Þau svíkja ættland sitt í tryggðum með leti og ómennsku

Allra versta úrræði stjórnvalda er að selja útlendingum auðlindir þjóðarinnar. Við viljum vera sjálfstæð þjóð í okkar eigin föðurlandi og til þess verðum við að eiga auðlindir okkar óskertar. Ef við látum moldríka útlendinga ryksuga landið og miðin þá er ekkert eftir handa niðjum okkar.

Ríkisstjórnin er búin að hafa eitt og hálft ár til þess að bregðast rétt við í þessu máli en það hefur hún ekki gert. Stjórnarþingmenn fórna höndum afsakandi og segja: ég er ekki ánægður með þetta en því miður er víst of seint að gera nokkuð.

Það er hægt að svíkja land sitt í tryggðum með ýmsu móti. Ögmundur, Lilja, Vinstri grænir eins og þeir leggja sig svo maður tali nú ekki um hina óþjóðhollu Samfylkingu - öll hafa þau svikið ætt land sitt í tryggðum með letinni og hyskninni. 

Eru til einhverjir heiðvirðir vinstri menn á Íslandi? Ef þeir eru til þá skora ég á þá að koma vitinu fyrir þingmenn sína og það strax.


mbl.is Magma fær 14,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Ef þeir eru til þá skora ég á þá að koma vitinu fyrir þingmenn sína og það strax." Borin von, Baldur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.5.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað með vin okkar Snjólf, Björn Birgisson og alla þá....nei Heimir, ég neita að trúa því að það sé ekki til einn heiðvirður vinstri maður í öllu landinu.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 16:27

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kannski Björn;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.5.2010 kl. 16:34

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er alveg rétt Baldur. Alveg ótrúlegt hvernig þetta gat gerst og algjörlega óviðunandi að krónískt aðgerðarleysi(leti????) vinstri manna hafi leitt til þessarar glötuðu niðurstöður. Það þýðir ekkert fyrir vinstra liðið að henda út smjörklípum út um allt eða kenna Geysir Green eða öðrum um. Þeir hefðu hæglega getað stöðvað þessa vitleysu með lagasetningu eða í það minnsta dregið úr skaðanum. Þeirra er skömmin.

Til að svara spurningunni þinni þá eru til heiðviðrir vinstri menn á Íslandi. Þeir eru hins vegar ekki margir og þeirra bíður erfitt verkefni.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.5.2010 kl. 16:55

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. Gleymdu þó ekki að Samfylkingin vill ganga í samband við aðrar þjóðir, þess eðlis að erfitt eða ógerlegt yrði að verja auðlindirnar.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 16:58

6 identicon

Eru þetta örugglega útlendingar???  Ég hef ekki enn fengið að sjá nafnalista eigenda þessa merkilega skúffufyrirtækis, og enginn virðist vita eða vilja viðurkenna hverjir raunverulegir eigendur séu...

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 17:03

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, þeir eru sagðir Kanadamenn. En það virðist lenska nú um stundir að menn fá hreinlega ekki uppgefið hverjir eiga fyrirtækin - eitt fyrirtækið á annað og þegar menn ætla að rekja þetta enda þeir einhvers staðar ofan í skúffu úti í löndum. Þetta er óþolandi. Kapítalisminn er kominn á algerar villigötur. Sigurður, það þarf að taka til í kotinu okkar.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 17:08

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er villa að halda því fram, að þessir aðilar séu eitthvað ríkir. Ég gæti keypt þennan hlut á sömu forsendur og þeir, þ.e. að fá hlutinn lánaðan og endurgreiða með orkusölu framtíðar. NB. íslendingar eru að lána þeim fyrir kaupunum.  Þetta er kallað "rasstaka"

Eggert Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 17:29

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Loksins loksins - erum við sammála Baldur.

Mér finnst aðferðafræði þeirra á bæjarskrifstofunni í Keflavík svona álíka gáfuleg og einhver ætlaði sér að endurvekja dönsku einokunarverslunina og við Íslendingar ættum að borga stofnkostnaðinn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2010 kl. 18:27

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Orkumálin er bara málaflokkur, sem að stjórnarflokkarnir eru sammála um að vera ósammála um.  Samt er samkomulag um að Samfylkingin ráði, VG mega bara blása út fjölmiðlum, en ekki mæla fyrir nýjum lögum sem tefja málin. Umhverfisráðherra má í staðinn tefja framkvæmdir með slugsi og stjórnsýslulegum nauðgunum við umhverfismat og skipulagssamþykktir.

Steingrímur blaðrar eitthvað um lög sett fyrir mörgum árum af Sjálfstæðis og Framsóknarflokki. Eins og að það sé ekki hægt að breyta lögum eða setja ný, telji menn þess þurfa. 
  Samfylkingin vil ekki ný lög um íslenskt eignarhald á orkuauðlindum, eða finnst ekki taka því að setja þau, því slík lög verða afnumin með inngöngu í ESB.
  Steingrímur blaðrar um að sjávarútvegurinn  sé þó lögum samkvæmt í íslenskri eign og fagnar því. Steingrímur styður þó ESBumsókn og umsókarferlið. Gangi þetta umsókarferli alla leið með inngöngu, þá hverfur eignarhaldið líka á sjávarútveginum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.5.2010 kl. 19:06

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eggert, þetta þýðir væntanlega að enginn erlendur gjaldeyrir kemur inn í landið fyrir vikið. Þeir ætla að greiða kaupverðið með arðinum af fyrirtækinu. Þú velur sennilega orð við hæfi.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 19:28

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, við skulum sjá til þess að það gerist ekki aftur.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 19:29

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, það er eins og VG séu ekki búnir að átta sig á því að þeir eru í ríkisstjórn og bera ábyrgð. Þeir eru enn bara á móti öllu og halda að það sé kappnóg. Samfylkingin er auðvitað bara samansafn af ótíndum landráðamönnum en Vinstri grænir eru verri, því þeir mögla en fylgja samt leiðsögn hinna.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 19:31

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er ekkert annað en það sem ég sagði. Ég held að flestir Reykjanesbúar séu ekki tilbúnir til að girða niður um sig buxunar. Ef ég las fréttirnar rétt þá þurfa starfsmenn þeirra að setja stafina sína á samninginn svo hann taki gildi. Þá og þegar kemur í ljós hvort þeim líki "rasstakan"eða ekki.  (Hefur fyrirtækið greitt eitthvað fyrir sinn hlut annað en skrifað undir skuldaviðurkenningar til framtíðar)

Eggert Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 20:06

15 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta Magma dæmi er allt hið ömurlegasta, séð frá þeim sjónarhóli að allar auðlindir innan 200 mílnanna, skuli undantekningalaust vera sameign þjóðarinnar. Ég tek undir það að ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar í þessu máli, en það hafa fleiri gert. Ég bið menn að minnast þáttar Árna Sigfússonar í málinu og baráttu Grindvíkinga gegn algjöru ofurefli, en með hagsmuni íbúanna á Suðurnesjum í forgrunni. Lénsherrar auðvaldsins höfðu betur.

Varla er við hæfi að kenna stjórnvöldum einum um hvernig komið er nú. Þetta Magma mál var ekki að byrja í fyrradag og hefur átt sér langan aðdraganda.

Ég ákæri alla íslenska stjórnmálamenn fyrir að standa ekki betur á rétti þjóðarinnar í þessu framsali á nýtingu auðlindar úr iðrum Íslands. Stjórn og stjórnarandstöðu.

Bent hefur verið á að Íslendingar séu víða með puttana í orkumálum útlendinga, en fari svo á öllum límingum ef útlendingar sýna auðlindum okkar áhuga.

Þetta er hárrétt.

Við erum bara 320 þúsund og megum ekki við neinu. Sjálfstæði okkar er brothættara en eggjaskurn kríunnar. Aðkoma okkar að orkumálum stóru þjóðanna er þeim aðeins til tekna, en ógna í engu sjálfstæði þeirra. Öfugt við aðkomu þeirra hér.

Ég er í vaxandi mæli farinn að skammast mín fyrir stjórnmálamenn Íslands.

Björn Birgisson, 19.5.2010 kl. 20:25

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þinglið VG, tekur þá ákvörðun að vera samsek Samfylkingunni. Þar liggur í raun bara ein ástæða að baki, að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þegar Samfylkingin, vill ganga yfir prinsipp VG, þá bíður Samfylkingin þögul á meðan þingmenn og ráðherrar, blása út í fjölmiðlum (gerast stjórnarandstæðingar í orði, en ekki á borði) og reyna að telja grasrótinni og landsmönnum öllum trú um að ekkert sé hægt að gera vegna lagasetningar ríkisstjórnar sem fór frá völdum vorið 2007.

 Það situr fast í Fjármálaráðuneytinu, frumvarp um erlendar fjárfestingar á Íslandi, vegna þess að Steingrímur og Indriði virðast ekki getað ákveðið, sanngjarnan "skattadíl" fyrir þessa fjárfesta.

 VG létu það hins vegar yfir sig ganga að Samfylkingin, lagði fram "sérfrumvarp" um erlenda fjárfestingu (gagnaverið), sem eingöngu gildir um það verkefni, en ekkert annað. "Sérfrumvarpið", byggir þó að mestu á þessu heildarfrumvarpi sem Steingrímur og Indriði slugsa með í ráðuneytinu.
  Samfylkingin fékk þetta í gegn, til þess að hjálpa varaþingmanni sínum ( Vilhjálmi Þorsteinssyni) og "góðgerðamanni" sínum Björgólfi Thor, að koma gagnaverinu í gang sem fyrst.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.5.2010 kl. 20:30

17 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Baldur !    Ég botna ekki baun í þér , því eftir glæsistjórn í 19 ár hjá FL-flokknum  þá getur ekki annað en allt verið í blóma og sóma næstu 1919 árin , enda  sjáum við þess skírustu dæmin á öllum FL-fyrirtækjunum sem standa með glæsibrag , ekki detta þau á höfuðið - þau eru dottin .

        Mikið skelfing væri annars dásamlegt að þeir tækju aftur við , þá gætum við með sóma sagt ; við fórum úr öskunni í eldinn .

Hörður B Hjartarson, 19.5.2010 kl. 20:36

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er þyngra en tárum taki að vera sammála Birni Birgissyni, en hann er með þetta í hnotskurn:

*

"Bent hefur verið á að Íslendingar séu víða með puttana í orkumálum útlendinga, en fari svo á öllum límingum ef útlendingar sýna auðlindum okkar áhuga.

Þetta er hárrétt.

Við erum bara 320 þúsund og megum ekki við neinu. Sjálfstæði okkar er brothættara en eggjaskurn kríunnar. Aðkoma okkar að orkumálum stóru þjóðanna er þeim aðeins til tekna, en ógna í engu sjálfstæði þeirra. Öfugt við aðkomu þeirra hér."

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 21:45

19 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur minn hvert á ég að mæta með handklæðið ?

Hörður B Hjartarson, 19.5.2010 kl. 21:51

20 identicon

Hvenær verða endursýndir "bændaþættirnir"sem þú gerðir fyrir RÚV við undirleik Shostakovits?

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:11

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég skjögra grátandi um húsið og öll handklæðin orðin rennblaut.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 22:14

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnþór, allir góðir hlutir eiga sinn stað og sinn tíma. En Shostakovits er reyndar góður á öllum tímum alls staðar.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 22:15

23 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hitt er svo annað - svona haga sér eingöngu innvinklaðir og "hæstvirtir" pólitíkusar .

    Já Baldur ég tel mig vera búinn að vera pólitískt viðrini í þrjá áratugi ca. og er stoltur af - enda tel ég þá vera pólitískustu mennina - þ.e. engin flokksklafabönd , hvað þá FL-flokksklafabönd .

Hörður B Hjartarson, 19.5.2010 kl. 22:23

24 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvernig menn tala um pólitík hérna er alveg sértægt mál. Ef 20 ára til 30 ára eru að lesa þetta, hvernig eiga þau að dæma.  Þessi árgangar hafa einungis upplifað góðæri! Getta góðæri hefur varað í næstum 20 ár, og hefur verið í boði okkar íslendinga sem hafa kosið mennina við stjórnvölin.

Því eigum við að fara skella skuld á þá sem allt gott hafa fært okkur.

Eggert Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 22:36

25 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur komið fram að þegar þessi EEStilskipum, sem sögð er hafa orðið þess valdandi að allt fór hér á hliðina, var samþykkt frá Alþingi, þá var víst fjarverandi sá maður, sem í huga sumra, setti Ísland á hliðina einn og óstuddur (Davíð Oddsson).  En það er skjalfest í bókum Alþingis að já sitt tilskipunina kváðu bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Það má svo eflaust spyrja, hvort ekki hefði verið hægt að setja ný lög sem dregið hefði úr vægi þessarar tilskipunnar.  Ég efast um að slíkt hefði gengið og nægir þar að vísa til þeirra örlaga sem "Fjölmiðlafrumvarpið" hlaut. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.5.2010 kl. 22:38

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er rétt, það voru kratakvikindi sem kröfðust aðildar að EES - ógleymanleg eru orð Jóns Baldvins: við fengum allt fyrir ekkert.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 22:41

27 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

................ Og það eina sem Jón Ásgeir hafði fengið frá stjórnvöldum árið 2005 var frelsi í gegnum þennan EESsamnig, sagði hundtryggur "samgeltandi" Baugsmanna og leigupenni þeirra.

Samningurinn er eflaust ekki það versta í heimi, verra er það að þingmenn virðast ekkert hafa gert sér grein fyrir, stærðarmun á öllu hér norður í Ballarhafi versus Evrópa og þess vegna ekki hugað að sér í þeim tilfellum, sem stilla hefði átt þessum tilskipunum í hóf.   Hef reyndar heyrt Alþingismann biðja afsökunnar á því að hafa ekki gefið þessu nægan gaum þegar þetta kom fyrir þingið. Sá þingmaður var í Efnahags og viðskiptanefnd með Steingrími J. , sem skirfaði glaður upp á þessa tilskipun þar. 
 Sá þingmaður einn sem beðið hefur afsökunnar á því að hafa hleypt þessari tilskipun í gegn heitir Pétur H. Blöndal.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.5.2010 kl. 23:01

28 Smámynd: Björn Birgisson

Það á að teljast heiður að vera Íslendingur. Ég er enn að rembast við það, þrátt fyrir áföllin og þrátt fyrir Kristin Karl Brynjarsson og hans nóta, sem minna á danska dráttarjálka með augnhlífar. Sjáandi nánast ekkert sem raunverulega skiptir máli. Ekki verður siðblindum þurrð í bullinu og hatrinu. Til hvers og fyrir hvað? Einskis og ekkert. Þögn þeirra sem alltaf leggja vont eitt til, er fegurri en bestu hljómkviður. Lágkúran ríður við einteyming og tortímir sjálfri sér að lokum.

Björn Birgisson, 19.5.2010 kl. 23:45

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pétur stendur fyrir sínu. Jónas Kristjánsson er með gagnlega ábendingu á jonas.is. Hún er svona:

*

"Ríkisstjórnin getur ekki gripið í taumana, þegar gjaldþrota sveitarfélög veltast um í græðgi. Auðlindir landsins munu fyrr eða síðar lenda í höndum útlendinga, nema lögum verði breytt. Afnema verður rétt sveitarfélaga til að ráðskast með auðlindir þjóðarinnar. Annars stefnir allt í tóma vitleysu í Kerlingarfjöllum og í Gjástykki og svo framvegis. Landsvirkjun hefur mútað Flóahreppi og Magma mun taka upp sömu vinnubrögð. Hreppsnefndarmenn hafa ekki siðferði til að standast áhlaup. Hættið að vola út af Reykjanesi Árna Sigfússonar og setjið lög um, að sveitarfélög geti ekki samið um orkuver. "

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 23:45

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki er Steingrímur hress með þetta.

Annars skulum við ekki rugla Samfylkingunni saman við vinstri hugsjónina. Hjá SF ægir saman hinum ólíkustu stefnum og hugmyndum. Flokkurinn er smátt og smátt að fylla upp í þann litla blæbrigðarmun sem er á milli hrunflokkanna D og B, þökk sé m.a Árna Páli.

Það er aðeins einn alvöru vinstri flokkur til á Íslandi, sá flokkur heitir Vinstri grænir.

hilmar jónsson, 19.5.2010 kl. 23:47

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég skal ekki deila við þig um sanna vinstri mennsku og ósanna, en þung er sök Steingríms að hafa vitað af þessu máli og aðhafst ekki neitt.

Baldur Hermannsson, 19.5.2010 kl. 23:50

32 Smámynd: Offari

Er Baldur núna sammála vinstri grænum?

Offari, 20.5.2010 kl. 00:03

33 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Björn B !    Augnhlífar - já - hmmmmmmmmmmm , það þíðir ekkert að tala um augnhlífar við Baldherinn , né Heimi - þeir hafa ekki hugmynd hvað svoleiðis er .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:07

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, ég er þeirrar skoðunar að þjóðin megi ekki leyfa útlendum risafyrirtækjum að sjúga til sín auðlindirnar. Og Jónas Kristjánsson bendir réttilega á að það gengur ekki að heimila sveitarfélögum að ráðstafa auðlindum okkar í hendur útlendingum. Sveitarfélögin eru mörg hver á kúpunni eftir hamslaust bruðl og selja menn þar ömmur sínar fúslega ef einhver vill kaupa.

*

Vinstri grænir þykjast núna styðja þetta sjónarmið en hvers vegna hafa þeir þá ekkert gert? Lilja og Ögmundur veina í fjölmiðlum eins og nauðgaðar konur en það eru nú óvart þau sem hafa þetta allt í hendi sér. Hvílíkir endemis hræsnarar þetta vinstra fólk.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 00:09

35 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !      Hvernig þú talar um Árna Sigf. , enguim verður skotaskuld úr því að orna sér við óskapnaðina eftir Johnseninn , sér í lagi hugsi þeir til hanns , þá þarf enga upphitun , bara gefa allt draslið og fá nokkrar millur í kosningasjóðina í staðinn og sólin skín á skuldirnar og við deyjum frá skuldunum - amen .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:17

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég lít á þetta öðrum augum en sómapilturinn Árni Sigfússon. Mætti ég minna á að upp hafa komið raddir þess efnis að skynsamlegt væri að bora í Landmannalaugum og reisa þar öflugt orkuver. Ekki yrði ég hissa þótt skítblankri hreppsnefnd litist vel á þetta.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 00:19

37 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hvað segir þú Landmannalaugum - bíddu - ert þú ekki kominn þá inn á eignarland ríkisins ? Ekki stjórnar þar einhver hreppsnefnd ?

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:28

38 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hvernig var þetta annars Baldur með vinstrið í þér -  vömb , laki , vinstur og lungu , er þetta ekki annars allt til staðar í þér ?

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:32

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit ekki hver á þetta, trúlega tilheyrir það einhverjum hreppnum. Hvernig litist þér á ef einhver hreppurinn tæki upp á því að selja allt sitt land með eyjum og afréttum - til dæmis einhverjum japönskum auðhring? Þarna gætu svo búið 5 milljón Japanar. Fráleitt dæmi veit ég, en ég er bara að undirstrika að hrepparnir eiga ekki að hafa sjálfdæmi um auðlindir sínar.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 00:34

40 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    lega sammála , en leikskólabörnin ráða þessu , þú veist það .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:38

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ögmundur, Lilja og hinir vinstri mennirnir ráða þessu. Þeirra eru ráðin og þeirra eru svikin.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 00:54

42 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Já Baldur !        Aumingja íhaldið , það ræður engu um þetta , eða hvað eru hrossakaup - man ekki ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, ?

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 00:57

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íhaldið er í stjórnarandstöðu, Hörður. Hvar hefur þú verið?

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 00:59

44 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Er þér kunnugt Baldur - frá a til ö , hvað skeður innann veggja Þjóðarleikhússinns , sé svo - þá seg mér allt um þetta .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 01:02

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það veit aðeins sá sem allt veit og hann er ekki á blogginu.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 01:05

46 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Krosslafur sé oss næstur , að svo er ekki .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 02:03

47 identicon

Sé ekki hvaða máli það skiptir hvort eigendur eru erlendir eða íslenskir.  Þó kanski meiri möguleiki á að þetta verði betur rekið hjá útlendingum, svona í ljósi reynslunnar,. 

Tel frekar að spurningin sé hvort eignarhaldið eigi að færast til einkaaðila á svona fyrirtækjum. Finnst það glapræði. 

itg (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 17:45

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað skiptir það meginmáli hverjir eiga gæði landsins - við eða útlendingar. Landið, þjóðin og tungan, þrenning ein og sönn.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 18:15

49 identicon

Baldur, ef þú selur fyrirtæki til einkaaðila veistu ekkert hver á það daginn eftir, hann getur selt það hverjum sem er.

Svo skilst mér að það séu einhverjir alþjóða samningar sem undirritaðir hafa verið sem bindur hendur okkar í ýmsum viðskiptum.  Við erum jú aðilar af hinu dýrlega fjórfrelsi svokölluðu.

itg (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 18:25

50 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Baldur og þið öll hin. Munið að ef allt um bregst, þá er ennþá hægt að þjóðnýta. Hér með er því komið á framfæri að Magma verði tilkynnt að þjóðnýtingu verði beitt ef þeir fallast ekki á að afhenda ríkinu, ekki sveitarfélögum þar sem sveitarfélöf Suðurnesja eru samdauna þessum óðþverra, á sanngjörnu verði allt það sem þeir hafa verið að kaupa af landráðafélaginu GGE.

Tómas H Sveinsson, 20.5.2010 kl. 19:20

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverskonar sellufund er ég kominn inn á? Ég sem hafði sjálfur lent í þjarki við hvern gáfumenninn öðrum fremri og fullyrt að engir kommúnistar væru til lengur á Íslandi.

Nú sé ég ekki betur en að allir séu sammála um að þjóðnýting auðlinda sé lífsnauðsyn fyrir þessa þjóð.

Og þar að auki að frjálst flæði fjámagns til Íslands sé alls ekki það sem okkur vantar í dag heldur eigum við að setja strangar skorður við öllu einkaframtaki sem ekki eigi erfðatengsl við Arnardals- og Bergsættirnar.

Var ekki Hannibal Valdimarsson áreiðanlega afi Jóns biskups Vídalín í beinan karllegg móðurinnar gegnum Ragnheiði biskupsdóttur frá Ytri - Löngumýri?? 

Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 19:43

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

itg víkur að máli sem mikilvægt er að íhuga. Í dag leika kapítalistar þann leik að fela eignarhald sitt á fyrirtækjum með ýmsum brögðum og þetta þarf hreinlega að uppræta. Ég kæri mig ekki um að Ísland verði selt útlendum risafyrirtækjum.

*

Það er vert að minna á að sú merka kona, Angela Merkel, lagði á dögunum bann við svonefndri skortsölu, sem er víðkunn viðskiptabrella, leikin af vogunarsjóðum og þess háttar bröskurum. Menn verða að skoða þetta bann í réttu samhengi: sú staðreynd er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að markaðurinn er mikilvægari en svo að unnt sé að láta markaðsmönnum eftir að setja sér reglur að vild. Frjáls markaður er fyrir fólkið - ekki öfugt, eins og alltof margir virðast álíta.

*

Hvað ættartölur áhrærir er mín skoðun sú að niðjar Jóns Arasonar skuli einir sitja að gæðum landsins, svo sem jafnan hefur verið.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 20:18

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur: Utan og sunnan við allt mitt gaspur um ættir og uppruna stendur vond staðreynd. Allt frá því að hér voru á dögum við stjórnsýslu menn á borð við Hermann Jónasson og Bjarna Benediktsson ásamt kommúnistanum Lúðvík Jósefssyni hafa íslensk stjórnvöld legið hundflöt eins og heróínfylltar hórur fyrir erlendu fjármagni og bugtað sig og beygt ef samið er á erlendu tungumáli.

Og þarna eru engin skil á milli hægri og vinstri.

Ég held að það þurfi ekki yfirburða gáfur til að stjórna farsælu mannlífi á Íslandi.

En það þarf auðvitað menn sem standa undir þeirri skilgreiningu.

Þvílík óbermi sem við höfum kynnst í stjórnarráði Íslands undangengin missiri eru áreiðanlega vandfundin á norðurhveli jarðar vestanmegin.

Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 22:23

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já nú saknar maður Davíðs Oddssonar.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 22:35

55 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hvert á ég að mæta með handklæðin Baldur , er ekki söknuðurinn fyrir þrjú xl baðhandklæði ?

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 22:41

56 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Átti að sjálfsögðu vera XXXL .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 22:42

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég hætti að gráta þegar Sóley og Gnarr mynda næsta meirihluta í Reykjavík og Sóley verður borgarstjóri - þá mun ég hlæja.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 23:22

58 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þú hlýtur að vera að tala um túnsóley .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:29

59 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bind mestar vonir við áttunda mann á D listanum.

Er það annars ekki Björn Ingi Hrafnsson?

Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 23:35

60 Smámynd: Björn Birgisson

"Hverskonar sellufund er ég kominn inn á? Ég sem hafði sjálfur lent í þjarki við hvern gáfumenninn öðrum fremri og fullyrt að engir kommúnistar væru til lengur á Íslandi." segir Árni Gunnarsson.

Það hefur nú löngum verið aðhlátursefni mitt og margra annarra að síðuhöfundur og hans skoðanabræður kalla alla þá kommúnista sem hafa næga skynsemi í kollinum til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Og kommarnir leynast víða. Ég fæ ekki betur séð en að fulltrúar hins frjálsa atvinnulífs, sem hafa gert allt sitt ásamt bönkunum til að drekkja þjóðinni í skuldum, standi nú með hornasir, snýtiklúta og tárin í augunum, í löngum biðröðum og biðli til ríkisstjórnarinnar um aðstoð. Þeir geta ekkert og frumkvæðið er að engu orðið þegar ekki er lengur hægt að sökkva æðaberum köldum krumlunum, langt upp fyrir olnboga, í sjóði sem þeir eiga ekkert í.

Þetta eru bara kommar sem þykjast vera Sjálfstæðismenn, af því að þeir halda að það sé arðbærara fyrir eigin buddu.

Björn Birgisson, 20.5.2010 kl. 23:39

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Látum nú vera þótt skuldugir menn vilji fá lán úr sjóðum en að sökkva æðaberum krumlum, sem þar að auki eru kaldar, langt upp fyrir olnboga í þessa sjóði - nei, það gengur náttúrlega ekki. Vonandi verður einhver til þess að stöðva þessa menn og ylja þeim um krumlurnar.

Baldur Hermannsson, 20.5.2010 kl. 23:50

62 Smámynd: Björn Birgisson

Þeir stöðva sig sjálfir, eins og allir þeir sem ekki þekkja sín takmörk. Fáir munu verða til að ylja þeim gírugu og gráðugu krumlum sem sett hafa fingraför sín á hvert axarskaptið af öðru. Víst er að almenningur borgar allt sukkið en mun spara við sig ylgjöfina. Rétt eins og Þorskfirðingar synjuðu um hrísið um árið ........

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 00:26

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sællar minningar.........annars finnst mér Bónussyninum vel ágengt með sínar köldu krumlur í sjóðum Arion-banka. Hann mun standa uppi sem sigurvegari að lokum.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 00:33

64 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurvegari? Trauðla trúi ég því, reyndar alls ekki. Hann er fjárhagslega og siðferðilega dauður og aðeins á eftir að gefa út formlega tilkynningu um það. Sem er reyndar óþarfi. Þjóðin veit allt um það mál. Kannski verður hann sigurvegari í Matador á Hrauninu. Þar er hann árans sleipur.

Björn Birgisson, 21.5.2010 kl. 00:51

65 Smámynd: Polli

Baldur, ertu búinn að kynna þér síðuna: http://www.volcanotours.is/

Polli, 21.5.2010 kl. 10:47

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef kíkt á hana samkvæmt áskorun Björns Birgissonar - en sá ekkert þar sem vakti áhuga minn. Skoðaði ég hana kannski ekki nógu vandlega?

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 10:52

67 Smámynd: Polli

Ég sá þetta hjá BB. Mér fannst gaman að sjá myndefnið. Það er víða fallegt á Íslandi!

Polli, 21.5.2010 kl. 12:01

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ísland er fallegasta land heimsins og hér er best að vera - svo nauða einfalt er nú það. Við skulum ekki selja okkar frumburðarrétt fyrir baunadisk. Við skulum eiga þetta land áfram og ekki selja það útlendingum. Látum ekki gíruga, útlenda auðmenn sökkva æðaberum, köldum krumlum upp fyrir olnboga í þennan fjársjóð sem þeir eiga ekkert í - svo ég notist við fleygar hendingar skáldsins í Grindavík.

Baldur Hermannsson, 21.5.2010 kl. 13:17

69 Smámynd: Polli

Já, Ísland er fallegasta land í heimi, þótt víða sé nú fagurt líka. Um það hvort hér sé best að vera má alltaf deila. Nú er það mjög erfitt fyrir marga, en lagast vonandi áður en mjög langt um líður. Svo máttu vera duglegri að skrifa. Það er gaman að lesa greinarnar þínar og oft mjög gaman að fylgjast með athugasemdunum. Þær eru oft skrautlegar og skemmtilegar.

Polli, 21.5.2010 kl. 14:01

70 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða læti eru í ykkur öllum ? Það var ekki verið að selja neitt annað en leiguréttindi til 65 ára. Jóhönnu finnst það of langt. Steingrímur og Öggi kingja hverju sem er. Þetta líður líka og þið verðið allir steindauðir þá so what the hell ?

Halldór Jónsson, 21.5.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband