Mitt framlag til friðar í samfélaginu

Nokkrir vinstri menn hafa leitað til mín í dag og beðið mig um að finna leið út úr þeirri ógnar klípu sem ríkisstjórnin er nú í, og er mér ljúft að verða við þeirri málaleitan, enda var hún kurteislega fram borin. Hér eru fáeinir punktar.

Jóhanna Sigurðardóttir framdi pólitískt sjálfsvíg með skíthræðslu-ræðu sinni í gær. Hyggilegt er að láta Jóhönnu víkja nú þegar og fela Össuri embætti forsætisráðherra.

Staða Ögmundar er veik eftir úrtöluræðuna í gær. Yfirmaður dómsmála getur ekki talað niður lögin í landinu. Hyggilegt er að láta hann víkja og gera Lilju Mósesdóttur að ráðherra í staðinn. 

Vinstri flokkarnir eiga aðeins tvo þingmenn sem njóta virðingar og vinsælda .... það eru Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson. Þeim skal falið að leita sátta við þingheim og þá ekki síst Sjálfstæðisflokkinn, sem er mun stærri en Samfylking og Vinstri grænir til samans.

Lilja og Guðbjartur semji nýja löggjöf um stjórnlagaþing, í fullri sátt við þingheim, og boða til nýrra kosninga eftir eitt ár. Setja þarf sem skilyrði að 50% atkvæðisbærra manna taki þátt í kosningunni, ella teljist hún ómarktæk.

Ef Alþingi vinnur að þessu máli í fullri sátt og án stríðsæsinga Jóhönnu Sigurðardóttur er full ástæða til þess að búast við 60% þátttöku hið minnsta og farsælli niðurstöðu. Þetta er mitt framlag til friðar í samfélaginu og almennrar lífshamingju.

Virðingarfyllst, Baldur Hermannsson. 

 


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitískt sjálfsmorð er rétt. Veit ekki enn hvað mér finnst um Guðbjart.

Solveig (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Guð er bjartur. Hann gerði mig að trúleysingja.

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 16:02

3 identicon

Baldur minn. Þú ert naívur. Þetta fólk kýs aldrei frið á meðan ófriður er í boði. Það er fullreynt.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:04

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað er ég naívur. Gandhi var naívur enda sigraði hann að lokum. Sælir eru einfaldir því vorra er ríkið.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 16:06

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja Guðbjartur er ekki eins augljóst val og Lilja, en Samfylkingin hefur engan skárri. Sá flokkur er eintómar liðleskjur. En hvernig fór hann að því að gera þig að trúleysingja, Guðmundur?

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 16:08

6 identicon

Össur forsætisráðherra! Þá tek ég undir lokaorð Geirs Haarde, og segi guð blessi Ísland.

axel (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:08

7 Smámynd: Björn Birgisson

Friðarverðlaun Nóbels eru innan seilingar eftir þessa færslu. Smá athugasemd. "........og þá ekki síst Sjálfstæðisflokkinn, sem er mun stærri en Samfylking og Vinstri grænir til samans."

Hvenær varð talan 16 stærri en 35?

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 16:08

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kynntu þér síðustu skoðanakönnun. Ég er að tala um fylgi meðal íslensku þjóðarinnar, ekki þessa 63 einstaklinga við Austurvöll. Já ég held að þessi pistill muni mælast vel fyrir og leiða okkur út úr myrkrinu.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 16:10

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, Össur er að vísu slúbbert en honum er ekki alls varnað.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 16:10

10 identicon

"Setja þarf sem skilyrði að 50% atkvæðisbærra manna taki þátt í kosningunni, ella teljist hún ómarktæk".

Þetta er einkennileg tölfræði sem þú berð fram og skorður. Þú mátt nú ekki þrengja að rétti mínum til að kjósa mér fulltrúa Baldur í þetta mikilvæga verkefni ! 

Hafa ber í huga að ef t.a.m. 25% stíga fram úr fleti sínu og kjósa á kjörstað má hæglega túlka það eins og hvert annað úrtak ur heildinni.

Kveðja úr Kópavoginum þar sem gott er að búa.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:14

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hákon, það gengur ekki að lítið brot þjóðarinnar ráði öllu. 35% var alltof lítið. 50% held ég að sé eðlilegt viðmið. Veit ekki hvernig það er núna ...... en allir vita að það VAR gott að búa í Kópavogi.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 16:21

12 identicon

Almáttugur hvað mér brá við þessa fyrirsögn, hélt þú hefðir flutt af landi brott.

sr (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:36

13 identicon

Hahaha!

caramba (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:51

14 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn og fannst eftirá að hyggja að Guð hefði átt að leiðbeina mér betur um hvar ég ætti að setja X-ið. Eftir það missti ég alla trú á honum Baldur.

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 16:59

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Drottinn blessi heimilið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2011 kl. 17:00

16 identicon

Var og er gott að búa í Kópavogi Baldur . Hér er t.a.m. nánast alltaf sól og iðagrænt er hér á veturna. Með Gunnari flokksbróður þinn í brúnni eða án. Verð hér áfram, ekki spurning !

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 17:24

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Án Gunnars í brúnni gengur þetta ekki hjá ykkur.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 17:36

18 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Virkar Gunnar sem veltitankur í brúnni.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.1.2011 kl. 18:06

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi hæstaréttardómur er kórvilla. Enginn hefir orðið fyrir skaða þó einhverjum formsatriðum væri áfátt. Það voru þremenningar sem engu vilja breyta sem kærðu. Til hvers voru þeir að bjóða sig fram? Að þiggja laun fyrir ekkert neitt?

Oftar mættu heimskir þegja!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 18:07

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aðalsteinn, Gunnar virkar eins og meðal skipsskrokkur.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 18:23

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, það borgar sig aldrei fyrir bloggara að slá um sig með "oftar mættu heimskir þegja".

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 18:24

22 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er Gunni ekki alltaf á Goldfinger?

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 18:34

23 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst tillaga þín vera arfavitlausa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 18:35

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, ég veit ekki, ég fer aldrei sjálfur á Goldfinger .... en þarf að fara að bæta úr því.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 18:36

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, á ég að trúa því að þú sért ennþá maður stríðsæsinga, fjandskapar og fólskubragða....ætlarðu virkilega aldrei að þroskast?

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 18:37

26 Smámynd: Björn Birgisson

Goldfinger? Er nokkuð þar? Var ekki allt það skemmtilegasta bannað?

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 19:34

27 identicon

@Mosi:

Mosi hvernig dettur þér í hug að láta svona út úr þér? Hæstaréttardómur kórvilla? Eiginmaður Guðrúnar P. er í framboði. Sér enginn neitt athugavert við það? Einn varaþingmaður Vg var í framboði þó skírt standi í lögum að hann sé ekki kjörgengur. Til hvers að hafa lög ef ekki á að fara eftir þeim? Ef ég keyri drukkinn heim án þess að skaða nokkurn er þetta athæfi mitt þá í lagi?

Svo þyrftu nú þessar liðleskjur sem sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara að útskýra það fyrir fólki að einn flokkur leiddi ekki til hruns. Vinstri menn hafa komist upp með að ljúga til um orsakir hrunsins og sést það á frammistöðu þeirra núna að þeir vita ekkert um efnahagsmál. Ollu Sjallarnir þá líka vandræðunum á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum? Það þyrfti að fá Alan Greenspan hingað til lands til að lesa yfir hausamótunum á vinstraliðinu og útskýra málin, hann var nefnilega að viðurkenna upp á sig nokkuð áhugaverða hluti.

Heyrði í Magnúsi Orra á Bylgjunni í morgun og hann var með evrusöng eins og sannur Sf maður en virtist ekki hafa hugmynd um Maastricht skilyrðin. Hann virtist heldur ekki gera sér grein fyrir því að seðlabanki Evrópu kom því þannig fyrir að vextir voru neikvæðir á Spáni um nokkurra ára skeið. Magnús Orri ætti að segja t.d. Grikkjum hvað evran er frábær en evran er að hluta til skýringin á vandræðum þeirra og annarra Evrópuþjóða. Á málflutningi hans var alveg augljóst að hann hefur afar takmarkaða þekkingu á efnahagsmálum þó hann sé sjálfur sennilega búinn að telja sjálfum sér og einhverjum öðrum trú um annað. Nú vill líka stór hluti Þjóðverja, um 70%, fá markið aftur. Hvað segir það okkur?

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 19:37

28 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég var einmitt að sækja um vinnu á Goldfinger sem siðgæðisvörður. Er ekki með bláa passann þ.a. ég á síður von á því að ég fái jobbið.

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 19:43

29 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldur, þú ert á við heilt tonn af TNT.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2011 kl. 19:43

30 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svona getur maður verið orðinn þjakaður eftir forsætisráðherratíð Jóhönnu, mér líður strax betur að vita til þess að Össur verði næsti forsætisráherra, hann er þó allavega fyndinn og skemmtilegur.

Ég er nefnilega sannfærður um að vinstri mennirnir hlíta þínum ráðum í þessu máli Baldur, því ég hef orðið var við það, að þeir bera mikla virðingu fyrir þér.

Þeir eru fastagestir á síðunni þinni og hafa bent Jóhönnu og Steingrími Joð á hversu gáfaður maður þú sért, ég gleðst innilega yfir því að þau hafi nú loks leitað til þín, því þau vita að þú ert ráðhollur maður og grandar með afbrigðum.

Ég er sammála Birni, þú verður  fyrsti íslendingurinn til að hljóta friðarverðlaun Nópels og það er nú prýðis landkynning.

Ég er viss um að innan skamms tíma, þá fer allt á betri veg og það verður þér að þakka.

 Össur velur þig svo sem ráðgjafa sinn, þá farnast okkur vel, þú stjórnar í gegn um Össur og hann fer með gamanmál.

Og þá eru sjálfstæðismenn komnir aftur til valda og vinstri menn fá að tjá sig, eftir þinni forskrift að sjálfsögðu.

Jón Ríkharðsson, 26.1.2011 kl. 21:40

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Og Númi fær það hlutverk að vorkenna þeim sem telja sig vera undir í umræðunni á þingi.

Jón Ríkharðsson, 26.1.2011 kl. 21:41

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég stokkroðna nú bara af nýfengnu stolti, það er ekki amalegt fyrir smælingja eins og mig sem alla tíð hefur verið hunsaður, hæddur og barinn, að fá svona trakteringar og það frá manni sem gjörþekkir allar hliðar mannlegs lífs ....... held ég hringi bara í Össur á morgun því eflaust vill hann heyra mig útskýra friðarplanið í smáatriðum áður en hann tekur við stjórnvölnum.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:45

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, verst þegar maður springur á vitlausum stað og vitlausum tíma......

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:46

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, þetta er flottur pistill hjá þér, komdu sem oftast og fluttu okkur skynsamlega fyrirlestra, við höfum öll gott af því og kunnum þér þakkir fyrir.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:47

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, þú getur alltaf bettað á gæsapartíin og strippað þar.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:47

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þú ferð í gæsapartíin með Guðmundi og hösslar feitt.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:49

37 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir hólið Baldur minn, við smælingjarnir stöndum saman.

Ég er líka blóðrauður í framan og með kökk í hálsi, þótt ég sé nú svaka togarajaxl og státi vart af meiri þekkingu á mannlegu eðli en ég hef fengið að kynnast í borðsalnum, ég hef nú verið lokaður að mestu leiti um borð í fiskiskipun frá sextán ára aldri.

Sjaldan hef ég nú fengið eins mikið hól, því ég hef þurft að þola pólitískar ofsóknir frá hendi samferðamanna minna, vegna þess að þrátt fyrir mína veikleika og mannlegu bresti, þá hefur algóður guð gefið mér réttan skilning á pólitík.

En sennilega er það svo Baldur minn,að sannleikurinn sigrar að lokum og hin göfuga stefna Sjálfstæðisflokksins fær að blómstra landi og þjóð til heilla.

Það er reyndar rétt hjá Helga, sjálfstæðismenn eru óttalega linir á þingi og hræddir við að boða sannleikann.

Fólk hefur haft tvöþúsund ár til að skilja boðskap frelsarans, þótt margir skilji hann ekki enn til fulls.

Sjálfstæðisstefnan hefur bara verið til í áttatíu ár og svo margir hafa rutt brautina fyrir sjálfstæðisstefnunni, er ég þá að vísa til fylgismanna frelsarans, þannig að þjóðin hlýtur að átta sig innan tíðar.

Jón Ríkharðsson, 26.1.2011 kl. 23:24

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessi hlýju orð, Jón minn, ég grét svo mikið ofan í lyklaborðið þegar ég las þau fyrir hana Jónu mína að það sauð yfir og ég varð að ná í annað lyklaborð.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 23:31

39 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur Hemannsson, þú ert ólíkindatól. Svo sem ekki einn um það. Það er vel.

"Jón, ég stokkroðna nú bara af nýfengnu stolti, það er ekki amalegt fyrir smælingja eins og mig sem alla tíð hefur verið hunsaður, hæddur og barinn, að fá svona trakteringar og það frá manni sem gjörþekkir allar hliðar mannlegs lífs ... "

Hver var það, sem hér á þinni góðu síðu tilnefndi þig fyrstur til friðarverðlauna Nóbels?

Var það einhver blálanga á blogginu?

Réttlæti heimsins er að nálgast sín endimörk.

PS. Ertu búinn að lesa Svar við við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson?

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 23:36

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei ég sit uppi með þetta andskotans vélstrokkaða smjör eftir Paulo Coelho. Þetta verður síðasta bókin sem ég les eftir þann stórlega ofmetna rithöfund.

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 23:43

41 identicon

Baldur og Jón,,,svona,,svona rólegir.

Númi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:59

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, það er stundum erfitt að vera maður viðkvæmur og tilfinninganæmur á þessum síðustu og verstu tímum.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 00:08

43 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Númi, það er bara ekki hægt að hemja sig þegar maður er svona mikil tilfinningavera.

Ég er að reyna að harka af mér Baldur minn, en það er erfitt,kannski ég leyfi líka tárunum að koma fram, það eru nefnilega allir sofnaðir. Synir mínir myndu aldrei hætta að gera grín að mér ef þeir sæju mig brynna músum við tölvuskjáinn, þeir eru svo miklir töffarar.

Björn, af því að ég er blálanga, þá tek ég aldrei heiðurinn af öðrum, ég gat höfundaréttar varðandi Nópelinn, það var alfarið þín hugmynd.

Við sjálfstæðismenn leyfum öllum að njóta sinna góðu verka, allavega sannir sjálfstæðismenn.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 02:20

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Baldur - ég ætla að leyfa mér að bera undir þig eina spurningu. Sem ég vona að ég fái heiðarlegt svar svið. Ekki væna mig um vera hlynntur samspillingunni við að spyrja þetta, en það sem vekur áhuga minn er að Jóhanna Sigurðar kom með soldið athyglisverðan punkt, sem ég leita eftir svörum við.

En spurningin er:

Af hverju er íhaldið svona skelfingu lostið við stjórnlagaþing?

Getur þú svarað þessu, og að þessu sinni án útúrsnúninga?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2011 kl. 11:30

45 identicon

Íhaldið er ekkert hrætt við stjórnlagaþing en hugmyndin er arfavitlaus, svo galin að maður horfir á þetta steini lostinn. Þetta er peninga- og tímasóun. Risastór smjörklípa vanhæfra stjórnmálamanna eins og Jóhönnu Sigurðardóttur sem eru of miklar gungur og druslur til að geta unnið þessa vinnu sem þau voru kosin til. Það er Alþingi eitt sem hefur völd til að breyta stjórnarskrá og gerir það með kosningum á milli og alþingi á að breyta stjórnarskránni ef þingmenn kosnir þar inn telja ástæðu til þess. Ef núverandi þingmeirihluti sem er vinstri meirihluti vill breyta stjórnarskrá þá gera þau það bara og svo höldum við nýja þingkosngingar. Ef næsti þingmeirihluti er sama sinnis þá samþykkir hann líka stjórnarskrárbreytingarnar og þá eru þær orðnar að lögum. Þetta er ekkert flókið en vinstri menn skortir kjark og manndóm til þess og því búa þau til sjórnlagaþing til að tefja og þæfa málið og um leið blekkja kjósendur með þessu rugli sínu sem kostar skattgreiðendur ómældar fjárhæðir og beinir orku okkar allt annað en hún á að fara sem er að við eigum að einbeita okkur að því að útrýma atvinnuleysinu sem er þjóðarböl. Þjóðin er líka búin að segja sitt og kjósa með rassgatinu til stjórnlagaþins, það gerði hún þegar alger yfirgnæfandi meirihluti sat heima og tók ekki þátt í þessum kolólöglegu kosningum, tveir þriðju kjósenda.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 12:24

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigvaldi - ég þakka heiðarlegt svar. Nú hafa Sjálfgræðismenn verið við völd hvað lengst allra flokka frá því að Ísland fékk sjálfstæði. Hvernig stendur þá á því, ef þetta er eins einfalt og þú segir, að EKKERT er búið að gera í þessu á þessu löngu tímabili. Stendur hnífurinn ekki í kvótakerfinu? Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa aldrei viljað sleppa hendinni af þessu gulleggi sínu, enda allt of margir FLokksmeðlimir sem myndu tapa á því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2011 kl. 12:50

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðsteinn, Sigvaldi svarar þessu ágætlega. Ég vil benda þér á í fullri vinsemd að þú getur ekki farið fram á svar án útúrsnúninga þegar þú byggir sjálfur útúrsnúning inn í spurninguna .... þú gefur þér að eitthvert óskilgreint íhald, og þá væntanlega ég þar á meðal, sé "skelfingu lostið við"  stjórnlagaþing. En þetta er haugalygi. Hvorki ég eða aðrir hægri menn sem ég hef talað við erum skelfingu lostnir gagnvart stjórnlagaþingi.

Það sem okkur blöskrar er siðleysið  - og ég vil segja glæpamennskan - að setja 500 - 600 milljónir í þetta þing og fjármagna það með því að hrekja varnarlaust fólk út á gaddinn um land allt, segja upp fólki sem unnið hefur dyggilega allt sitt líf, rústa umönnun aldraðra, slátra heilbrigðiskerfinu og svelta framhaldsskólana ..... sá sem ekki sér þetta er einfaldlega siðblindur og illa haldinn af glæpanáttúru.

Ég hef nákvæmlega ekkert á móti stjórnlagaþingi og hefði fundist það ágætis hugmynd ef unnt hefði verið að koma því á koppinn með litlum tilkostnaði ...... og fjölmargir aðilar hafa bent á ódýrar leiðir til að halda stjórnlagaþing, en hugmyndir þeirra voru bara virtar að vettugi.

Ég vil svo benda þér á ummæli Gunnars Helga stjórnmálafræðings og Samfylkingarmanns, sem benti á í gær í útvarpinu að stjórnlagaþing hefur nákvæmlega ekkert vald, og þess vegna gæti Alþingi sem hægast kosið fólk á þetta þing.

Þannig er nú þetta, Guðsteinn, en ég vil áminna þig aftur um að byggja ekki útúrsnúning inn í þínar eigin spurningar því slíkt kallar á meiri útúrsnúninga. Og hvernig er það annars, kæri Guðsteinn, ertu ekki örugglega hættur að berja konuna þína?

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 12:55

48 identicon

Nú er útfærslan á fiskveiðistjórnunarkerfinu ekkert heilagt mál og ég hvet allt réttsýnt hægri fólk sem hefur áhuga á því eða breytingum  á því til að ganga bara í Sjálfstæðisflokkinn og vinna málstað sínum brautargengi þar og takast á um sjávarútvegsstefnuna með lýðræðislegum hætti. Gakktu bara í flokkinn drengur og byrjaðu að vinna ef þú vilt breytingar!

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 13:09

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alveg sammála, Sigvaldi, ekkert kerfi er heilagt. Sjálfsagt að breyta fiskveiðistefnunni ef okkur býðst eitthvað betra. Má ég svo, Guðsteinn, minna þig á að kvótakerfið er ekki barn Sjálfstæðisflokksins. Þrír  flokkar stóðu að setningu þess í upphafi og þegar veðheimildir voru lögleiddar var Sjálfstæðisflokkurinn utan stjórnar. Kvótakerfið var okkur lífsnauðsyn þegar það var sett, því þá var fjöldi fiskistofna í útrýmingarhættu og sjávarútvegurinn alltaf á hvínandi kúpunni og raunar haldið uppi með árlegum pólitískum bitlingum út og suður. Það ber vitni um greindarvísitölu undir 40 þegar fólk spyrðir saman stjórnlagaþing + fiskveiðistefnu + auðlindastefnu.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 13:27

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Baldur - nú þekki ég þig! Skorinort og beinskeytt svar! Ég er reyndar sammála þér í mörgum atriðum, sér í lagi varðandi kostnaðinn í sambandi við þetta. Þessi svimandi háa upphæð hefði skapað mörg störf og hefði betur notast í önnur nauðsynlegri og betri verkefni. En eins ég sagði hér ofar við Sigvalda, þá hefur verið nægur tími fyrir íhaldið að gera þessar breytingar á langri valdatíð sinni og nákvæmlega ekkert hefur gerst.

Varðandi útfærsluna á þessu, þ.e.a.s. að landskjörnir þingmenn eigi nú að vinna þau störf sem þeir eru kosnir til, hefur bara ekki gegnið upp. Þess vegna var ég persónulega hlynntur þessari aðferð, þ.e. að fólkið í landinu skrifi og breyti sinni eigin stjórnarskrá, og vinni þau verk sem þingmenn eru óviljugir til þess að vinna.

Rödd lýðræðisins hlýtur að liggja hjá fólkinu sjálfu, og er þetta þarft verk sem verður að klára og hefur alþingi brugðist algerlega í þeim efnum. Þess vegna er ég hlynntur þessari aðferð, en sammála þér með kostnaðinn í kringum þetta, það getur varla annað en verið, en það sé til ódýrari leið. En eins og þú bendir á, þá hafa slíkar hugmyndir verið virtar að vettugi.

Sigvaldi - ég skil nákvæmlega hvað þú meinar, en ég dreg það samt í efa þar sem ég er alinn upp sem vinstri maður frá blautu barnsbeini.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2011 kl. 13:29

51 identicon

Það hefur ekkert gerst vegna þess að þeir sem hafa haft athugasemdir varðandi fiskveiðistjórunarmál hafa ekki verið fjölmennir innan flokksins og því skort afl til lýðræðislegra breytinga sem er miður því ég hef aldrei verið sáttur við kvótakerfið sem ég tel að hamli eðilegri samkeppni og heilbrigðri nýliðun í greinina og sé þar með ógn við hið frjálsa framtak einstaklinganna sem hefjast fyrir eigið dug og þor eins og athafnamenn eiga að gera. Margir hlupu út á eftir gerspillta loddaranum Sverri Hermannssyni á sínum tíma, þó fjölmargir þeirra góðu og gömlu félaga hafi reyndar snúið aftur þegar þeir sáu að Frjálsyndi flokkurinn Sverris og Guðjóns Arnars var bara svikaljós marða úti í mýri. Hver veit nema breytingar verði gerðar? Ég minni á að hlutir eins og línuívilnunin eru upphaflega frá Sjálfstæðisflokknum og landsfundi hans komnar.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 13:38

52 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég verð nú aðeins að leggja orð í belg varðandi kvótamálin, þar sem ég kannast aðeins við sjávarútveginn.

Með ferð á fiski var margfalt verri fyrir daga kvótans, ég var byrjaður á sjó á þeim tíma. Það var hugsað um að veiða sem mest, fylla skipið og það var oft verið í 10-14 daga túrum. Í dag erum við eingöngu 4-5 daga, hámark sex.

Það er stefnt að því að koma þorskinum sem ferskustum á markað, þess vegna má hann ekki vera eldri en tveggja til þriggja daga þegar við komum með hann að landi.

Það er vegna þess að útgerðir þurftu að koma með betra hráefni til sölu til að auka verðmætið, vegna þess að það mátti veiða mikið minna heldur en áður. Einnig er farið að nýta betur allt sem kemur um borð, helvítis lifrin er öll hirt, eins og hvað það er hundleiðinlegt, mikið vinna og litill peningur, en kosturinn er sá, að lifrinni er ekki lengur hent í hafið. Auk þess eru tegundir hirtar sem við hentum í hafið, því þegar þrengir að sjá menn að molar eru líka brauð.

Ég tek undir það varðandi kvótakerfið, að það var óeðlilegt að menn gætu grætt stórfé á óveiddum fiski, en sá tími er liðinn. Nú er ekki hægt að kaupa kvóta lengur, því enginn er aflögufær.

Útgerðin sem ég starfa hjá ætlar að loka öllu draslinu í júlí, það hefur ekki gerst ansi lengi, en það er vegna skorts á aflaheimildum en samt er þetta ein stærsta útgerð landsins sem á hvað mestan kvóta.

Menn vilja leyfa öllum sem vilja fara í útgerð, það er sjónarmið út af fyrir sig og ósköp falleg hugsun.

En eins og mál standa í dag, þá hafa þær útgerðir sem fyrir eru ekki nægar heimildir, til að geta rekið sig almennilega. Verður staðan betri ef fleiri koma að keppa um þessi fáu tonn sem í boði eru?

Núna höfum við lent í því nokkrum sinnum að þurfa að sigla í land vegna bilunar, það er vegna þess að útgerðir eru nú þegar farnar að halda að sér höndum varðandi viðhald skipa. Óvissan í kerfinu er slík, að endurnýjun í flotanum er enginn, skipið sem ég starfa á var smíðað 1978 og er orðið frekar lúið, þótt mér þyki vænt um ræfilinn, gömul skip hafa svo hlýlega sál, en þau bila oft með tilheyrandi kostnaði.

Ísfélag Vestmannaeyja er með skip í smíðum, þeir eru að hugsa um að selja það, því óvissan í kerfinu er slík, að menn treysta sér ekki til að gera neitt annað en að reka fyrirtækin frá degi til dags.

É er ekki á móti því að breyta, en að breyta breytinganna vegna, án þess að geta sýnt fram á að það skili auknum hagnaði fyrir þjóðarbúið, ég er ekki fylgjandi því. Sjónamiðið virðist aðeins vera það, að sem flestir geti barist um þau fáu tonn sem leyft er að veiða.

Svo geta menn spurt sig að því, hvers vegna útlendingar öfunda okkur af kerfinu og hvers vegna þeir segja ástandið mikið betra hjá okkur en þeim osfrv., eru þeir kannski í liði með sjálfstæðismönnum?

Davíð hefur náttúrulega farið ansi víða og kannski hefur hann pínt útlendinga til að hrósa kvótakerfinu okkar, það getur vel verið.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 13:57

53 Smámynd: Björn Birgisson

Hér var minnst á kvótakerfið. Skömmu eftir að það var sett á vorum við að veiða um 400 þúsund tonn af þorski. Nú veiðum við 160 þúsund tonn. Svo eru allir gapandi hissa þegar skipum og störfum fækkar og frystihúsum á landsbyggðinni er lokað! Það vantar 240 þúsund tonn í pakkann!

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 14:01

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðsteinn, hvers vegna ÆTTI íhaldið að breyta fiskveiðistefnunni? Íhaldið lítur svo á að fiskveiðistefnan sé í meginatriðum ágæt þótt margir telji að einhverra  lagfæringa sé þörf hér og þar. Vinstri menn tóku þátt í setningu kvótalaganna og það voru þeir ásamt Framsókn sem lögleiddu veðheimildarnar ..... en ef þeir vilja breyta kerfinu núna þá bara gera þeir það, þeir eru með meirihluta á Alþingi, ekki satt?

Hins vegar nær ekki nokkurri átt að skapa óvissu um fiskveiðistefnuna, vegna þess að sjávarútvegurinn getur ekki ráðist í neinar fjárfestingar fyrr en hann veit hvað er framundan. Menn setja ekki aleiguna í fiskiskip ef allt verður frá þeim tekið eftir mánuð. Það er þetta eilífa pex, hótanir og upphrópanir sem setja allt úr skorðum. Það er einfaldlega ekki hægt að stunda atvinnurekstur ef óvissa ríkir um allt. Þetta skilja margir Samfylkingarmenn, sérstaklega utan af landi, og pirrast því á samstarfinu við VG sem ekkert vit hafa á þörfum atvinnulífsins.

Myndir þú, Guðsteinn, kaupa þér bíl á morgun ef þú hefðir enga hugmynd um hve mikið þú þyrftir að borga fyrir hann að lokum ..... 2 milljónir eða 20 ?

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 14:03

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tek það fram að þegar ég skrifaði #54 var ég ekki búinn að lesa athugasemd Jóns Ríkharðssonar. Hann er sjálfur sjómaður og gerþekkir sjávarútveginn. Lesum vandlega allt sem hann skrifar um þau mál. Lifum og lærum.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 14:04

56 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er mikið til í því sem Björn bendir á, ég tel að Hafró hafi verið á rangri leið varðandi mat sitt á fiskistofnum að miklu leiti.

Þeir voru tregir til að viðurkenna það, að grænlenskur þorskur kæmi hingað í ætisleit og sá íslenski færi til Grænlands í sama tilgangi. Einnig hefur enginn getað útskýrt ástandið í Barentshafi, en þar gaus upp mikill fiskur á svæði sem átti að vera steindautt. Þeir sem veiða þar hafa aldrei hlustað á tillögur fiskifræðinga og veitt meira en tillögur þeirra segja til um. Samt virðist vera þar hellingur af fiski.

Einnig hafa þeir loksins viðurkennt að við íslandsstrendur eru fleiri en ein tegund af þorski svo dæmi sé tekið.

Vistkerfi hafsins er svo flókið, að það skilur það enginn til fulls, ég tel persónulega að óhætt hafi verið að veiða margfalt meira heldur en gert hefur verið, en það hlustar enginn á mig, því ég er ekki fræðingur.

En eftir stendur þessi veruleiki hjá okkur, hvort sem okkur líkar betur eða ver, þá höfum við lítið magn sem má veiða og ef við ætlum að auka það umtalsvert, þá getur það haft neikvæð áhrif á mörkuðum, því það er búið að gefa það út, að það megi ekki veiða mikið magn . Þessi mál eru alls ekki einföld þó sumir haldi það.

Og fyrst við komumst ekki hjá því að veiða lítið, hvaða skoðun sem við höfum á því, þá er ekki vit í að fjölga skipum á veiðislóðinni.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 14:32

57 identicon

Deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið væru miklu minni ef það væri verið að veiða um 400.000 tonn eins og Björn bendir á. Það er kannski mergurinn málsins. ÞEgar skortur er þá byrja menn að bítast um molana. Auðvitað er löngu kominn tími til að brjóta upp til mergjar þá stefnu sem Hafró hefur fylgt. Við höfum hvergi verið á ná árangri undir þessari ráðgjöf ef ráðgjöf skyldi kalla. Við erum búin að láta festa okkur í ruglaðri hugmyndafræði sturlaðra manna sem kalla sig vísindamenn en eru ekkert annað en skottulæknar af verstu sort.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:42

58 identicon

Það er ekki rétt að það myndi hafa neikvæð áhrif á markaði ef við veiddum meira. Við Færeyjar hafa þeir um margra ára skeið veitt langt umfram ráðgjöfina og líka í Barentshafi. Samt selst fiskur frá þessum hafsvæðum eins heitar lummur. Bróðir minn starfar við fisksölu og hann er óþreytandi að masa um þetta.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:45

59 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sigvaldi, nú hljóma ég þversagnakenndur, en það verður að hafa það.

Persónulega finnst mér þessi sérfræðingavæðing öll komin úr böndum, ég er sannfærðum um að Jón Kristjánsson hefur haft rétt fyrir sér, menn geta lesið hans tillögur á síðunni hans.

En við stöndum frammi fyrir þeim veruleika, að verða að veiða svona lítið m.a. vegna þess að sjávarútvegsráðherra, gaf það út til umheimsins að við myndum fylgja tillögum Hafró í einu og öllu og það gæti hugsanlega virkað illa á einhverja kaupendur ef það yrði breytt út frá yfirlýsingu hans, en reynslan hefur sýnt að spádómar og hyggjuvit geta brugðist til beggja vona, þannig að ég þori ekki að fullyrða neitt 100%.

Ég er búinn að ræða við marga með ólíkar skoðanir á þessum málum, það er rétt sem þú segir um Færeyinga, en þeir hafa ekki ótakmarkað aðgengi að sinni auðlynd, þú þarft að versla réttindi ef þú kemur nýr inn. Þeir hafa ýmsar takmarkanir og ég veit ekki hvort það er auðveldara að byrja þar í útgerð en hér á landi.

Það er erfitt að breyta hugarfari þeirra sem fara með völdin og því miður tel ég það algerlega ómögulegt, eins og staðan er í dag, að fá stjórnvöld til að hlusta á eitthvað annað en Hafró, sama hver er við völd.

En ég myndi fagna því ef það kæmu aftur sömu tímar og voru fyrir daga kvótans, þá var ekkert mál að komast á sjóinn, fullt af bátum og skipum af alls kyns gerðum og rífandi tekjur ásamt mikilli vinnu.

Sérfræðingavæðing er frekar í sókn en hitt, þetta snýst ekki um mína persónulegu skoðun, heldur mat mitt á raunverulegum aðstæðum Sigvaldi minn.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 15:06

60 identicon

Vandinn er að við erum með alltof mikið af veikgeðja stjórnmálamönnum sem láta svokallaða sérfræðinga og embættismenn ráðskast með sig. Þessir stjórnmálamenn þora ekki að stjórna og taka ákvarðanir eins og þeir eru kosnir til heldur láta segja sér fyrir verkum af einhverju skuggaliði og klíkum. Auðvitað myndum við selja fiskinn þó við veiddum 50 prósentum umfram ráðgjöf í þorski. Það hafa Norðmenn, Rússar og ESB gert í Barentshafinu og farið létt með. En þessi stjórn ætlar allt lifandi að drepa. Þau hætta ekki fyrr en þau hafa flæmt okkur öll úr landi. Nú síðast er búið að skrúfa fyrir þetta skemmtilega herþotuverkefni á Keflavíkurflugvelli. Það er allt bannað. Þetta er eins og í Norður Kóreu. Talibanafasistar Vinstri Grænna og Samfylkingar eru að leggja landið í rúst.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 15:30

61 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Annars flýgur sú fiskisaga að Gunni ætli að fara að performa á Goldfinger í vetur og er Geiri bæði búinn að stækka og styrkja sviðið í því tilefni. Gunni er atorkumikill maður og honum finnst of lítið að gera á bæjarstjórn Kópavogs sem minnihluta fulltrúi og vill fá aðeins meira action og smá aukatekjur.

Margar miðaldra frúr hugsa sér gott til glóðarinnar að fá að berja þennann föngulega víking augum í þessu nýja hlutverki.

Guðmundur Pétursson, 27.1.2011 kl. 17:41

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe......hvenær byrjar Gunni.....ég gef konu minni kvöld hjá Gunna í afmælisgjöf. Maður verður nú að sýna frú sinni smá veglyndi af og til og því skyldi spúsan ekki fá að njóta þess að horfa á lögulegan karlmannslíkama?

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 17:57

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, ég sé að síðu þinni hefur verið lokað ..... hvers vegna?

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 17:57

64 identicon

Af hverju ræða menn hér um tonn í kvótakerfinu?.  Þegar vandamálið er eignarhald og þar með veðsetning kvótans?

itg (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 19:25

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

itg, ég hef nú ekki nándar nærri eins mikið vit á þessu og þeir Jón og Sigvaldi, en meðan þeir hafa ekki svarað segi ég mína skoðun .... sem er bara SKOÐUN. Eignarhald kvóta ætti bara að fela í sér afnotarétt, jafnvel bara tímabundinn. Veðsetning ætti að vera OK ef skynsamlega er að verki staðið. Ég bendi á leiðara Fréttablaðsins í dag. Ólafur Stephensen bendir á að útgerðarmenn hafi nú þegar boðið gífurlegar tilslakanir og það væri algert óráð að heimta eitthvað meira núna. En Jón og Sigvaldi vita meira um þetta.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 20:29

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hér er leiðari Ólafs. Hann er skyldulesning þótt vafalaust séu margir ósammála. Verður fróðlegt að heyra hvað Jón Ríkharðsson hefur um málið að segja:

Áður en kosningahneykslið brast á, var mikið talað um þá kröfu Samtaka atvinnulífsins að því verði komið á hreint hvaða breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en gengið verði frá almennum kjarasamningum. Viðbrögðin hafa fyrst og fremst einkennzt af hneykslun á því að samtökin láti sér detta þetta í hug og margvíslegum fullyrðingum um að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins komi meirihluta launafólks á Íslandi ekkert við.

Það er þó reginmisskilningur. Starfsskilyrði og afkoma eins af helztu atvinnuvegum þjóðarinnar hafa að sjálfsögðu víðtæk áhrif á efnahagslífið og vinnumarkaðinn í heild.

Í stjórnarliðinu eru á kreiki hugmyndir um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnun, sem geta sett afkomu og tekjur sjávarútvegsins í fullkomið uppnám, þótt ekki sé nema vegna hugsanlegra áhrifa á gengi krónunnar og þar með verðlag í landinu og skuldabyrði almennings. Á meðan óvissa ríkir um fiskveiðistjórnunina halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum í fjárfestingum og ný störf verða ekki til, hvorki hjá þeim né fyrirtækjum sem vinna fyrir sjávarútveginn. Meðal annars af þessum sökum kemur hlutskipti sjávarútvegsins öllum launþegum á Íslandi við.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kröfu SA, að líta á hana sem ógnun, eru alröng. Það á miklu frekar að líta á hana sem tækifæri til að loka útgerðarmenn rækilega inni í þeirri sátt, sem náðist í nefnd sjávarútvegsráðherra um framtíð fiskveiðistjórnunar. Hún gengur út á svokallaða samningaleið, sem er langt frá því að fela í sér óbreytt ástand eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Þvert á móti gerir samningaleiðin ráð fyrir að kveðið verði á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig undirstrikað að kvótinn er ekki eignarréttur, heldur tímabundinn afnotaréttur, sem gjald kemur fyrir. Kvótakerfið myndi hins vegar halda sér í aðalatriðum.

Með því að negla niður slíka niðurstöðu er unnið gegn meginranglætinu í kvótakerfinu, að menn geti umgengizt þjóðareign eins og sína eigin, án þess að almenningur fái sinn skerf af arðinum af auðlindinni. En auðlindagjaldið þarf þá líka auðvitað að vera meira en það málamyndagjald sem útgerðin greiðir í dag.

Krafan sem SA hefur gert um skýrar línur gerir vinnuveitendum í hópi útgerðarmanna nánast ókleift að hafna því að fara þessa leið. Og það væri miklu meiri árangur en náðst hefur til þessa, í áratuga þrefi um fiskveiðistjórnunina.

Fyrir ríkisstjórnina hangir fleira á spýtunni. Aðildarviðræður við ESB yrðu til að mynda auðveldari. Sambúðin við sjávarútveginn yrði betri og Ísland myndi ekki grafa undan eigin kröfu um að sérstaða íslenzkrar fiskveiðistjórnunar sé virt með því að kollvarpa þeirri sömu fiskveiðistjórnun. Vegna þess að samningaleiðin byggist á að sömu sjónarmið gildi um afnot af auðlindunum í sjávarútvegi og öðrum greinum, gæti hún líka auðveldað ríkisstjórninni að finna til dæmis lausnir á álitamálum um nýtingu orkulinda.

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki verið mjög fundvís á tækifæri, og sízt þau sem gera kröfu um að hugsað sé til langs tíma og í breiðu samhengi. En hún ætti að skoða þetta tækifæri vel.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 20:31

67 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Nú liggurðu í því, Baldur. Þú hefur birt, án einnar einustu gæsalappar hvað þá heldur fótnótu, heilan leiðara eftir sjálfan æðsta Baugsritstkjóra og undir stendur nafn þitt eins og þú hefðir skrifað hann sjálfur. Þú mátt búast við því að hæstiréttur dæmi þig, gervallt háskóla- og fræðasamfélagið fordæmi þig og hún þarna Kress skrifi um þig harðorða grein í Fréttablaðið.

Og það var þá líka efnið að gerast brotamaður fyrir! Í þínum sporum hefði ég heldur skrifað upp kvæðið "Dagskipan Stalíns" eftir Jóhannes úr Kötlum, það er fallegt kvæði og vel ort og laust við allan nýkratisma. Það er kannski vandfundið á tölvutæku formi, en ég held geti skeð ég eigi það einhversstaðar. Viltu að ég sendi þér það, fyrst þú ert nú þegar orðinn brotlegur?

Hólmgeir Guðmundsson, 27.1.2011 kl. 21:26

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hólmgeir, ég held ég eigi engar varnir gegn þessum þungu ákærum. Ég lýsi mig hér með sekan af öllum þeim ávirðingum sem þú tilgreinir og miklu fleiri. En hér koma þó nokkrar síðbúnar gæsalappir...betra en ekki neitt: """""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 21:29

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kva?????

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 21:29

70 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, engar áhyggjur. Hafðu bara flokksskírteinið með þér í Hæstarétt. Þú verður ekki búinn með hálfan kaffibolla, þegar þér, saklausum, verður sagt að fara út að leika þér og fara varlega í grennd við hákarlana.

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 21:41

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verst að ég drekk ekki kaffi. Og reyndu ekki að tala um brennivín.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 21:42

72 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, vel á minnst. Ég veit að þú ert skapstór maður og þolir illa að tapa, en ertu ekki búinn að jafna þig eftir úrskurð Hæstaréttar? Niðjar þínir munu verða Hæstaréttir þakklátir fyrir þennan dóm. Það hefðu verið ægileg mistök að semja nýja stjórnarskrá og hefja gönguna inn í framtíðina með lögbrotum. Rannsóknaskýrslan lagði einmitt ríka áherslu á að framvegis yrðum við að virða lög og reglur en ekki vaða áfram eins og truntur í postulínsverslun. Dómur Hæstaréttar kemur til móts við þessar kröfur. Hunsum ekki lög og reglur Björn, við fórum flatt á því hér um árið og skulum ekki láta það henda okkur framar.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 21:46

73 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er athyglisvert sjónarmið sem Ólafur setur fram og verkefni stjórnvalda ásamt útgerðarmönnum að setjast niður og komast að samkomulagi um þessi mál.

Nú hljóma ég kannski eins og forsjárhyggjukommi, en það verður bara að hafa það, en ég sé ekki skynsemina í því að vera að hleypa nýliðum í greinina, meðan ástandið er svona, litlar aflaheimildir og óvissa í ástandi efnahagsmála heimsins.

Það þarf gríðarlega mikla peninga til þess að starta útgerð og reka hana, það er erfitt að ná í fjármagn.

Svo er ekkert sem segir að ástand markað geti ekki breyst, verð hefur lækkað, gengið hefur bjargað okkur.

Ef efnahagsástandið versnar, þá getur eftirspurn minnkað talsvert með tilheyrandi verðlækkunum. Ef einhver myndi spyrja mig ráða um það, hvort hann ætti að byrja útgerð, þá myndi ég biðja hann í guðs bænum að gleyma því hið snarasta.

Lítið fiskiskip sem var keypt til Vestmannaeyja kostaði tæpan einn og hálfan milljarð og þá er eftir að kaupa veiðafæri og tilheyrandi fyrir einhver hundruð milljóna. Útgerð sem er að byrja að fóta sig er mikið viðkvæmari gagnvart sveiflum í fiskveiðum, lækkandi verði á mörkuðum osfrv.

Gjaldþrot upp á marga milljarða getur vegið talsvert þungt í bankakerfinu.

Ég er ekki að tala gegn því að nýir aðilar fái að græða á útgerð og komast að, núna er bara versti tíminn til að byrja útgerð.

Það hefur ekki mikil umræða verið um alla þá sem hafa farið illa út úr útgerð, en ég þekki þá marga. Það er alltaf talað um þá sem eru að græða.

Það er óvíst að þeir tímar komi aftur þegar Alli ríki og fleiri voru að byrja með tvær hendur tómar. Þá var nóg að finna góðan skipstjóra sem gat fiskað og menn leituðu í verðmætasta fiskinn. Þá var nóg magn af fiski, en það er ekki svo í dag.

Ég talaði við aldraðan skipstjóra sem ég hitti á förnum vegi fyrir stuttu. Hann sagði me´r að ef hann færi út á sjó á síðutogara og ætlaði að veiða með þeim veiðafærum sem tíðkuðust í gamla daga, þá fengi hann ekki upp á hund, en þeir mokveiddu með þessum græjum þá.

Það má heldur ekki gleyma því, að menn hafa verið að veiða æti þorsksins, loðnu, síld og rækju. Það hefur líka eitthvað að segja, flottroll sem notuð hafa verið taka fisk, seiði og æti sem er uppi í sjó, það hefur líka áhrif.

Enda hefur það komið í ljós, að karfastofninn styrktist, eða það finnst okkur, eftir að rækjuveiðar hættu, en í rækjutroll kom alltaf mikið magn karfaseiða.

Eins og ég sagði áðan, þá eru þessi mál mjög flókin, vistkerfi hafsins er öllum mönnum aðmestu leiti hulið enn sem komið er. Þetta er spurning um flókið samspil strauma og vindátta sem ég ætla ekki aðfara nánar út í hér, en við þurfum að stíga varlega til jarðar í þessu máli.

Þótt ég geti haft mínar skoðanir, þá þurfa þær ekki að vera réttar. Ég get vel skilið stjórnvöld, varðandi þeirra þjónkun við Hafró. Í Kanada hrundu fiskistofnar fyrir mörgum árum og óvíst er hvort þeir nái sér á strik.

Enginn stjórnmálamaður vill taka ákvörðun sem verður þess valdandi að fiskistofnar hér hrynji, en það þarf að fara milliveg í þessu eins og öðru.

Millivegurinn er bara flestum mönnum hulinn, ég þekki hann ekki, en hvar er Númi?

Hann kannski getur vísað okkur á hann.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 21:59

74 Smámynd: Björn Birgisson

"........ ertu ekki búinn að jafna þig eftir úrskurð Hæstaréttar?"

Því fer fjarri. Orðið lögbrot á hér ekki við. Ef þú ekur hringveginn og gleymir þrisvar að gefa stefnuljós, ertu þá orðinn lögbrjótur? Á þá að svipta þig ærunni og gera pallbílinn (dísel og bensín vænan) upptækan? Gera Jónu kannski þann greiða að vista þig á Hrauninu um hríð!

Ég hef sagt að aðför níumenninganna að Alþingi, ljót sem hún var, sé rétt eins og barnahjal miðað við þá svívirðulegu árás á lýðræðið sem blá og svart skikkjuklæddir útsendarar og fulltrúar fyrrverandi og núverandi dómsmálaráðherra hafa nú staðið fyrir.

Aldrei hefur lýðræðinu í nokkru landi verið sýndur sambærilegur ósómi, nema ef vera skyldi með vopnuðum valdatökum herforingja.

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 22:06

75 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu Baldur minn, ég held að ég hafi ekki svarað spurningunni almennilega, ég fer stundum á flug þegar rætt er um sjávarútvegsmál, ég er sennilega búinn að dvelja meira út á sjó heldur en í landi lungann af minni starfsævi, þannig að ég hef svolítið spáð í þessi mál.

Ég tel eins og staðan er í dag, ekki heppilegt að auka mikið álögur á útgerðina, því hún er ansi skuldsett nú þegar.

Nú verða margir reiðir þegar þeir lesa þetta, því margar útgerðir hafa hagnast vel.

Útgerðin þarf að hafa bolmagn til að endurnýja flotann og fullvissu fyrir því, að það sé einhver stöðugleiki. Þegar skip bilar, þá getur skapast hættuástand og gömul skip bila frekar, það segir sig sjálft.

Ég get svona til gamans, því ég hef ekkert að gera þessa daga sem ég er í landi, sagt frá því sem gerðist þegar bilaði hjá okkur í fyrra.

Það var haugabræla og vont í sjóinn, allt í einu steindrapst á vélinni. Við þurftum að fara upp á dekk til að taka trollið, eftir að búið var að koma ljósavélinni í gang, þetta var að nóttu til. Ljósin kviknuðu ekki, þannig að við þurftum að athafna okkur, við hættulegar aðstæður í kolsvarta myrkri. Það var náttúrulega veltingur og menn þurftu að fara gætilega.

Sem betur fer urðu engin slys, en í svona aðstæðum má ekkert út af bregða og eitt handtak getur skilið á milli lífs og dauða. Svo fengum við skip til að draga okkur og þá gerðust ýmsir atburðir sem hefðu geta orsakað slys, en við vorum heppnir í þetta skiptið.

Við íslandsstrendur skiptir máli að hafa góð og öflug skip, reglulegt viðhald skiptir líka máli.

Þótt við séum hvimleiðir mörgum, þessir sjómannsræflar, þá eigum við fjölskyldur sem þætti dapurt að missa okkur í hafið, vegna þess að viðhaldi og endurnýjum hefur ekki verið sinnt.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 23:12

76 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ógerningur fyrir okkur sem ekki erum sérfróðir um sjávarútveg að úttala okkur af nokkru viti. Eins og þú segir: þetta er svo geysilega flókið samspil margra gerólíkra þátta. Menn geta líka velt því fyrir sér hvernig ástandið væri ef menn hefðu EKKI takmarkað veiðina ..... kannski væri þá ársveiðin á þorski 15 000 tonn.

+

Það er líka vert að minna á að það kostar alltaf peninga að byrja atvinnurekstur. Hvað þarf sá maður að hafa milli handa sem hyggst hefja vöruflutninga á landi ...... 10-20 milljónir?

+

Og sá sem vill hefja búskap? Hann þarf að kaupa jörð fyrir 100 - 500 milljónir og síðan kvóta í mjólkurframleiðslu eða sauðfjárrækt.

+

Og hvað þarf sá sem vill hefja framleiðslu á áli? 150 milljarða geri ég ráð fyrir.

+

Það er ekkert óeðlilegt við það, þótt nýliðar í sjávarútvegi þurfi að hafa fé á milli handanna. Þannig gengur það fyrir sig í veröldinni.

Baldur Hermannsson, 27.1.2011 kl. 23:17

77 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta verða alltaf deilumál, á meðan veiðar eru ekki frjálsar, það er sama hvaða leið verður farin við núverandi aðstæður.

Það þarf vissulega fjármagn í allan rekstur, um það deilir enginn.

Ég á bara bágt með að sjá tilganginn með því, eins og staðan er í dag, að helypa fleirum inn til þess að berjast um þessi fáu tonn. Þá geta þeir sem fyrir eru tapað og hinir fá sennilega ekki nóg til þess að reka sín skip.

Ég er vissulega fylgjandi frelsi, en það hefur enginn sýnt fram á þjóðhagslegan ávinning af því að breyta kerfinu. Þótt það kæmu fleiri krónur í kassan við að auka álögur á útgerðina, eru þær þá þess virði ef þær lenda í miklum vandræðum vegna þess?

Það hefur verið sýnt fram á það með rökum sem, enginn hfeur beinlínis hrakið, að eftir að kvótakerfið kom á, þá stendur útgerðin á eigin fótum og hefur skilað meiri hagnaði en hún áður gerði, það hlýtur að skipta máli.

Hér áður fyrr var ríkið stöðugt að eltast við vælinn í útgerðarmönnum, redda þeim ódýru lánsfé osfrv., nú er það liðin tíð.

Sjávarútvegurinn hefur rekið sig sjálfur, skapað góðar tekjur í þjóðarbúið, ég tel það nokkuð jákvætt.

Mér finnst rökin gegn kerfinu fyrst og fremst snúast um ákveðna tilfinningasemi en ekki til þess fallnar að bæta hag hennar að nokkru leiti.

Ég er ekki talsmaður útgerðarmanna, þeir hafa ekki verið blíðir við okkur sjómenn í gegn um tíðina, látið okkur borga olíuna og svo lækka þeir hlutinn hjá okur ef þeir kaupa ný skip osfrv.

Ég vil bara að heildarhagsmunir allra séu í heiðri hafðir og einnig gæta að hagsmunum þeirra sem stunda útgerð.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 23:55

78 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Afsakaðu stafsetningavillurnar Baldur minn, ég var eitthvað utan við mig þegar ég skrifaði síðustu athugasemd.

Ég sakna Núma og er í ákveðinni sorg.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 23:57

79 Smámynd: Björn Birgisson

Ég vil sérstaklega fá að þakka Jóni Ríkharðssyni fyrir ærleg og málefnaleg innlegg hér hvað varðar sjávarútveginn. Öllu mínu vesæla lífi hef ég eytt við sjávarsíðuna. Nefni þrjú bæjarfélög. Ísafjörð, Fáskrúðsfjörð og Grindavík. Sótti svolítið sjóinn frá hinum tveimur fyrrnefndu. Ekki mikið, nóg þó til að fá smjörþefinn af sjómennskunni. Bara smjöþefinn. Og líkaði ágætlega.

Þegar Jón Ríkharðsson talar af reynslu sinni, ber okkur hinum að hlusta. Flóknara er það nú ekki.

Umræða um sjávarútveg landsins, kvótakerfi og annað, er á svo lágu plani hjá okkur að það setur að mér hroll.

Þeir sem þar gala hæst, vita minnst um málið.

Fer ekki nánar út í það hér.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 00:17

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þar kom að því: við Björn Birgisson urðum sammála. Það skal ekki gerast aftur.

Baldur Hermannsson, 28.1.2011 kl. 00:21

81 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér hólið Björn, ég hef alltaf verið ánægður með vestfirðinga því þeir tala hreint út um hlutina.

Ekki er ég stoltur af mörgu í mínu fari, ég er svona venjulegur "meðaljón", en það er að ég er vestfirðingur í báðar ættir, þrír fjórðu partar mínir eru vestfirskir, frá Ísafjarðardjúpi, Breiðafjarðareyjum og Ströndum.

Það var alltaf gaman að hitta ættingja að vestan, því þá var töluð hrein íslenska og skipst á skoðunum á mannamáli.

Einnig hef ég verið með mörgum vestfirðingum til sjós og allir voru þeir sannir karlmenn og afburðasjómenn.

Og það er við fáa menn eins gaman að rífast við um pólitík, menn gátu tekist hressilega á í orðræðu og kallað hvern annan hinum verstu ónefnum, svo þegar deilum lauk, án niðurstöðu, þá urðu menn prýðisvinir á ný og mönnum létti mjög eftir hina góðu útrás.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 01:01

82 Smámynd: hilmar  jónsson

Stefnir í sleik hér milli manna ? Maður fer hjá sér....

hilmar jónsson, 28.1.2011 kl. 01:05

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er alltaf svona þegar Björn Birgisson kastar grímunni. Undarlegt hvað þessi sálarlausu hörkutól eru meyr undir niðri.

Baldur Hermannsson, 28.1.2011 kl. 01:10

84 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, svo ekki fari neitt á milli mála. Ég var að tala um sýn þína á sjávarútveginn. Hana virði ég til fulls. Sýn þína á stjórnmál þessa lands sendi ég með brottkasti flotans, niður á hafsbotninn, humrinum til málsverðar í öll mál. Ýsunnar þess vegna, sem og öðrum hræætum.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:26

85 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Í aths. #24 segir itg; "Af hverju ræða menn um tonn í kvótakerfinu, þegar vandamálið er eignarhald og veðsetning kvótans"?

Þetta endurspeglar eitt ruglið enn í umræðunni.

Varðandi veðsetningu kvótans, þá hringdi ég eitt sinn í litla bróður, en hann hefur aldrei mætt á annan vinnustað en Landsbankann og er nú að taka við útibússtjórastöðu fyrir vestan, og spurði hann um veðsetningu á kvóta.

Hann sagði mér, hafi ég skilið hann rétt, að kvóti einn og sér er ekki veðhæfur, hins vegar skiptir magn á aflaheimildum máli varðandi verðmæti skipa, þannig að veðhæfni skipa eykst eftir kvótamagni, .það er ekki hægt að labba í banka með bréf upp á visst magn af kvóta, bankinn teldi það ekki veðhæft.

Svo er það eignarhaldið, menn vilja tryggja það betur í stjórnarskránni.

Það er eki vafi á því hver á fiskinn í sjónum, það er þjóðin og ríkisvaldið fer með þá eign í umbiði þjóðarinnar.

Útgerðin er undir hælnum á ríkisvaldinu varðandi aflamagn og veiðarfæri, nýlega bannaði sjávarútvegsráðherra dragnótaveiðar á ákveðnu svæði og oft eru tímabundnar takmarkanir og bönn við notkun veiðafæra á hinum ýmsu svæðum.

Hins vegar hefur útgerðin nýtingaréttinn, það er ekki sama og eignaréttur.

Menn geta svo deilt um það hver á að nýta auðlindina, en það er grundvallarmunur á því að eiga eitthvað og nýta eitthvað.

Ef útgerðarmenn ættu auðlindina, þá réðu þeir væntanlega hversu mikið þeir veiddu og hvaða veiðarfæri þeir notuðu, en flestir hljóta að sjá að ríkisvaldið ákveður það allt saman, vegna þess að þjóðin á auðlyndina.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 01:32

86 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, þú hefur alltaf verið sammála öllu sem frá mér hefur komið, svona inn við stoðgrindina, sem heldur þér uppi framan við tölvuna þína og sér til þess að þú fallir ekki saman! Það veistu manna best! Reyndu bara að neita því!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:32

87 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég áttaði mig nú alveg á því Björn, að við værum ekki sammála í pólitík, þótt ég kynni að meta vestfirsku hreinskilnina þína.

En ef maður spáir í pólitíkina og les sér til, þá sést glöggt að allir flokkar sem hafa verið við völd eru samsekir í spillingu, hygla sínum flokksmönnum, allir hafa þeir tekið allt of mikið af lánum og skuldsett þjóðarbúið upp í rjáfur, allir hafa þeir gefið kosningaloforð og svikið jafnharðan.

Ekki get ég séð að neinn af þessum fjórum flokkum sé sekari að þessu leiti, að mínu mati bera þeir jafna sök og oftast voru vinstri flokkarnir með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn.

Sjálfstæðismenn hafa ríkt í fimmtíu og þrjú ár af lýðveldistímanum, vinstri flokkarnir hafa tekið þátt í ríkisstjórn í fimmtíu og tvö ár, þannig að þeir geta ekki verið saklausir.

Þess vegna á ég bágt með að skilja fylgispekt manna við vinstri flokkanna, sjálfstæðismenn greiddu þó niður skuldir og hafa meiri vilja til gjaldeyrisöflunar en vinstri flokkarnir, það finnst mér standa upp úr.

Góðæri ríkti hér á valdatíma sjálfstæðismanna vegna þess að rekstrarumhverfi fyrirtækja var bætt með lækkun skatta og einnig var lagður grunnur að stórkostlegri verðmætasköpun með einkavæðingu bankanna.

Menn hugsa allt of mikið málin út frá einni hlið.

Hvernig væri ástandið hér á landi ef bankarnir hefðu hagað sér með ábyrgari hætti og ekki farið út í allar þessar snargölnu lánveitingar sem þeir töpuðu á?

Ekki er hægt að segja að sjálfstæðismenn hafi hvatt til þess, Davíð Oddsson þvert á móti varaði við því og hefði betur verið harðari í að stöðva þetta allt saman í tæka tíð.

En hann sér ekki framtíðina frekar en nokkur maður.

Ef svo hefði farið, miðað við stemminguna hér á landi á síðustu árum, þá hefði það verið pólitískt sjálfsmorð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins að hrófla við bönkunum því þeir höfðu almenningsálitið með sér.

Ég er á því að einkavæðingin hafi verið góð og frelsið úrvalstæki til framfara. En bankamennirnir því miður klúðruðu því.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 01:49

88 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Jón Ríkharðsson. Ég þarf aðeins að melta þetta innlegg (#87), sem mér virðist við fyrstu sýn vera ágætt og vitrænt. Ég vil helst ekki vera svo blindur á pólitíska sýn annarra að ég teljist nánast daufdumbur. Sé reyndar illa og heyri öllu lakar, en reyni þó að fylgjast með. Án heyrnartækja enn, en með gleraugu á nefinu og tel mig skynja tíðarandann. Reyni það eitthvað áfram.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 02:11

89 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér kærlega fyrir jákvæð viðbrögð Björn, þú mátt ekki misskilja mig á þann veg, að ég hrósi mér af að hafa fengið þig til að hugsa, það var þín eigin skynsemi en ekki mín og þó þú hugsir það sem ég var að segja, þá þýðir það ekki endilega að þú verðir sammála.

Menn hafa ólíka sýn á hlutina og sá sem telur sig hafa höndlað hinn eina sannleik, hann er á rangri braut.

En með skynsamlegum rökræðum og skoðanaskiptum getum við færst nær sannleikanum.

Margir þvargarar hér í bloggheimum telja mig heilaþveginn af Valhöll, en okkar á milli, það er lygi.

Ég hef átt í mörgum samræðum og rökræðum við vinstri menn, lesið mér til um stjórnmál og hinar ýmsu stefnur.

Enginn hefur ennþá getað bent á verðmætasköpun sem vinstri stefnan hefur staðið fyrir, en vissulega hafa vinstri menn staðið fyrir mörgu góðu varðandi velferðarmál. En þeir gera sér oft ekki grein fyrir að það þarf að fjármagna velferðina.

Þjóðin stendur á krossgötum og nú er nauðsynlegt að menn leggi tilfinningar til hliðar og sameinist um bestu leiðina.

Hún hlýtur að vera sú leið sem leiðir til verðmætasköpunar.

Því miður höfum við farið of bratt í að reisa velferðarkerfið á sama tíma og við vorum að byggja upp atvinnuvegina ásamt því að læra að verða þjóð. Okkur vantar þann fjárhagslega grunn sem aðrar þjóðir hafa ásamt reynslunni sem fæst með því að gera mistök á mistök ofan.

Sjálfstæðisstefnan er göfug en mennirnir ekki nógu góðir að framfylgja henni.

Með samstöðu og mikilli vinnu er hægt að ná sátt milli stétta, en það tekur tíma. Það þarf meira samtal milli þings og þjóðar, við þurfum að skilja betur út á hvað raunveruleikinn gengur.

Svo varðandi Davíð Oddsson, því hann er svo oft nefndur á þessari síðu og annarsstaðar, það er eitt sem mér finnst merkilegt í sambandi við hann.

Hann hefur verið hataður af vinstri mönnum og hundeltur af fjölmiðlum, sakaður um hina ýmsu glæpi.

Hann hefur gert mörg mistök og farið offari í ýmsum málum, en hvers vegna hefur enginn getað fundið neitt bitastætt á hann?

Ég hef leitast við að kynnast sem flestum og átt mörg löng einkasamtöl við þingmenn og fyrrum ráðherra.

Þá komst ég að því, sem var nú vitað, að þetta er ósköp venjulegt fólk sem vill að ölum líði vel. En það er snúið í framkvæmd.

Það merkilegasta sem ég hef lesið er um Otto Von Bismarck, en hann var einn af upphafsmönnum velferðarkerfisins eins og við þekkjum það í dag.

Það var ekki af einskærri góðmennsku, heldur hafði alþýðan fengið atkvæðisrétt og hann vildi ná atkvæðum af jafnaðarmönnum þess tíma.

Hann sagði eitt merkilegt sem vakti mig til umhugsunar, eitthvað á þá leið, að sá stjórnmálamaður sem satt gæti þarfir fjöldans, hann er tryggur með atkvæði það sem eftir er.

Sá stjórnmálamaður sem meðvitað vinnur gegn fjöldanum, hann á erfitt með að veiða sér atkvæði, einnig hef ég trú á því, hvar í flokki sem menn standa, að allir vilji þeir velmegun öllum til handa. Mönnum eru bara mislagðar hendur eins og gengur.

Einnig hef ég komist að því, eftir samræður mínar við þingmenn og fyrrum ráðherra, þeir eru allir í Sjálfstæðisflokknum, að það erfiðasta í þessu starfi sé að sigta úr, hverjum maður á að láta undan og hverju á að standa gegn. Það er nefnilega hellingur af hinum ýmsu hagsmunaaðilum sem allir vilja sitt, það er einnig stórt vandamál.

Ef hver einn og einasti maður hugsaði eins og John F. Kennedy sagði og heimfærði það upp á Ísland, þá ætti hver íslendingur að spyrja sig daglega; "hvað get ég gert fyrir mína þjóð".

Meðan við hugsum ég en ekki við, þá eru minni líkur á sátt í samfélaginu.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 02:53

90 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Meðan við hugsum ég en ekki við, þá eru minni líkur á sátt í samfélaginu."  þessi setning frá Jóni er lykilsetning á þessu bloggi Baldurs friðardúfu og kannski bara lykilsetning á fleiri stöðum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.1.2011 kl. 17:32

91 identicon

Svona,svona,,,,Baldur og Jón,ég fylgist með ykkur.  Anda inn með nefinu djúpt og anda út um munninn rólega,telja uppá tíu og öndunaræfingarnar aftur,og þá verðiði rólegri.

Númi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 00:05

92 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Númi minn, ég er orðinn sallarólegur núna eftir þesa góðu öndunaræfingu hjá þér, þú ert alveg ómissandi.

Jón Ríkharðsson, 29.1.2011 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband