fer aldtei í lykilstöðu á blóma árum þeirra.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 15:08

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert af því sem hér hefur verið talið skiptir því máli að það réttlæti þann kostnaðarauka sem af þessu hlýst.

Ég bauð mig ekki fram til þessa þings, ég þurfti þess ekki fremur en hver annar sem áhuga hefur á að koma breytingum á framfæri. Ég þekki fjölmarga þeirra sem ég vissi að myndu ná kosningu og ég get auðveldlega komið mínum skoðunum á framfæri gegn um þá eins og við öll getum.

Og ég þarf áreiðanlega engum ykkar að benda á það að þið getið - hvort sem er nú í dag eða síðar - sent bréf til einhvers alþingismanns með ábendingu um breytingar í stjórnarskrá - og óskað eftir því að henni verði komið á framfæri. Stjórnlagaþing setur þjóðinni enga stjórnarskrá þótt ýmsir virðist halda það.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:18

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnar: Hefurðu lesið "Falið vald" eða "Á slóð kolkrabbans?"

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:21

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er vissulega rétt hjá Sveini Páls., hæstiréttur braut á rétti þjóðarinnar meðan hann staðfesti rétt minn og annarra sem eru ekki hluti af þessari þjóð sem hann og fleiri tala um.

Þegar búsáhaldabyltingin var, þá var hún að framkvæma vilja þjóðarinnar, en gallinn er sá að það bitnar líka á okkur sem erum ekki hluti af þessari þjóð sem margir kalla sig.

Mér er alveg sama hvaða hugtök menn nota, .þessi minnihlutahópur íslendinga má alveg kalla sig þjóð.

Við hin þurfum þá að finna eitthvað  gott hugtak yfir okkur, sem tilheyrum ekki þessari þjóð sem alltaf er verið að fjasa um.

Jón Ríkharðsson, 29.1.2011 kl. 15:27

12 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef lesið bók um Kolkrabban ,en ég er hræddur um að sú bók falli í skuggann þegar sagnfræðingar sem ekki verða á launum hjá Baugsveldinu fara að skrifa allt sem þar var gert í skjóli myrkurs og Samfylkingarinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 15:32

13 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Við lestur á stefnuyfirlýsingu helferðarstjóranrinnar http://www.stjornarrad.is/Stefnuyfirlysing/ Þá velti ég því fyrir mér hvað Jóhanna á við. Ríkisstjórnin var fyrst til að rjúfa stöðugleikasáttmálann. Skjaldborgin reyndist vera um kröfur bankana en ekki heimilin. Ef vanhæfni stjórnarinnar kemur á einhvern hátt í ljós þá ÆPA Jóhanna og blogglúðrasveit hennar "helvítis íhaldið allt því að kenna" þessi kafli í samstarfsyfirlýsingunni er samt áhugaverðastur, það eina sem hefur verið staðið við af honum er samstarf við AGS.

"Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um þau meginmarkmið sem sett hafa verið fram

í ofangreindu samstarfi og vill beita sér fyrir breiðri sátt um að þau geti orðið grunnur að

nýjum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á Íslandi. Í því felst meðal annars að ná

samstöðu um:

Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun vaxta.

Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og aðstæður

skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.

Markmið í ríkisfjármálum í samræmi við sameiginlega áætlun stjórnvalda og AGS.

Að verja velferðarkerfið eins og kostur er.

Ljóst er að ofangreind markmið nást ekki án þess að með samstilltu átaki takist að ná góðum

og jöfnum hagvexti. Til að það sé unnt þarf að:

Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf.

Örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu.

Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum.

Dæmi hver fyrir sig hvernig til hefur tekist.

Hreinn Sigurðsson, 29.1.2011 kl. 15:39

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að það sé mikið til í þessu hjá þér Ragnar. Reyndar held ég að afar margir sjallar hafi setið þá veislu líka. Og í viðbót þá held ég að taumlaus græðgi samfara spillingu hafi engan skilgreindan pólitískan lit.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:42

15 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Árni, til hvers að eyða fjármunum í algerlega áhrifalaust þing( eins og þú sjálfur segir) í stað þess að greiða laun tuga ef ekki hundruða manns sem til stendur að segja upp störfum vegna niðurskurðar á næstunni. Við höfum leikreglur um hvernig á að breyta stjórnarskránni og það er ekki til of mikils mælst að það fólk sem var kosið (n.b. af allri þjóðinni ekki 35% hennar)til m.a. þeirra verka.

Við þurfum ekkert á því að halda að skattarnir okkar fari í að greiða laun og rekstur já og tvíkosningu fólks eins og Þorvaldar Gylfasonar og fleiri á spjallþing um stjórnarskrána. Ég og þú vitum báðir hvaða skoðun hann hefur á málinu og flestir þeir sem voru kosnir til að segja álit sitt.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.1.2011 kl. 15:44

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hreinn: Til hvers þurfum við erlendar fjárfestingar? Það er skítnóg til af íslenskum krónum í öllum bönkum.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 15:44

17 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Árni: Jú örugglega hafa margir sjálfstæðismenn glæpst og farið í net Baugsglæpaklíkunar, þó formaður þess flokks hafi varað þá við á sínum tíma. Má þar nefna Guðlaug Þór sem þeir keyptu til þess að ná sér niðri á Birni Bjarnasyni fv. dómsmálaráðherra.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 15:55

18 identicon

Einu þingmenn meirihlutans á alþingi sem almenningur í landinu ber einhverja virðingu fyrir er hin svokallaða "órólega deild" sem ein heldur uppi hugsjónum vinstri mennskunnar þar. Aðrir Vinstri Grænir og Samfylkingin eins og hún leggur sig eru einfaldlega ekki vinstri menn, heldur hægri hræsnarar sem skreyta sig með stolnum vinstri fjöðrum, eins og verk þeirra sanna. Olaf Palme hefði neitað að taka í höndina á þeim. 

Ólafur (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:51

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvernig ætlar Árni að fjárfesta í verksmiðju fyrir Íslendskar Krónur ? Hvaða (erlendur) framleiðandi verksmiðjuhúsa eða vélbúnaðar er tilbúinn að taka IKR gildar sem greiðslu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2011 kl. 17:07

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég les úr þessum athugasemdum gríðarlegan straumþunga andúðar og og vanþóknunar í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnar hennar. Jafnvel þeir sem í lengstu lög vilja bera blak af henni eru þrotnir að kröftum. Skoðanakannanir sýna að einungis 2% þjóðarinnar telja stjórnlagaþing skipta máli ..... ég hugsa að sú prósenttala fari dagminnkandi.

Baldur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 17:18

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ótrúlegt að nokkrum manni skuli koma til hugar að krefja kærendur og Hæstrétt afsökunar. Það er þó enn ótrúlegra að nokkur láti slíkan hugsanahátt í letur.

Þeir sem það gera eru að segja að peningar séu lögum æðri. Þetta sjónarmið var vissulega ríkjandi hjá þröngum en áhrifamiklum hópi manna fyrir hrun, en ég hélt að þeir sem enn aðhyllast þessa skoðun hefðu vit á að halda henni algerlega fyrir sig.

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2011 kl. 20:51

22 Smámynd: Björn Jónsson

Baldur!

Ég var að fara yfir dánartilkynningarnar í Mogganum, sá ekkert um að hilmar jonsson væri kominn yfir móðuna miklu, vona bara að ,, greyið " sé ennþá á meðal vor ???

Björn Jónsson, 29.1.2011 kl. 21:03

23 identicon

Hvernig ætlar Árni að fjárfesta í verksmiðju fyrir Íslendskar Krónur ? er spurt hér ofar.

En þarf endilega að fjárfesta í "verksmiðju" er ekki komin tími á að hugsa út fyrir kassann og finna upp eitthvað sem þarf bara innlennt hráefni og þá getum við nýtt allar þessar krónur sem eru í verkfalli eins og er? 

(IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 11:15

24 identicon

Jón Ríkarðsson er með góðann punkt hér! Hvað eigum við að kalla okkur sem ekki erum partur af þessari þjóð? Ætli við ættum ekki bara að kalla okkur Íslendinga   Íslendingar vilja t.d. ekki eyða mörgum milljörðum í endalaust rugl eins og ESB. Hvað þá Iceslave.

Fyrir Jóhönnu eru 36% fólksins í landinu öll þjóðin! ESB, Iceslave og Stjórnlagaþing, (svo eitthvað sé nefnt,) eru búin að kosta þjóðina peninga sem nú vantar í rekstur skóla, sjúkrastofnana og allt hitt sem er á heljarþröm hér!!!Sér almenningur ekki að þessi óráðsía má ekki ganga lengra. 

Að gagnrýna dóm Hæstarétts og saka hann um flokkspólitík finnst mér viðbjóðslegur hroki af verstu sort! Hvers eiga Íslendingar að gjalda innanum þessa veruleikafyrrtu þjóð ?????????????????????????????

anna (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:36

25 identicon

g vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

PS: Munum að ef ekki væri fyrir "órólegu deildina" væri Ísland skuldbundið og múlbundið í Icesave  !!! Þau björguðu því hreinlega þjóðinni frá ævarandi skuldafangelsi, og verður minnst fyrir það í sögubókum um Ísland í framtíðinni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:59

26 identicon

innsláttarvilla! vildi skrifa Ég þarna fyrst.

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 18:00

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nói, órólega deildin samþykkti Icesave og Svavars-samningurinn fór því gegnum Alþingi með meirihluta. Það er Ólafi Ragnari Grímssyni að þakka að þjóðin skyldi fá tækifæri til þess að fella þennan samning.

Baldur Hermannsson, 30.1.2011 kl. 18:34

28 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurlaug, lofaðu okkur að sjá tillögur þínar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 19:54

29 identicon

Sigurlaug. Hvernig væri t.d. að koma upp fjölmörgum gróðurhúsaþorpum, á Bakka og um allt land? Islensk framleiðzla sem skapar fullt af störfum! Hrein orka á 1 kr. kwst...eða á sama verði og Alcoa borgar? Það eru endalausir möguleikar hér á landi án esbanna við höfum allt sem ein þjóð getur óskað sér og það vitum við öll.

anna (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 22:08

30 identicon

Baldur!

Ef þú gerir svona grundvallarmistök að ruglast á 600 miljónum og 600 miljörðum eins og kemur fram í þínu upphafsinnleggi þá er ansi grunnt á bullinu hjá þér.
Held þú ættir að fara að temja þér vandaðri verklagsreglur í bloggmaníunni og huga fremur að gæðum heldur en magni en það er kannski bara svona gaman að vera frægur og alræmdur bloggari.
Stjórnlagaþingið þótti mér ágætis hugmynd svona til að skerpa fókusinn fyrir íslenskt samfélag uppá framtíðina að gera.
Má vera að það hafi kostað 600 miljónir en töluvert að þeim peningum skila sér aftur í ríkishýtina ekki satt?
Má ég annars spyrja þig að því hvort að þú hafir bloggað um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að dæla 14 miljörðum í Sparisjóð Keflavíkur sem að vel valdir og valin kunnir Sjálfstæðismenn mergsugu þannig að ekkert varð eftir nema roð og skinn?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:22

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Eggert, ég er búinn að leiðrétta þetta. Er nema von að vér smælingjar ruglumst á svo stjarnfræðilegum upphæðum.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband