Hún hjarir en hún er dauð. Steindauð.

Þjóðin er gríðarlega óánægð með ríkisstjórnina og mótmælin beinast gegn henni mestan part. Ef þjóðin sæi að allt væri með felldu í stjórnarráðinu og þær væri fólk að vinna landinu gagn, þá yrðu engin mótmæli. Ég tek eftir því á mínum vinnustað, þar sem 90% eru kommúnistar, að allir eru þeir búnir að gefast upp á stjórninni. Ekki einn einasti heiðarlegur vinstri maður ber lengur blak af henni. Hún hjarir en hún er dauð. Steindauð.
mbl.is Boða til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er kannski spurningin um að skipta um vinnustað, Baldur? Og "heiðarlegu vinstrimennirnir" geta auðvitað skipt um skoðun, ekki satt? Þessi stjórn er fjarri því að vera dauð, hún mun færast í aukana og láta okkur blásnauðann lýðinn ákveða hvort hún eða slorugir kapítalistar eiga að stjórna þessu landi, og Stjáni Blái mun tapa í þeirri atkvæðagreiðslu, held ég.

Gústaf Níelsson, 17.1.2011 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða ríkisstjórn sérðu betri Baldur? Ekki er svo að skilja að þú saknir spillingarflokkanna? Eða er það virkilega svo?

Gústaf: Hvern stjórnmálamann nefnir þú Stjána bláa? Varla Kristján Möller eða Kristján fyrrum bæjarstjóra á Akureyri sem Akureyringar eru sagðir hafa kosið á þing til að losna við hann úr bæjarpólitíkinni?

Man aðeins eftir gamallri þjóðsagnapersónu, sægarp með þessu nafni, þekkt í kvæði Arnar Arnarsonar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 11:22

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, það væru allar stjórnir betri en þessi. Við þurfum kosningar í vor og kannski aftur næsta ár, stjórnmálaflokkarnir verða að koma til móts við óskir landsmanna um nýtt fólk og nýja siði.

Baldur Hermannsson, 17.1.2011 kl. 12:32

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki myndi eg fúlsa við kosningum en til hvers?

Á síðasta ári voru þrívegis kosningar og fannst mörgum nóg um. Sjálfur var eg feginn, hafði 3 daga verkefni að starfa í kjörstjórn. Var það eina launaða vinna mín yfir vetrartímann.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 16:32

5 identicon

@Mosi:

Þetta er orðin ansi þreytt tugga með spillingarflokkana. Er hrunið líka Sjöllunum að þakka? Þeir sem halda það hafa ekki hugmynd um hvað olli hruninu. Eru vandræðin í fjármálakerfum annarra landa líka Sjöllunum að þakka?

Til hvers kosningar? Finnst þér eðilegt að safna öllum þessum lánum frá AGS sem eru algerlega óþörf!! Er ekki nóg að borga 74 milljarða í vexti og afborganir í ár? Á enn að bæta við þessa lánasúpu? Það er heldur ekki í lagi að vera með fjármálaráðherra sem segir í fyrra að hagvöxtur sé en örfáum dögum síðar kemur í ljós að samdráttur er. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur?

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband