Gerum okkur engar vonir

Braskararnir gefast ekki upp bardagalaust. Þeir tefla fram óvígum skriðdrekaher snjöllustu lögfræðinga landsins. Sigurður G. Guðjónsson gefur tóninn með yfirlýsingu í dag. Sigurður hótar Steinunni með breskum og bandarískum lögmönnum ef hún afturkallar ekki þegar í stað allar ásakanir á hendur skjólstæðingi sínum, Pálma Haraldssyni.

Skriðdrekaforingjarnir hafa sýnt hvers konar aðferðum þeir hyggjast beita í stríðinu gegn réttvísinni. Þeir láta ekki ná sig í síma - Gestur Jónsson - og sveinar þeirra brúka kjaft við sýslumanninn og segjast ekki vera neinar senditíkur hans, þegar sýslumaður biður þá kurteislega um að koma skilaboðum til skriðdrekaforingjanna. Braskararnir láta heldur ekki ná í sig í síma og gefa ekki einu sinni upp heimilisföng. Svo verða þeir allir fjúkandi reiðir og yfir sig hneykslaðir  þegar þeir lesa um stefnurnar í dagblöðum.

Þegar Baugsmál hófust beittu Bónusfeðgar og lögmenn þeirra ófyrirleitnustu bardagalistum Íslandssögunnar. Þeir bjuggu til þá kenningu að málshöfðun gegn þeim væri ekkert annað en ofsóknarbrjálæði Davíðs Oddssponar, sem einlægt væri með öll spjót úti að klekkja á bestu sonum Íslands. Baugspennarnir keyrðu á öllum stimplum daga og nætur árum saman og drógu ekki af sér. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafði ritstjórnarlega umsýslu með rógsherferðinni, hann stakk hnausana en þeir Þorvaldur Gylfason, Hallgrímur Helgason og Gunnar Smári Egilsson skáru torfið.

Þetta verður ójafnt stríð. Braskararnir hafa Baugsmiðlana og þeir hafa skriðdrekahersveit lögfræðingastéttarinnar. Gerum okkur engar vonir um að réttlætið nái fram að ganga.


mbl.is Óskað eftir kyrrsetningu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !    Þú getur þó huggað þig við þá staðreynd að FL-flokkurinn fékk tvær krónur í kosningastyrki frá þessum "heiðursmönnum" , eða voru þær kannske þrjár , æ ég man ekki - - - - - kannske þú hjálpir mér að muna ? ; - )

   En meðal annarra orða , ert þú ekki HÆSTÁNÆGÐUR með Joly í dag - er annað hægt ?

    Ég ætla bara rétt að vona , að þessir "heiðursmenn" nái ekki að sakfella ríkið um eitt né neitt , það yrði okkur örugglega ekki dýrt - heldur rándírt .

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég efast um að þeir fái ríkið sakfellt en ægilega held það eigi eftir að reynast að sækja þá til saka. Þeir hafa slíku úrvalsliði á að skipa og takmarkalaust fjármagn. Ég er efins um að réttarkerfið ráði við þetta siðlausa auðmagn.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 16:54

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    En Joly vilt þú ekki minnast á ?

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér skilst að Sigurður G. hafi verið stjórnarformaður Fons, þegar fyrirtækið fór á hausinn og gott ef hann var ekki í stjórn Glitnis líka. Er þá ekki ástæða til að telja hann samsekan?

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.5.2010 kl. 18:44

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég skil ekki hvers vegna ég á að minnast á Joly sérstaklega. Ég hef minnst á hana nógu oft og alltaf lofsamlega. Ertu með eitthvað sérstakt í huga sem þér finnst að ég eigi að tjá mig um - klæðaburð hennar, enska framburðinn......?

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 18:48

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, Sigurður G. virðist elta uppi vondan málstað til að styðja og mæla fyrir.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 18:49

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !    Þá manst þú annað hvað bloggið þitt varðar (þar með skoðanir væntanlega) , en mig rekur mynni til . Vittu hvort þú fynnir ekki efasemdarsögur um Joly .

    Mismynni mig biðst ég afsökunar , en ...........................................

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 19:57

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þær efasemdir koma þá frá öðrum en mér. Ég hef alltaf haft trú á þessari konu. Hins vegar hef ég lítið fjallað um hana. Afsökunarbeiðni móttekin og samþykkt.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 20:05

9 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Pútín og félagar kunna að handtéra svona lið. Vladimir vladimirovich var ekki lengi að ná tökum á þeim. Fáum ráð í rússneska sendiráðinu og málin eru leyst.

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.5.2010 kl. 23:45

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Baldur! Maður getur hugsað til baka til farsans í réttarsölunum þegar skriðdrekasveitinni tókst að fá þá erkifeðga sýknaða af því að hafa stolið peningum úr sjóði almenningshlutafélags til að kaupa það undir sig og taka það af almmenningi sem átti það og ulla á hann. Þá missti ég eiginlega trú á íslenskt réttarfar. Eftir þetta hugsaði ég að það sé hægt að kaupa sér allt. Súllenberger fékk sama dóm og Jón Ásgeir eftir allt sjóið !

Halldór Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:49

11 Smámynd: Offari

Konan hefur líka óskað eftir að kyrrsetja mig heima.

Offari, 15.5.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband