Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar

Það eru bara tveir Íslendingar sem heimurinn hlustar á: Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þegar forsetar Bandaríkjanna koma til Íslands heilsa þeir strax upp á Ólaf, svo leggja þeir leið sína heim til Davíðs, í hugum þeirra er hann merkilegasti maðurinn sem þessi litla þjóð hefur alið. Báðir eiga þessir menn aðdáendur og hatursmenn. Báðir eru þeir með eindæmum hugrakkir og kraftmiklir. Það er þjóðarólán að þeir skuli ekki hafa borið gæfu til þess að vinna saman að heill Íslands.
mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir Ólafur Ragnar og Davíð eru núna í sama liði og eru "að vinna saman að heill Íslands". Það tók þá nokkurn tíma að stilla saman strengi, en núna eru þeir báðir komnir í lið með öllum þorra landsmanna.

Ef þjóðinni tekst að hrekja Icesave-stjórnina frá völdum, munum við sameiginlega leysa þau vandamál sem við blasa. Auk þess að hrekja nýlenduveldin af höndum okkar, munum við hafna hugmyndum um innlimun landsins í Evrópuríkið. Við munum hefja nýgja sókn til hagsældar fyrir almenning.

http://altice.blogcentral.is/    

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.1.2011 kl. 13:33

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

ESB og Icecave.   Engin smá mál sem sameina þá í dag.  

Nú taka þeir bara undir með Stuðmönnunum gömlu. "Snúum bökum saman, stöndum þétt s..."

P.Valdimar Guðjónsson, 17.1.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við erum með handónýta forystu í stjórnarráðinu og getum því ekki haldið ICESAVE-vörninni til streitu.

Baldur Hermannsson, 17.1.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hvað sem um þá má segja, og   þá eru þeir "þungaviktarmenn" í pólítík. Eru kannski ekki svo margir .

Hörður Halldórsson, 17.1.2011 kl. 20:32

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, það eru engir þungaviktarmenn á þingi í dag, bara léttadrengir og glanspíkur. Þess vegna gerist ekki. Það þarf þungaviktarmann til þess að hreyfa málum.

Baldur Hermannsson, 17.1.2011 kl. 21:23

6 identicon

Það er enganveginn hægt að líkja Davíð og 'ola grís samann,,,Davíð er fæddur leiðtogi,sá eini í íslenskri pólitík á þessari öld og sjálfsagt lungað úr þeirri síðustu líka,en Óli er bara pólitíkus sem getur talað og talað án þess að segja orð.

Csadao (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 340393

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband