Íhaldið er alltaf best

Það er gaman að sjá þessi tvö geysisterku sveitarfélög: Seltjarnarnes og Garðabæ. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að stjórna einn og þar hafa engir vinstri menn með lafandi eyru fengið að koma nálægt stýrishjólinu. Þess vegna eru þessi sveitarfélög auðug að gulli og gersemum og skulda nánast ekki neitt.

Íbúarnir eru hamingjusamir, vinna sína vinnu, greiða glaðir sitt útsvar, senda börnin sín í góða skóla og búa við frábæra heilsugæslu. Á fjögurra ára fresti labba þeir brosandi í kjörklefana og krossa hlæjandi við D. Annað kemur ekki til greina. Þeir vita að B, VG og S eru leiðarvísar til glötunar, skuldafens og fátæktar, ræfildóms, iðjuleysis og eiturlyfjaneyslu.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær að stjórna einn, þar er allt í himnalagi. Íhaldið er alltaf best. 


mbl.is Allt í góðu á Seltjarnarnesi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú gleymdir Reykjanesbæ

Allt í himnalagi þar ........

Æsir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æsir, Reykjanesbær er nýleg samsuða úr sveitarfélögum sem höfðu búið við blandaða stjórn og bágan fjárhag um langan aldur og tók þó steininn úr þegar herinn fór og þar með eitt helsta viðurværið. Árni Sigfússon hefur unnið kraftaverk í Reykjanesbæ. En Seltjarnarnes og Garðabær eru þau sönnunargögn um fullkomna yfirburði, sem við Sjálfstæðismenn erum stoltastir af.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fólkið er ánægt í Reykjanesbæ...hvað sem skuldum líður, og virðist samkvæmt skoðanakönnunum halda D-listanum áfram í hreinum meirihluta!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.5.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Reykjavík hefur ekki borið sitt barr síðan R-listinn varð til og vann borgurunum óbætanlegt tjón.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2010 kl. 14:20

5 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt. Gott hjá Heimi að minna á þær rústir, sem R-listinn og síðan hárlubbabandalag Dags B. Eggertssonar skildi eftir sig.

Snorri Bergz, 21.5.2010 kl. 14:37

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla bendir á athyglisvert atriði, þar sem íhaldið ríkir þar ríkir einnig lífsgleðin. Hjá vinstri mönnum er allt í kaldakolum og menn hafa bara hatrið til að orna sér við.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 15:29

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt hjá Heimi, Reykjavík var eins og þokkafull yngismær sem lætur flekast í bælið með sýfilissjúklingi og er merkt dauðanum eftir það. Veslings gamla borgin mín verður lengi að jafna sig eftir djöfulgang R-listans og sennilega nær hún sér aldrei.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 15:31

8 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Að fólk skuli ennþá dýrka flokkin sem er höfundur þess ástands sem er ríkjandi á Íslandi í dag. Fávitar.

Tómas Waagfjörð, 21.5.2010 kl. 16:04

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Mæltu manna heilastur Baldur !

Halldór Jónsson, 21.5.2010 kl. 17:18

10 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, hefur ekki gengið ágætlega hjá íbúum Neskaupstaðar líka?

Æsir var huggulegur við þig að nefna bara Reykjanesbæ, en sleppa skuldastöðunni, Árna Sigfússyni og tengingum hans við Magma, sem þú virðist lítt hrifinn af. Þetta kallar maður kurteisi.

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 18:20

11 identicon

Eru sjálfstæðismenn "blá" bjánar?

JSH (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:26

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

JSH, auðvitað eru til bjánar meðal Sjálfstæðismanna því Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta og í þeim ranni eru allir heiðvirðir menn velkomnir - bjánar og ekki bjánar. Og það fer vel á því að kalla okkar bjána blábjána, á sama hátt og þú ert rauðbjáni.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 20:03

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, Neskaupstaður er mjög skemmtilegt dæmi sem vert væri að rannsaka. Það ból sátu kommar og sýndu jafnan mikinn metnað, snyrtilegur bær og þriflegur í alla staði. Kommarnir ráku upp stór augu þegar Lúlli birtist einn daginn á amerískri drossíu. Áður en sumarið var liðið voru allir eðalkommar bæjarins komnir á amerískar drossíar.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 20:06

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Allt var rautt í Neskaupstað, líka stígvél..Ég átti oft leið þar um á áttunda og níunda áratugnum..Sá þar í garði einum þessi flottu stívél sem voru í hlutverki blómapotta! Eftir þessu hermdi ég..Tók gömul stígvél af bóndanum og málaði..Síðan hafa þeir blómapottar verið nokkurskonar vegvísir fyrir vini til að rata:):) Þú finnur þau í sumar Baldur þegar þið Jóna komið!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.5.2010 kl. 20:45

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef aldrei verið gefinn fyrir pólitískt valdabrölt eða tekið þátt í flokkum. Mín einu afskipti af Sjálfstæðisflokknum eru, að Þráinn Bertelsson dröslaði mér upp í gömlu Vallhöll fyrir hundrað árum þegar við vorum í landsprófi og skráði mig í Heimdall. Þar hef ég þó aldrei starfað. Reyndar skráði ég mig í flokkinn aftur þegar Albert gekk úr honum 1986, en önnur afskipti mín eru engin. Ég hef hins vegar alltaf kosið íhaldið af þeirri einföldu ástæðu, að hinir eru verri. Með öðrum orðum, ég beiti útilokunaraðferðinni. Nú er hins vegar úr vöndu að ráða. Pólitískt rétthugsandi undimálsfólk virðist hafa tekið völdin í flokknum. Til marks um það er þegar Hanna Birna skrifaði ávísun upp á 48 milljónir aftan á rassinn á homma nokkrum. Þessar milljónir áttu að renna til að útbreiða hómósexúalisma meðal ungra barna í skólum borgarinnar. Síðustu uppákomuna lít ég á sem persónulega árás. Ég bý á Skúlagötu austan Snorrabrautar og nú hefur íhaldsmeirihlutinn, sem ég hélt að væri flokkurinn minn lagt til að gatan mín hljóti nafnið „Bríetartún“, í höfuðið á pilsvargi nokkrum sem herjaði á mannfólkið fyrir hátt í hundrað árum. Þetta er allt að því kornið sem fyllir mælinn.

Hvað er  til ráða? Ég er alvarlega að hugsa um að sitja heima, en vil heldur ekki fá Blaður B. Eggertsson og hans lið yfir mig. Það verða þung spor þegar ég neyðist til að mæta upp á Kjarvalsstaði og krossa við D-ið. Annað er því miður ekki í stöðunni. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.5.2010 kl. 20:49

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég tek stímið á Rauðu stígvélin áður en varir!

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 21:20

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, ég veit að þú vilt helst ekki tala fyrir munn annarra en ég er hræddur um að þú hafir núna mælt fyrir munn þúsundanna. Geisi margir kjósa ekki þann besta heldur þann skásta. En milljónir á rasskinninni - voru þær nema 12 ?

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 21:22

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geysi? Geisi? Rétt mun vera "geysi margir".......:)

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 21:25

19 Smámynd: Björn Birgisson

Silla, manngæska þín og fegurð þín munu fara í sögubækur. Sérstaklega ert þú falleg vinstra megin. Hvað veldur?

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 21:30

20 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er nú bara þannig Bjössi minn að maður sér það sem maður vill sjá og þá betri hliðina:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.5.2010 kl. 21:35

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úffffff....þær hugrenningar sem helvítið hann Bjössi hrindir af stað með þessu klámi sínu........

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 21:48

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flýtið ykkur á Skjá 1, þar er æsileg fegurðarsamkeppni í fullum gangi....stelpurnar okkar eru gullfallegar en verið fljót að slökkva á hljóðinu þegar þær byrja að tala.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 21:49

23 Smámynd: Björn Birgisson

Mig langar að óska Vilhjálmi Eyþórssyni til hamingju með 116 ára afmælið og Þráni Bertelssyni einnig í leiðinni. Flottir strákar. Þótt ekkert hafi þeir fengið sérstaklega út á rassinn á sér. En hvað veit ég svo sem?

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 22:00

24 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég veit nú til þess að í kringum 1968- 1970 þá rak Egilsbúð í Neskaupstað maður sem alltaf hefur verið sjálfstæðismaður. Þegar hann flutti í bæinn þá var Lúlli sá fyrsti sem hitti hann og bauð honum aðstoð við að koma sér fyrir, þó svo að hann vissi að hann væri yfirlýstur sjálfstæðismaður og að því yrði ekki breytt.
 Ég held að Lúlli og hans kynslóð hafi gert góða hluti þarna eystra, enda fór ekki að halla undan fæti, fyrr enn sveitafélögin voru sameinuð og einhvers konar R-lista eftirlíking tók þar við völdum.
  Allt að því fjórðungur af gjaldeyristekjum okkar kemur frá Fjarðabyggð, samt er R-lista eftirlíkingin á leiðinni með hreppinn til fjandans.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.5.2010 kl. 22:52

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki spurning, Stalínistarnir á Norðfirði höfðu sína stóru kosti. Smári Geirsson er fínn náungi. Hitti hann einu sinni.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 23:08

26 identicon

Hunzkastu þá til Garðabæjar óbermið þitt!

Sverrir Friðþjófsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 14:53

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hunskastu þangað sjálfur.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 18:26

28 identicon

Greiningin er góð og líkast til sönn ef tekið er mið af þessum bæjarfélgögum. Sjálfur bý ég á Setljarnarnesi en er erlendis nú um stundir. Ég var fljótur að drífa mig til Sýslumanns að kjósa utan kjörfundar þegar ég fór af landinu góða eftir páska. Auðvitað hafa sjálfstæðismenn í þessum bæjarfélögum gert mistök en íbúarnir hafa ekki þurft að blæða fyrir það, enda hefur ráðdeild og ábyrg fjármálastjórn ráðið ríkjum. Auðvitað hafa hrannast upp þung ský en það er ljóst að þessi bæjarfélög verða að skera niður eins og aðrir í þessu árferði, enda fólk atvinnulaust og án tekna eins og víða annarsstaðar. Ég bjó alltaf í 101 og 107 áður en núna búa þar að stærstum hluta listamenn og opinberir starfsmenn sem að  kjósa VG og Samfylkinguna. Vandamálið hjá þessum ný-kynslóðarflokkum er fólgin í þeirri staðreynd að þar innanborðs er fólk sem hefur litla stjórnunarreynslu og eftir sumt liggur ekkert í hinu veraldlega lífi. Þetta fólk verður síðan forystumenn og hefur enga reynslu eða þekkingu til þess að taka á málum. Lífið heldur áfram eftir kosningar og fólk kýs það sem það þekkir í þessum bæjarfélögum en það má alltaf gera betur og vinna betur að hagsmunum íbúanna.  Hvað Norðfjörð varðar þá eru þeir kommar með öfugum formerkjum.

Gudmundur (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:14

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessa skarplegu grein, Guðmundur. Athugasemdir þínar um ný-kynslóðarflokkana eru athyglisverðar og ríma vel við ummæli Smára Geirssonar fyrir margt löngu. Hann sagði mér að þeir Norðfjarðarkommar ættu oft í brösum við höfuðborgarkommana á ráðstefnum Alþýðubandalagsins, vegna þess að þeir fyrrnefndu þekktu til stjórnunar - og vandamála henni tengd - en hinir ekki.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 11:34

30 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna berast þær fréttir að Kristján L. Möller, samgöngu og sveitarstjórnarmálaráðherra, ætli að sitja á skýrslu, sem Ríkisendurskoðun vann fyrir Endurskoðunnarnefndar um fjármál sveitarfélaga vegna Álftaness, fram yfir kosningar þó svo að skýrslan sé komin út.

Eins og fólk kannski man, þá fór einhver "vinstri kokteill" með meirihlutavaldið á Álftanesi fyrripart kjörtímabilsins, þegar ljótu fjármálaákvarðanirnar voru teknar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 13:30

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gat nú skeð, allt á sömu bókina lært hjá þessum kónum.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 13:39

32 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kemst karlinn upp með að geyma skýrsluna??

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 13:42

33 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hann ætti ekki að komast upp með það nei.  En væntanlega þurfa Sjálfstæðismenn á nesinu að þrýsta á birtingu skýrslunnar.  Ef sá þrýstingur dugir ekki, þá eru 99,9% líkur á því að hún sé svört og ekki ákveðnum öflum í sveitarfélaginu til framdráttar.  Fáist skýrslan ekki birt, þá hlýtur það að vera nýtt sem vopn, gegn skussunum og ætti því að verða D til framdráttar.

 Skýrslur sem setja svartan blett á Samfó og aðra vinstri menn eru oftast nær ekki ætlaðar til of mikillar birtingar eða umfjöllunnar.  Þáttur Samfylkingar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, var í raun afgreiddur á "tilfinningarþrungnum" fundi í Garðabæ, þar sem formaður flokksins, bar því við að flokkurinn hefði verið "andsetinn", frá maí 2007 til 1. feb. 2009.  Svo var jú stofnaður einhver vinnuhópur, sem á að skila af sér í október, hálfu ári eftir birtingu skýrslunar.  Á þeim tíma má búast við að margt annað verði meira áberandi í umræðunni, eins og t.d. hundruðir uppboða á fasteignum, sem "skjaldborgin", lét eiga sig að slá sér um, enda "skjaldborgin" haft nóg að gera við að slá sér utan um auðmenn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 14:04

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er bestur. Hann virkar eins og glycerin í stjórnsýslu hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög.

Og ómissandi í hverju hjónabandi að sögn kunnugra.

Árni Gunnarsson, 23.5.2010 kl. 14:13

35 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hehe..Hvað kemur Sjálfstæðisflokkurinn hjónabandi við?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 14:15

36 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki hlutfall hjónaskilnaða og sambúðarslita komið upp í um 40% hérlendis? Greinilega vantar eitthvað sem ætti að vera ómissandi!

Björn Birgisson, 23.5.2010 kl. 14:30

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svarið við spurningu þinni Sigurbjörg er falið í styrkleika flokksins og persónutöfrum forystunnar á hverjum tíma.

Og síðan má ekki gleyma því hugarfari sem hverju sambandi er svo mikil nauðsyn og á rætur í húsnæði flokksins og myndasafni.

Ég er barasta ekki nógu vel máli farinn til að skilgreina þetta betur.

Árni Gunnarsson, 23.5.2010 kl. 15:10

38 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ótrúlegt að lesa lofin um spilltasta flokk landsins,manni verður bara óglatt.

Friðrik Jónsson, 23.5.2010 kl. 17:43

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er löngu vitað að lausingin er langmest hjá vinstri mönnum en hjónabönd hægri fólks eru miklu traustari - það er sennilega vegna þess að hægri fólk er almennt vandaðra, traustara og betur af Guði gert en lýðurinn til vinstri.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:20

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Friðrik, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri spilltur væri meirihlutinn í Garðabæ og Seltjarnarnesi löngu kolfallinn.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:20

41 Smámynd: Björn Birgisson

Drengur! Nú eru komnir þrír fuglar í litla sæta fuglahúsið mitt! Hvernig ganga veiðarnar hjá þér?

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 13:55

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fuglaveiðarnar ganga seint og illa. Ég er að slá býsna vel en stutta spilið er kolryðgað og einpúttin ekki komin til Hafnarfjarðar. Flatirnar á Korpu eru alls ekki góðar heldur, en það er ekki nema hálf afsökun. Ég þarf að taka góðan dag á æfingaflötunum, það verður víst ekki vikist undan því. En til hamningju með árangurinn, frábært hjá þér að byrja tímabilið svona grimmdarlega.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:36

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Annars var ég að sjá áðan svart á hvítu hvílík bæklun það er í golfi að vera feitur. Spilafélagi minn er 130 kg, sterkur gaur, en úthaldið alveg búið eftir fyrri níu. Og þegar maður eldist verður sífellt erfiðara að ná upp úthaldinu og að lokum endist manni ekki sumarið til þess.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:38

44 Smámynd: Björn Birgisson

Maður verður að monta sig þá sjaldan tilefni gefast til! Ég er ekkert að gera neinar rósir, mest er þetta boggaspil, með fáeinum pörum og fáeinum punktalausum holum.

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 21:02

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert þá væntanlega þess háttar spilari sem lendir sjaldan í sprengjum? Ef maður getur spilað hringina þannig að ýmist er það maður par eða bogga, þá verður útkoman alltaf góð.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 21:08

46 Smámynd: Björn Birgisson

Sprengjur! Nei, ekkert svo margar, enda friðarins maður! Svo ber að hafa í huga að ég leik nánast  eingöngu hér í Grindavík og mun næsta örugglega breytast í algjöran sprengjusérfræðing fari ég eitthvert annað!

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 21:14

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það eru nú margar holur í Grindavík sem auðvelt er að klúðra gersamlega.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 21:15

48 Smámynd: Björn Birgisson

Erum við ekki vaxnir upp úr svoleiðis vitleysu?

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 21:20

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef um langt árabil spilað nær eingöngu tveir á móti tveim, og þá spilar maður alltaf glannalega og vílar ekkert fyrir sér - og verður fyrir vikið ónæmur fyrir sóðaspili, því miður. Í sumar ætla ég að gera meira af því að spila höggleik til þess að aga spilið hjá mér.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 21:36

50 Smámynd: Björn Birgisson

Sóðaspil á golfvelli? Eru slíkir leikir ekki bara í pólitík? Húsatóftavöllur verður frábær í sumar. Nú er nýbúið að gata flatirnar og mér skilst að þær verði endurgataðar eftir helgina með fínni götum. Allt fyrir grasrótina. Allir bönkerar hafa verið skornir. Bjarni Hannesson er nýr vallarstjóri og býður af sér mjög góðan þokka og er að vinna frábært starf. Hann er sonur Hannesar Þorsteinssonar, eins helsta golfvallahönnuðar á Íslandi. Bjarni mun vera hámenntaður í grasi og golfvallaumhirðu.

Hvenær ert þú að hugsa um að koma suðureftir til að tapa fyrir kommanum í heiðarlegri punktakeppni? Ég tel að eftir 2-3 vikur verði flatirnar hér orðnar mjög góðar.

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 22:07

51 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þið eruð flottir golfvinir Bjössi og Baldur:) Golfið tengir ykkur miklu betur en pólitíkin!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.5.2010 kl. 22:13

52 Smámynd: Björn Birgisson

Silla mín! Við Baldur höfum aldrei mundað prikin saman á golfvelli, en úr því mun verða bætt í sumar. Þá væri frábært að hafa þig viðstadda sem dómara og til skráningar, því ég held að karlinn sé afar tapsár.

Pólitíkin? Það er eðlilegasti hlutur í veröldinni að menn greini á um pólitík. Mér finnst Baldri hafa farið heilmikið fram í því að fjalla um þau mál af aukinni víðsýni, þótt enn skorti þar nokkuð á, eins og enn má sjá af skrifum hans. Ég ætla að eigna mér 0,1% í hans pólitíska bata. Ég tel mig finna víðsýni mína og umburðarlyndi koma fram í þessum 10% úr prósentinu sem karlinn hefur skánað.

Bestu kveðjur, BB

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 22:39

53 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður Bjössi! Ég er alveg til í að vera dómari:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.5.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband