Hún er versti forsætisráðherra Íslands fyrr og síðar

Óskaplegur farsi er þetta að verða. Náhirð Jóhönnu lýgur, titrar og skelfur til skiptis, allir snúa út úr og enginn þykist kannast við neitt. Það hefur enginn haft umboð til þess að lofa manngarminum launahækkun nema Jóhanna sjálf, drottning náhirðarinnar, en nú reynir hún í hyldjúpri örvæntingu að ljúga sig frá veruleikanum.

Þótt vitleysan sé verri en tárum taki tók þó steininn úr þegar drottningin setti þau lög í landinu að enginn skyldi þiggja hærri laun af ríkinu en hún sjálf. Það voru reginmistök. Ráðherra er valinn á pólitískum forsendum og þarf svo sem ekki að hafa nokkurn skapaðan hlut til brunns að bera nema rétta flokksskírteinið, en embættismenn eru metnir eftir menntun, reynslu og hæfni.

Þótt Már Guðmundsson komi fyrir eins og sjálfumglaður, feiminn kjáni, efast ég ekki andartak um hæfni hans, reynslu og menntun. Hann verðskuldar tvímælalaust miklu hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir.

Bretar voru rétt í þessu að útnefna Gordon Brown versta forsætisráðherra Bretlands fyrr og síðar. Efast einhver maður um hver muni vera versti forsætisráðherra Íslands fyrr og síðar?


mbl.is Hækkun kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka segja það að Jóhanna er í þessu embætti vegna vandræða Samfylkingarinnar við að finna nýjan leiðtoga, við skyndilegt brotthvarf IGS, vegna veikinda. Ingibjargararmurinn hefði aldrei t.d. samþykkt Össur og þessi svokölluðu "leiðtogaefni" framtíðarinnar, Blaður B. og Árni Páll ekki komnir á þann stall í flokknum að þeir væru boðlegir. Blaður B. mun hinsvegar hverfa úr borgarmálunum þegar Jóhanna hættir og taka slaginn við Árna Pál um embættið og sigri Blaður og þessi guðsvolaða stjórn verði enn við völd, þá verður hann örugglega gerður að ráðherra.

Samfylkingin átti með öðrum orðum ekki annan kost en að sækja gamla "frekjutík" úr Félagmálaráðuneytinu og fela "spunadeildinni" það verkefni að búa til úr "hróinu". Hinn ábyrgðarfulla og dugmikla verkstjórar "Hinnar Norrænuvelferðarstjórnar", sem ætlar að taka til hendinni við smíði "velferðarbrúar" og skjaldborgar um heimilin og fyrirtækin í landinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 15:51

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Már er sjálfsagt mjög hæfur sem seðlabankastjóri, að minnsta kosti vonar maður það. En hvers vegna þarf hann að fá 400 þúsund ofan á þau laun sem kjararáð ætlar honum. Ef það er vegna þess að honum hafi verið lofað hærri launum, hvers vegna er kjararáð þá að skipta sér af launum hanns. Hafi honum verið lofað einhverjum ákveðnum launakjörum þegar hann var ráðinn, sem er mjög líklegt, þá á að sjálfsögðu að standa við það loforð. Jóhanna verður síðan að útskýra það fyrir fólkinu í landinu hvers vegna það loforð var gefið. Hafi Már hins vegar verið ráðinn til starfa án þess að kjaramál hanns væru rædd, sem er mjög ólíklegt, á úrskurður kjararáðs að standa. Lára V Júlíusdóttir og félagar hennar í bankaráði eiga ekki að skipta sér af því.

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, vesalings kerlingarhrotan var kominn í kör og ætlaði að hætta í pólitík fyrir fullt og allt, en kommarnir voru örvinglaðir og báðu hana í guðanna bænum að sitja áfram yfir kosningarnar. Það gerði sú gamla illu heilli, gamla metnaðarsýkin og drembilætið bar skynsemina ofurliði því miður.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Már hefur væntanlega skrifað undir ráðningarsamning. Á þannig samningum, eru jafnan tekin fram kaup og kjör. Jóhanna er hins vegar á flótta undan því að hafa gert þessa undantekningu frá stefnu sinni um laun ríkisforstjóra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 16:08

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, það er nú venjan hjá okkur að vísa til annarra þjóða, og það hefði örugglega aldrei gerst hjá vestrænum menningarþjóðum að pólitískur flokkur réði seðlabankastjóra með undirmálum um launakjör. Einhver ráðherra yrði tafarlaust hálshöggvinn kæmist upp um slíkt athæfi. Hér þæfast allir fyrir, neita að svara eða snúa út úr. Fyrst manninum var lofað hærri launum verður að standa við það en jafnfram er það skýlaus krafa að sá sem gaf loforðið verður að gefa sig fram og upplýsa jafnfram með hvaða umboði hann gerði það. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Samfylkingin er ekki stjórntækur flokkur vegna innri óstjórnar og skorts á andlegu atgervi.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 16:12

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fyrir næstum því tveimur mánuðum birtist þessi grein í Pressunni, þar sem ríkisstjórninni var sett fyrir af Samfylkingarþingmanni.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrrverandi-varaformadur-bi-radin-upplysingafulltrui-heilbrigdisraduneytis

Hefur þessi þingmaður eitthvað haft sig frekar frammi við að hvetja ríkisstjórnina til góðra verka? Nei......... Í það minnsta lítið á því borið. Þetta er samt "stíllinn" hjá Samfó.

"Upphrópunnarstjórnmál" í stað þessara "samræðustjórnmála" sem Samfylkingin skreytir sig með á tyllidögum.

Sínu verstur er þó hugsanlegt "leiðtogaefni" flokksins, hann Árni Páll, með ótímabær upphróp um lausnir á skuldavanda lántakenda.

Hann stökk fram með 110% leiðina með bílalánin vanhugsaða og gersamlega óútfærða. Viðbrögðin í þjóðfélaginu urðu slík, að aðeins tveimur dögum síðan var hóað í blaðamenn til fundar við fimm ráðherra í ríkisstjórninni og tilkynnt allsherjarlausn skuldavandans, en samt var eiginlega eftir að útfæra lausnina og í raun urðu viðbrögðin út í þjóðfélaginu lítið skárri en þau voru við 110 % leið Árna.

Einnig var á þessum tíma komin fram fullmörg þingmannafrumvörp um aðstoð við lántakendur, sem voru ekki Samfó að skapi enda þau velflest lögð fram af þingmönnum annara flokka og ekki þóknanleg þeirri áætlun, sem verið var að vinna í samstarfi við AGS.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 16:34

7 identicon

Nornin er búinn að sitja sleitulaust á þingi á 34 ár.

M.v. það að men eru orðnir gegnsýrðir af spillingu eftir 10 ár á Siblindraheimilinu (Alþingi) hvað er maður þá eftir 34 ár?

Svona eins og með rússadall sem hangir saman á málingunni að þá hangir spillingin rétt í skorpnum skrokknum á Norninni.

Með laun seðlabankastjóra að þau megi ekki vera hærri en Forsetisráðherfu er bjánaháttur.

Það væri jafn vitlaust og að segja að ekki bæri að mennta sig meira en flugfreyju.

Sprenglærðir menn með áratuga reynslu koma ekki til Íslands til að vinna fyrir 5% af því sem að þeir fá annarsstaðar.

Að hafa þak er bara til þess að enginn hæfur aðili fæst til starfa, bara einhverir skarfar sem skitið hafa uppá bak í fleiri ár...

Pólitíkusarnir hér heima eru í dag samansafn af dyrrverandi eilífðarstúdentum, besservisserum og öðrum skrumi og skarni.

Sárafáir fjármála eða lögfræðimenntaðir eru hér eftir, heldur eru þetta félagsfræðingar og annað "dropout" úr háskólum.

Pólitíkin hér heima er skipuð þolinmópum aðilum sem eru ekkisérlega mikið að flýta sér þar sem að endurnýjunin er hæg.  Ekki er það hvetjandi fyrir drífandi hugmyndaríka einstaklinga að horfa uppá þurrkuntur slefa í þinginu áratugum saman án þess að koma neinu í verk og horfa á til hliðsjónar á unglipahreifungu flokkanna eldast svo að þar eru menn jafnvel að detta beint úr félagi ungliða á eftilaun...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:00

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann vonandi fer vegna forsendubrests.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2010 kl. 17:05

9 identicon

Jóhanna er að standa sig alveg ágætlega, en þjóðin varð náttúrulega fyrir hruni.

Yfir 95% af fjármálakerfinu þurrkaðist út. Þetta er svakalegur skellur og alveg merkilegt hversu vel gengur miðað við aðstæður.

Doddi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:24

10 Smámynd: Rannveig H

Það er ekki hægt að segja að það séu spekingar á spjalli hér orðaforðin er komin úti í sóðaskap hjá sumum, getur þú ekki fært þetta á örlítið hærra plan Baldur.

Rannveig H, 4.5.2010 kl. 17:38

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rannveig þó!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2010 kl. 17:48

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, hér eru margar athyglisverðar ábendingar og þó að menn láti vaða á súðum þá ætti nú vestfirsk stelpa ekki að láta það valda sér kinnroða. Mönnum er einfaldlega mikið niðri fyrir. Það er um framtíð Íslands að tefla og menn tala tæpitungulaust um hlutina.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 18:46

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heilög Jóhanna hefur ekki fengist til að tjá sig um "leynisamninginn" sem hún gerði við Má og Steingrímur Júdas þykist ekkert vita um það mál. Heldur hann að það þýði eitthvað að segja við almenning, þegar allt er komið í óefni, að hann hafi ekkert VITAÐ um samkomulag Heilagrar Jóhönnu og seðlabankastjóra?????  Enda ROÐNAÐI hann ekkert þegar hann sagðist ekkert vita, það er sagt að hann ROÐNI ef honum verður það á að segja SATT.  Svo kemur "Sveinn hinn ungi" (mikið óskaplega vorkenni ég manninum að vera sleginn svona mikilli blindu) og segir að Heilög Jóhanna hafi staðið sig vel???  Ekki get ég ímyndað mér hvernig hann ætlar að færa rök fyrir því?????

Jóhann Elíasson, 4.5.2010 kl. 21:43

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svarið er einfalt: hann færir engin rök fyrir því enda eru þau ekki til.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 21:51

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar ráðherranir þrír ásamt Má Seðlabankastjóra, sömdu og undirriðuðu AGS yfirlýsinuna, var uppgjöf ríkisstjórnarinnar endanlega staðfest.

Það loforð sem að gefið var varðandi Icesavedeiluna, þó svo að Lee Buchheit eigi að hafa "mælt" með henni, var andstætt, því samkomulagi um samingsviðmið, sem stjórnvöld höfðu gert til lausnar deilunnar og sú lausn sem lofað er, er í rauninni samningur og þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta betra tilboð sem að menn sátu yfir í London í heila viku, var bara gamli samningstextinn, með þeirri breytingu að vextir væru lægri og einhver ár vaxtalaus.

Núna kemur hið minnsta, einu sinni í viku frétt um að samninganefndin í Icesave sé að senda e-mail á Hollendinga og Breta. Semsagt talað um óformlegar viðræður en ekkert að gerast.

Við skulum ekki gleyma því að tveimur dögum áður en félagi Svavar mátti ekki vera að því að hanga yfir þessum leiðindum og kom heim, sigurreifur með það sem kallað var "farsæl lausn", þá laug Steingrímur því upp í opið geðið á þingheimi, að engar viðræður væru í gangi.

Sögu þess samnings ættu nú allir að vita.

En er eitthvað í kortunum sem að bendir til þess að Steingrímur sé allt í einu farinn að segja satt um þetta mál núna, frekar en áður?

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 22:18

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Get ekki annað en tekið undir með Rannveigu..Aðeins hærra plan..takk fyrir..

Það er auðvelt að kasta skít í boðbera válegra tíðinda og þeirra sem kljást þurfa við arfleið hrunflokksins...

hilmar jónsson, 4.5.2010 kl. 22:56

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

KKB, það má greinilega ekki milli sjá hvort þeirra er ómerkilegra. Ef eitthvað er held ég samt að Jóhanna hafi vinninginn.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:15

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, hér eru allar umræður á geysi háu vitsmunastigi en þær hafa þó þann augljósa ágalla að menn leitast einkum við að rökstyðja mál sitt og finna sannleikann í hverju máli í stað þess að lofsyngja náhirð Jóhönnu - þú verður að annast það hlutverk enda vanur maður.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:18

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hann Hilmar gæti kannski byrjað á því að upplýsa okkur hvað hefði betur farið, hefði ætlunarverk Samfylkingar í kosningunum 2003 tekist?

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 23:21

20 Smámynd: Björn Birgisson

"Hún er versti forsætisráðherra Íslands fyrr og síðar"

Veit um tvo verri. Annar var frekar slæmur. Hinn var alvondur fyrir þjóð sína. Það er ótrúleg skítalykt inni á þessari síðu í kvöld, eins og Rannveig benti á, reyndar með huggulegri orðum. Þegar íhaldsbullur sameinast í freti á andstæðinga sína hér syðra, er öllu almennilegu fólki best borgið í þeim fagra Hallormsstað, austur þar. 

Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 23:22

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki þessar klisjur, Bjössi.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:25

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

(Neyðist líklega til þess að hætta að snæða rúgbrauð með sultu því ekki vil ég fæla burtu Grindavíkurkommann)

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:26

23 Smámynd: Björn Birgisson

Mæli með Vatnsfjarðar Bleikjusmyrju frá Brjánslæk á paprikukexi frá TUC. Algjört lostæti fyrir réttsýnt vinstri sinnað fólk og hefur mannbætandi áhrif á villutrúarfólk, sem vill rata, eða skjökta, á betri vegum, á leið sinni til betra mannlífs. Mengar ekki.

Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 23:54

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú segir tíðindin þykir mér. Margt leynist í kæliskápnum frúarinnar í Grindavík.........

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 340413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband