Vaðmálsskríll og flibbaskríll

Nú er sótt að litla Íslandi úr tveim áttum. Öðru megin ræðst fram grimmdarleg hersveit ótíndra ofbeldismanna sem bítur fótleggi manna, slær konur, veitist að þingvörðum og eys úr koppum sturlunar sinnar yfir virðulegan embættismann íslenska ríkisins.

Úr hinni áttinni keyra fram skæðustu bryndrekar íslensku lögfræðingastéttarinnar, Gestur Jónsson og Sigurður G. Guðjónsson. Þeir eru ekki knúnir af díselolíu heldur takmarkalausu fjármagni Baugsliða og þeirra nóta.

Öðru megin hvæsir vaðmálsskríllinn. Hinu megin stendur hvítflibbaskríllinn og berar tennurnar. 


mbl.is Mikill mannfjöldi í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Lýðræði hefur aldrei verið til í þessu landi,og verður seint til ef ekki verður hugafarsbreyting hjá allmenningi í þessu landi.Margir minnihlutahópar sameinaðir á einhverjum kaupmálum,kallast ekki lýðræði.

Björn Birgisson, 12.5.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Satt segir þú Baldher !    Ég er bölvaður skríll - því ég hefði vel getað hugsað mér að vera þarna , því þarna er verið að dæma fólk t.d. fyrir það eitt , að tjá sig í SÍNU húsi , sínu Þjóðarleikhúsi , því það vildi grynnka á skítnum er var þar inni , sem heldur hefur minnkað , en er samt allt allt of mikill af , t.d. ég má ekki vera með farsíma á þingpöllum , né vera með nein skrípalæti , en leikarar Þjóðarleikhússins mega vera með sína farsíma , sem og með sín skrípalæti , t.d. er þeir láta eins og óþekk börn í sandkassa , getur verið að þetta sé staðreynd sem þú villt ekki horfast í augu við ?

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég fylgist með breskum stjórnmálum svona með öðru auganu, og mér hefur lengi fundist lýðræðisleg vitund langt um þroskaðri meðal almennings þar í landi en hjá okkur. Þar er verulega passað upp á orð og gjörðir ráðamanna. Enginn maður kemst upp með annan eins þvætting og okkar ráðherrar gera sig iðulega seka um. Jón Bjarnason hefði verið settur af samstundis eftir það viðtal sem hann veitti í sjónvarpinu um daginn.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 18:52

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður ég veit ekki alveg hvort þú uppfyllir skilmála skrílslegrar verundar fyrir það eitt að langa til þess að vera þarna. Þú verður að leggja þig meira fram og þá skal ég skoða umsókn þína.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sé að ég á alnafna á blogginu, var reyndar bent á það fyrr í dag. Góði Björninn er víst í Mosfellsbæ, bænum sem á öll hringtorgin. Vondi Björninn er enn í Grindavík.

*

Talandi og lögfræðingana og fjármagnið. Ég held að Jón Ásgeir sé að gefast upp. Hann er orðinn bensínlaus og gerir sér grein fyrir því að allar hans gjörðir eru til skoðunar og munu að lokum leiða til sakfellingar. Búinn á því karlinn. Svo mun vera um fleiri.

Björn Birgisson, 12.5.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Icesavemálið sem slíkt, hefði fellt allar aðrar ríkisstjórnir, en þá islensku.

Það kemur fram í Skýrslunni, að það sé yfir allan lagalegan vafa hafið, að það þyrfti að ríkisábyrgð Icesavereikningunum. Sú niðurstaða, lá ljós fyrir, þegar "farsæl lausn" part 1, kom fyrir þingið og það breyttist ekkert við "farsæla lausn" part 2 og enn var það óbreytt, þegar það átti að gleypa "betra tilboðið" hrátt.

Það hlýtur að vera einsdæmi í heiminum, að ríkisstjórn lýðveldisríkis, leggi svona mikið á sig að "troða" ólöglegum samningi í gegnum þjóðþingið í tvígang.

Það hlýtur að vera einsdæmi í heiminum, að ríkisstjórn lýðræðisríkis, segi þjóðaratkvæðagreiðslu marklausa.

Alls staðar annars staðar í hinum lýðræðislegum heimi, væri ríkisstjórn með þetta á samviskunni, fyrir löngu búin að segja af sér.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.5.2010 kl. 19:47

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur Guðmundsson, alias Gvendur Gvendarson, kallaði sig í Ferró, en svo kom í ljós að annar maður hafði tekið sér það nafn svo Gvendur neyddist til þess að breyta sínu í Erró. Reyndar staldraði ég aðeins við þessa athugasemd því hún var eitthvað svo lítið Vonda Björnsleg; ýmis einkenni gerólík því sem maður á að venjast. Verður þú ekki að titulera þig Björn vondi eða Vondi Björn eftirleiðis? Fyrir þrem öldum tæpum voru tveir menn á Íslandi sem hétu Eggert Ólafsson; annar var ávallt kallaður Eggert betri, hinn var Eggert verri og drukknaði í Breiðafirði og þar fór atgeirinn Gunnars í hafið. Þrútið var loft.........

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 19:51

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, svo má spyrja sig: til hvers erum við svona æstir í að greiða þjóð sem skýtur skjólshúsi yfir glæpamenn okkar?

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 19:53

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Úps!!!! Alvarleg villa á ferð. Eins gott að maður sé ekki í prófi hjá þér Baldur. :-) Setning númer 2 átti að líta svona út:"Það kemur fram í Skýrslunni, að það sé yfir allan lagalegan vafa hafið, að það þyrfti ekki ríkisábyrgð á Icesavereikningunum."

Setningin svona, snarbreytir kommentinu og gerir það líkara því sem ég ætlaði að skrifa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.5.2010 kl. 19:59

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, leiðrétting komin og haldið til haga!

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 20:06

11 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Baldur, verða bara ekki stofnaðar hvítliðasveitir eins og í gamla daga?

Sagan endurtekur sig alltaf.

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.5.2010 kl. 20:50

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, það verður stórfróðlegt að sjá hvernig næsti vetur artar sig. Stjórnin ætlar að hækka skatta, skera niður í ríkisútgjöldum sem væntanlega þýðir fækkun starfa, svo stendur hún markvisst í vegi fyrir atvinnulífinu. Þetta hlýtur að vera gríðarlega erfitt fyrir marga - nema skjaldborgin fræga birtist allt í einu eins og elding af himni.

Baldur Hermannsson, 12.5.2010 kl. 20:59

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hvað er með þig Baldur !

    Af hverju sérð þú ekki Skjaldborgina - hún er niður í  Þjóðarleikhúsi .

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 21:09

14 Smámynd: Björn Birgisson

Vondi Björn skal það vera .......... og þungur sjór .............

Björn Birgisson, 12.5.2010 kl. 21:37

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Rök þeirra sem réðust á Alþingi,voru meðal annars að þau hefðu rétt, sem borgarar þessa lands á því að vera með uppsteit þarna inni, því að það sem gerðist á Alþingi var ekki þeim að skapi.

Þá hlýt ég sem einn af rúmlega 315.000 eigendum RÚV, að vera í fullum rétti til þess að ryðjast inn í útsendingu og gera uppsteit, þegar Spegillinn mætir aftur í Bretavinnuna og ESBtrúboðið.

Svo rakst ég á það í einhverri frétt, að Jón Ásgeir, er að tékka á því, hvort áróðurinn sem hann beitti í Baugsmálinu, geti virkað "international. Hann setti upp "geislabauginn" fyrir Bloomberg og kvaðst saklaus. Þetta væru pólitískar ásakanir Davíðs Oddssonar, fyrrverarndi forsætisráðherra ( hætti sem slíkur fyrir 5 árum) og núverandi ritsjóra Morgunblaðsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.5.2010 kl. 21:37

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Kristinn Karl !    Réðist þetta fólk á Þjóðarleikhúsið ,,,,,,,,,,,,,,,, hvernig ?

    Er það árás á Þjóðarleikhúsið að tjá sig þar innandyra um sandkassaleiki leikaranna , eða kannast þú kannske ekkert um sandkassaleikina sem þar hafa verið viðhafðir , kannske þú hafir ekki dvalið í landinu svona s.l. 30 ár .

    Leikarar Þjóðarleikhússins mega hafa farsímann með sér í Þjóðarleikhúsinu , en ekki áhorfendur , gilda tvennar reglur og tvenn lög í landinu , fyrir Jón annars vegar og séra Jón hinns vegar , hvernig er hægt að bera virðingu fyrir svona leikurum ?

    Eða ofurstyrkirnir , eða  ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, .

Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 21:55

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hörður þetta mál snýst ekki um störf þingmanna og/eða ráðherra undanfarin ár.  Málið snýst um að það var uppákoma í þinghúsinu. Ég læt liggja á milli hluta, hvort að um árás hafi verið að ræða.  Það er mat starfsmanna Alþingis að hugsanlega hafi verið um lögbrot að ræða varðandi þessa uppákomu.  Það er hverjum borgara, hvort sem að hann sé starfsmaður Alþingis, að kæra öll lögbrot til viðeigandi aðila.  Í þessu tilfelli fannst Alþingi á sér brotið og kærði.

Hafi hins vegar engin lögbrot átt sér stað, þá fær væntanlega enginn dóm, þetta er ekkert flóknara.

Þetta mál hefur ekkert með það að gera hvort að enn gangi lausir meintir gerendur í hruninu eða ekki og það eru ósköp eðlilegar ástæður fyrir því að þetta mál komi fyrir dóm, töluvert á undan þeim málum, þar sem útrásarvíkingar verða sóttir til saka, þar sem meint lögbrot þeirra, eru umfangsmeiri og þurfa því lengri rannsóknartíma, svo hægt sé að gefa út ákærur sem standast fyrir dómi.

 Það er annað embætti en Ríkissaksóknari, sem að rannsakar og gefur úr ákærur vegna útrásarglæpa og hefur því embætti Ríkissaksóknara ekkert með "útrásarglæpi" að gera. Embætti Ríkissaksóknara, ber hins vegar, berist því kærur, eins og þessi frá Alþingi, að rannsaka málið og gefa út ákærur, telji embættið að lög hafi verið brotin.

 Það að ætla að stunda einhverjar "samanburðarhártoganir", varðandi mál þeirra níu og mál allra þessa, sem ákærðir kunni að vera hjá Sérstökum saksóknara,  ber vott um slæman málstað þeirra sem að slíkum "hártoganum"beita.

 Það að ætla að "skrílvæða" lýðræðisskipan, er ekkert nema "sandkassaleikur" af verstu sort.  Það vill bara þannig til að ég hef ekki átt skólfu og fötu, eða önnur sandkassaleikföng í áratugi.  Ég hef af þeim sökum, engan áhuga á því að stunda þann sandkassaleik, sem stundaður er í sambandi við þetta mál. Það hefur bara sinn lögskipaða gang og þyki fólki að brotið sé á eigin mannréttindum, þá kærir það bara mannréttindabrotin til réttra aðila.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.5.2010 kl. 18:20

18 Smámynd: Polli

ESB umræðan hérlendis er stórundarleg. Ríkisstjórnin ætti að nota tækifærið í kosningunum 29. mai og gera stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið hérlendis. Á sér seðli má leggja þessa valkosti fyrir kjósendur:

(   ) Ísland á að standa við ESB umsóknina og hefja aðildarviðræður

(   ) Ísland á að falla frá ESB umsókninni

(   ) Ísland á að fresta viðræðum um aðild að ESB um óákveðinn tíma

Hugmynd: Settu þetta á þitt vinsæla blogg, mitt blogg er flestum hulið og kemur ekki fram á neinum yfirlitum.

Kveðja, Polli

Polli, 14.5.2010 kl. 10:37

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Polli. Það yrði örugglega sagt að tíminn væri of naumur..En ef við værum virt viðlits, kjósendur, þá væri þetta það eina rétta.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.5.2010 kl. 11:19

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kúturinn. gleimdir alveg þriðja elementinu. Hommsteininum sem fer á morgunfundi hjá Dabbanum á laugardögum. grillar svo eftir hádegi.

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband