Staðgöngumæðrun - Alþingi steinsefur á verðinum

Er það ekki dæmigert fyrir Alþingi Íslendinga að veita blessuðu barninu íslenskan ríkisborgararétt en hafa þó ekki lögleitt staðgöngumæðrun? Staðgöngumæðrun er hreint ekki sjálfsagt mál og foreldrar barnsins hafa því framið verknað sem ekki er löglegur hér á landi. Þau treysta á að samúðarbylgjan muni brjóta allar hindranir og þar með allar reglur.

-

Staðgöngumæðrun felur í sér að blásnauð kona leigir auðugum hjónum líkama sinn með allri innri líffærastarfssemi í 9 mánuði. En Alþingi hefur bannað með lögum vændi, sem felur í sér að konan leigir karlmanni hluta af líkama sínum í aðeins 11 mínútur að meðaltali, ef marka skal heimsfræg ummæli vændiskvenna.

-

Staðgöngumæðrun er mál sem þolir enga bið. Alþingi hefði átt að vera búið að fjalla um það og taka ákvörðun fyrir löngu. En fallist Alþingi á staðgöngumæðrun kemur ekki annað til greina en aflétta banni á vændi sem er ekkert annað en smámunir hjá staðgöngumæðrun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er nokkuð til í þessu.

Valdimar Samúelsson, 13.1.2011 kl. 17:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í upphafi átti að æxlast með mökun
og uppfylla jörðina af systrum og bræðrum
en nútíma kellingar keypt geta slökun
og klakið út eggjum í staðgöngumæðrum

LoL

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2011 kl. 18:15

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flott vísa Jóhannes, ert þú sjálfur skáldið?

Baldur Hermannsson, 13.1.2011 kl. 18:35

4 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki dálítið undarlegt að nefna vændi og staðgöngumæðrun í sömu setningunni? Er ekki góður möguleiki á að staðgöngumóðir gangi með barnið af hjartagæsku einni saman og til þess eins að gleðja hina væntanlegu foreldra?

Fái hún eitthvað greitt fyrir sinn þátt, þá er ansi langsótt að líkja þeirri greiðslu saman við greiðslu fyrir snöggan drátt hjá keyptri glyðru.

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 18:48

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki kalla ég þetta nú skáldskap, en ég set saman vísur að gefnum tilefnum. smálagfæringu gerði ég eftir að ég setti þessa inn. Skipti út slökun fyrir bökun í enda 3.línu. Finnst það betur við hæfi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.1.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Að fátækar konur á Indlandi eða öðrum fátækum löndum sem eiga ekki í sig eða á gangi með börn fyrir vestrænar konur af hjartagæsku einni ? Hallóóó...

hilmar jónsson, 13.1.2011 kl. 18:54

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, persónulega finnst mér vændi allmiklu geðslegra en staðgöngumæðrun.

Baldur Hermannsson, 13.1.2011 kl. 19:03

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, það eru til konur hérlendis sem segjast vilja gera þetta. Ekki festast í fátæktinni drengur!

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 19:25

9 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, athugasemd #7 kom mér ekkert á óvart, enda fylgir því áhugamáli þínu ekkert barnastúss og bleijubras!

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 19:27

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er engin réttlæting að til séu konur sem vilja gera þetta. Það eru líka til konur sem vilja selja blíðu sína.

Baldur Hermannsson, 13.1.2011 kl. 19:43

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þvílík lákúruleg umræða um hluti sem kemur engum við...sumt fólk eru femínistar í karlalíki....má villa á sér heimildir svona?

Óskar Arnórsson, 13.1.2011 kl. 22:22

12 identicon

Það eru ekki mannréttindi að eiga börn. Börn eru ekki gæludýr sem eiga að ganga kaupum og sölum á markaðstorgi fáfengileika og úrkynjunar. Staðgöngumæðrun er verri en vændi því í fyrra tilfellinu er þriðja aðila, varnarlausum og ósjálfbjarga, blandað í málið. Sá tími mun koma að hann rís upp og spyr: Hver er móðir mín? Allir hafa þörf fyrir að þekkja rætur sínar, sú þörf er rík og stendur djúpum rótum í mannssálinni. Spyrjið börnin sem voru ættleidd frá Asíulöndum fyrir 20-30 árum og vilja fara til móðurlandsins til að sjá þó ekki væri nema staðinn þar sem þau fæddust.

caramba (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 22:33

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaðan kemur svona viska caramba? Átt ættleitt barn frá Asíu? Veistu nokkuð hvað þú ert að tala um? Börn sem eru ættleidd fá engar sálartruflanir af uppruna sínum þegar þau verða eldri. Það er notað sem skýring á sorg og uppnámi, enn hefur ekkert með það að gera. Buddistar víða í Asíu sem sjá um börn sem skilin eri eftir frá fæðingu, eru miklu klárari enn allir sálfræðingar vesturlanda samanlagðir.

Ég hef verið viðstaddur sölu á nýfæddu barni í Asíu, og það var sérlega falleg samkoma. Hún var velhugsuð, gerð með virðingu og ALLIR á staðnum vissu að þetta var svo hárrétt. Barnið var selt vegna fátæktar til fólks sem áttu kýr. þar er að vera ríkur að eiga eina kú. Þar gildir lögmálið í alvörunni, sem fólk þykist geta verið að hneykslast á hér á landi.

Í Asíu er borin virðing fyrir peningum. Á Íslandi hef ég heyrt prest segja að peningar komi frá þeim vonda sjálfum. Og það sjónarmið eitrar alla umræðu og svona mál. Öll aðalsjónarmið hverfa í ruglið í móralfyllibyttunum. Þegar karlar fara að tala um akkúrat þessi mál, sé ég þá fyrir mér eins og kellingu sem pissar standandi. Hallærislegir og asnalegir. 

Óskar Arnórsson, 14.1.2011 kl. 01:49

14 identicon

Caramba hefur mikið til síns máls, hugsa þarf um börnin, en ekki síður konuna.

Það er einnig sumt sem við leyfum einfaldlega ekki að keypt sé fyrir peninga. Það er þannig í öllum siðuðum þjóðfélögum. Það er ekki forsjárhyggja heldur heilbrigð vernd og eðlilegur samhugur sem ræður því.

Hvernig er það, ætla menn að leyfa bara sumum að fá staðgöngukonu til að ganga með barn? Hvað með einstæða karlmenn, eldri konur, homma, já marga sem langar að fá barn á þennan " mannúðlegan hátt". Það held ég verði gaman á Íslandi eftir 20 ár ef þetta nær fram að ganga. Og á ekki ríkið aðstanda fyrir hinum "sjálfsögðu" mannréttindum?

Ég spyr : Verður ekki að hafa jafnan rétt í þessu eins og öðru?  Auðvitað er það svo og stjórnarskráin bannar mismunun. Margir hafa sterka löngun til þess að fá barn og hver á að segja nei við þessa einstaklinga þegar þetta hefur á annað borð verið leyft á "milli vinkvenna" eins nú er víst stefnan í algjöru alvöruleysi og hreinu rugli.

Að mínu áliti er þetta ábyrgðarlaust og breytir samfélginu á ófyrirsjáanlegan hátt og gerir okkur enn ruglaðri en við erum.

Hvað með konuna ef barnið er vanskapað eða "gallað", er það þá fóstureyðing samkvæmt beiðni erfðaforeldranna? Kannski fest í samningi á milli aðila? Og hvernig haldið þið að fósturskimun og eftirlit verði með fóstrinu? Það verður allt skannað gen og holgómar og fingurleysi og bara ða nefna það og miskunnalaust farið fram á aflífun ef ekki allt er eins og men telja sig "eiga rétt á". Nei segi ég. NEI!

Þorvaldur (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 21:37

15 Smámynd: Björn Birgisson

Líknarbelgur - leigubelgur - lánsbelgur. Best væri auðvitað fyrir barnlaust fólk að geta keypt börn á markaði. Nægt er framboðið af umkomulausum börnum, foreldralausum börnum í heiminum. Markaðurinn væri auðvitað rekinn í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Tökum bara frjálshyggjuna og 2007 á þetta! Allur (eða næstum allur) hagnaður á svo að renna til aðstoðar við börn sem enginn vill kaupa. Málið leyst?

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 21:55

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf ert þú nú sami ólátabelgurinn, kæri Grindvíkingur.

Baldur Hermannsson, 14.1.2011 kl. 22:58

17 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, ertu að gefa í skyn að mér sé ekki alvara? Í gamla daga hefði verið sagt að krakkaormarnir, sem ekki gengu út, væri fínir í beitu. Sérstaklega þeir rauðhærðu. En í þriðja heiminum er fátt um rauðhært fólk. Svartir, brúnir og gulir á hörund eru aldrei rauðhærðir og nýtast því illa til útgerðar. Aukin tækni til hárlitunar kann að leysa þetta vandamál!

Annað!

Er að lesa frábæra bók. Þú heyrir betur af því síðar!

Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 00:11

18 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

"Þetta er mikið mál og hroðalegt" eins og segir í æviminningum Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Feministar hafa bent á að að er bullandi vændi grasserandi víða í þjóðfélaginu og pottur hvarvetna brotinn eins og þetta mál sannar.

Það rifjast upp fyrir mér saga frá því fyrir aldarfjórðungi eða svo. Ég tók þá strætisvagn til vinnu minnar. Einn morgunn hafði snjóað nokkuð og var þæfingsfærð, aldrei slíku vant og vagninn komst ekki upp brekkuna efst á Sundlaugaveginum, upp á Suðurlandsbraut. Vagnstjórinn, (sem reyndar var kona) bakkaði aftur niður hallann og kallar svo til farþeganna (það var ca hálffullur vagn): "Viljiði færa ykkur afturí svo við höfum þetta." Allir hlýddu þessu kalli, og með þennar aukaþunga á afturhásingunni komst strætóinn upp.

Við þessa sögu er tvennt að athuga: Var ekki skrúflulaust og með ófyrirleitnum hætti verið að nota líkama þeirra kvenna sem í vagninum sátu? Það kann að vera nokkur málsbót að vagnstjórinn var kona en áttu ekki karlmenn sem í vagninum voru skilyrðislaust að yfirgefa hann á næstu strætisvagnastöð?

Það kommentera kannski ekki margir femínistar hérna en gott væri að fá greiningu á þessu atviki eftir réttum fræðum.

Hólmgeir Guðmundsson, 15.1.2011 kl. 00:14

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, er ekki Árni Finnsson rauðhærður....... hvaða bók er það, bíð spenntur.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 00:27

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikið átt þú gott, Hólmgeir, að hafa Sigurð frá Balaskarði á náttborðinu. Ýmsar gersemisbækur á ég, nýjar sem gamlar, en Sigurð á ég ekki.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 00:28

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Ætli Björn sé ekki að lesa Jónínu Ben...

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 01:03

22 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, Þórunni Sveinbjarnar á þig ............!

Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 01:12

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe.....bölvaður þrjóturinn.....hann liggur þá yfir Jónínu Ben, ef svo mætti að orði komast.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 340387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband