Ásta verður sér enn til skammar

Ásta Ragnheiður getur grobbað af fagkunnáttu njósnarans en hún getur ekki grobbað af sinni eigin frammistöðu. Þingforseta bar skýlaus skylda til þess að vara þingmenn við þessum njósnum svo þeir gætu brugðist við eins og þeim þætti best henta. Njósnarinn hefur augsýnilega lagt mikið á sig til þess að koma njósnatölvunni fyrir ..... og hann hefur greinilega fengið aðstoð einhvers sem er hagvanur þarna, þingmanns eða starfsmanns alþingis ....... og það er mjög líklegt að hann hafi fundið aðrar njósnaleiðir fyrst þessi brást. Og enginn veit hverju hann hefur áorkað með njósnum sínum áður en tölvan var uppgötvuð.

*

Mönnum er frjálst að hafa þennan atburð í flimtingum en skyldu nú þeir sem hæst hlæja kæra sig um að framandi fólk færi að gramsa í tölvum þeirra, lesa einkabréf frá ástvinum eða viðskiptamönnum, rekja vefsíður sem viðkomandi hefur heimsótt í áranna rás og þar fram eftir götunum. Ég hygg að hláturinn myndi skjótlega kafna í hálsinum á þeim ef þeir stæðu sjálfir andspænis þeirri staðreynd.

*

En Ásta Ragnheiður þingforseti hefur enn einu sinni orðið sér til rækilegrar skammar og það hefur forsætisráðherra einnig gert, þessum fraukum bar skylda til þess að vara þingmenn við en þær gerðu það ekki. 


mbl.is Fagmaður að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki þessa fásinnu? Var skömmin svona mikil eða hreinn og klár hroki?

Solveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 19:55

2 identicon

Ég held að Samfylkingin hafi staðið fyrir þessum njósnum og forseti þingsins sem er frá Samfylkunni stjórnað þeim. Það skýrir af hverju þetta var þaggað niður í heilt ár af - forseta þingsins!. Valdið gerir fólk vænisjúkt og þarna var uppálagt að planta svona njósnatölvu til að fylgjast með hættulegustu andstæðingunum sem eru Sjálfstæðisflokkurinn og Hreyfingin. Þetta var í herbergi við þeirra staði. Framsókn reiknar enginn með og VG gera allt sem Samfó segir þeim að gera. Símar þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru örugglega hleraðir af Samfylkingunni.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 19:58

3 identicon

Það er eitthvað nýtt ef stjórnarflokkarnir eru farnir að notfæra sér fagmenn til illvirkja, hingað til hafa þeir bara stuðst við fúskara.

Njáll (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 20:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta mál er ekki hægt að hafa í flimtingum, enda háalvarlegt mál sem þarf að rannsaka ofan í kjölinn.

Sama hver er samsekur þessum glæpamanni, hvort heldur það er þingmaður að starfsmaður þingsins, sá aðili hlýtur að þurfa að þola harða refsingu fyrir sitt brot.

Reyndar flýgur ákveðið nafn óþægilega skýrt fyrir mínum hugskotssjónum, en þar sem það er enginn sekur uns sekt er sönnuð, þá ætla ég að skreppa í hugleiðslu, til að hreinsa nafnið út.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2011 kl. 20:35

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað segirðu Jón, hver bankar svona ákaft á gluggann hjá þér.....

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 21:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði, hver er að njósna um hvern og hvers vegna? Ég efast um að Samfylkingin eigi þennan króga og þó veit maður aldrei um flokk með Helga Hjörvar innan borðs. En þarna hefur einhver hagvanur lagt hönd að verki. Hafa aðrir en Birgitta lagt lag sig við tölvunjósnara? Þetta var í herberginu við hliðina á hennar svo hæg voru heimatökin. En kannski hefur hún ekki komið nálægt þessu, heldur einhver aktívistasamtök ..... sem hafa tengsl inn á Alþing. Saving Iceland, Níumenningarnir ... ýmsir kæmu þá til álita.

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 21:12

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, þær bera fyrir sig að einhverjir tölvunördar hafi beðið þær um að þegja svona í öryggisskyni ...... en þetta er fjarstæðukennt og getur ekki verið annað en uppspuni og fyrirsláttur. Hvað myndir þú gera ef þú vissir til að einhver dólgur væri að njósna um nágrannana, kannski innbrotsþjófur eða barnaníðingur? Hvort myndirðu þegja sem fastast eða vara þá við?

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 21:16

8 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Það hefur alltaf verið njósnað og það mun alltaf vera njósnað.

Bara barnaskapur að gera ráð fyrir öðru.

Matthildur Jóhannsdóttir, 20.1.2011 kl. 21:44

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sennilega rétt hjá þér Matthildur.

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 21:44

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eina fólkið á þingi sem hefur efni á svona löguðu, eru kúlulánþegarnir :).. í hvaða flokki skyldu þeir vera ?

Óskar Þorkelsson, 20.1.2011 kl. 22:12

11 identicon

Að sjálfsögðu átti að setja málið strax í rannsókn og blása í allar viðvörunarflautur. Þó að það sé og hafi alltaf verið njósnað gerir brotið ekkert betra.

Solveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:15

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ég hef enga trú á því að svona njósnir séu dýrar, þær snúast fyrst og fremst um bíræfni og tölvukunnáttu. Hvers vegna ættu kúlulánaþegar að njósna um Alþingi ...... far out, old man. Þeir myndu þá heldur njósna um saksóknara, ekki satt?

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 23:18

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, ég get alveg skilið að þingmenn séu hoppandi vondir.

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 23:18

14 identicon

Hoppandi er varla rétta orðið. Ásakanir ganga á víxl og eðlilega er vantraust í gangi sem hefði mátt minnka ef strax hefði verið látið vita af málinu. Þetta er enn eitt málið sem kemur í veg fyrir almennileg störf hjá þeim. Sigurður Kári ásakaði Birgittu, Þór varði hana og svona gekk þetta í dag. Hefði mátt koma í veg fyrir þetta með því að kynna þetta fyrir þingflokksformönnum strax?

Solveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 23:26

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, sérðu ekki Þór Saari fyrir þér hoppandi í pontunni?????

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 23:28

16 identicon

Er hann það ekki alltaf svo að hann sjáist?

Solveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 23:36

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er að reyna að gleyma þessu fjandans nafni Baldur minn, en það gengur illa.

Þótt ég sé ákaflega opinn og einlægur að eðlisfari, þá ætla ég að taka Davíð vin okkar til fyrir myndar og segjast upplýsa um það síðar.

Það er svolítið flott að vera aðeins duló stundum, mér finnst það áhugaverð tilfinning.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2011 kl. 01:50

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ásta Ragnheiður hefur játað á sig stórkostleg mistök og á tafarlaust að segja af sér þingmennsku. Hún hefur játað að vita af njósna-tölvunni fyrir heilu ári síðan, en hefur þagað yfir vitneskju sinni allan þennan tíma. Fyrsta verk hennar átti að vera, að aðvara þingmenn svo að þeir gætu sýnt fulla varkárni. Annað verk hennar átti að vera að fá fagmenn til rannsóknarinnar.

 

Ljóst er að forsætisráðherra Hr. Jóhanna fekk upplýsingar um njósnamálið, en lét hjá leiðast að tilkynna þinginu um atburðinn. Alþingi getur ekki annað en samþykkt vítur á þessar tvær kerlur fyrir þessar yfirhylmingar. Furðuleg er eftirfarandi yfirlýsing:

 

»Tölvudeild skrifstofu þingsins fór mjög rækilega yfir hvort þess væru nokkur merki að óviðkomandi aðili hefði farið í gögn þingsins, hvort einhverjar skemmdir hefðu verið unnar og hvort ástæða væri til að ætla að gögn hefðu verið skoðuð, afritað og tekin. Svo reyndist ekki vera.«

 

Hvernig í ósköpunum getur Tölvudeildin fullyrt svona ? Njósnatölvan aflaði rafrænna gagna og var ekki komið fyrir í húsinu til að éta bréfabindi. Upplýsingarnar hafa verið sendar jafnóðum og þeirra var aflað. Ekki er víst að þær upplýsingar hafi eingöngu verið úr tölvukerfi Alþingis, heldur er eins líklegt að um hlerunarmiðstöð hafi verið að ræða. Lögreglan og Tölvudeildin hafi því hugsanlega misskilið tilgang njósnanna.

 

Rannsókn lögreglunnar stóð aðeins í viku og þá var henni hætt. Var það gert að boði Ástu, eða Hr. Jóhönnu ? Lögreglan veit að njósnirnar voru faglegar, en hvers vegna voru þá ekki fengnir fagmenn til að leysa málið ? Hvers vegna var ekki leitað til Bandaríkjanna um rannsókn málsins ? Vel er skiljanlegt að ekki var leitað til Bretlands eða Hollands með aðstoð við rannsóknina, því að þessir aðilar eru líklegastir til að hafa staðið fyrir njósnunum.

 

1.     Hver var það sem tók tölvuna úr sambandi og spillti þannig rannsóknargögnum ?

 

2.     Hvers vegna var ætlunin að þegja að eilífu yfir málinu ?

 

3.     Hvers vegna var ekki leitað til sérfræðinga með rannsóknina ?

 

4.     Hvers vegna segja þessar vanhæfu kerlur ekki af sér þingmennsku strax ?

 

 

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1135255/

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2011 kl. 04:13

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur hefur lög að mæla. Hann dregur saman aðalatriði málsins á greinargóðan hátt og við getum ekki annað en tekið undir með honum, nú sem oftar.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 08:24

20 identicon

Dylgjur um Birgittu skulu ekki liðnar, heldur kærðar sem meinsæri, sem er glæpur sem varðar við margra ára fangelsi, að bera sakir upp á saklaust fólk. Hún og hennar fólk er ekki glæpamenn, þá væru flestir ríkisfjölmiðlar heims það líka, fyrir að hafa verið lekið frumheimildum, en það hafa þeir flestir gert, og telst það ekki glæpur. En að hylma yfir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu varðar við alþjóðadómstól líka og Nurnbergréttarhöldin, og gerðist þessi hugrakka kona ekki sek um þann glæp. Fasistar stunda samsæri gegn Vestrænni menningu og vilja að hún falli, þess vegna eru þessar ofsóknir gegn wikileaks eins og þær eru. Margir svikarar í dag eru jafnvel opinberir embætismenn, og sumir eiga mikinn pening, og þetta fólk vill ganga af menningu okkar og vestrænum gildum dauðum...En wikileaks mun afhjúpa það! Eða einhver annar ef þau reyna að stoppa það! Okkar heilaga menning mun lifa af og hennar heilögu gildi sem eru sameign alls mannkynsins!

Tölvuþrjótar á Íslandi eru fjölmargir í dag, og tölvunjósnir algengar. Það er auðvelt að borga klárum unglingsstrák fyrir verkið. Og það er ekkert líklegra en svikarar í íslensku ríkisstjórninni, þá væntanlega innanborðs í öðrum hvorum þeim flokki sem einir fengu að vita neitt um þetta háalvarlega mál, og að hylma yfir það ber að fara með sem lögbrot, allir þingmenn áttu heimtingu á að vita þetta og þjóðin líka....og hefðu þessir flokkar ekki samþykkt að halda þessu leyndu ef ekkert væri að fela. Sökudólgurinn er því greinilega innanborðs hjá Samfylkingunni, nú eða Sjálfstæðisflokknum, fyrst þessu var haldið leyndu fyrir öðrum en örfáum aðilum innan þessa tveggja flokka, öðrum ríkisstjórnarflokknum ekki einu sinni tilkynnt um þetta! Það eru svikarar í okkar eigin ríkisstjórn og þá ber að afhjúpa! Birgitta hefur sannað sig að hún er ekki svikari við mannkynið, og þeir sem fara með dylgjur um annað þá ætti að sækja til saka og þeir að sanna sitt mál í réttarhöldum gegn þessari hugrökku og ósérhlífnu listakonu sem er tilbúin að hætta lífi sínu fyrir sannleikan og mannréttindi, og vekur því öfundarhug meðal lítilla smákalla sem finna til smæðar sinnar og skorts á karlmennsku í nærveru slíkrar valkyrju og hetju.

Birgitta-fan (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:08

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir virðulega áminningu, Birgitta-fan, en það er búið að afsanna þá fullyrðingu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft veður af þessum njósnum. Svo er að sjá sem aðeins Samfylkingarmenn hafi vitað af njósnaduflinu og þeir kusu að þegja eins og gröfin. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa neyðst til að játa að þeir hafi boðið njósnaforsprökkum Wikileaks að grandskoða aðstöðuna þarna, og það fær enginn mig til þess að trúa því að áhugi á íslensku handverki hafi knúið för þeirra þangað. Njósnaforsprakkar hafa áhuga á njósnum, þeir eru sérfróðir um njósnir og þarna var kjöraðstaða fyrir þá ..... í næsta herbergi við Wikileaks-prinsessuna Birgittu. Hvað persónutöfra Birgittu áhrærir hef ég aldrei augum litið þá valkyrju og hetju, aldrei staðið í ógnvekjandi nálægð hennar og því ekki enn sem komið er liðið stórlega fyrir smæð mína og skort á karlmennsku.....en varla getur það verið notalegt fyrir dverginn Saari að umgangast daglega skessu þessa.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 20:31

22 identicon

Það er búið að sanna að tölvunni var komið fyrir þarna löngu áður en neinn frá wikileaks var á staðnum. Wikileaks var á sínum tíma boðið þarna í boði ríkisstjórnarinnar allrar, ekki Birgittu sérstaklega, í tengslum við ný fjölmiðlalög hér á Íslandi, sem eru framfaraskref í lýðræði og mannkyni öllu til eftirbreytni, en Birgitta ber ábyrgð á þeim tillögum, sem eru það eina góða sem þessi ríkisstjórn hefur gert og þess eina sem minnst verður með aðdáun. Út af þessum nýju lögum er Birgitta daglegur gestur á síðum blaða og tímarita út um allan heim, og við hana hafa verið tekin löng einkaviðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum heims, og hún var á forsíðu New York Times nýlega. Hún var orðin velþekkt kona á heimsmælikvarða fyrir wikileaks málið og er í dag frægasta persóna Íslands, þekktari en Björk Guðmundsdóttir nú um stundir. Þetta er stórmenni og hetja og einn af síðustu baráttumönnum lýðræðisins á okkar tímum, sem verða brátt taldir með öllu ef hennar líkar sigra ekki og mútuþæg ragmenni ná að stöðva þá, en fasistarnir mun þá vaða yfir allt í kjölfar ragmennanna, og menning okkar líða undir lok. Svo alvarlegt er málið.

G.K. (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 00:15

23 identicon

Það ber svo að benda á að wikileaks hefur komið upp um stórfelldar njósnir á hendur Íslendingum, þar á meðal iðnaðarnjósnir sem Kínverjar stunda og stela upplýsingum frá erfðagreiningarfyrirtækjum okkar og fleirum, sem er enn alvarlegra mál en sendiráðsnjósnirnar Bandarísku, sem eru smámunir miðað við njósnir hins fasíska og andlýðræðislega Kína á hendur íslenskum viðskiptamönnum og vísindamönnum............Það væru landráð gegn Íslandi að hylma yfir slíkt, og Birgittu ber mikið þakklæti að koma upp um þessi vondu mál.

En mikið er vanþakklæti heimsins og nú láta kvenhatarar þvert ofan í sönnunargögn sem svo að þessi mesti velgjörðarmaður Íslands nú um stundir, Birgitta Jónsdóttir, sé glæpamaður, þvert ofan í sönnunargögn um að wikileaks hafi verið þarna löngu síðar en talvan, og þrátt fyrir að sama wikileaks hafi reynst landinu vel að koma upp um landráðastarfsemi gegn okkur og njósnir erlendra ríkja.

Þessir aumingjar ættu að skammast sín fyrir vanþakklætið. Þeir eru Gróa á Leyti endurfæddir, rætnir og lygnir og stunda glæpasamlegan rógburð og mannorðsmorð gegn sama fólki og er tilbúið að hætta lífi sínu fyrir frelsi þeirra og íslensku þjóðarinnar.

Áfram Birgitta! (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 00:20

24 identicon

Löngu fyrr en talvan ætlaði ég víst að segja...Um þetta mál allt lesa. Enginn grunur fellur á Birgittu. Lögreglan er að skoða ýmislegt, en hún og hennar menn, helstu baráttumenn á móti njósnum gegn Íslandi, eru ekki á lista grunaðra. Að ýja að öðru kallast "libel" á öðrum málum, og þýðir lífstíðarfangelsi í mörgum tilfellum stundi menn slíkt í þróaðri réttarfarsríkjum eins og Bandaríkjunum, en getur kostað mörg ár í fangelsi hér á landi líka.

Áfram Birgitta (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 00:23

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áfram Birgitta = G. K. = Birgitta-fan, allt er þetta umhugsunarvert sem þú segir en þessi fjölmiðlalög sem þú talar um eru nú ekki orðin að neinum veruleika enn þá, hvað sem síðar verður. Birgitta er fræg um heimsbyggðina vegna starfa sinna fyrir Wikileaks og varla skemmir fyrir draumsýn hennar um alfrjálsa fjölmiðla-paradís norður í ballarhafi. Basl hennar hefur til þessa aðeins gagnast henni sjálfri en vera má að þú reynist sannspár og hennar verði minnst sem frelsishetju og merkisbera, hvað veit ég. Eigum við ekki bara að óska henni alls hins besta?

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 00:52

26 identicon

Ánægjulegt að sjá að Loftur Altice sé enn virkur á blogginu. Þakka hans innlegg og tengil á pistil um málið. Ekki er ólíklegt að Bretar hafi verið þarna á ferð. Ég hef lengi talið að Bretar hafi virkjað sína leyniþjónustu vegna Icesave málsins.

Doddi (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 10:39

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, það er alltaf fengur að skrifum Lofts því hann er maður athugull, fróður og ódeigur að segja kost og löst á hverju máli.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 12:26

28 identicon

Það er rétt, enda er Loftur einn af fremstu vísindasagnfræðingum þjóðarinnar, en sú fræðigrein er vanmetin af mörgum, sérstaklega vinstrimönnum. Hann þarf þó að gæta orða sinna þegar kemur að sossum og hommum, þá hættir honum til að fara grólega yfir strikið.

Doddi (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:04

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hann er skapstór strákurinn og sést ekki alltaf fyrir. Slíkt hefur nú hent margan góðan dreng í áranna rás og þykir engum mikið nema þá helst ritskoðunarfólki moggabloggsins.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 340413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband