Saklaus uns sekt er sönnuð?

Hversu oft hefur maður ekki heyrt gömlu klisjuna „saklaus uns sekt er sönnuð“? Lögfræðingar, sem vinnu sinnar vegna þurfa oft að verja vondan málstað, hneigjast til að slá um sig með þessari klisju og túlka hana svo að ekki megin undir neinum kringumstæðum gera ráð fyrir sekt manna við rannsókn mála. 

Oftar en einu sinni hef ég séð óprúttna lögfræðinga hampa þessari klisju í greinaskrifum, trúlega til þess að virkja almenningsálitið gegn lögreglu og saksóknara. Og þessari klisju er víða hampað þessa dagana. Menn verða strax að gera sér grein fyrir því að klisjan er rökleysa frá upphafi til enda. Það er gjörningurinn sjálfur – morðið, þjófnaðurinn, nauðgunin – sem ákveður sekt manna en ekki dómstólar. Morðingi er jafn sekur hvort sem saksóknara tekst að sanna sekt hans eða ekki. 

„Saklaus uns sekt er sönnuð“ hvílir á eldri, latneskri klisju: ei incumbit probatio qui dicit, non qui negat.  = sönnunarbyrðin hvílir á honum sem ákærir, ekki þeim sem neitar. 

Þetta er hugsun hins íslenska réttarríkis. Hvorki almenningi, lögreglu eða saksóknara ber minnsta skylda til þess að líta á sakborning sem saklausan mann þótt dómur hafi ekki fallið í máli hans.

 Strax eftir hrunið komu fram kröfur um að eignir braskanna yrðu kyrrsettar. Þessu var harðlega andmælt af ýmsum og óspart vitnað í margnefnda klausu. En það voru mistök að hlusta á mótbárurnar. Þeir sem kröfðust kyrrsetningar standa með pálmann í höndunum en hinir sem andmæltu sitja uppi með skömmina.    
mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ætli það komi í ljós á endanum að þetta hafi ekki allt verið Davíð að kenna?

Flosi Kristjánsson, 12.5.2010 kl. 10:10

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn reyndu um langt árabil að fá almenning til að trúa því. Ægilegum fjárhæðum var varið í áróður fjölmiðla og það er gömul saga að rógurinn bítur alltaf.

"Stærsta bankarán Íslandssögunnar" er fyrirsögn sem seint gleymist.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Offari

Davíð er saklaus þar til sekt hans er sönnuð.  Orðrómur nægir ekki til sönnunar. Að sjálfsögðu eru sekir sekir þótt ekki takist að sanna sekt meðan saklausir geta verið áfram saklausir þótt einhverjum hafi tekist að ljúga upp á þá sekt. 

Offari, 12.5.2010 kl. 11:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú er ég algjörlega ósammála þér Baldur.

Íslenska réttarríkið er ekkert frábrugðið því sem tíðkast í öðrum vestrænum ríkjum. Það þarf að vanda ákærur og undirbúning þeirra, því að öðrum kosti er hætta á að menn sleppi. Ekki er hægt að kæra að nýju í sama máli, ef dómstólar hafa dæmt viðkomandi saklausan. Einnig mega mál ekki dragast óeðlilega mikið í meðförum dómstóla. Kyrrsetning eigna í upphafi hruns hefði verið kært til Hæstaréttar og felld úr gildi, ef ekki af Hæstarétti, þá alþjóðlegum mannréttindadómstólum.

Því betur sem aðgerðir yfirvalda eru undirbúnar, því minni líkur eru á að þessir "götustrákar og óráðsíumenn" (lesist; glæpamenn), sleppi úr armi laganna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 11:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki frekar fræðilegt hugtak, sett fyrir dómstóla til að tryggja sakborningi sanngjörn réttarhöld frekar en fyrir almenning? Dómstóll götunnar hefur aldrei virkjað þetta hugtak.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 11:22

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skiptir þetta nú endilega svo miklu máli;er ekki öllum heimilt að álykta um þetta hverjum með sínu móti? Ég man engin dæmi þess að dómstóll götunnar hafi verið tekinn gildur. Oft liggur sekt í augum uppi en þrátt fyrir það er það sá dómur sem kveðinn er upp af dómstólum sem kveður á um sekt og tilheyrandi refsingu.

Til dæmis er sýkna vegna fyrningar sakar ekki sýknudómur í eðli sínu. Glæpur var framinn og erfitt að setja skorður við áliti fólks á því sem í rauninni er kjarni málsins.

Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 13:04

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En verra er ef ekki er tekið tillit til minnsta vafa. Dómstóll götunnar og refsing hans er óvæginn og tekur ekki tillit til vafans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 15:02

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sanngjörn réttarhöld en allur vafi á að vera þjóðinni í vil

Jón Snæbjörnsson, 12.5.2010 kl. 15:08

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það mætti líka nefna réttarhöld þar sem afgerandi sönnun fyrir glæpnum er fengin með óheimilum aðferðum. Bandaríska lögreglan hefur oft lent í þessu. Verjendum tekst að sannfæra kviðdóm um að sönnunargagnið sé fengið með ólögmætum hætti og þar með fellur málið. Allir vita að sakborningur framdi morðið en málssóknin fellur á formsatriðum.

*

Aðeins lögfræðingur sem hefur atvinnu af því að afstýra réttlætinu myndi komast svo að orði að morðinginn væri saklaus vegna þess eins að sekt hans fékkst ekki sönnuð samkvæmt gildandi lögum.

*

Látum ekki lögfræðingana hertaka réttarríkið.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 16:59

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessir "hvítflibbakrimmar" beitu nú fleirum en löglærðum einstaklingum, sér til málsvarnar og til þeirrar tilraunar að gera dómstóla landsins ómerka.

Nýjasta dæmi þess, er grein Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðiprófessors við HÍ, í Baugstíðindum (Fréttablðinu). Þar fer Þorvaldur mikinn og vill skipta út öllum dómurum í Hæstarétti og beitir fyrir sér þeim rökum, að Davíð Oddsson hafi á sínum tíma "einkavinavætt" Hæstarétt.

Séu lyktir "Baugsmálsins" skoðaðar með þessa fullyrðingu Þorvalds að leiðarljósi, er erfitt að sjá að hún standist skoðun. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti mörgum árum eftir að meint "einkavinavæðing" réttarins átti sér stað. Dómur Hæstaréttar miðaðist fyrst og fremst af því að sækjendum málsins (ríkið), tókst ekki að færa fram nægar sönnur á flestar sakargiftir, þeirra Baugsmanna og dæmdi því bara fyrir nokkrar smávægilegar sakir. Við ákvörðun refsingar fyrir þau brot sem sekt sannaðist, nýtti Hæstiréttur refsirammann ekki heldur. Hefði dómurum Hæstaréttar í málinu, verið "fjarstýrt" af DO, þá hefðu þeir seku verið dæmdir til hæstu mögulegu refsingar.

En auðvitað er Þorvaldur bara að vinna vinnuna sína, fyrir þá sem honum greiða fyrir þessa pistla í Fréttablaðinu, eigendur blaðsins. Þorvaldur hefur undanfarin fimm ár eða svo þegið 5 milljónir, frá eigendum Fréttablaðsins fyrir pistla sína.

Þorvaldur lét birta eftir sig á prenti, þegar að Baugsmálið var tekið upp að nýju, eftir að Hæstiréttur (þá væntanlega handvalinn af DO) vísaði málinu aftur í hérað, að Jón Ásgeir hafi ekkert sér til sakar unnið heldur komist í álnir af eigin verðleikum. Hann hafi ólíkt öðrum "athafnamönnum" ekki þegið neitt af stjórnvöldum, nema frelsi í formi EES-samnings.

Til þess að gefa lokaorðum þessa innleggs frekara vægi, má einnig benda á trúverðugleika, annars hagfræðiprófessors við HÍ, Þórólfs Matthíassonar. Þórólfur lét hafa efir sér þann boðskap á prenti, að ef að Íslendingar gengjust ekki ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni yrði Ísland Norður- Kórea norðursins.

Þeir nýstúdentar sem nú um stundir hyggjast leggja stund á nám í hagfræði hljóta, ef þeir kynna sér störf og skrif þeirra sem að muni kenna þeim hagfræði, sæki þeir um hjá HÍ. Nýstúdentar hljóta að efast um að sú fræðsla sem þessir menn hafa upp á að bjóða, sé þeim samboðin.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.5.2010 kl. 14:02

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru tvö lýsandi dæmi um það sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um - hvernig menntamenn hafa gersamlega brugðist samfélaginu. Þórólfur er að vísu dæmigert vinstra gerpi sem gerir engan mun á staðreyndum og óskhyggju, en Þorvaldur fellur úr háum söðli.

Baldur Hermannsson, 13.5.2010 kl. 14:58

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fræðilegu orðspori þessarar æðstu menntastofnunnar Íslands, væri kannski viðbjargandi, ef að fræðimenn þessarar stofnunnar, skiluðu inn fræðilegu mati í hvert sinn sem fjölmiðlar leita til þeirra um álitamál íslenskri þjóðmálaumræðu, í stað þess að staglast á persónulegum eða pólitískum skoðunum sínum.

 Þegar þessi "fræðimenn" eru kynntir til leiks í umræðunni um hin ýmsu mál sem brenna á þjóðinni, er ávallt, getið menntunnar viðkomandi og hvar viðkomandi, starfar eða kennir.  Með þeirri kynningu, er gefið í skyn á óyggjandi hátt, að álit það sem frá þessu fólki kemur sé fræðilegt.

 Þeir Þorvaldur og Þórólfur eru samt aðeins bara tveir af þessum svokölluðu "fræðimönnum", sem fá að kynna sínar pólitísku skoðanir, sem fræðilega úttekt á málefnum líðandi stundar.

 Gunnar Helgi Kristinsson, sem falið var af Forsætisráðuneytinu að gera úttekt á stjórnsýslunni í kjölfar Skýrslunar, gaf sitt "fræðilega" mat á áminningu Álfheiðar til Steingríms Ara, á þann hátt að líklega væri áminnt út af einhverju öðru, en málið snerist um.   Hann taldi áminninguna réttmæta, þó svo að hún byggðist á einhverju ótilgreindu og ætti sér aðra forsögu, en getið var í bréfi Álfheiðar.

 Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, nýskipaður lektor í stjórnsýslufræðum við HÍ, tjáði sig um þessa áminningu á þann hátt, að þó hún hefði ekki kynnt sér tilefni hennar, þá hlyti hún að vera réttmæt.  Þess ber að geta að Sigurbjörg sótti um það embætti sem Steingrímur Ari gegnir og varð virkilega ósátt, svo ekki sé meira sagt, við það að framhjá sér hefði verið gengið við skipun í embættið.

 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, birti bæði fyrir kosningar 2003 og kosningar 2007, samanburðarskýrslur um lífskjör almennings á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin. Í báðum skýrslunum "hélt" hann utan við samanburðinn gögnum, sem hefði gert samanburðinn, þáverandi stjórnvöldum í hag. Með öðrum orðum "laug" að þjóðinni, til framdráttar sínum pólitísku skoðunum.  Þrátt fyrir að þetta hafi legið ljóst fyrir um nokkurt skeið, hefur hvorki Stefán né Háskóli Íslands, aðhafst nokkið í málinu, m.ö.o.  þessir aðilar standa við þessa úttekt, þó sannað þyki að baki hennar liggi óheiðarleg og ófræðimannsleg vinnubrögð.  Þessi sami Stefán, fær enn sína eintalskafla í Speglinum á RÚV, þar sem að hann fær að ausa úr "fræðilegum" viskubrunni sínum.

 Vissulega bera líkar fjölmiðlar ríka ábyrgð á því, hverjir fá að vera álitsgjafar í fjölmiðlum og ættu þeir að skoða vinnubrögð sín vandlega.  Hvers lags vinnubrögð liggja t.d. að baki því að, um Icesavedeiluna sé ætíð leitað til viðskipta eða hagfræðinga, auk stjórnmálafræðinga, þar sem það liggur löngu ljóst fyrir að lausn deilunnar, hefur ekkert með viðskipta-hag eða stjórnmálafræði að gera. Deilan hér á landi snýst fyrst og fremst um það, hvort Íslendingar eigi að gangast við ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga til lausnar deilunni. Icesavedeilan snýst ekki um hvort íslenskir skattgreiðendur hafi efni á því að borga, þá upphæð sem talað er um varðandi málið. Því síður er það rétt að deilan snúist um það á hvaða hátt lausn hennar snýr að stjórnmálum og áhrifum stjórnmálamanna. 

Deilan er fyrst og fremst tilkomin vegna galla á regluverki ESB og framkvæmdar þessu regluverki. Það er álit þeirra sem unnu Skýrsluna að stjórnvöld hafi í einu og öllu staðið rétt að við innleiðingu, þeirra atriða regluverksins, varðandi  áðurnefndra Icesavereikninga.

Fjölmiðlar ættu því að leita álits löglærðra manna og kvenna um efni deilunnar, fremur en pólitískra samherja núverandi stjórnvalda.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.5.2010 kl. 16:20

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð athugasemd, Kristinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband