Jóhanna er sjálf löðrandi í spillingu

Enn eitt dæmið um sleifarlag náhirðar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi ríkisstjórn liggur á koddanum og dæsir og hrekkur svo upp með andfælum þegar sparkað er í hana.

það er út af fyrir sig skiljanlegt að náhirðin vilji ekki rannsaka spillingu því hún er sjálf löðrandi í spillingu. Hvar á heimsbyggðinni nema vinstra Íslandi myndi það líðast, þegar auglýst er eftir manni í eitt æðsta embætti ríkisins, að forsætisráðherra hafi samband við einn tiltekinn fagmann sem henni er þóknanlegur og heiti honum geysilegri launahækkun ef hann sækir um stöðuna?

Farsinn kringum Má Guðmundsson er ekki aðeins grátlegur, hann er þvílíkt sýnishorn af spillingu að mann setur hljóðan, enda harðneitar drottning náhirðarinnar að klofast út úr skítugri dyngju sinni til þess að horfa út í dagsljósið og svara fréttamönnum. 

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki aðeins versti forsætisráðherra landsins frá upphafi, hún er líka sá spilltasti. 


mbl.is Eftirfylgni Íslands óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Jón Gnarr kemst ekki með tærnar þar sem þú ert með hælanna í að skemmta mér. Þig setur hljóðan yfir vinstri-spillingu, samkvæmt því hefðir þú átt að verða eilífðar kjaftstopp yfir hægri spillingunni  svona ef horft er á þetta í SAMHENGI eins og er vinsælast há þeim til hægri núna. Baldur engin spilling er góð hvaðan sem hún kemur.

Rannveig H, 5.5.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvernig má það annars vera að forsætisráðherra ríkisstjórnar sem að stendur fyrir yfir 50 ráðningum aðstoðarmanna af ýmsu tagi á rúmu ári sé óspilltur?

Hvernig getur sá forsætisráðherra kallast óspilltur, sem að lætur það viðgangast að félagsmálaráðherra í stjón sinni ráði til sín aðstoðarmann sem er fyrrv. lykilstarfsmaður fallins banka, til þess að vinna fyrir tillögur til leiðréttingar stökkbreyttra skulda heimilana, þar sem "stökkbreytinguna" má rekja til glæpsamlegra athæfa stjórnenda og lykilstarfsmanna föllnu bankana?

Hvernig má það annars vera að forsætisráðherra sem að ræður sér "pólitískan" aðstoðarmann sem dæmdur er fyrir skattsvik og setur hann svo sem fulltrúa fyrir sig í nefns um skattamál, sé óspilltur?

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 15:09

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, þú teflir fram óvígum her röksemda!

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, ég hef sjálfur sett fram skýrar kröfur um að meir en helmingur þingflokks Sjálfstæðismanna víki nú þegar og hverfi raunar fyrir fullt og allt úr pólitík. Ég geri ekki greinarmun á hægri og vinstri. Við erum öll breysk en við verðum að gera MEIRI kröfur til leiðtoga landsins en annarra - það gera aðrar siðmenntaðar þjóðir og við skulum fylgja fordæmi þeirra.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 15:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, takk fyrir þessar upplýsingar og í raun leiðréttingu. Það eru nefnilega margir sem halda að forsætisráðherrann sem beitti sér fyrir því að gefa bankana, annars vegar til sinna vina og hins vegar til vina Framsóknarflokksins, hafi verið sá spilltasti. Auðvitað var ekki svo. Hann var bara svo óheppinn að gerðir hans settu landið á hausinn. Hein og klár óheppni. Engin spilling þar á ferðinni, frekar en þegar einhverjum snillingum datt í hug að gefa nokkrum útvöldum allan fiskinn í sjónum.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, tveir menn leika í sama knattspyrnuliðinu. Annar þeirra lætur sig falla í teig andstæðingana til þess að snapa víti. Hinn gerir sjálfsmark.

*

Sá fyrri er spilltur.

*

Sá seinni er óheppinn.

*

Sá fyrri fær rauða spjaldið.

*

Sá seinni fær samúðarsvip og klapp á öxlina.

*

Ég veit að þú skilur þessa einföldu dæmisögu.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 15:35

7 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er falleg dæmisaga. Mér finnst að þú eigir að fá vinnu við að endurhanna allar dæmisögur Biblíunnar.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 15:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dæmisögurnar í Nýja Testamentinu eru ekki ýkja margar og mér finnst nú hálf óviðeigandi að krukka í þær, enda eru þær ríkur þáttur í vestrænni menningarhefð. En auðvitað væri það freistandi. Bersynduga konan gæti verið Jóhanna Sigurðardóttir. Vinstri grænir eru Farísearnir. Steingrímur er Júdas.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 15:54

9 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, annars, haltu þig bara við þín málefnalegu skrif um vinstri sinnað fólk á Íslandi. Látum trúarritið liggja á milli hluta að sinni.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 16:03

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er sammála því.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 16:04

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið eruð góðir vinirnir:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.5.2010 kl. 16:07

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er samt athyglisvert þegar talað er um að bankar hafi verið gefnir.

Þá er hvergi tekið fram að Ríkissjóður hafi ekki FENGIÐ GREITT fyrir bankana, heldur er eða öllu heldur var "söluandvirði" bankana sett í samhengi við falsaðar afkomutölur bankana á þeim tíma er ásakanir um "gjöf" koma fram.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 16:17

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hárrétt Kristinn, bankarnir voru ekki gefnir, þeir voru seldir hæstbjóðendum. Einkaaðilar gera ævinlega eignirnar miklu verðmeiri og það er hreint ekki við stjórnvöld að sakast þótt bankamennirnir hafi ekki verið vandanum vaxnir.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 16:22

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, kommúnistinn Björn má eiga það að hann skilur og virðir stöðu trúarinnar í mannlífinu. En það er að vísu það eina sem hann skilur.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 16:24

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nú svosem ekki hægt að afskrifa spillingu núverandi stjórnvalda, við einkavæðingu "hina síðari" á bönkum.

Það má benda á að þegar þessar ákvarðanir stjórnar Arionbanka, sem skipuð var af stjórnvöldum með samþykki FME, þá birtist Jóhanna í Kastljósinu og lýsti yfir undrun og úrræðaleysi gegn þeim öflum sem bönkunum stjórna.

Þegar ákvarðanir Aríonbanka varðandi Haga voru kynntar, nokkrum dögum eftir að ný stjórn var kjörin, var látið í það skína að sú ákvörðun væri tekin af nýju stjórninni. Nokkrum dögum áður en Höskuldur var ráðinn bankastjóri Arionbanka, kom frétt þess efnis að ekki hafi tekist að finna eftirmann Finns, þar sem ný stjórn væri ekki tekin við bankanum.

Þarna er stór skekkja. Ákvarðanir vegna Haga voru teknar í febrúar. En samkvæmt fréttinni varðandi aftaka Finns, þá var þessi nýja stjórn sem átti að hafa tekið ákvörðun um Haga í febrúar, ekki tekin til starfa fyrr en í apríl.

Það þarf ekkert að færa sönnur á tengsl þeirra Baugsmanna, sem reka Haga í dag í boði Arionbanka og Samfylkingarinnar, enda játaði Össur "glæpinn" í pontu Alþingis. Það þarf líka ekki annað en að vera læs á dagatal, til þess að sjá að stjórn sem að tekur til starfa í apríl 2010, getur ekki tekið ákvörðun í febrúar 2010. Það ætti því að vera ljóst að sú stjórn sem skipuð var af stjórnvöldum, ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem að tók ákvörðun um málefni Haga. Í "gömlu" stjórninni sat t.d. Helga Jónsdóttir, einkavinkona Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarkona. Helga er einnig systir Gests Jónssonar, lögfræðings Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu.

Það þarf líka ekki að eyða löngum tíma til þess að átta sig á vanhæfi fulltrúa Arionbanka í stjórn Haga. Hann heitir Sigurjón Pálsson og er mágur Ara Edwald, forstjóra 365miðla, sem einmitt eru í eigu Baugsfjölskildunnar sem að rekur Haga í boði Arionbanka.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 16:40

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, það fer að orka tvímælis hvort rétt sé að kalla stjórnarhætti Steingríms og Jóhönnu spillingu - samkvæmt upptalningu þinni er þetta farið að líkast skipulagðri glæpastarfssemi.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 17:17

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verne Holding ÚPS!!!! Einhver benti á að Björgófur Thor ætti þar hlut í gegnum Novator.

Aðstoðarmanni Jóhönnu fannst það nú ekkert tiltökumál. Enda er honum sama hvaðan "gott" kemur, eins og t.d. peningar sem stungið er undan skatti.

Svo fór "spuninn" í gang. Málið fryst í Iðnaðarnefnd, fram yfir skýrslu. Björgóflur Thor hefur sitt "iðrunarferli" með greinaskrifum og lofar svo því að þó að hann leggi pening í gagnaverið, þá muni hann ekki taka út neinn arð, heldur ánafna ríkinu hann. Afskaplega fallegt og "krúttlegt". Í samningnum varðandi gagnaverið, er t.d. undanþága frá gjaldeyrishöftunum. Skildi það hjálpa "einhverjum" að koma heim aflandskrónum? Nei er það? Er ekki líka sama hvaðan "gott" kemur?

Vissulega stór siðferðisspurning hvort aðkoma Björgólfs sé æskileg.

En ætli Jóhanna kippi sér eitthvað upp við það, eða hennar aðstoðarmaður, hver viðskiptafélagi Björgólfs er?

Sá maður heitir Vilhjálmur Þorsteinsson og var eða er fulltrúi Samfylkingarinnar í stýrihóp um orkunýtingu og formaður hópsins. Ætli það heiti "tilviljun" í huga Jóhönnu og co. að gagnaver var einmitt eitt af þeim verkefnum sem að stýrihópur um orkunýtingu lagði til?

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 17:36

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessu þarf að halda vandlega til haga. Vilhjálmur Þorsteinsson leikur stórt hlutverk í þeirri sýndarmennsku allri, og hann er einn af innstu koppum í búri Jóhönnu.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 17:42

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég ætti kannski að bjóða mig fram "tímabundið", svo ekki sé nú farið að bruðla með skattfé almennings í einhverjar "kjánalegar" auglýsingar, sem gegnsæisfulltrúi stjórnvalda?

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 17:49

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég á nú frekar von á því að Jóhanna myndi borga þér fyrir að þegja!

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 17:55

21 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess má svo geta að ráðherrar VG hafa í þessari viku ráðið til sín þrjá upplýsinga og/eða fjölmiðlafulltrúa.

Tveir af þeim tímabundið án auglýsinga. Steingrímur "greyið" neyddist til að auglýsa eftir sínum fulltrúa, enda skipunnartími fyrri fulltrúa, vegna tímabundinnar ráðningar liðinn.

Kannski er það bara "tilviljun" að hæfasti umsækjandinn að mati Steingríms hefur tekið þátt í prófkjöri/forvali VG.

Álfheiður heilbrigðisráðherra réð til sín tímabundið, en engin tengsl við VG reyndar.

Jón Bjarnason sjávarútvegs og lanbúnaðarráðherra réð sér án auglysingar upplýsingafulltrúa og fyrir valinu var Ari Matthíasson, leikari og þátttakandi í forvali VG í Reykjavík fyrir þingkosningar 2009.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 18:12

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru bara pólitískir bitlingar og ekkert annað. Við erum ekki 300 milljón manna þjóð heldur 300 þúsunda. Við erum eins og meðalborg í Bretlandi. Það er glórulaus fásinna að eyða skattfé almennings í svona kjaftæði. Þessi kommalýður er ekki bara siðspilltur, hann er líka gersneyddur allri snertingu við lífskjör fólksins í landinu.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 18:16

23 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Lára V. getur ekki greint frá því, hver lofaði Má hærri launum. Ætli hún hefði þá ekki getað greint frá því, hver hvatti hana til að leggja tillöguna fram í bankaráðinu?

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 19:14

24 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nóg að gera hjá Einari Karli að skipta um vinnustaði. Ég hélt að málefni ferðaþjóustunnar væri á hendi iðnaðarráðherra.

Einar Karl Haraldsson virðist eiga hægt um vik að skipta um störf en hann hefur undanfarin misseri gengt fimm mismunandi störfum fyrir ríkisstjórn Íslands. Ekkert þessara starfa hefur verið opinberlega auglýst.

Nú er Einar Karl orðinn svokallaður tengiliður forsætisráðuneytisins við ferðaþjónustuna sem er nýtt starf en hann skal sjá um að vel sé farið með þær 700 milljónir sem nú hefur verið eyrnamerkt til landkynningar.

Umrædd störf Einars Karls hafa ekki verið auglýst en samkvæmt reglum er heimilt að ráða starfsmann tímabundið án auglýsingar.

Einar Karl var í byrjun mars ráðinn tímabundið í stöðu aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, en þar áður starfaði hann sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins um sex mánaða skeið frá september 2009. Fyrir þann tíma sinnti hann sérverkefnum fyrir heilbrigðisráðuneytið og var þar áður aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar sem þá var iðnaðarráðherra.

Tók Einar Karl ennfremur biðlaun meðan hann sinnti sérverkefnum sínum eftir að Össur færði sig um set úr iðnaðarráðuneytinu yfir í utanríkisráðuneytið. (eyjan.is)

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 19:44

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það mætti halda að Einar Karl hafi eitthvað á þetta lið. Hann mun sjá til þess að þessar 700 milljónir renni óskiptar í vasa flokksgæðinga á auglýsingastofunum. Til þess eru refirnir skornir. Maður þekkir nú vinnubrögð vinstri manna. Þeir eru í pólitík til þess eins að hygla sjálfum sér.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 21:02

26 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hann hefur í það minnsta dvalið nógu lengi í spillingarbæli Samfylkingar. Hann hlýtur að eiga efni í heila bók eða bókaflokk, miðað við það hvað ég get mikið skrifað, hafandi aldrei stigið fæti inn í Samfylkinguna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 21:13

27 Smámynd: Björn Birgisson

Stórmerkilegt hvað þessi Kristinn Karl Brynjarsson er mikill sérfræðingur í spillingu vinstri manna. Hvar skyldi hann hafa lært sín fræði? Eva Joly er sérfræðingur í spillingu, en hún aðgreinir hana ekki eftir stjórnmálaflokkum. Það gerir Kristinn Karl, sem gerir allan hans málflutning brjóstumkennanlegan og ekki stendur á Katli að taka undir vaðalinn skrækum rómi. Kristinn Karl sér allt svart hjá vinstri mönnum, en tilgreinir ekkert misjafnt hjá hægri mönnum, þó þar sé nógu af að taka. Í hans huga er Guðlaugur Þór líklega heilagri en Pétur postuli, María mey og Jesús Jósefsson. Blinda af þessu tagi kallast siðblinda og er aumkunarverð. Blinda viðhlæjenda siðblindunnar er enn aumkunarverðari.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 21:19

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn Karl er hafsjór af fróðleik um íslensk samtímastjórnmál, gríðarlega minnisgóður og hefur mikla yfirsýn um gervallt sviðið. Við erum núna að fjalla um atburði líðandi stundar, en ég hef á öðrum vettvangi séð Kristinn Karl fjalla af réttsýni og fullkomnu vægðarleysi um afglöp Sjálfstæðismanna. Ég veit ekki hvort Kristinn Karl sé sérfræðingur um nútíma stjórnmál en hann er að minnsta kosti stórfróður um þau og mikil hlunnindi að ausa af þeim viskubrunni.

*

Þú hljópst dálítið á þig þarna, félagi, en þér verður fyrirgefið því sjálfur hefurðu marga góða kosti, þótt pólitísk dómgreind sé ekki þar á meðal.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 21:31

29 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég get nú varla sagt að ég hafi tekið nokkur próf, eftir að grunnskóla lauk, nema hvað ég tók bílpróf og lyftarapróf síðar. Þannig að ég get nú varla kallað mig "sérfræðing", en það hefur ekkert vafist fyrir mér að lesa fréttir. Flest það sem ég hef skrifað hér og annars staðar um störf manna og kvenna byggist fyrst og fremst á lestri frétta og þeim ummælum, sem að þeir sem verða fyrir barðinu á skrífum mínum, hafa látið frá sér fara.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 21:46

30 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hver skildi nú hafa látið hafa þetta eftir sér í sjónvarpsfréttum 4. október 2007?

„Sem Reykvíkingur og íbúi í Reykjavík að þá auðvitað horfi ég á þá staðreynd að þarna er Orkuveitan hugsanlega að fara í ákveðinn áhætturekstur en ég sé það líka að hún er að leggja þarna inn sex, sjö milljarða en eignin sem hún fær út úr þessu eru, ja, næstum því þrefalt meiri þannig að það er nú góður samningur fyrir okkur í Reykjavík. Og svo gleðst ég yfir því að það er yfirlýsing um það að þetta fyrirtæki að það fari á markað innan tíðar og þar með verður væntanlega undið ofan af þessu sem að menn kannski eru að gagnrýna sem er ákveðin áhætta sem að tekin er.“

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 21:55

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mín ágiskun: Dagur B. Eggertsson.

?

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 21:58

32 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nei ekki alveg, en þú fórst samt ekki flokkavillt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 22:04

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ja hérna ...Össur? Þetta var eitthvað svo þvoglulegt og orðhengilslegt frá upphafi til enda og þess vegna hélt ég að þetta væri Dagur.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:09

34 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Össur hefur nú svosem ekki frekar en Dagur, átt auðvelt með að tala.

En þetta sagði Össur í upphafi þessa fræga REI-máls.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 22:14

35 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hver skildi svo hafa sagt þetta á Alþingi, þann 28. ágúst 2009?

„Virðulegi forseti. Ég hef áður sagt og ítrekað að þessir fyrirvarar eru í stórum dráttum þess eðlis að hvert þjóðþing mundi telja sér fært að setja sambærileg öryggisákvæði til að leggja áherslu á að ekki megi skerða fullveldi þjóðar sinnar og tiltekna grundvallarhagsmuni eins og framtíðarefnahag þjóðarinnar. Þess vegna leyfi ég mér að vera vongóð um að Bretar og Hollendingar sýni málinu í þeim búningi sem það fer nú fulla sanngirni og skilning. Það er það sem við förum fram á við þessar þjóðir nú í kjölfar samþykktar þessara laga.

Það er alþekkt úr sögu evrópskrar samvinnu að þjóðþing eða dómstólar setji fyrirvara þegar verið er að afgreiða mikilvæga milliríkjasamninga. Eins og áður segir er verkefnið nú að sannfæra viðsemjendur okkar um að við séum ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð en með þeim hætti að við fáum örugglega undir henni risið.“

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 22:17

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst Össur stundum eiga góðar skorpur, en Dagur á ekki sinn líka í orðhengilshætti og tilgangslausu málskrúði.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:18

37 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hver sagði þetta á Alþingi 14. des 2007?

Ég hef áhyggjur af stöðu Alþingis. Í samskiptum þess við ágengt framkvæmdarvald sem hefur sífellt verið að færa sig upp á skaftið hin síðari ár og lítur í æ ríkari mæli á Alþingi sem hreina afgreiðslustofnun, sem raðafgreiðslustofnun, sem færiband fyrir mál sín hér í gegn, oftar en ekki með flýtimeðferð. Það getur enginn eða ætti a.m.k. enginn að gleðjast yfir þessari niðurstöðu. Það gerum við ekki, vinstri græn, sem erum ofurliði borin í tilraunum okkar til að verja það sem við teljum vera vígstöðu stjórnarandstöðu, rétt og sjálfstæði þingsins og þingmanna, þar á meðal til ásættanlegs málfrelsis. Þingskapameirihlutinn ætti ekki heldur að gleðjast. Skamma stund verður hönd höggi fegin. Síðastur allra ætti forseti Alþingis að gleðjast.“

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 22:21

38 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar þriðja ríkið kallaði kálfariðlara úr öllum sveitum Þýskalands til herþjónustu og færði þá í fallegan einkennisbúning, var þeim einkum innrætt þrennt. A) Þriðja ríkið hefur aldrei rangt fyrir sér. B) Kommúnistar og Gyðingar eru varmenni og þá ber að uppræta. C) Trúðu aldrei neinu góðu um andstæðinga þína og lítillækkaðu þá sem mest þú getur með orðum og gjörðum.

Kristinn Karl er mjög góður C maður, en af honum leggur fjósafnykinn, ekki síður en af því fólki sem hann leggur í einelti.

Kristinn Karl! Það getur verið gaman að níða niður annað fólk, hafi menn hneigð til þess, en gerðu þér grein fyrir því að orðin þín munu fylgja þér, svo lengi sem þú lifir og þú munt verða dæmdur af þeim síðar, ekki hvað síst af sjálfum þér.

Sýndu sanngirni, karlinn minn! Vertu ekki eins og hver annar fáviti, þvaðrandi um spillingu okkar vinstri manna, án þess að geta spillingar þeirra sem raunverulega settu þjóðfélagið á hausinn, með dyggri aðstoð Sjálfstæðisflokksins.

Taktu þér tak maður.

Bílpróf og lyfrarapróf eru ágæt, en gefa þér engan rétt til að ráðast á samborgara þína að hætti sveitamanns úr þriðja ríkinu. 

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 22:22

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

#37 : Þetta hlýtur að vera Steingrímur!

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:34

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehehe seinheppinn ertu Björn Birgisson því Kristinn er nú mest í því að birta ýmis ummæli vinstri manna - sem sagt: orð sem fylgja þessum vinstri mönnum svo lengi sem þeir lifa og þeir verða dæmdir af þeim, svo maður notist við klisjurnar þínar.

*

Ansi hræddur um að þú sért búinn að skora tvö sjálfsmörk á stuttum tíma, kæri Björn Birgisson.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:37

41 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Gott og vel Björn. Ræðum spillingu hægri manna. Hvar langar þig að byrja?

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.5.2010 kl. 22:42

42 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, byrjaðu hvar sem þú vilt. Af að nógu er að taka. Bankarnir, kvótinn, skipun dómara, skipun DO í Seðlabanka. Skipun FS í Landsvirkjun ..... af nógu er að taka. Finndu sjálfur þinn útgangspunkt.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 23:25

43 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, þú ert sérfræðingurinn í sjálfsmörkunum. Held þó að þú hafir aldrei spilað knattspyrnu. Sumir eru alltaf bestir í því sem þeir hafa ekkert vit á.

Björn Birgisson, 5.5.2010 kl. 23:43

44 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Bankaeinkavæðingin hin fyrri er margrædd og eflaust margt þar sem orkar tvímælis og eitthvað gersamlega útúr kú. Þess ber þó að geta að fyrsti bankinn sem einkavæddur var, var einkavæddur á meðan DO var ennþá borgarstjóri og hefur hann sjálfsagt ekki komið þar mikið við sögu. En það var líka fyrsti bankinn sem féll.

En það að bankarnir hafi verið "gefnir" er fullyrðing sem að stenst ekki þar sem greitt var fyrir þá uppsett verð............. Það var reyndar kallað "gjafverð" eftir að einkavæddu bankarnir blésu upp verðmæti sitt, með bókhaldsblekkingum og fleiri reikningskúnstum, eins og Skýrslan greinir frá. Með öðrum orðum þá var meint "verðmæti" einkavæddu bankana, metið eftir á út frá "loftbólugróðatölum".

Hvað kvótann varðar og þá kannski helst "kvótaframsalið" verð ég að brjóta odd af oflæti mínu og hrósa vinstri mönnum fyrir að hafa lagt fram frumvarp um kvótaframsal og samþykkja það sem lög.

Lög um kvóta og Kvótaframsal eiga vinstri flokkarnir skuldlaust. Það sem kallast "gjafakvóti" á við 10% af þeim kvóta sem að veiddur er í dag. Hinn hluti kvótans hefur allur gengið kaupum og sölum eða leigður á milli útgerði á grundvelli laga um framsal aflaheimilda.

Hvort að veðsetning aflaheimilda sé réttlætanleg eða ekki....... er spurning sem eflaust má þræta um endalaust. En ég lít þannig á að, ef að útgerðarmaður ætlar að kaupa sér kvóta til frambúðar, þá sé hann að fjárfesta til framtíðar og hafi útgerðarmaðurinn ekki handbært fé, þá þarf hann væntanlega lán fyrir þessum kvótakaupum og það er alþekkt í bankaviðskiptum að bankar taki veð í sem lánað er fyrir. Svo má alveg deila um það endalaust hvort að menn hafi misnotað kerfið eða lögin og hafa eflaust einhverjir gert það.

En þess ber þó að geta að útúr þessum "hildarleik" sem að vinstri menn kalla kvótaframsalið, sem þeir komu reyndar sjálfir á. Þá skuldar útgerðin, aðeins helming þeirrar upphæðar sem að Jón Ásgeir "skuldar" og verður líklega að mestu aldrei greidd. En útgerðarfyrirtækin velflest standa þó í skilum og munu eflaust ná að borga sínar skuldir, ef að stjórnvöld leyfa þeim að sinna sínu starfi.

Hvað skipanir Seðlabankastjóra varðar, var DO ekki fyrsti pólitíski bankastjórinn og reyndar ekki sá síðasti. Þess ber einnig að geta að með DO voru tveir menn með hag eða viðskiptafræðimenntun.

Það er reyndar hægt að segja um þessar "vanrækslur" Davíðs, að í tveimur til fellum þá hafði hann ekki lagaheimildir til þess að framkvæma það sem að hann á að hafa framkvæmt frekar en það sem hann gerði. Hvorki Davíð né stjórnvöldum, var heimilt t.d. að senda Icesavereikningana úr landi, án samþykkis Landsbankamanna og ekki er hægt að segja að þeir Landbankamenn hafi verið æstir í að flytja reikningana úr landi, enda hefðu þeir ekki geta þá getað flutt alla þessa peninga heim sem að þeir gerðu. Hvað varðar Glitnisyfirtökuna, þá held ég að það hafi ekki verið mikill tími til athafna og könnunar á stöðu bankans, heldur hafi þurft að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem að fyrir lágu og bjóðast til að yfirtaka þessi 75% bankans sem til stóð að gera í upphafi. Eigendum bankans hugnuðust það þó eitthvað illa og þráuðust við megnið af þeim tíma sem að leið frá yfirtökutilboðinu til þess tíma sem að leið til falls hinna bankana.

framhald síðar..............

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 00:39

45 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég veit ekki Björn hvort að þú hafir lesið blogg mitt, þar sem að ég velti upp þeim möguleikum sem í boði hefðu verið á árunum frá 2003 til 2007 og jafnvel fram að hruni, hefði Samfylkingin tekist ætlunnarverki sitt og komist í Forsætisráðuneytið árið 2003 og trúðu mér Björn, það hefði ekki verið stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, svo mikið er víst. En hefði ætlunarverkið tekið, hefði Framsókn lílega verið kippt með í geimið, en líklega hefði þó sama "frjálshyggjan" tröllriðið öllu.

Ég ætla því að leyfa þér til fróðleiks og skemmtunnar að lesa bloggið með því að copy/paste það hingað. Lestu og njóttu vinur.

Eftir að hafa lesið og skoðað margar „greiningar“ höfunda skýrslunar góðu, ásamt því að að hafa lesið mig til um margt sem gerðist hér á árunum 2003 til 2007, þá hvarflaði að mér sú hugsun að ef að ég ætti nú tímavél, þá væri ég kannski í stöðu til þess að færa „sönnur“ á það að hefðu kosningarnar 2003 farið, eins og Samfylkingin „tjaldaði“ til, þá hefði Samfylkingin tekið upp meinta „frjálshyggjustefnu“ Sjálfstæðisflokksins, sem að er að mati Samfylkingarinnar aðal valdur hrunsins.

Í undanfara kosninga vorið 2003 var Samfylkingin búin að bindast Baugi og eflaust fleiri útrásarfyrirtækjum böndum. Samfylkingin var því klárlega komin í „útrásargírinn“ strax árið 2003.

Til þess að þjóna þessum nýfengnu tengslum, var náð í Ingibjörgu Sólrúnu úr stól Borgarstjóra til þess að vera forsætisráðherraefni flokksins, enda þótti hún hafa mun meiri „kjörþokka“ í því hlutverki en þáverandi formaður flokksins Össur Skarphéðinsson.

Ingibjörg hafði þá leitt R-listann (Samkrull Samfylkingar Vinstri grænna og Framsóknar) til þriggja kosningasigra yfir Sjálfstæðisflokknum og þótti því líklegri til afreka gegn Sjálfstæðisflokknum á landsvísu, en Össur.

Samfylkingin eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsókn var hlynnt skattalækkunum. Samfylkingin kom að Kárahnjúkavirkjun á þessum tíma, en þó meira í gegnum sveitastjórnarbatteryið. R-listinn fór með hlut borgarinnar í Landsvirkjun auk þess sem að þær sveitastjórnir á Austurlandi sem fjölluðu um málið þeim megin voru skipaðar Samfylkingar og öðru vinstra fólki. Það eru því meiri líkur en meiri að Samfylkingin hefði tekið þann slag af fullum þunga. Eins var Samfylkingin hlynnt tillögum Framsóknarmanna um hækkun lánshlutfalls húsnæðislána úr 80% í 90% hjá Íbúðalánasjóði. Það sem meira var, er að Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, en þáverandi ráðherraefni Samfylkingar í félagsmálaráðuneytinu, hefði flokkurinn komist til valda, beinlínis skammaðist í Sjálfstæðisflokknum, fyrir það að „halda aftur af „ Framsóknarflokknum með frekari hækkanir lánshlutfalls, hefur þá sjálfsagt viljað 100% hlutfall og „stjarnfræðilega hátt hámark lánsfjárhæðar.

Af þessu og atburðarás kjördæmabilsins 2003 til 2007 að tvennt hefði klárlega farið öðruvísi, hefði Samfylkingu tekist ætlunnarverk sitt.

Lánshlutfall húsnæðislána hefði orðið hærra en 90%, ásamt hámarkslánsfjárhæð og Fjölmiðlafrumvarpið ekki komið fram. Skattahækkanir og Kárahnjúkavirkjun, ásamt álverinu á Reyðarfirði, hefðu risið.

Allar tilskipanir varðandi ESB hefðu runnið jafn gagnrýnislaust í gegnum þingið, án þeirra undanþága sem að Íslendingar hefðu getað tekið upp til þess að hefta vöxt bankana, enda höfðu þingmenn Samfylkingar, sama hvað þeir segja, þegar skaðinn er skeður, ekki tekið það í mál að vægi tilskipana frá „Hinu stórmerkilega“ ESB yrði rýrt eitthvað í meðförum þingsins og eru reyndar lítil sem engin merki þess að þingmenn Samfylkingarinnar hafi á kjörtímabilinu, lagt eitthvað til sem heft hefði vöxt bankana. Öðru nær þá barðist Samfylkingin, vegna tengsla sinna við Baug (eins og Össur, þáverandi formaður flokksins hefur viðurkennt að voru við lýði) gegn því að Fjölmiðlafrumvarpið yrði að lögum, enda hefði það frumvarp heft eignarhald eigenda Baugs af áróðursvél sinni (Fréttablaðinu). Samfylingin gagnrýndi líka þá sakamálarannsókn sem var í gangi yfir eigendum Baugs og fannst sú rannsókn kosta helst til of mikla peninga, þó svo að vitað væri að saksókn málsins var mun verr fjáðari en þeir Baugsmenn.

Eins voru þá komin einhverns konar tengsl flokksins við Landsbankann. Nægir þar að nefna það sem Sigurjón Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, segir í skýrslunni um fjölda greiðslna á styrkjum til Samfylkingarinnar á þær mörgu kennitölur sem að hún hafði yfir að ráða, auk þess sem að Ásgeir Friðgeirsson, sem kosinn var á þing fyrir Samfylkingu 2003, afþakkaði þingsætið, til þess að gerast talsmaður Björgólfsfeðga.

Á þessari upptalningu sést að, ef að beitt gagnrýnni hugsun á atburðarrás og tíðaranda þessara ára sem skýrslan spannar , þá má alveg færa fyrir því rök að hefði Samfylkingunni tekist ætlunnarverk sitt 2003, þá hefði það litlu eða engu breytt um atburðarás árana frá 2003 og að hruni. Nema kannski að þjóðin væri kannski illu heilli komin í ESB.

Eina sem væri kannski breytt í dag, væri það að nú væru þau stjórnvöld sem við völd í dag á leiðinni með þjóðina út úr kreppunni, en ekki stjórnvöld sem vinna að því að aðlaga þjóðina að kreppu um ókomin ár.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 00:53

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég kann þér miklar þakkir fyrir þessar greinargerðir, Kristinn, það er alveg ómetanlegt að fá svona innstreymi af gögnum í umræðuna. Það hefur myndast dálítið einkennilegur baggahalli í umræðunni á síðustu mánuðum: vinstri menn lemja höfðum í stein, hafna staðreyndum og þegar þeir eru minntir á þeirra eigin orð og gerðir setja þeir upp hundshaus og vilja ekki ræða málin frekar.

Allur þunginn af vitsmunalegri rökræðu fer núna fram hægra megin og ég hvet til þess að við hægri menn látum ekki þar við sitja að skjóta í kaf spillingarskútu vinstra lýðsins, við höfum mikil vandamál í okkar eigin ranni og verðum að vera menn til að ræða þau líka og leita lausna.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 10:56

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég er af þeirri kynslóð íslenskra karlmanna sem allir léku knattspyrnu á yngri árum. Ég lék knattspyrnu í þremur löndum og hætti ekki að sparka fyrr en undir fertugt; var þá kominn í innanhússboltann en allir voru orðnir svo þungir og stirðir, tæklingar harðar og meiðsl mikil svo ég gafst upp á þessu og fór síðan í golfið. Þegar ég lék erlendis í vel skipulögðu liði undir öruggri stjórn Marx-Leninistans Kurts, þá lék ég ýmist miðvörð eða vinstri bakvörð.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 10:59

48 Smámynd: Björn Birgisson

Hr. Baldur Hermannsson, fyrrverandi knattspyrnumaður. Fyrirgefðu mér að ég skyldi reyna að hafa af þér þennan glæsilega feril!

Ekki státa ég af iðkun knattspyrnu í þremur löndum, en hef leikið með þremur félögum. Ísfirðingum, Leikni á Fáskrúðsfirði og Grindvíkingum, oftast sem miðjumaður, en einnig í fremstu víglínu. Er leftari.

Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 13:21

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flottur ferill hjá þér og eflaust miklu fínni en minn. Það var aldrei hægt að hafa mig í fremstu víglínu. Ég var ekki nógu snarpur og að auki var ég svo tapsár að ég vildi undir niðri heldur koma í veg fyrir að andstæðingarnir skoruðu mark en skora sjálfur - þess vegna leitaði ég alltaf aftur fyrir miðju. Ertu örvhentur í golfinu?

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 13:32

50 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, rétthentur. Rambaði inn á golf.is í morgun og sá að búið var að hækka forgjöfina mína úr 16 í 18 vegna einhverrar endurskoðunar. Hefur þú lent í því?

Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 13:38

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, en næstum allir félagar mínir lentu í þessu fyrir 2-3 árum. Þá var vallarmatið á GR völlunum endurskoðað og einhverjum fleiri völlum og forgjöf breytt til samræmis við það. Ég einn var ekki hækkaður vegna þess að mín forgjöf var aðallega fengin á Hellu, og þar var ekki búið að endurmeta völlinn. Þetta kom illa við mig þegar menn voru að áætla styrkleikamun á liðunum. Kostaði mig marga bjórkönnuna. Ætli menn hafi ekki verið að endurmeta Grindavíkina og þar með forgjöfina þína. Nema forgjafarnefndin sé hægri sinnuð og menn séu að hrekkja þig að gamni sínu - þeir láta þig fá vinstri forgjöf hahahaha........

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 13:43

52 Smámynd: Björn Birgisson

Hehe, þá hefðu þeir nú frekar lækkað forgjöfina svo ég ætti aldrei neinn séns!

Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 13:53

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, það er dýrara að hafa lága forgjöf en ólíkt er nú sóminn meiri. Ég var um skeið með 9,7 og þá hafði ég gaman af að segja: "Við lágforgjafarmenn.............". Því var sjaldnast vel tekið.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 14:10

54 Smámynd: Benedikta E

Baldur - lauk rétt hjá þér kerlingin hún Jóhanna er löðrandi í spillingu !

Benedikta E, 6.5.2010 kl. 20:14

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikta, vonandi veður Hrannar á hana með skrúbbinn og grænsápuna til að skúra af henni versta ósómann!

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 340384

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband